Vísir - 19.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 19.08.1970, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Miðvikudagur 19. ágúst 1970. Otgefanli Reykjaprent bí. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiysingar : Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla • Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjórn Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands I 'tausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. 1«—■——————I^ Öfgaskrif §íða Tímans, „Menn og málefni“, var s.l. sunnudag átakanlegur harmagrátur yfir gæfuleysi og vanmætti ríkisstjórnarinnar. Það vill svo vel til, að fólk er farið að venjast skrifum af þessu tagi í Tímanum. Þau hafa nú verið framreidd þar með ýmsum tilbrigðum í heil- an áratug, eða allt frá því að móðuharðinda-spádóm- urinn frægi var birtur, um það leyti sem viðreisnar- stjórnin var mynduð. En hefði einhver alókunnugur lesið þennan þátt í Tímanum s.l. sunnudag og feng- ið þar sína fyrstu fræðslu um ástand íslenzkra þjóð- mála og stjórnarhátta, myndi honum trúlega ekki hafa litizt á blikuna. Hugsum okkur svo að þessi ókunnugi maður fengi fcældfæri til að svipast dálítið um í þjóðfélaginu, fengi sanna»' upplýsingar um, hvað áunnizt hefur síðasta áratuginn, þrátt fyrir mikil og óviðráðanleg, tíma- bundin efnahagsáföll, og að það væri þessi ríkis- stjórn, sem með völdin hefði farið allan tímann. Er hætt við að hann yrði þá ruglaður í ríminu og vissi varla hverju hann ætti að trúa. Hér er ekki rúm til að rekja að ráði efni þessarar Tímagreinar. Þess þarf heldur ekki fyrir þá, sem lásu hana, og hinir geta aflað sér blaðsins, telji þeir það ómaksins vert. En öfgaskrif af slíku tagi ættu ekki að vera stjórnarflokkunum hættuleg, ef kjósendur láta skynsemi sína og dómgreind ráða. Blaðið segir, að sá svipur hvíli nú yfir stjórnarfar- inu, að ríkisstjórnin sé orðin þreytt, sinnulaus og ósamþykk. Hún sé orðin ófær um að stjórna, en vilji samt hanga. Skyldi þetta hafa sézt í Tímanum áður! Staðhæfingin um þreytuna og sinnuleysið er ekki svaraverð, en um „ósamþykkið“ er það að segja, að í engri samstjórn á íslandi hefur samkomulag og samstarf verið eins gott og í þessari. Að sövn Tímans eru „stefnuleysi og bráðabirgða- kák“ r'íukenni á störfnm ríkisstjórnarinnar. Hugs- andi fölk, sem hefur með gangi mála undan- farinn áratug, ætti að geta sagt sér sjálft, hverja stoð þessi fullyrðing á í veruleikanum. Baráttan við verð- bólguna stendur vissulega enn. Það hefur hún gert í aldarfjórðung. En það verður tæplega sagt stjórn- arandstöðunni til hróss, að hún hafi lagt ríkisstjórn- inni lið til þess að sigra þann óvin. Þvert á móti hef- ur hún gert hið gagnstæða, og væri Tímanum því sæmst að þegja um þá hluti. Um oftrúna á sérfræðingana, sem Tíminn talar um, er það að segja, að flestar ríkisstjórnir munu hafa einhverja slíka menn sér til ráðuneytis í ýmsum grein- um. Það hafði t. d. vinstri stjórnin, og að oss minnir sums þir sömu og núverandi stjórn. Um útþenslu ríkisbáknsins og skriffinnskuna skal þess getið, aö núverandi ríkisstjórn hefur reynt að draga úr henni, þvert á móti því, sem Framsóknarflokkurinn gerði þegar hann var við völd. Fídel Castró og hundurinn hans. „Hverja minútu starfsdags- ins verður að nýta.“ Þó markinu hafi ekki verið náð. • -jirfl r ‘ivp, ft«n ~tr/'R.rrt ór »tkúí varð framleiðslu- aukning veruleg — Ræða Castrós jbonn 26. júlí s.l. ■ vakti mikla athygli ■ Að liðnum óralöngum sykuruppskerutíma á Kúbu, þar sem allt var lagt í sölurnar til að sykuruppskeran gæti orðið 10 milljón tonn, hélt Castró leiðtogi ræðu. ■ Meira en ein milljón manna hlýddi á ræðu leiðtogans, sem hann hélt á Byltingartorginu i Havana. Ræðan var löng, eins og allar ræður Castrós, en hann kann jú lagið á að halda athygli áheyrenda sinna. t 4 klukkutíma hlust- aði mannfjöldinn á Castró harma „mistök“ þau, er hon- um höfðu orðið á: Sykuruppskeran náði ekki þeim 10 milljón tonnum, sem áætlað hafði verið, og svo mikið kapp hafði verið lagt á starfið við sykuruppskeruna, að aðrir þjóðlífsþættir fóru meira og minna í handaskolum. ■ Útlendlngar voru margir staddir á Byltingartorginu þann 26. júlí s.l. er ræðan var haldin. Margir þeirra voru fulltrú- ar annarra sósialískra ríkja og eflaust hefur það ekki kom- ið þeim minna á óvart en innfæddum, að heyra Castró bjóðast til að segja af sér, ef afsögn hans gæti á einhvem hátt bætt fyrir mistök þau, er honum höfðu orðið á í landsstjórninni. Vestræn blöö gsröu að von- um mikiö úr „uppskerubrestin- um“ á Kúbu. Bent var á, aö Castró hefði nevtt þióð sína til að beita sinum ýtrustu kröftum til að ná sem mestum sykri tii útfhitnings hann sefði meira að segja frestaö jólunum fram i júlí til þess að enginn tími færi til spillis við jólahaldið í desember. Fyrir mörgum árum töluðu kúbanskir leiðtogar um 1970 sem árið sem sykuruppskeran vrði 10 milljónir tonna. Árið. sem fiskveiöiflotinn myndi veiöa 8 sinnum meira en árið áður en byltingin var gerð. Ár- ið. sem engan ris þyrfti að flytja inn. 1970 átti á Kúbu að vera það ár, sem 10 ára uppbygging- arþrældómur átti loks að bera Svöxt og blómstra. Mikil framleiðsluaukning Að margra álitj hafa kúbansk- ir leiðtogar spennt bogann allt of hátt og einmitt þess vegna hafi hann brostið. Landið, þjóð- in og framleiðslutæki hennar voru hreinlega ekki búin undir þvilMkt álag sem lagt var á þau Samt er firra að tala um að allt halfi farið í 'handaskolum á Kúbu og enn meiri firra að tala um að mistökin felist í því að landinu sé stjómað með sósfalískum á- ’ ætlunarbúskap. Pótt sykuruppskeran hafi ekki; náð neinum 10 milljón tonnum, þá er hitt staðrevnd, að upp- skeran varð 8,5 milljón tonn, sem er veruleg aukning frá því, sem verið hefur, svo ekki sé; talað um hver uppskeran var. fyrir byltingu. Fiskveiðar hafa aukizt stórlega — jafnt á inn- lendan sem erlendan mæli-; kvarða. f ár varö sykuruppsker- an 4 milljón tonnum meiri en árið 1969 og fiskveiðar «ru 5: sinnum meiri en árið 1958. Ómagar þjóðfélagsins 66% íbúa Kúba er fátækt fand og eigi. að halda þar gangandi menning-' arþjóðfélagi verður að leggja mikla áherzlu á bættan efnahag þjóðarbúsins sem þegnanna, en örðugleikamir á framfarabraut- inni eru milklir, og ræða Castrós á Byltingartorginu f sumar fjall- aði einmitt um þessa erfiðleika. Hann byrjaði á þvf að ræða um fólksfjölgunarvandamálið. Hann benti á, að þrátt fyrir það aö 100 manns yfirgefa landið dag- lega, þá hefur fólksfjöildinn í landinu vaxið um 8 milljónir s.l. 10 ár. Af þessu leiðir svo, að mjög mikill hluti þjóðarinnar er ekki enn kominn í gagnið á vinnumarkaði. Ef böm, öryrkj- ar, gamalmenni og stúdentar eru dregin frá heildarfbúatöl- unni, kemur f ljós, að aðeins 34% þjóðarinnar eru vinnandi fólk eða fólk á þeim aldri, að reikna má með að það geti stund að atvinnu. Og eftir 5 ár verð- ur þessi hlutfallstala enn lægri, þá er búizt við að þessi hundr- aöstala veröi aðeins 25%. 1 tækniþjóðfélögum nútímans er venjulegt að 45% þjóðarinnar séu á framleiðslualdri. Endurhæfing Síðan sneri Castró sér að því að útskýra hvers vegna fram- leiðsluauikning hafði ekki orðið sem ættlað var í hinum ýmsu framleiðslugreinum. Og orsakim ar voru, aö þvf er hann sagði: 1) Skortur á vinnukrafti, er var sumpart vegna stöðugs vinnuaflsskorts og sumpart vegna þess að verkamenn úr ýmsum nauðsynlegum atvinnu- greinum voru lánaðir út á syk- urakrana að hjálpa til við upp- skerustörfin, sem allt var lagt í til að gengju sem bezt. 2) Erf- iðleikar f sambandi við alla flutn inga. í mörgum tilfellum var ekki hægt að flytja tilbúna fram leiðsluvöru burt frá verksmiðj- um eöa ökmm og f öðrum tií- fellum var ekki hægt að flvtja nauðsynleg hráefni á vinnustaði — aðallega vegna vandræða við útskipunarvinnu. Síðan lagði Castró mikla á- herzlu á samkennd allra Kúb- ana og pólitiska sannfæringu, sagöj orðrétt: „Hver og einn verður að brjóta heilann um, hvernig hann geti náð mestum afköstum út úr hverri elnustu vél, og hverju einasta mögulega grammi af hráefni út úr sér- hverri mínútu starfsdagsins". En Castró ætlar ekki einasta. að hressa upp á pólitíska sam- kennd almennings. Hann ætlar einnig að taka leiðtogunum,; verksmiðlustjórum, menntastofn unum, ríkisstjóminni og flokks- stjóminni ærlegt tak. 1 sumum tilfellum verður eflaust um mannaskipti að ræða, en aðrir verða að láta sér lynda að verða skólaðir hressilega til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.