Vísir - 13.10.1970, Side 8

Vísir - 13.10.1970, Side 8
8 VI S IR . Þriðjudagur 13. oktðber 1970. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjðlfsson Ritstjðri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjörnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla' Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 Í5 línur) Askriftargjaid kr 165.00 ð mánuðl innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiG Prentsmiðja Vlsis — Edda hf. Jákvætt afl stúdenta f>róun Háskóla íslands hefur verið ótrúlega ör síð* ustu misserin, enda ekki vanþörf á. Ekki er langt síðan þessi virðulega stofnun þótti stöðnuð og ryk- fallin og var í litlu samræmi við þarfir nútíma þjóð- félags. Hún var gamaldags embættismannaskóli í veikum tengslum við vísindi nútímans. Nú er þetta allt að breytast hratt. Hver ný háskólagreinin á fætur annarri heldur inn- reið sína í skólann, og jafnframt eru eldri greinarn- ar endurnýjaðar. Nám í viðskiptafræðum hefur bæði verið aukið verulega og gert fjölbreyttara. Raunvís- indagreinar hafa risið upp í verkfræðideild, og verk- fræðinámið sjálft hefur verið endurskoðað. Þjóðfé- lagsfræðilegar greinar eru að hefja göngu sína. Læknanámið hefur verið endurskoðoð Jafnframt er kennurum skólans fjölgað svo ör ssar mundir, að kennaratalan mun tvöfaldast i. jmmum tíma. Þessar öru og tímabæru breytingar eru í samræmi við heildaráætlun um framtíðarþróun Háskólans, sem unnin var fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli á sínum tíma. Stúdentar höfðu þá og síðan ýtt af krafti á eftir þessum breytingum. Þeir hafa að tölu- verðu leyti haft frumkvæði að því að benda á leiðir til úrbóta. Og jafnframt hafa þeir barizt ótrauðir fyrir því að auka áhrif sín á stjórn Háskólans til þess að geta knúið fram endurbætur Hvort tveggja hef- ur þeim tekizt. íslenzkir stúdentar hafa að mestu losnað við hin neikvæðu viðhorf, sem ríkja víða í erlendum háskól- um. Hér hafa jákvæð viðhorf verið ráðandi. Þeir hafa kosið að vinna innan kerfisins að umbótum og hafa þess vegna náð mun meiri árangri en öfgasinnaðir stúdentar hafa náð erlendis. Þar hefur víða fyrir- staðan gegn endurbótum á háskólum verið svo sterk og vandamálin í þjóðfélaginu svo mikil, að margir stúdentar hafa hneigzt til öfga eða uppgjafar. Hér hefur þorri stúdenta hins vegar tekið ábyrga en harða stefnu í þá átt að knýja fram innan kerfisins endur- bætur á Háskólanum og aukin áhrif stúdenta. Ljóst er, að slík stefna mun ríkja áfrám meðal stúd- enta, enn um sinn að minnsta kosti. í kosningunum til Stúdentafélags Háskólans náði Vaka aftur meiri- hluta, og vinstri fylkingin, Verðandi, varð enn einu sinni að láta í minni pokann. Vökumenn hafa eindreg- ið staðið að hinum jákvæðu umbótaviðhorfum. Með- al Verðandimanna hefur hins vegar borið á öfgum, þótt þorri þeirra sé langt frá því að vera eins öfga- sinnaður og vinstri stúdentar eru almennt í öðrum vestrænum löndum. íslenzkir stúdentar hafa sýnt og sannað jákvæð áhrif sín á þróun Háskólans. Þeir hafa flýtt fyrir henni og eru jafnframt orðnir að helzta burðarási skólans. Og það mun áreiðanlega hafa heilbrigð áhrif, að völd og ábyrgð stúdenta aukist enn. ;( \ í i í Umsjón: Haukur Helgason. Mannránafaraldurinn nær til KANADA Aðskilnaðarmenn hafa eflzt i fylkinu Quebec og hinir róttækustu vilja stofna „alþýðu- lýðveldi" Valdataka hins franskættaða Trudeau í Kanada hefur ekki lægt öldumar í Quebec. Mörgum mun hafa kom- ið á óvart, að hið gróna lýðræðisríki Kanada skyldi ,smitast‘ af mann ránafaraldrinum í Am- eríku. Helzt áttu menn von á, að þetta fyrirbæri tíðkaðist aðeins í róm- anska hluta Amerflcu eða meðal Araba. Slík villimennska, að nema á brott saklausa dipló- mata og krefjast póli- tísks lausnargjalds fyrir, gæti ekki tíðkazt í vest- rænum „menningarríkj- um“. Svo fór hins vegar, að þessa dagana fylgist heimurinn með því, hver verða muni afdrif tveggja manna, sem öfgamenn hafa rænt í Quebec í Kanada. Heróp de Gaulle Enska og franska eru báðar viðurkennd „opinber" tungumál í Kanada, en aðeins 13 af hverj- um hundrað Kanadamönnum tala þau jöfnum höndum. 67% tala einungis ensku og 19% ein- ungis frönsku. 43,5% fbúa Kan- ada eru af engilsaxneskum upp- runa, og nær 30% af frönskum uppruna. Lengi hafa staðið deil- ur um sjálfstjórn fylkjanna, en Kanada er skipt í tíu fylki með nokkru sjálfsforræði. Mest gætir viðleitni einstakra fvlkja til sjáilfstjómar í hinni frönsku mælandi Quebec. Þorra hinna frönsku í því fylki hefur fund- izt sinn hagur fyrir borð bor- inn og hinir engilsaxnesku ráði of miklu I landstjóm. Menn minnast þess, aö de Gaulle hróp aöi „lifi frjálst Quebec", er hann á sinum tíma heimsótti Kanada. Fyrir vikið varð kalt milli de Gaulle og kanadískra ráða- manna. Öfgamenn vilja „alþýðulýðveldi“ í Quebec Margir ráöamenn í Ottawa líta þó vingjamlega til ýmissa kráfna Quebecbúa. Spurningin er hins vegar sú, hversu langt rik- isstjóm Kanada getur gengið til móts viö þá, án þess að stofna • einingu Kanada í hættu. Málið er enn flóknara, síðan upp reis í Quebec flofckur marxískra öfgamanna, sem vilja stofna sjálfstætt ríki í Quebec, eins konar „alþýðuilýðveldi“ að sov- ézkri fyrirmynd. Þessi flokkur öfgamanna stendur bak við mannránin nú. Foringi aðskilnaðarmanna, René Levesque lýsti því yfir í vetur, að „eftir tvennar kosn- ingar“ yrði úr því skoriö. hvort Quebec hlyti sjálfstæði. Hann átti við, að þaö mundi taka flofck hans „Quebecois" tvennar kosningar að fá meiriMuta á fylkisþinginu í Quebec, og þá mundi flofcfcurinn láta til skarar skríða. Áður en Rene Levesque stofnaði flofck sinn, höfðu veriö tveir filofckar í Quebec, sem ein- hverju skiptu, íhaldsmenn eöa „hinir bláu“ og frjálsiyndir eöa „hinir rauðu". íhaldsmenn höfðu nýi forsætisráðherra Quebec- en veldi þeirra var hrundið í kosningum fyrir tíu árum. Hinn nýi forsætisráðherrh Quebec- fvlkis, Jean Lesage, byrjaði þá „kyrrláta byltingu", sem hann kallaði svo Vaxandi sjálfstraust franskra Quebecmenn fengu aukið sjáfs traust með tilkomu Lesage, og upp úr því reis alda aðskilnaðar- stefnunnar. Ungum mönnum í Quebec þótti hin franska menn- ing sín falla í skugga Engilsaxa. Þeir kvörtuðu undan oí íhOwfUm áhrifum nágrannanna, Banda- ríkjamanna. Levesque, stofnandi flofcks öfgamanna var sjálfur ráð herra 1 stjóm Lesage og stofn- aði nýjan flofck, þegar frjáls- lyndi flofckurinn lýsti hollustu sinni við kanadfska ríkið. íhaldsmenn komu aftur til valda árið 1966. Stjóm fhalds- manna f Quebec elti grátt silf- ur við sambandsstjómina í Ott- awa og reyndi að fá viöurfcenn- ingu á sérstöðu Quebec Pierre Trudeau varð forsætis- ráðherra Kanada árið 1968, og með því var franskur maður kominn til æðstu valda f sam- bandsrfkinu. Tradeau skipaði franska Kanadamenn í lykHtstöð- ur í stjóm sinni. Vinur Trudeaus til valda Robert Bourassa, sem i gær bauöst til að semja við mann- ræningjana, er flofcksbróðir Trudeaus og varð leiðtogi frjáls- lyndra í stjómarandstöðu þeirra fyrir kosningamar í vor. Bour- assa er 36 ára, hagfræðingur aö mennt og stundaði nám í Ox- ford og Harvard. Bourassa hét því í kosningabaráttunni að efla Quebec og sérstöðu þess. Frjálslyndi flofckurinn sigraði síðan með mifchim yfirburðum í fylkiskosningunum í maí. Hann féfck 71 þingsæti af 108. Bour- assa varð forsætisráðherra fylk- isstjómarinnar. Menn vora hins vegar þungbúnir í höfuðstöðv- um aðskilnaðarmanna eftir fcosn ingamar. Rene Levesque náði ekki þeim árangri, er hann hafði vonað. Hann hafði vænzt þess, að flokfcur hans fengi oddaað- stöðu á þinginu, þar eð hvorki frjálslyndir né fhaldsmenn fengju hreinan meirihluta. Þær vonir brugðust gjörsamlega. Engu aö síður fébk flokfcur Lev- esques 21% atkvæða, mMu meira en nofckur annar floldíur aðskilnaðarsinna hafði áður feng ið. Flokfcurinn fékk þó aðeins átta þingsæti. Flofckur Levesqu- es er „hægfara" miðað við þá öfgafyllstu. „Frelsisfylkíng Quebecbúa“ Flokkur öfgamanna „frelsis- Jylking Quebecbúa", studdi aö- skilnaöarflokk Levesques. í stúd entablaði fylkingarinnar sögðu öfgamenn, „að auðveldara yrði að steypa stjóm Levesques í Quebec, eftir að sjálfsforræði Quebec hefði eflzt“. Þessir bylt- ingarsinnar hafa nú stigið þaö skref að ræna Bretanum James Cross og sjálfum atvinnumála- ráðherra Quebecs. Pierre La- porte. Líf gíslanna er komið und ir því, hvort gengiö verður að kröfum hinna öfgafyllstu meðal aðskilnaðarsinna, er vonast til að „auka hróður“ sinn með þess- um verkum. Svarti hlutinn sýnir, hvar Quebecfylki er í Kanadju

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.