Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 7
V í SIR . Miðvíkudagur 14. október 1970. cTMenningarmál Þráinn Bertelsson skrifar um kvikmyndir: Lifi stúdentinn Frú Róbínson ick'trk (The Graduate) Stjómandi: Mike Nichols Handrit: Calder Walling ham og Buck Henry Aðalhlutverk: Dustin Hoff- man, Anne Bancroft, Kath- arine Ross, Murrary Hamil- ton o.fi, Amerisk, íslenzkur texti Tónabíó. 108 mín. „C’túdentinn" segir frá uhgum manni, sem kemur heim að loknu stúdentsprófi, hafandi skarað frajtt úr í námi, félags- lífi og íþróttum, verandi fyrir- mynd annarra ungra manna — án þess þó að vita nokkum skap aðan hlut um lífið sjálft, og of- an í kaupið gersamlega óákveð- inn í því, hvað hann á að taka sér fyrir hendur í framtíðinni. hað renna upp fyrir honum þau bitm sannindi, að stúdentspróf ið er ekki takmark í sjálfu sér, heldur aðeins áfangi á leið, sem hann ekki einu sinni veit, hvert 'liggur. í samkvaemi, sem foreldrar hans halda honum til heiðurs, gerir frú Róbínson, kona helzta fjölskylduvinarins, sér lítiö fyrir og bendir stúdentinum á, aö hún sé meira en fús til að undirvísa hann í þeim sannindum lífsins, sem ekki eru kennd í mennta- skólum. Stúdentinn er fastur eins og fluga í köngulóan'ef, og nauð- ugur viljugur álpast hann til aö eiga meö frú Róbínson það al- vandræöalegasta ástarævintýri, sem nokkum tlmann hefur ver- ið lýst í kvikmynd. Þetta gengur allt fyrir sig skakkafallalítið, þangað ti'l þaö rennur upp fyrir stúdentinum unga, að þótt hann sofi hjá frúnni, þá er hann ást- fanginn af dóttur hennar. Skiljaniega er þetta frú Rób- fnson lítið gleðiefni, og til að hefna sín á þessum hverflynda elskhuga, segir hún dóttur sinni allt af létta, og með það hverf ur dóttirin að heiman til náms £ annarri borg, og trúlofast þar að auki efnilegum og myndarleg um ungum manni. Og þá loksins gerist það, aö stúdentinn ákveður aö taka sin eigin mál í sínar eigin hendur í stað þess áð halda áfram aö vera leiksoppur annarra. Hann gerir sitt bezta tii að krækja í stúlkuna, og það væri synd að segja hér frá því, hvemig hon- um tekst. Þessi mynd hefur hvarvetna fengið frábærar viðtökur, vegna þess s.ð hún er ein skemmtileg asta kvikmynd, sem framleidd hefur verið í Bandaríkjunum um árabil — og ekki aðeins skemmtileg heldur einnig skyn samleg. Dustin Hoffmann Ieikur aðal- hlutverkið á óviðjafnanlegan hátt, enda einn mesti hæfileika maður í leikarastétt, sem fram hefur komið undanfarin ár. Aðr ir leikarar eru sömuleiöis eink- argóðir, t.d. Anne Bancroft, sem leikur hina vergjörnu frú Rób- ínson, og Katharine Ross, sem leikur dóttur hennar. Stjórnandinn, Mike Nichols, fékk Óskarsverðlaun fyrir þessa mynd, enda var tími til kominn að þau ágætu verðlaun lentu ein hvem tímann á réttum stað. — Áður en Nichols geröi „The Graduate" var hann kominn í frægra manna tölu fvrir að stjóma kvikmyndinni „Hver er hræddur við Virginíu Úlf?“. Nú nýverið lauk hann viö að stjóma mynd, sem gerð var eft ir metsölubók Josephs Hellers, „Catch 22“, einni makalaus- ustu bók, sem út kom á síðasta áratug. Þar leikur Alan Arkin aðalhlutverkiö, og eftir viðtök- um, sem sú mynd hlaut, þarf Nichols ekki aö kvíóa því að vera verkefnalaus í framtíöinni. Mike Nichols er af Gyðinga- ættum, fæddist 6. nóv. 1931 í Berlín, og hét í eina tíö Michal Igor Peschkowsky, en fjölskylda hans flúði til Bandarfkjanna ár- ið 1939, rétt áður en alheims- brjálæðið skal'l á. Nichols gat sér snemma gott orð fyrir hæfi- leika sína sem leikhúsmaður, og það voru Burton-hjónin, sem sóttu hann í leikhúsið, þegar þau heimtuðu að hann stjómaði myndinni „Hver er hræddur við Virgimíu ÚIf?“ Dustin Hoffmann er 33 ára gamall, fæddur í New York, kominn af miliistéttarjúðum þar I borg. Hann lék ýmis hlutverk í smærri leikhúsum í nánd við Broadway, þangað til hann fékk Ioksins sitt stóra tækifæri, þeg ar hann var ráðinn til að leika „Stúdentinn“. Síðan hefur hann verið einn vinsælasti leikari i víðri veröld og hlotið góða dóma fyrir frammistöðu sina i myndum eins og .Midnight Cow bov“, „Jolin and Mary“, og nú síðast „Little Big Man“, sem gerð er af Arthur Penn, stjórn 'anda „Bonnie og Clyde". Þaö er sannarlega hagstætt, að „The Graduate" skuli hafa borizt svona tiltölulega snemma til landsins, en ennþá hagstæð- ara væri nú samt, ef bíóin reyndu að sýna alveg nýjar myndir, ekki bara tiiltölulega nýjar. Lifi hers- höfðinginn (Viva Max) Stjómandi: Jerry Paris Aðalhlutverk: Peter Ustinov, Pamela Tiffins, John Ashton, Jonathan Winters, Keenan Wynn o. fl. Ensk-amerísk, íslenzkur texti, Háskólabíó. j^f einhver annar en Peter Ustinov léki í þessari fárán legu mynd, mundu sennilega flestir bíógestir hafa rænu á að 'forða sér löngu fyrir hlé. En Peter Ustinov leikur í mynd- inni, og þá væri Bleik mínum brngðið, ef það væri ekki alltaf peninganna virði að fylgjast með athöfnum lians [ rúman klukkutíma. Þessi dellumynd fjallar um það uppátæki mexfkansks hers höfðingja að taka aftur Alamo- virkið í Texas,. en það er í aug- um Bandarí'kjamanna heilagur staður, þvl að þar vörðust rúm- lega hundrað Ameríkana í næst um hálfan mánuð gegn óvígum her Mexíkana, og börðust til síðasta manns. Eða með öðrum orðum: Alamo er sitaðurinn, þar sem Davy Crookett, Jim Bovie og William Travis voni drepn- ir þegar Bandaríkin og Mexíkó börðust um yfirráðin ytfir Tex- as. Það væri' að taka of djúpt i árinni að segja, að þessi mynd sé skemmti'leg gamanmynd, til þess eru fíflalætin of yfirdrifin og handritið of lítið fyndið, en engu að síður' koma fyrir kostu leg atvik, og stundum getur maður jafnvel ekki varizt hlátri, og það er þó alltént nokkurs virði á þessum siöustu tímum. Ustinov er eins og fyrri dag inn aldeilis stórkostlegur, en því miður verða hæfileikar hans einkum til þess að maður sér betur en ella, hversu takmörk- uðum hæfileikum aðrir leikend- ur búa yfir — þó má ef til vill undanski'Ija Keenan Wynn og John Ashton, sem bjarga því sem bjargað verður, meðan Ustinov sést ekki á tjaldinu. Þetta er sem sagt mynd, sem eingöngu er hægt að mæla með við þá, sem hafa gaman af lélegum gamanmyhdum, þvi að svo mikið er vist, að aldrei hef- ur komið C1 greina að velja hana sem ..Mánudagsmynd" i Háskólabiói — geri ég ráö fyr- ir. hosnæðismalastofnun RÍKISINS Lan til kaupa a eldri íbuðum Með tilvísun til 8. gr. 1. nr. 30 12. mai 1970 um Hús- næðismálastofnun ríkisins, er hér meö auglýst eftir umsóknum frá þeim, er vilja koma til greina við veitingu lána til kaupa á eldri íbúðum. Lán þessi verða veitt fyrsta sinni um n.k. áramót. Umsóknareyðu- blöð eru afhent í Húsnæðismálastofnuninni og á skrif- stofum bæjar- og sveitarfélaga og skulu þau berast stofnuninni ítarlega útfyllt með nauðsynlegum gögn- um eigi síðar en 30. október n.k. Til greina við lánveitingu þessa koma þeir umsækj- endur einir, sem uppfylla skilyrði gildandi reglugerð- ar um lánveitingar húsnæöismálastjórnar, nr. 202 11. september 1970. Eru þau m.a. þessi: a) Ibúðarkaupin hafi farið fram eftir aö reglugerðin tók gildi, sbr. þó 28. gr. rlg. b) Fullnægjandi íbúð, skv. reglum stofnunarinnar, sé ekki í eigu umsækjanda, og hafi ekki verið á síö- ustu tveim árum. c.) fbúð sú, sem sótt er um lánið til, sé að stærð til i samræmi við reglur stofnunarinnar í nefndri reglugerð. d») íbúöin hafi veriö byggö með samþykki bygging- aryfirvalda og fullnægi reglum heilbrigðisyfirvalda. e) Umsækjandi ætli sjálfur aö búa í íbúöinni með fjölskyldu sinni. Lánsfjárhæöin getur numið allt að kr. 300.000.00 út á hverja íbúð, en þó ekki yfir 3/4 hluta af matsverði ibúðar, sbr. nánari ákvæði í rlg. Lán greiðist i einu lagi og skal að jafnaði tryggt með 1. veðrétti í hlutaðeig- andi íbúð. — Þeir, er þegar hafa snúið sér bréflega til stofnunarinnar með beiðni um slík lán, þurfa ekki að sækja sérstaklega á ný um en hins vegar verður óskað bréflega eftir nánari upplýsingum frá þeim. Að öðru leyti skal vísað til upplýsinga á umsóknar- eyðublaði og ákvæðum gildandi reglugerðar um 'þessa lánveitingu. Reykjavik, 13. okt. 1970. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RIKISINS LAUGAVEGI77, SIMI22453 ISAL Rennismiður Óskum eftir að ráða rennismiö til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi, um framtíðarstarf er að ræða. Ennfremur óskum vér eftir að ráða menn til starfa viö birgðavörzlu Störfin eru fólgin í móttöku og afhendingu efnis og varahiuta. Enskukunnátta æskileg. Ráðning nú þeg- ar eða eftir samkomulagi. Þeim sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti og hjá bókaverzlun Olivers Steins í Hafnarfirði. Umsóknir sendist eigi síöar en 19. október 1970 í pósthólf 244, Hafnarfirði. íslenzka álfélagið hf. Straumsvík. Tilboð óskast í Le-Roy loftpressu 365 kúbikfet, er verður sýnd næstu daga að Grensásvegi 9. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri þriðjudaginn 20, okt. kl. 11 árdegis. Sölunefnd vamarliðseigna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.