Vísir - 22.08.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 22.08.1970, Blaðsíða 2
 i 1 l i i Annaðhvort ferðu í megr- un eða.... Magapína í hálfa öld Curtis karlinn Kastler er orö- inn 62 ára. Hann hefur undan- farin 53 ár þjáðst af leiðinda seyðingsverk í maganum. Hann fann fyrst fyrir verknum þegar hann var 9 ára gamall. Það var í síðasta mánuði sem hann herti sig upp í að fara á sjúkrahús. Læknamir sprettu upp á honum maganum og sáu ekkert sem gæti valdið óþægindunum, en þar sem þeir vom búnir að opna mann inn á annað borð, þá færðu þeir sig aðeins sunnar í skrokkinn — stækkuðu skuröinn — og sjá! 1 smáþörmunum fundu þeir litla perlu, nokkra smápeninga og papplrsþynnu. Kastler man ekk- ert eftir þvi hvenær hann gleypti perluna, en hann minntist þess að hafa einhvem tíma misst nokk ur penní ofan I sig, þegar hann var lítill drengur að leika sér með vasapeninga sína. „Annaðhvort iferð þú í megrun góði, eða þú verður dauður innan tveggja ára.“, sagði læknirinn við Jack Plunkett dag einn. Og Jack fór í megrun. Þá var Jack 156 kg og 1 pund. Núna.... jæja, þama er Jack með konu sinni, Marie, og þau em bæði í regnkápu sem áður fyrr passaði á hann. Eftir tveggja ára megmnarkúr vegur hann 98 kg. Fæðuna sem hann borðaði með an á kúrnum stóð kallaði hann „upp á líf og dauða“ og læknir- inn hefur sagt honum að hann hafi bætt 12 ámm við líf sitt, a.m.k. Af hverju samanstendur „upp á iíf og dauða?“ Jú, bara kanínu fóðri, káli og þess háttar, segir Jack, sem er núna 53 ára skrif- stofumaður hjá jámbrautunum. Hann á heima 1 Swindon, Eng- landi. „Eiginlega ætti ég að vera kom inn með löng eyru og skott núna“, segir hann, en hann lang ar tdíl að fara í langa iPerð nm sveit ir landsins og segja fVMld hvemig hann hafi losað sig við aukakfló- in. „Mig langar til að hjálpa fólki það er tóm vitleysa að eyða ernu pundi I leikfimistund hjá ein- hverju fþróttafélagi. Hættið bara að borða svona' mikið. Það þarf ekkert til annað en viljastyrk." Læknirinn hans hefur sagt að hann verði að koma þunganum niður í 70 kg, þannig að enn á hann eftir að létta sijg um 28 kg. „Og það get ég“, segir hann, „sanniði til.“ Merkileg uppgötvun gerð! Loksins kom það rétta í ljós! En þar sem þessi börn eru frönsk þá á fyrirsögnin auðvitað aö vera „C’est la différence!" Þau em einmitt á þeim aldri, að uppgötva stórkostlega hluti, til dæmis að rjómaís er góður á bragðið og að varalitir skilja eft- ir falleg merki á hvftum papp- ir... og að litlar telpur era svo lítið öömvísi en strákar. Marie-Anne lítur stórkostlega vel úít, og hún er bara 2ja ára og á heima í næsta húsi. — Jacques litli vissi það ekki fyrr en núna, hve lítið hann raunveru lega þekkti hana. Svona getur lff- ið verið skrýtið. Og það sem Jacques vissi ekki heldur, eða ekki fyrr en Marie- Arme benti honum á það — að hann er líka „öðruvísi'* — frá hennar bæjardyrum séð. Jacques, sem lika er tveggja ára, rétti úr sér. Nú var sannar lega tilefni til að hugsa-alvarlega um þessa Wuti. Var hann kannski að komast aö þvf, hvort siðlegt væri að vera svolítið feiminn? Alls ekki. Hvers vegna að eyði leggja allt? Og Marie-Anne skríkti Og Jacques skrikti. Rétt eins og samiýnt fólk sem á sér sameiginlegt leyndarmál. Er kannski til skemmtilegri að ferð til að uppgötva mismuninn?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.