Vísir - 19.08.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 19.08.1970, Blaðsíða 13
0 Varðskip tekur brezkan togara Varðskipið Ægir kom með brezka togara-nn William Willb erforoe GY 140 frá Grimsby inn tS EskifjarSar snemma i gær- rnorgun. Kom varðskipið að tog aranum við Hvaíbak, þar sem hann var að ætluðum ólöglegum veiðum. Togarinn var ekki með vörpuna í sjó, þegar varðskipið kom aö. Valtýr Guðmundsson sýslu- maður á Eskifirði skýrði blaðinu frá þessu I gær og sagði hann að rannsókn í málinu hæfist þá eftir hádegið. Sagði hann ennfremur að það léki grunur á því að skip- stjóri togarans hefði áður komið við sðgu þegar um landhelgis- brot brezkra togara hér við land hafi verið að ræða. © Minna ; gefið lit > ► Likur benda til þess að bóka- J útgáfa verði minni í ár en ver- ið hefur að undanförnu. Útgef- i endur eru misjafnlega bjartsýnir i á bókasöluna í haust, en verð á bókum kemur óhjákvæmilega ti! i með að hækka nokkuð, aðallega vegna aukins söluskatts. Af viðtölum, sem Vísir átti | við nokkra útgefendur, má ráða, f að margir munu draga úr útgáf- unni í ár af ýmsum orsökum, þótt sumir haldi sínu striki. Einnig ríkir talsverð óvissa um afkomu bókaútgáfunnar vegna ■ hugsanlegs prentaraverkfalls í september. i * © Ekkert svar i • Sökum þess að oss hefur enn ekki borizt svar frá bæjarstjóm Akureyrar við erindi þvi er bæj- arstjóranum var afhent af hinni fjöknennu mótmælaför Þingey- inga gegn Gljúfurversrvirkjun 1$. júli sl. vi'll stjórn Landeig- endafélags Laxársvæðisins taka fram eftirfarandi: 1. Eins og fram kom í téðu bréfi og margendurteknum yfir lýsingum vorum um Laxárvirkj unarmálið. höfum vér lýst ráð- gerðar virkjunarframkvæmdir við Laxá ólögmaetar og beint brot á bréf; iðnaðarráðuneytis- ins frá 13. mai sl. 2. Vér viljum endurtaka þá kröfu er vér iögðum fram á fundi í iðnaðarráðuneytinu 1. júlí sl. að öllum virkjunarfram- kvæmdum við Laxá verði frest að þar til rannsóknamiður- stöður á Laxársvæðinu iiggja fyrir og gengið hefur verið frá samningum við fulltrúa landeig enda á Laxársvæðinu um fyrir- komulag skaölausra fram- 'kvæmda við Laxá. Þessari kröfu munum vér fylgja enn fastar etftir, vegna nýrra upplýsinga sem oss hatfa borizt, um skaðsemi fyrirhug- aðrar virkjunar fyrir fiskirækt f efri hluta Laxár og á Mývatns svæðinu. 3. Fari svo að framkvæmdum við Laxá verði enn haidið áfram samningsilaust, gegn lögum og rétti og hagsmunum alis almenn ings lýsum vér fullri ábyrgð á hendur Laxá rv irkj unars t j órnar á afleiðingunum og heibum á alla íslendinga að veita oss stuðning í varnarbaráttunni til vemdar Laxá og Mývatni. Laugum 14. 8. 1970 Stjóm Landeigendafélags Laxársivæðisins. © Harðir árekstrar Haröur árekstur varð á gatna mótum Hringbrautar og Ásvalla götu aðfaranótt sunnudags. Bif reið úr Reykjavik og önnur úr Hafnarfirði rá'kust á, og svo harður var áreksturinn, að R- bifreiðin valt á hliðina. Plestum sem að komu, til mikiMar undr- unar slapp fólkið með minna háttar meiðsli. Annar haröur árekstur varð þessa sömu nótt á gaitnamótum Skothúsvegar og Fríkirkjuveg- ar. Bifreið, sem kom ýfir Tjarn arbrúna upp Skothúsveg, var ekið inn á Frikirkjuveg og beint á bifreið, sem ók þar í norður- átt. Miklar skemmdir urðu á bflunum, , en ökumennimir sluppu án meiðsla, meðan hins vegar farþegar, einn í hvorum bfl hlutu nokkrar skrámur. © 3 sækja um prófessorsembætti . Umsóknarfresti um prófess- orsembætti f íslenzkum bók- menntum .við heimspekideild Háskóla íslands lauk 30. júlí sl. Umsækjendur um embættiö em: Njörður P. Njarðvík, cand. mag. Sveinn Skorri Höskuidsson, mag art. og Vésteinn Ólason, mag. art. © Á stultum í peysu- fötum á 184 ára afmæli Furðu fáir Reykvíkingar létu sjá sig á skemmtun Reykvik- ingafélagsins við Árbæjarsafnið á sunnudaginn. V-ar þarna þó hin ágætaista skemmtun á ferð- inni, sem haldin er ár hvert ná- iægt afmælisdegi borgarinnar, sem er 18. ágúst eða í gær. í gær voru liðin 184 ár frá því að borgin fékk kaupstaðarréttindi. Stúilkan hér á myndinni lét sig ékki muna um það_ að spranga svojftið um á stultum gestum tii ánægju og virtist vera hin keifcasta, þó að fatn- aðurinn væri ekki upp á þaö hentugasta. Peysuföt eru hinn snotrasti fatnaður, en þó ekki beinlínis gerð til fþróttaiðkana. Hann kinkaði kolli' til hennar án þess að segja neitt, náði í matarkassann sinn og gekk mjög nálægr Louise en án þess að líta á hana. „Jæja, börn, fáið ykkur sæti. Ég heyri að monsjör Michel er að koma.“ Hún kepptist við að matreiða handa honum steiktar kartöflur, og það snarkaöi í feitinni á pönn unni. „Eftir hverju ertu að bíða, Louise?“ „Ekkj neinu.“ Hún kom að borðinu á eftir Elie, og þegar hann tók kjark i sig og leit framan í hana, olli það honum undrun og í rauninni vonbrigðin að hún var öldungis eins á svipinn og hún átti að sér. Hún veitti honum ekki minnstu athygli. Sennilega hafði hún ekki hugmynd um að hann hafði séð til þeirra. Það eitt var óvenjulegt við hana, að varir hennar voru rauð- ari en ella, og að andlit hennar virtist ef til vilil dapurlegra. — Samt mundi hann ekki hafa tek- iö eftir því, ef þetta hefði ékki gerzt, eöa þá að hann hefði kennt það kalsanum og rigning- unni. „Er Stan ekki kominn niður“ „Er á léiðinni, frú“, sagði hann uppi í stiganum. Það tók alltaf sinn tíma, að allir væru setztir að boröinu með skrínukostinn fyrir framan sig. Michel varð síðastur til að fá sér sæti, og Elie hafði hugboð um að hann reyndi af og til að horfa á Louise og vottaði fyrir brosi um varirpar, en hún gætti þess aftur á móti að láta sem hún sæi það ekki. Þegar frú Lange bar honum matjnn, sagði hún: „Ég vona að þér farið ekki út í kvöld, eins og veðrið er.“ Hann leit á Elie, venju sam- kvæmt, og beiö þess að hann túlkaði, en Eiie, sem gleymdi hlut verki sínu, starði þögull fram fyr ir síg. „Fyrirgefið", sagði hann, þeg- ar hann varð þess var að allir horfðu á hann. „Hvað voruð þér að segja, frú Lange?“ „Ég var að segja að ég vonaði að hann færi ekki að fara út i þetta veöur í kvöid. Mig langar ekki til að stunda hjúkrun yfir jólin." Hann þýddi spurningu hennar og það brá fyrir glettnisglampa f augum hins rúmenska. „Ég þarf ekki að fara út“, sagði hann. Elie þurfti ekki að þýða svarið. Frú Lange hafði skilið það af svipnum og raddhreimnum. Elie sá ekki betur en að Louise væri líka að reyna að leyna brosi. 21 Hann var sá eini við matborðið, sem vissi bvað þeim fór I raun- inni á mi'lli. Þau vöruöust að yrða hvort á annað. Það var ungfrú Lóla sem annaðist samræðurna Atf þvf að frú Latige hafði minnzt á jólin, greip hún tækifærið til að ræða jólahaldið í fjöHunum, þar sem hún hafði átt heima. Á stundum kom það fyrir að augu þeirra, Louise og Michels, mættust, kæruieysislega og eins og fyrir hendingu. Þau gættu þess að það yrði ekki of lengi. I rauninni þá var eins og augu þeirra snertust leifturskjótt, rétt eins og fuglar á flugi, og svo laut Rúmeninn aftur yfir disk sinn með bamslega ánægju i svipn- um. Svipbreytingin á andliti stúlk- unnar var enn hófsamari, naum- ast sýnileg, þar gætti ekki neinn ar gleði, þar. sást ekki neinn glampi, öllu fremur hljóð full- næging. Það var eins og hún hefði allt f einu tekið einhverjum þroska, víðfeðmum í alvönu sinni. „Og hvað svo, þegar þið kom- iö heim frá miðnæturmessunni?" spurði frú Lange. Ungfrú Lóla hélt áfram að skýra frá ýmsum venjum og sið- um I sambandí við jólahaldið heima, jólamatnum og öðru, en Elie drakk teið sitt og Michel Iteit tíl hans, og það var ekki lanst vi& ögmia í augnaráðinu. FJÓRÐI KAFLT. Morguntíðir og miðaftanbænir. Elie hafði komizt að raun um að heimiiið fylgdi sínum reglu- ■ bimdnu árstíðum eins og náttúr- an. Það gerðist til dæmis áriega, að í hvert skipti sem leið að jól- ! um gerðist frú Lange trúrækn- ari. Aðra tíma ársins lét hún sér nægja að hlýða lágmessu á sunnu í dögum, en á meðan þetta trú- ; ræknitímabil stóð yfir, bætti hún j við sig morguntíðum og miðaft- j anbænum. j' Elie svaf yfirleitt létt, og oft var það á sunnudagsmorgnum ;i að hann vaknaði við vekjara- j klukkuhringinguna uppi á loftinu ji þegar klukkuna vantaði um tutt- • ugu mínútur í sex, eða um sama leyti og farið var að hringja ] klukkunum í kirkjunni á bak við j skóiann, hinum megin við göt- ?i uná. Andartaki síðar heyrði hann að húsfreyjan laumaðist • niður stigann, og héít-á skónum sínum í hendinni, enda þótt það kæmi ekki f veg fyrir að marraði í sama þnepmu og venjulega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.