Vísir - 19.08.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 19.08.1970, Blaðsíða 3
rVTSTR ' . IWWv’ikuiTagur TS. águst T970: í MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖNO i MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND BANDARlKJAMCNN SMÍDA IKKI HUÓDFKÁA ÞOTU — neikvæbar niðurstöður athugana benda til Jbess f Bretar og Frakkar hafa átt íi talsveröum erfiðleikum með Con- ] Nú er allt útlit fyrir að Bandaríkjamenn falli frá áformum um að smíða hljóðfráa þotu. Þingnefnd undir forsæti Williams Proxmire hefur skilað áliti af athugunum, sem nefnd- ,in hefur að undanförnu unnið að, og kemur fram I þeirri álitsgerð, að það verði að teljast í öllu til- Kfí mjög svo óhagkvæmt að láta smíða og reka I seinna meir hljóðfráa þotu. Þessi bandaríska nefnd hefur að undanförnu unnið úr öllum þeim gögnum, sem hún hefur getað komizt yfir varðandi smíði og reynsiuflug brezk- frönsku þotunnar, Concorde, en fram til þessa hefur verið' haldið fram í USA, að ef Bret- ar og Frakkar færu að fjölda- framleiða slíka vél, verði flug- vélaiðnaðinum í Bandaríkjunum alvarlega ðgnað. Þingnefndin segir í skýrslu sinni, að í fyrsta lagi þá sé engin þörf fyrir hljóðfráa þotu þvf sá tími sem sparast kann á flugleiö- um með því að fljúga slíkri þotu, sé einskis virði, þegar ókostir þot- unnar séu teknir með í reikninginn: þ. e. sá hvellur, sem verður er þot- an fer í gegnum hljóðmúrinn og sá gífurlegi hávaði, sem þotan gef- ur frá sér við flugtak og lendingu. corde-þotuna. Enn er ekki hætt að reynslufljúga henni, því eftir að Umsjón: Gunnar Gunnarsson. reynsluflug hófst hefur komið í ijós, að þurft hefur að gera marg- víslegar og kostnaðarsamar breyt- ingar á þotunni. Það var fjögurn manna nefnd Bandaríkjaþings, sem geröi skýrslu um þetta þotumál, en formaður hennar er þekktur í Bandaríkjunum fyrir neikvæða afstöðu gagnvart fyrirhugaðri smíði hljóöfrárrar þotu. Israelsmenn USA neifar að um vopnahlésbrot sé að ræða ;f DAG mun ambassador ísraels- manna í Washington koma til Jerú- salem, en þar mun hann skýra rikisstjóm sinni frá frekari tilraun- •um Bandaríkjamanna til að reyna að koma á friði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ambassadorinn Itzhak Rabin, fór frá Washington í gærkvöldi, rétt áður en bandar. utanríkisráðu- neytið lýsti yfir að engar sannan- ir væru fyrir ásökunum ísraels- stjómar um að Egyptar hefðu brot- ið vopnahléið með því að flytja til eldfíaugar við Súezskurðinn. Álitið er, að Rabin hafi verið sendur til Jerúsalem til að gera fsra ■elsstjóm ljósa grein fyrir þeim skoöanaágreiningi, sem nú hefur ris 'jið vegna þess sem fsraelsmenn •kalla vopnahlésbrot af hálfu Eg- 'ypta. ísrael hefur enn ekki tilnefnt full trúa sinn f þeim friðarviðræðum, •sem Gunnar Jarring á að stjóma í umboði Sameinuðu þjóðanna, enda hugsa ísnaelsmenn nú helzt um að leggja inn aðra kæm til USA og Sameinuðu þjóðanna vegna vopna- hlésbrots Egypta, og er greinilegt að fsraelsmenn ætla ekki aö setjast að friðaryiðræðuborði fyrr en Eg- yptar hætta öfium hreyfingum þar við Súez. Concorde á flugsýningu í baksýn er „Red Arrows Parfs 1969. Flugsveitin, sem sýnir listir sínar í loftinu í “-sveitin brezka, sem væntanleg er til íslands á næstunni. Skartgripum Zsa Zsa Gabor rænt — verðmæti 3,5 milljónir dollara SKARTGRIPUM fyrir 3,5 milijónir dollara var rænt f gærkvöldi frá leikkonunni Zsa Zsa Gabor. Skart- gripir þessir vom geymdir á hótel- herbergf hennar f New York, en þessa dagana er Gabor að leika i sýningu á Broadway og býr á Wal- dorf Astoria hótelinu. Bandarískir hermenn bera stríðsglæpi á sjálfa sig ■ Fjórir Bandaríkjamenn, sem hafa barizt i Víetnam, sögðu frá þvi' í gær, að þeir hefðú ver- ið vitni að stríðsglæpum Banda- ríkjamanna þar eystra. Einn mannanna — fyrrver- andi lautinant í hernum — sagði frá því að hann hefði horft á bandaríska hermenn hleypa raf- magnsstraumi í Víetnama einn, sem grunaður var um aö vera hermaður Víetcong. John Drols- hagen, tuttugu og fjögurra ára Bandaríkjamaður upplýsti og við sama tækifæri, að hann hefði sjálfur gefið undirmönn- um sínum' skipanir um að leiða á blaðamannafundi. rafmagn úr bílrafgeymi í fanga til að „fá þá til að tala“. Ftang- arnir fengu síðan raflost, er bííl- inn var settur í gang. Drolshagen þessi segir, að hann hafi verið sendur til Vf- etnam árið 1967 og hafi hann ekki haft slæma samvizku yfir meðferð fanga fyrr en eftir að hann varð aftur óbreyttur borg- ari. Drolshagen og hinir fyrrver- andi hermennirnir þrír skýrðu frá stríðsglæpum sínum og öðr- um „ævintýrum", sem þeir höfðu upplifað í Víetnamstríðinu Zsa Zsa Gabor. Er hún kom heim í gærkvöldi úr leikhúsinu og ætlaði til íbúðar sinn- ar, sem er á efstu hæð hótelsins, kom hún í flasið á þjófunum, sem þá voru á útleið. Ræningjarnir ruddust fram hjá henni og varð hún að sitja eftir með sárt ennið — sennilega á 4. hundrað milljóna ísl. króna fátækari. Zsa Zsa Gaborg gat ekki gefiö lög reglunni neina lýsingu á ránsmönn unum, en hún var í yfirheyrslu í alla nótt vegna þessa. Gabor leikur í sýningu á Broad- way, sem kallast „40 karat“. Egyptar og íraks- menn í hár saman # Samband Egypta og íraks- manna fer stöðugt versnandi, en nú hafa þessir aðilar skipzt á gróf- um athugasemdum hvor um ann- an undanfarna daga. I írak var sagt að reynt hefði verið að ræna ír- akska ambassadomum i Kaíró og aö frakski verzlunarfúlltrúinn f Kaíró hefði sömuleiöis orðið fyrir ofsóknum. Hann hafi veriö hand- tekinn fyrir óþekktar eða engar sakir, Sömuleiðis hafi írakskur stúdent í Kafró verið handtekinn. Egyptar leggja fram hliðstæðar kærur um meðhöndlun egypzkra borgara í írak. Samband þessara Arabalanda fór í bál og brand. er Egyptar sam- þykktu friðaráætlun Bandaríkja- manna f ísraelsk-arabíska stríðinu, en sú friðaráætlun var lögð fram í júnfmánuði s.l. Vildi írak þá halda fram harðri baráttu gegn ísrael, en er Egyptar samþykktu friðaráætlunina var Nasser opinberlega fordæmdur í írak. Egypzku blöðin svöruðu þá f sömu mynt og nú spyrja Égvptar Iraksmenn hvers vegna þeir gæti ekki sjálfir að hagsmunum sínum gagnvart Israel og hvers vegna fr ak ræðst ekki sjálft gegn lsrael í stað þess að reyna að æsa Egypta upr> gegn þeim. 1 fyrri viku sögðu egypzk blöð. að nú væru iraksmenn farnir að kosta mótmælaaðgerðir gegn stefnu Egypta í öðrum löndum. Nasser.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.