Vísir - 02.10.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 02.10.1970, Blaðsíða 4
V1 SIR . Föstudagur 2. október 1970. Fyrirliði Drott tekur hér við verölaunum, en iiðið sést bak við hann. Fyrsta verulega prófraun- in í handknattleik í kvöld — jbó mæta FH-menn Sv'iþjóðarmeisturunum, DROTT FH mætir til leiks í kvöld til fyrstu meiri háttar handknattleiks- keppni ársins með gam- alkunn andlit og fremst- ur í flokki mun Birgir Björnsson hlaupa inn í salinn sem fyrirliði liðs síns. Aðeins eitt andlit verður þarna nýtt, það er þjálfarinn, sem er dr. Ingimar Jónsson. DROTT, sænsku meistaramir munu byrja að ieika hér í kvöld en liðið leikur hér þrjá leiki á jafnmörgum dögum. Á morgun kl. 16 leika þeir við Fram og á sunnudag fcl. 20 við landsiliðið. Bins og gefur að skiilja eigum við í höggi við sterka andstæö- inga þar sem Drott er, enda verða lið ekki Svíþjóðarmeist- arar í handknabtleik út á ekki neitt. Liðið státar aif 4 landsliðs- mönnum, ekkj nafnkunnum hér, en að auki eru fjórir leikmanna með unglingalandsleiki að baki. Yfirleitt er idðið talið mjög jafnt lið og vel leikandi. Aðgöngumiðasala hefst í dag að leikjunum og hefst hún alla dagana þrem tímum fyrir lei’k í Laugardainum. Miðar kosta kr. 150 í sæti, 100 í stæði og 40 kr. fyrir börn. Lið gestanna sem hingað koma er þanni'g skipað: Markverðir: Mats Thomason og Mats Ericsson. Leikmenn: Hans Johansson, Tore Olsison, Oanét Notrnan, Bengt Hansson, Kjell Kjeilsson, Lars Olof Eng- renius, Einar Jacobson, Ingmar Andersson, Göran Gustafsson Poul Peterson, Fred Berggren, OMe Hagström. Lið FH í kvöld er þannig skipað: Hjalti Einarsson, Birgir Finnbogason, Birgir Bjömsson, fyrirliði, Auðunn Óskarsson, Ólafur Ednarsson, Gils Stefáns- son, Geir Hallsteinsson, örn Hallsteinsson, Kristján Stefáns- son Jón Gestur Viggósson, Árni Guðjónsson Jónas Magnússon. Þjálfari: Dr. Ingimar Jónsson. Sjúkrahúslæknir v/ð Sjúkrahúsið á Selfossi Staða sjúkrahúslæknis við Sjúkrahúsið á Sel- fossi er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa góða framhaldsmenntun í skurð- iækningum og fæðingarhjálp. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember, en stað- an veitist frá 15. desember n.k. Umsóknir, stílaðar til stjórnar Sjúkrahússins á Selfossi, skulu sendar skrifstofu landlæknis. Verzlunarhúsnæði óskast til leigu eða kaups. 100 til 200 ferm. á góðum stað í gamla bænum. Þarf að vera á 1. hæð. Uppl. á Laugavegi 133, sími 20745. Iðnaðarsaumavélar Óskum eftir að kaupa iönaðarsaumavélar. Tilb. ásamt uppl. um tegund og ástand sendist augl. blaðsins fyrir 6. okt. merkt „Saumavélar — 9686“. FELAGSLIF Aðalfundiir hand- lcnattleíksdeildo? Víkings Knattspyrnufélagið Víkingur. Handknattleiksdeild. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn laugardaginn 10. okt. kl. 15.30 í félagsheimilinu við Réttar- holtsveg. Stjórnin. Júdóæfingar að hefjast hjó Júdó- félagi Reykjavíkur Nú um mánaðamótin hefjast vetraræfingar hjá Judofélagi Reykjavikur í húsi Júpiter og Mars á Kirkjusandi. Enn sem komið er, er Judofélag Reykjavíkur eina íþróttafélagið hér, sem eingöngu leggur stund á judo, en starfssmi þess hefur stöðugt eflzt, og bar félagið sigur úr býtum í þeim opinberu mótum, sem enn hafa verið haldin, og verð- ur íslandsmeistarinn meðal þeirra sem kenna í vetur. Judofél. gen-gst fyrir þrenns konar námskeiðum í vetur: Nám- skeið fyrir byrjendur, 14 ára og eldri. Gjald kr. 500,00 á mánuði, eða kr. 1.200,00 ef greitt er fyrir þrjá mánuðj í einu. Námskeið fyrir drengi 8—13 ára. Gjald kr. 150,00 á mán. eða kr. 400,00 ef greitt er f. þrjá mán. í einu. Þriðja námskeiðið er svo kallaðar „Old boys“ æfingar, sama greiðslufyrirkomulag og fyrir byrj- endur í judo. í þessar „Old boys“ æfingar er gert ráð fyrir að mæti menn, sem ekki hafa stundað íþróttir, eða haía aörar ástæður til að taka ekki þátt í erfiðum 'líkams- æfingum. Almennar æfingar fyrir félags- menn verða eins og sl. ár. Tekið skal fram, að allir geta gengið 1 Judofélagið, og eiga þeir þá aðgang að ölilium aafingum þess án þess að greiða ofansikráð náms- gjöld. Sú nýbreytnj hefur verið tekin upp að nú verður íþróttanuddari starfand; hjá Judofélaginu í vetur, svo að menn geta fengið nudd ef óska. Æfingatimar verða sem hér ségir: Mánudagar: KL 19—20,30 almennar æfingar. Þriðjadagar: Kl. 18—19 „Old boys“. Kl. 19—20,30 almennar æfingar. KI. 20.30—22,00 byrjendur. Pimmtudagar: KL 18—19 drengir 8—13 ára. Kl. 19—20 almennar æfingar. Föstudagar: Kl. 18—19 „Old boys". Kl. 19—20 byrjendur. Laugardaga: K1 14—16,30 almennar æfingar. Sunnudagar: Kl. 10—11 drengir 8—13 ára. Stjóm Judofélags Reykjavíkur. Glímuæfingar Víkverja Glímuæifingar hjá Ungmennafé- laginu Víkverja hefjast föstudaginn 2. okt. kl. 7 (19) í iþróttahúsá Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Æfingar verða í vetur á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum kl. 19—20. Kennarar verða Kjartan B'erjgmann Guðjónssoa og Kristján Andrésson. Unemennafélaíað VfkverS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.