Vísir - 27.10.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 27.10.1970, Blaðsíða 6
6 VISIR . Þriðjudagur 27. október 1970. ENN HÆKKAR VERÐIÐ Absókn virðist auk- ast oð kvik- myndahúsum — langar biðraðir um helgina „Jú, það hefur verið góö út- koman hjá okkur af þessum mánudagsmyndum”, sagði Friö- finnur Ólafsson, forstjóri Há- skólabíós við Vísi i gær, „og ég er, nú ekki fjarri þvfrað það sé að koma einhver fjörkippur i að sóknina að kvikmyndahúsum al- mennt“. Bjóst Friðfinnur reynd ar ekki við aö um neinar stökk breytingar væri að ræða, og sagði að yfirleitt myndi hljóð í kvikmyndahúsastjórum dauft, „það er annars góð aðsókn aö þessari mynd sem við erum með núna, „Dagfinnur dýralæknir", fólk stendur 1 löngum biðröðum um helgar til að fá miða en það er helzt að böm séu spennt fyr- Húsmæðumar munu ekki þurfa aö kvíða kaffiskorti hér eins ir myndinni enda er þetta mynd og t. d. í Danmörku og víðar, — en sopinn hækkar í verði. fyrir böm og unglinga. Heldur dræm aðsókn er að kvöldsýning lokað hefur t.d. reynzt að nota flugvélar til dreifingar móteit- ursins. Hefur um það bil 300 km breitt belti verið eyðilagt, þvert yfir stærstu kaffiekrumar, til að hefta útbreiöslu sýkilsins. „Þau héruð í Brasilíu, sem við hér heima höfum keypt einna mest af okkar kaffi frá, hafa farið tiltölulega bezt út úr þessari plágu“, sagði Ólafur ennfremur. —ÞJM — og nú vegna sjúkdóms sem hrjáir kaffiplöntuna i Brasiliu „Við sjáum ekki fram á kaffi skort, en hins vegar verður ekki hjá þvf komizt, að kaflfið hækki eitthvað 1 verði“, tjáði Ólafur Ó.„Jphnson, framkvæmdastjóri O. Johnson & Kaaber hf. Vísi 1 gær. Ástæðan fyrir hækkun- inni er mikill kaffiskortur á heimsmarkaðnum vegna sjúk- döms,. sem hrjáir kaffiplöntuna í Brasilíu. En undir venjuleg- um kringumstæðum koma rúm lega 50% uppskerunnar í heim- inum frá Brasilíu. Er það viss tegund sveppa, er uppskerubrestinum veldur. En sveppir þessir leggjast undir blöð kaffiplöntunnar, sem gerir það að verkum, að erfitt er að eiga við útrýmingu þeirra. Oti- unum.“ Sagði Friðfinnur ennfremur, að ef aðsókn að kvikmyndahús um væri .að aukast, þá hlyti það að stafa af myndavali, þvi vitanlega kæmi fólk frekar að sjá myndir sem þvi væru að skapi. Við hö'fðum af því spumir, að biðraðir hefðu verið býsna lang ar við a.m.k. 3 eða 4 kvikmynda hfis borgarinnar á sunnudaginn og verður það að teljast til tið inda, þvi fram undir þetta hafa húsin verið hálftóm, jafnvel á kvöldsýningum um helgar. -GG Traktorsgrafa til smærri og stærri verka TIL LEIGU. Vanir menn. Sími 82939. Sigurður Gizurarson hdl.! Málflutningsstofa, Bankastræti 6, Reykjavik. — Viðtalstimi á staðnum og i sima 26675 milli lfl. 4 og 5 e.h. \ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ; Aðeins upplýsingar — ekki reikningur Undanfarna daga hefur fólk verið að fá senda á heimili sín merkilega miða frá Fasteigna- matinu og eru á mati því ýmsar tölur og kunna menn misjafn- lega vel að lesa úr þeim. Til dæmis er i einum reit upphæð sú sem hús viökomandi eða íbúð er metið til fjár. Sumir, eink- um þeir sem komnir eru á efri ár og aldrei hafa lært almenni lega á skriffinnsku þess opin- bera, halda svo, að rétt einu sinni séu þeir háu herrar hjá ríkinu að senda sér reikning. Má sem dæmi nefna mann, er varð ókvæða við, er hann hélt að verið væri að innheimta hjá sér 1,5 milljónir. Þessi maður eins og fleiri fullorðnir menn. veit ekkert leiðara en að skulda og er vanur að borga sína reikninga strax. Fór hann því þegar á stúfana aö athuga með hvort það gæti verið að hann S'kuldaöi enn alla fbúðina, og ef svo væri, hvemig hann gæti þá útvegað sér fé til að gjalda þetta með og á hve löngum tfma hann mætti greiða upphæðina. Einstaka maður hefur hringt til okkar og spurt hvernig ætti l að lesa úr þessum tölum frá 7 fasteignamatinu — bjóðast þá \ gjarnan til að borga þessar í 1800 eða 18000 krónur ef sá ? reikningur sé réttur! 1 Við biðjum bá fólkið að rýna betur i plaggið og vita hvort ekki standi þar 18 mifljónir ... hitt er aftur verra að sannfæra fólk um að þessi miði frá Fast | eignamatinu sé ekki krafla um í greiðsilu. —GG l □ Blöðin hampa ósóma bítlanna. Valgerður Þorsteinsdóttir skrif- ar: „Ekki skil ég hugsunarhátt- inn, sem hlýtur að liggja að baki þeirri tilhögun í ykkar blaöi — sem og raunar mörgum hinna blaöanna — að halda úti heilu síðunum fyrir fréttir af bítla- hljómsveitum og viötöl við meö limina í þeim. Mér virðast margir þeirra hafa gerzt berir að alls konar vesal- mennsku, hassreykingum, slóða lífemi, hirðuleysi fyrir sjálf- um sér, umhverfi sínum og fyrir öðrum — eins og sést á út- gangi þeirra og heyrist á tali þeirra um fólk og hugmyndir, sem meginþorri fólks ber ann- ars virðingu fyrir. — Viðtölin viö þessa fugla finnast mér líka styrkja þessa skoðun mína á þeim. I flestum ti'lvikum virðast þeir leggja sig fram við að láta skína i s-em mestan „plebba“hátt — svo að maður bregði fyrir sig orðalagi þeirra sjálfra — og ábyrgðar- leysdð, vanþroskann og skamm- sýnina má lesa út úr hverri setningu. Hvers vegna eruð þið að hampa.þessum ungmennum, er á engan hátt skara fram úr öðru ungu fóiki — en eru sér og aöstandendum sínum oft og tíðum til hreinnar skammar? Hví hampið þið þeim framan i annað ungt fólk, sem enn er á þroskaskeiði og lepur í sig allt þetta og temur sér það gjam- an í trausti þess, aö alilt hljóti að vera gott og blessað, sem blöðin halda á lofti ef'tir þessa vandræðagemsa. „Eða fyrir hvað veröa þeir svo frægir að komast í blöðin?“ spyrja þessir einfeldningar mann, þegar mað ur reynir að harnla gegn þess- um áhrifum. Væri ekki nær, að þið, legðuð niður þessa vandræðaskrif og s'kæruð heldur upp herör gegn öholilum áhrifum þessara lubba. Þið hljótiö að geta fundið ykkur greinarefni í því sem er meira eftirbreytnivert“ Það er ranglátt að setja alla unglingahljómlistarmenn undir sama hattinn, þótt einhverjir úr hópnum þafi kannski fallið fyr- ir freistingum, eins og að reykja hass eða stunda á annan hátt öðruvísi lífemi en mönnum þyk- ir hollt. Meirihlutinn er heil- brigt ungt fólk, sem þarf ekki á neinn hátt að vera „lélegir pappírar“ þó að hár þess sé sítt Sá er tíöarandinn núna, að rétt þykir að gefa ungu fólki meiri gaum en áður var kannski gert Sum blaöanna ætla þvi rxim í dálkum sínum efni fyrir táningana. Oftast annast þessa táningadálka einhverjir táningar Þeir eru vel heima í þvi, hvað ungt fólk fýsir að lesa um — að hverju forvitni þess lýtur — og meö bað í huga haga þeir sínum greinarskrifum. □ Auglýsingamyndir spilla ánægjunni. „Ég fór í bíó nýlega. Sá at- burður telst til tíðinda, vegna þess að það var í fyrsta sinn á þessu ári, sem ég var svo rausnarlegur við sjálfan mig og konuna. Við fórum aðvitað að sjá „Stúdentinn" í Tónabíói. Myndin var frábær og að flestu leyti var kvö'ldinu vel varið, að okkar dómi. Eitt var það þó sem skyggði nokkuð á ánægj- una: þessar bévftans auglýsinga myndir sem okkur var boðið upp á að sitja undir áður en hin eiginlega sýning hófst. Mað ur borgar ekki 90 kr. fyrir bíó- miða með það fyrir augum að horfa á viðurstyggilega væmnar tóbaksauglýsingar eða áróður fyrir einhyerri sáputegund. Ég mótmæli harölega og hóta því að fara ekki í bíó fyrr en ég heyri að kvikmyndahúsin haffi lagt niður ósómann — jafnvel ekki þótt á boðstólum séu lista verk eins og „Stúdentinn"! Bíógestur, sem reykir Það er hverju orði sannara, að þessar auglýsingar eru ó- skemmtilegar. Þeir, sem að þeim standa, virðast ofmeta aug lýsingagildi þeirra. Það er eig- inlega í sannleika hlægileg ein- feldni að ímynda sér, að þær fái einhverju áorkað um val fólks i kaupum á þessum vör- um. Þvert á móti virðast manni viðbrögð margra vera þannig, að þessar auglýsingar — að minnsta kosti þær allra vitlaus- ustu — fæli fólk frá vörunni. Skuggamyndirnar voru þó skárri, vegna þess að þær voru sýndar áður en Ijósin voru slökkt, og menn gátu haldið sér utan dyra og þurftu ekki að sitja undir þessum leiðind- um. □ Ánægður með SVR „Eikkert skil ég í þessum mönnum sem eru alltaf að kvarta um yfirfulla vagna hjá SVR eins og í Breiðholti. Þeir hafa víst ekki lesið Vísi undan farið svo sem viðtalið við fcr- stjóra SVR þar sem hann seg ir að þetta sé ekki neitt þótt farþegar verði eftir á morgnana, þetta lagist allt, þegar liða tek ur á morguninn og séu næg pláss fyrir alla sem vilja ferð ast með vögnunum svo þið ó- ánægðu í Breiöholti getið bara vaknað Vi tíma fyrr eða farið með vagni V2 tíma seinna í vinnu. Ég kann mjög vel við nýja kerfið, og ekki sízt efftir síðustu breytingu, og svo hief ég hlerað að þegar nýju vagnamir 5 eða 7 koma, eigi að breyta öllu aftar og ef til viffl setja upp fj öl skyldufargjöld og ef til viffl hópfargjöld eins og stóru flugfélögin, en eitt er víst að allt batnar þetta þegar hin raun veruiega vetraráætlun verður komin í gagnið. Enn höfum við aðeins fengið að kynnast sum- aráætlun og haustáætlun. Ég heff lí'ka heyrt að forstjóra SVR komi þetta leiðakerfi ekkert við, þvf að það sé einhver Einar Pálsson verkfræöingur og sikipu leggjari sem eigi veg og vanda af þessu, og þeir óánægðu geta bara kvartaö við Einar og lát- ið o'kkur hina ánægðu í friði með þessi skrif. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ánægður SVR-farþegi HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.