Vísir - 22.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 22.08.1970, Blaðsíða 9
f ÍSIR . Laugardagur 22. ágúst 1970. fimsm: — Farið þér oft í kirkju? Guðmundur Sæmundsson verka- maður: — Nei. I mesta lagi einu sinni til tvisvar á ári. Guðmundur Jón Kjartansson, 12 ára: — Já, já, ég fer stundum á bamaguðþjónustur í Bústaða- kirkju og það er ágætt. Ingvar Birgir Friðleifsson jarð- fræðingur: — Maður fer stund- um á hátíöisdögum. Það þarf alls ekki að vera svo afleitt — þvi stundum getur falizt svo- Mtíi giæta í stólræðum prest- anna. Sigmar G. Þormar: — Onei, það hefur nú verið harla lítið um það síðustu tvö til þrjú árin, nema hvað maður fer þetta ein- staka sinnum við jarðarfarir. Áð ur reyndi ég að komast í kirkju flesta hátíðisdaga. Ásds Sigurðardóítir, skólanemi frá Húsavík: — Alveg nóg. Það er oröinn vani hjá manni að fara í kirkju á aðfangadag og páskum og svoleiðis dögum. Trausti Einarsson nemi: — Nei, ég hef ekkert farið í kirkju sið- an ég var fermdur, og hef held- ur ekki hugsað mér eð legg'a leið mina þangað að óþörfu. Mér finnst kirkjan bara fyrir gamalt fólk á grafarbakkanum. ••••••••••••••••••••• ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«•••••••••••••••••••••••••••••• „Tvöfalda mætti veiðidaga í laxám—ef netaveiði yrði hætt44 — segir veiðimálastjóri i spjalli um si- hækkandi veiðileyfi, úthafsveiðar á laxi og möguleika á meiri nýtingu laxveiðiáa „ Tú, það lítur vel út með, að " þetta ætli að verða mikið laxaár", sagði Þór Guöjónsson, veiðimálastjöri, og staðfesti um leið hjá okkur þann grun, sem við höfðum fengið i sumar af fréttum um aflabrögð laxveiði- manna, að laxveiöin I ár yröi sízt minni en áður — og jafnvel betri. Svo að orðstír íslands, sem gózenland laxveiöimanna, er ekki hætta búin af aflabrögðun um í ár. Þetta færðum viö í tal við Þór veiðimálastjóra, þegar við hittum hann á skrifstofu veiði- málastofnunarinnar í vikunni, og inntum hann jafnframt eftir því, hvort ekki væri rétt hermt, þegar sagt væri, að laxveiðin hér færi fremur vaxandi með hverju árinu — öfugt við ná- grannaþjóðir okkar, sem hefðu áhyggjur af minnkandi laxveiði í ám. Þór kvað rétt vera aö lax- veiöin færi hér vaxandi, þótt í henni væru alltaf sveiflur ár frá ári, svo að ályktanir um slíkt væri aðeins mögulegt að draga af löngu tímabili, en ekki bara með samanburði við árið áður. En hins vegar er reynsla; t'Æ Norðmanna sú, aö laxveiði í árn hafi farið minnkandi ár frá ári. „Erum við veiöiheppnari, eöa hverju eigum við þetta að þakka?“ spurðum við. „Því er svo vandsvarað, að menn hafa heldur reynt þá leiö ina — að finna_ út, hverju minnkandi veiði er aö kenna“, sagði Þór. „Vegna þess hverjar sveiflur eru á veiðinni ár frá ári, þá er erfitt að segja til um ástæöuna fyrir minnkandi veiði i ám nágrannalandanna. — Sumir vilja kenna þar um sjó- veiðinni, eins og t.d. við Noreg. Á svæöinu frá Bergen norður að Nord-Kap eru bátar á lax- veiðum um 2ja mánaða tímabil á vori. Viss rök þykja hníga að því, að laxveiði í ám Noregs hafi fariö minnkandi vegna þessara veiða á laxinum, ein- mitt þegar hann er að ganga upp að ströndinni á leiðinni í ámar. Enda þykjast menn þar sjá það, þegar þeir leggja sam an veiöina úr ánum og veiðina úr sjónum, að þá sé komin sam anlögð sú veiði, sem var að vænta.“ „Hver er annars laxveiði Norömanna samanborin við okk -ar?“ skutum við inn í. „Hún er líklega tíföld eða tólf föld á við okkar veiði“, svaraði Þór, en hélt síðan áfram: „Auðvitað eru menn ekki á einu máli um svo flókiö atriði sem þetta, hverju veiðitregðan í ám sé aö kenna. Sumir halda þvi fram með nokkmm rétti, að þetta sé vegna mengunar í ánum, og benda þá á ár eins og Rín. sem var áður fyrr ágætis laxveiöiá og eins og Thames sem einnig var áður ágætis lax veiðiá. En þessar ár — og auö vitað fleiri — eru orðnar svo mengaðar af skipaferöum op mörgu öðm að þar þrífast ekki nema harðgerðustu fisktegund- ir.“ ,,En þrátt fyrir þennan gmn •••?••••••••••••••••••' um skaðsemi úthafsveiðanna, hafa þjóðimar ekki getað kom ið sér saman um bann við þeim — eða hvað?" „Alþjóðafiskveiðinefndin fyr- ir Atlantshafiö samþykkti jú bann við laxveiði á úthöfum, en þar sem þetta er milliríkjasamn ingum bundið og Danir og Þjóö verjar vildu ekki gangast inn á þetta, féll það um sjálft sig. Síðar var málið tekið upp aftur á öðmm gmndvelli, og var þá samþykkt takmörkun á veiðun- um. Sú samþykkt tekur gildi 1971. Þá verður á eystri hluta Atlantshafsins takmarkað veiði- svæði og svo takmarkaöur út- búnaður veiöarfæra en á vestari hlutanum verður magnið, sem veiða má, takmarkað." „Veröur nokkrum getum aö því leitt, hvaða áhrif úthafsveið ar hafa á íslenzka laxastofn- inn?“ „Nei, þvi að það er ekkert um það vitað, hvar hann heldur sig, þegar hann er í sjónum — nema bara þaö, aö hann virðist ekki vera á veiðislóðunum við Grænland — ekki svo að neinu nemi og ekki heldur viö Nor- eg-“ „Stöndum við þá ekki betur að vígi varðandi afkomu laxins okkar, heldur en nágrannaþjóð- irnar, meðan okkar ár eru 6- mengaðar og ekki til að dreifa ofveiði í sjó?“ spurðum við. „Jú hvað það tvennt snertir En hins vegar höfum við aðrar aðstæður að glíma við, eins og svalari sumur heldur en aðrar laxveiðiþjóöir. Það þýðir lægra hitastig í ánum okkar, sem þýð Þór Guðjónsson velðimálastjóri. ir aftur, að vanhöld á laxaseið um veröa mjög mikil. Það getum við þó bætt okkur upp og aukið gengdina i ánum til þess að vega upp á móti þess um vanhöldum með því að sleppa gönguseiðum í árnar okkar. Öðrum, sem hafa meng aðar ár, er slíkt vitaskuld þýð- ingarlitið.“ „Svo að viö vindum okkur úr einu í annað. — Er það ekki sportáhugi stangaveiöimanna, sem öðru fremur gerir laxár- eignir dýrmætar og laxarækt og laxveiði þýðingarmikla?‘‘ spurö um við Þór næst. „Jú, eins og sakir standa í dag, er það fyrst og fremst þessi sportáhugi stangaveiði- manna, þótt að lax sem mat- vara sé orðinn eftirsóttari á hin um seinni árum“, samsinnti Þór. „Stendur mönnum þá ekki stuggur af því, að síhækkandi *■••*■ ••••••••••••••••on verðlag á veiðileyfum og árleigu kunni að draga úr þessum sportáhuga, og þar meö rýra verðmæti ánna og draga úr þýð ingu laxeldis og laxaræktar?“ „Nei. Menn óttast það ekki svo mikiö, vegna þess að hækk andi verölag hefur ekkert dreg- ið úr áhuga stangaveiðimanna. Að vlsu hafa einhverjir veiði- menn hætt, sem ekki töldu sig hafa lengur efni á þessu, en aðrir hafa komið 1 þeirra stað. Hins vegar hefur þann kvíða sett að mönnum, að útlendingar komi til meö að sitja einir að laxveiði f íslenzkum ám — eins og þróunin hefur verið á hinum seinni árum. Og auðvitað þykir íslenzkum veiðimönnum það ó- skemmtileg tilhugsun. En það er fyrst og fremst skipulagsatriði að koma þeim málum þannig fyrir, aö allir geti vel við unað. Ég fyrir mitt leyti óttast ekki, að allir veiðidagar veröi 1 fram tíðinni uppteknir fyrir útlend- inga, vegna þess aö það er mitt hald, að tvöfalda megi veiðidag ana fyrir stangavelðimenn í án- um með þvf einu að leggja al- veg niður netaveiðj í ám. — Enda er ég viss um, að neta- veiöibændur munu fyrr eða síð- ar sööla yfir í stangaveiði. Og auk þess er ég viss um, aö auka mætti veiöiálagið á hverja á og fjölga veiðistöngum, sem veiða mega hverju sinni, með því einu að sleppa gðnguseiö- um í árnar I vaxandi mæli og auka þannig laxagengdina í hverja á“, sagði Þór og bætti við að lokum: „Og þessi árin erum við ein mitt að leitast við að afla okkur reynslu í hvernig heppilegast er að sleppa seiðum í ár, svo að af þeim fáist beztur árangur." — GP Sportáhugi stangavelðimanna leggur grundvöllinn að verðmæti góðrar laxveiðiá, og þýð- ingargildi laxaræktar og Iazeldis. 9 • o o o o o o 0 0 • 8 8 8 0 o e « o o 0 o o o 0 o o o o o. O' o o o o o o o o o o o ' 0 o o

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.