Vísir


Vísir - 19.08.1970, Qupperneq 2

Vísir - 19.08.1970, Qupperneq 2
I Carl Stokes. Borgarstjóri les inn á plötu. ?orgarstjórinn í Cleveland, USA heitir Carl Stokes og er sá svartur á hörund. Stokes hefur nú lesið inn á eina LP-plötu fyrir Elyimg Dutchman hijómplöbuút- gáfuna, en reyndar hefur Stokes gert samning til langs tíma við fyrirtæki þetta. Stokes er hinn fyrsti svertingja til að ná því að veröa borgarstjóri í svo stórri borg sem Cleveland er og á LP- plötunni geta menn hlýtt á blaða mannafund sem Stokes hélt og svarar þar margvíslegum og for vitnitegum spumingum. Þú spjall ar hann einnig á þessari fyrstu plötu viö óbreytta borgara Cleve landborgar, les ljóð eftir svört .skáid og raular fáeina negra- sáima. Þessi plata með Carl Stok es er hluti útgáfuseríu sem Dutch man kallar „public interest“ en áður hefur þessi útgáfa gefið út Mjómplötu um hryðjuv'crkin í My Lai og manndrápin við Kent State háskólann. □□□□□□□□□□ Þú ert velkominn — ekki bíllinn Ferðamenn sem koma á bílum sinum akandi tiil Amsterdam fundu sumir hverjir miða festan við bíl sinn, er þeir komu aö hon- um á bílastæöi. Á miða þessum stendur: „Þú ert velkominn — bíllinn þinn ekki.“ Miðar þesisir eru þrykktir á t'imm tungum og er þaö nefnd eða félag manna sem kalla sig „dæmigerðan Amsterdambúa", eða „venjulegan borgara“ (De Lastige Amsterdammer) sem fyr- ir þessu stendur. Einnig stendur á dreifimiöanum: „Reykurinn af brennandi eidsneytinu mengar loftið, bíllinn þinn er hávaðasam ur og þú ógar bömum okkar með honum. Komdu þér því burt héð an með þessa heimskulegu vél þína. Ef þú kemur hingað aftur án hennar, þá ertu velkominn." Bnrton löngu bindindi og grennist óðfluga Templarar hafa fengiö nýjan og óvæntan félaga. Sá heitir Richard Burton og er leikari að atvinnu. Burton þessi er ekki ein asta frægur fyrir að vera leikari, heldur einnig fyrir að vera kvænt ur Elizabeth Taylor og fyrir að þykja víski gott. Upp á síðkastið hafa menn veitt því. eftirtekt að Burton hef- ur runnið heilmikið. Hann er aft ur oröinn grannur og spengilegur eins og á sínum yngri árum enda heldur hann því fram að hann hafi ekki smakkað áfengi síðast liðna 6 mánuði, og sé hann þess vegna svo grannur. ' „Ég varð alveg skelfingu lost- inn“, sagði leikarinn I Mexikó um daginn, „vegna þess að ég var alitaif að verða * þyngri og þyngri og Elizabeth sagði að það væri aillt snafsinum að kenna. Og hún veðjaði við mig — ein- um kossi eða svo — að ég myndi ekki geta haldið út bindindi í 3 mánuði. Svo ég hætti. Núna eru næstum 6 mánuðir siðan ég bragðaði dropa. í fyrsta sinn í 25 ár sé ég veröldina ófullur. Ég er svo sem ekki neitt viss um að mér geðjist að því sem ég sé, en að minnsta kosti er það ný reynsla", og svo bætti Burton við i flýti: „í guðanna bænum segið ekki að ég sé á móti áfengi. Ef þið setjið á prent að ég hafi fretsazt þá fæ ég bara alis konar bréf frá þessum templurum — og sannarlega vil ég ekki styðja þeirra málstað. Ef svo mikið sem einn tempiari vogar sér að senda mér „uppörvandi“ bréf, þá verð ég eflaust pöddufullur um leið. Ég skuida snafsinum nefnitega mikið. Margar góöar stundir og skýra hugsun, svo ég vil ekki móðga drykkinn. Og svo er bind indið alls ekki til langframa og átti áldrei að vera. Það átti bara að vera 3 mánuðir upphaflega og ég er búinn að vinna. Ég er meira aö segja búinn að innheimta veð skuldina, hver sem hún var.“ Burton og Elizabeth: „Ekki smakkað dropa í 6 mánuði, en templurum!“ guðanna bænum ekki segja það Menn eiga að skreyta sig með listaverkum —■ danskur listamaður hengir skúlptúrverk sin utan á fólk Listamaðurinn Havgaard og Fáborgar-stúika, sem hann hefur skreytt með listaverki, sérstaklega sniðnu og steyptu fyrir hennar fagra kropp. Hvers vegna ætti skúlptúr 'ætíð að vera eitthvað sem maður að- eins gengur fram hjá án þess að veita verulega athygli? Reynið að taka eftir fólki sem gengur fram hjá listaverki á torgi, eða í skemmtigarði. Það er undantekn- ing ef þaö virðir hið stolta verk listamannsins viðlits — eða svo segir danski listamaðurinn Poul Havgaard, sem landar, hans katla • ,, jám-lds tamann inn. “ Nei, komið listaiverkinu heldur fyrir á vel löguðum barmi stúlku og þið getið verið viss um að þá verðoir tekið eftir því. Jám-listamaðurinn býr í Fa- borg í Danaveldi og býr þar til listaverk sem jafnt körlum sem konum er ætlað að bera á líkama sínum. 'Og listaverkin eru fín- lega gerð og bakgrunnur þeirra, þ.e. líkami viðkomandi listaverks- hafa, dregur betur fram línur og boga listaverksins. Poul Hav- gaard hefur sýningarglugga utan á verkstæðishúsi sinu, og ferða- menn standa þar allan daginn með nefið flatt u > aö rúðunni og horfa á framleiðslu hans. FRÆGUR Og listamaðurinn er frægur orðinn fyrir þetta framtak sitt víða um lönd. Pierre Gardin er orðinn æstur í að láta hann vinna skartgripi fyrir sig en Havgaard virðist ekki sérlega spenntur fyr ir frönskum gylliboöum. Hann færir stöðugt út kvíamar f list- iðnaði sínum. Til dæmis er hann farinn að gera belti fyrir konur og karla úr jámi, og em þau svo lík venjulegum beltum, að við liggur að maður finni af þeim leð unlykt. „Þetta ,er ný og skemmtileg aðferö sem ég hef dottið niöur á“, segir listamaðurinn, „þannig er hægt að koma manneskjunni í nánari snertingu — bókstaflega talaö — við listina. Hvers vegna skyldi maöur ekki sitja á stólum sem eru skúlptúr og við borð sem eru með hinum og þessum iistrænum bogum og beygjum? Nú á ég bráðum að kera skúlptúr húsgögn i forstjóraskrifstofuna hjá Pierre Gardin."

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.