Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 14. október 1970. VISIR Gtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri Sveinn R Eyjólfsson Ritstíóri • Jónas Kristjánsson Prfcttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiðsia Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstiórn- Laugavegi 178 Sími 11660 (5 linur) Askrifrargjald kr 165.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr 10.00 eintakiC Prentsmiöja Vfsis — Edda hf. Leiðinlegt og fróðlegt Leiðinlegasta bók ársins er komin út. Það er fjár- lagafrumvarpið fyrir næsta ár, 242 blaðsíðna bók, barmafull af tölum. Bókmenntir af þessu tagi eru ekki neinn skemmtilestur, en hins vegar ákaflega fróð- legur lestur fyrir þá, sem vilja fá innsýn í rekstur og framkvæmdir ríkisins og opinberra stofnana og sjóða. Ekki dregur það úr fróðleiksgildi frumvarpsins, að það felur í sér fjárhæðir, sem nema umtalsverðum hluta allra fjárhæða á íslandi. Gert er ráð fyrir í frum- varpinu, að velta rfkisins sjálfs nemi hvorki meira né minna en 10 milljörðum króna á næsta ári. Til viðbótar kemur svo velta annarra opinberra stofnana, sem ríkið á eða er aðili að, og nemur hún samtals 9 milljörðum króna. Sé tekið tillit til þess, að þetta eru að sumu leyti sömu peningarnir og hjá ríkinu sjálfu, kemur í ljós, að útgjöld ríkisins. stofn- ana þess og sjóða, munu alls nema 15 milljörðum króna á næsta ári. Þetta eru háar tölur í ljósi þess, að þjóðarfram- leiðslan í heild mun á næsta ári nema nálega 40 millj- örðum krópa, ef atvinnulífið gengur sæmilega veh Það er því enginn smáhluti þjóðarbúsins, sem fjár- lagafrumvarpið felur í sér. Og það minnir á, hvílík lífsnauðsyn það er íslendingum, að sparað sé í ríkis- búskapnum eins og framast er unnt. Þótt reynt sé að halda kostnaði í skefjum á öllum sviðum, verður ekki hjá því komizt að auka útgjöld verulega til ýmissa málaflokka, sem allir eru sam- mála um, að efla þurfi með öllum tiltækum ráðum. Hið nýja fjárlagafrumvarp einkennist af verulegum hækkunum á útgjöldum til fræðslumála, trygginga og húsnæðismála. Þessir þrír liðir hækka samtals um nærri einn milljarð króna. Útgjöld til fræðslumála aukast mest. Er það í sam- ræmi við hina stórfelldu endurnýjun, sem nú er að hefjast á því sviði og flestir telja fyllilega tímabæra. Útgjaldaaukningin er mikil á öllum stigum skóla- kerfisins, en hlutfallslega mest hjá Háskólanum. Næst í röðinni kemur tryggingakerfið, sem einmitt er í endurskoðun um þessar mundir. Má búast við, að það verði bætt verulega á næstu árum. í þriðja lagi koma svo húsnæðismálin, en þau eru einmitt brennandi áhugamál almennings vegna hins háa byggingarkostnaðar. Þá er gert ráð fyrir stórauknum útgjöldum til rann- sókna í þágu atvinnuveganna, einkum orkurann- sókna. í framkvæmdaáætluninni, sem fylgir frum- varpinu, er gert ráð fyrir, að teknar verði að láni yfir 40 milljónir króna til rannsókna á vatnsorku, jarð- hita og sjóefnaiðju. Allt eru þetta meðal brýnustu iðnþróunarmála þjóðarinnar. Einnig er gert ráð fyrir láni til hraðbrauta, 140 milljón krónum. Afgreiðsla fjárlaga verður nú eins og endranær umfangsmesta verkefni alþingis. Mikil spenna ríkti í öldungadeild ítalska þingsins, þegar atkvæði voru greidd um hjónaskiln- aðarfrumvarpið. Kirkjan eða ríkið? Þrátt fyrir andstöðu kaþólsku kirkjunnar fá hjón á Italiu liklega innan tiðar að skilja á löglegan hátt Kirkjan eða ríkið? — Þannig spyrja menn á Ítalíu, eftir að biskupar hafa kallað samþykkt hjónaskilnaðarfrum- varpsins „brot á samn- ingum páfadóms og ítalska ríkisins.“ Biskup ar segja, að í samningn- um sé það falið í vald páfastólsins, hverjir megi fá skilnað úr hjóna bandi og hverjir ekki. — ítalskir þingmenn eru hins vegar flestir hverjir þeirrar skoðunar, að „mannalög“ verði að ráða, enda hefur hið stranga bann við hjóna- skilnaði leitt til mikilla vandræða á Ítalíu. Munaði 14 atkvæðum. Öldungadeild ftalska þingsins saiíiþykkti á föstudag frumvarp utn að beimila hjónaskilnað 1 landinu. Þebta hafði verið eitt mesta hitamál { sögu þingsins, og náði frumvarpið aöeins fram að ganga, eftir að þvi hafði verið breytt nokkuð í samræmi við 6s!kir ýmissa þingmanna kristilegra demókrata. Flokfcur kristilegra demókrata, eða „ka- þólski flokkurinn" er lang stærsti flokkur ItaMu, og hann heifur yfirieitt lagt áherzlu á góöa samvinnu við páfadóm (sumir segja undirgefni). Frumvarpið náði þó aðeins fram að ganga með 164 atkvæð um gegn 150. Þaö haföi áður verið samþykkt í fuiLtrúadeild þingsins { nokkuð róttækari mynd. Fer frumvarpið nú aftur til fuiltrúadeildarinnar svo breytt. Væntanlega mun frum- varpið ekki staidra lengi við í fulltrúadeildinni í þetta sinn og verða þar samþykkt. Þess vegna er þess að vænta, að hjónaskilnaður verði fram- vegis leyfður á Ítalíu, ef páfa tekst ekki aö setja strik i reikn inginn á síðustu stundu. Hundruð þúsunda vilja fá lögskilnað. Samþykkt frumvarpsins mun valda gagngerðum breytingum á þjóðlífi á Ítalíu, þar sem fjöl- skylduböndin hafa jafnan verið sterk. Búizt er við, að hundruö þús unda manna muni þegar f stað sækja um skilnað frá mökum sínum. Þetta er það fólk, sem fyrir löngu hefur slitið samvist um, en ekki til þessa fengið ieyfi til löglegs skilnaðar. Margt af þessu fólki hefur bú ið í samvistum við annan maka, en böm þeirra foreldra hafa verið álitin óskilgetin sam- kvæmt lögunum. Nú ætti þetta fólk að gieta gifzt að nýju og börnin yrðu skOgetin. Við atkvæðagreiösluna í öld- ungadeildinni greiddi þorri kristilegra demókrata atkvæði gegn frumvarpinu, ásamt fasist- um og konungssinnum. Fylgj- andi frumvarpinu voru aðrir flokkar, kommúnistar, sóstalist- ar, jafnaðarmenn, íhaldsmenn og ýmsir kristilegir demókratar og lýðveldismenn. Vinstri sinnar í ka- þólska flokknum riðu baggamuninn. Formælendur kristilega flokks ins lýsa því enn yfir, að þeir séu andvígir hvers konar hjóna skilnaði í samræmi við opinbera pðlitik kaþólsku kirkjunnar, sem hefur aðeins veitt skilnað sér stökum „undantekningartilvik- um“. Kristilegir demókratar segj ast hins vegar að svo komnu „geta sætt sig við frumyarpiö“ í núverandi mynd. Það var gamall leiðtogi kristi- llllllllllll MD MF'1M Umsjón: Haukur Helgason. legra, Giovanni Leone, sem gekkst fýrir málamiölun, sem tryggði frumvarpinu nofckur at- kvæði úr röðum kristilegra, svo að það náði fram að ganga. Leone tókst að „kaela" þing- menn, sem orðnir voru býsna heitir í deilunum. Annar foringi kristilegra, Fanfani, stóð viið hlið Leones. Með því tófcst vinstra armi flokksins að ríða baggamuninn. „Hjónaband órjúfandi“ segir páfi. Tveimur dögum fyrir at- kvæðagreiðs'luna ítrefcaði Páil páfi þá kenningu kaþólsku kirkj unnar, að hjónabandið sé órjúf anlegt. Þó bar minna á kirkj- unni en margir bjuggust við, og er taliö, að Villot, fransfc- borinn ráðherra páfa hafi ráð- lagt honum að hafa ekki of mikil afskipti af stjórnmálum Italíu. Eftir atkvæðagreiðsiuna hafa bisfcupar hins vegar risið til andmæla. Við borð lá, að ríkisstjómin spryngi á málinu. í stjóminni eiga nú sæti ráðherrar frá kristi legum demókrötum, sósíalistum, jafnaðarmönnum og lýðveldis- mönnum. Andstaða kristilegra demókrata vakti mifela ólgu á stjórnarheimilinu, þar sem sam búðin hafði ekki verið of hag- stæð fyrir. 6—7 ára samvistaslit ^hi.vAsvnleg. Frumvarpið kveður nú á um, eftir breytingu til málamiðl- unar, aö veita rnegi hjónum lög- skilnað, ef þau hafa ekki búið sartian í sex ár, ef bæði sækja urn skilnað. Ef aðeins annað hjóna óskar eftir skilnaði, verða slit samvista að hafa orðið sjö árum áður. Önnur skilnaðarsök er, ef annað hjóna hlýtur fssíg- eisisdóm, fimmtán ár eða meira.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.