Vísir - 27.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 27.10.1970, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 27. október 1970. Otgefandi: Reykjaprent bf. Framkvæmdastjóri • Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas ECristiánsson Fréttastjóri: Jón Birgit Pétursson Ritstjómarfulltrói Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóra ■ Laugavegi 178. Simi 11660 (5 tinur) Áskriftargjald kr 165.00 é mánuði innanlands r tausasölu kr 10.00 eintakiO Prentsmiöja Visis — Edda hf. ' UJIIHJi^VICTW—aMWW^———————ggWKWW Skaftakerfið endurskoðað gkattakerfi okkar er að ýmsu leyti orðið úrelt. Eru flestir sammála um, að það þarfnist endumýjunar. Á vegum ríkisstjórnarinnar og Alþingis hefur töluvert verið unnið að endurskoðun kerfisins. Má vænta þess, að sú vinna leiði til verulegra breytinga á því. í nágrannalöndum okkar hefur virðisaukaskattur verið innleiddur í stað söluskatts og tekin upp stað- greiðsla skatta. Um hvort tveggja má segja, að reynslan hefur verið blandin. Þessar nýjungar hafa bæði kosti og galla. Það þarf mikla undirbúnings- vinnu til að læra af reynslu annarra, sníða agnúana af nýjungunum og ná betur fram kostunum. Staðgreiðslukerfið hefur lengi verið í athugun hér á landi. Fljótlega kom í ljós, að málið var miklu flókn- ara en áður var talið. í fyrra komst þingnefnd að þeirri niðurstöðu, að laga bæri staðgreiðsluna að nú- verandi skattakerfi. Fjármálaráðherra hefur hins veg- ar látið í ljós, að hann telji vænlegra að laga skatta- kerfið að staðgreiðslunni. í fjárlagaræðu sinni í fyrri viku benti fjármálaráð- herra á, að staðgréiðslukerfið mætti ekki verða ó- viðráðanlega flókið og umfangsmikið og kvaðst hræddur um að það gæti leitt til margvíslegra vand- ræða, ef skattakerfið yrði ekki lagað að staðgreiðsl- unni. Vísaði hann einnig tii þess, að hin síðari ár hafa ekki verið gerðar stórvægilegar breytingar á skattalögum, líklega einmitt vegna þess að menn hafa viljað bíða eftir staðgreiðslukerfinu og haga breytingunum í samræmi við það. Fjármálaráðherra hefur nú óskað eftir viljayfirlýs- ingu Alþingis um, hvort haldið skuli áfram að undir- búa staðgreiðslukerfið og hvaða háttur skuli verða hafður á því. Mun Alþingi væntanlega taka afstöðu ti‘1 málsins nú í vetur. Hin nýjungin er virðisaukaskatturinn, sem tekinn hefur verið upp í löndum Efnahagsbaridalagsins og verið er r.5 innleiða á öllum Norðurlöndunum nema fslandi. Hann er ’: . í icy'; frúbrugðinn söluskatti, að hann er ekki aöeins innheimtur á síðasta stigi vörunnar, heldur á ýmsum stigum hennar, og þá af þeirri verðmætaaukningu, sem orðin er á vörunni frá næsta stigi á undan. Talið er auðveldara að fylgjast með því, að virðis- aukaskatturinn skili sér, en nú á sér stað með sölu- skattinn. Hins vegar fylgir honum aukin skriffinnska og meiri erfiðleikar á að sleppa lífsnauðsynjum und- an honum. Erlendis hafa kostimir verið taldir veiga- meiri en ókostimir. Þess vegna hefur þessi skattur farið sígurför um Evrópu. t sumar hefur á vegum fjármálaráðuneytisins verið unnið að gerð skýrslu um virðisaukaskattinn. Kvaðst fjármálaráðherra í ræðu sinni vonast til að geta gert Alþingi grein fyrir einstökum atriðum kerfisins ein- hvern tíma í vetur. Þessaí mikilvægu nýjungar eru svo flóknar, að undirbúningur þeirra þarf að vera mjög vandaður. \ / / íi 1 MJÖG VANÞRÓUÐ RÍKI FLYTJA NÚ ÚT MATVÆLí sem áður voru keypt erlendis eða fengin að gj'óf frá Bandarikjunum — græna byltingin i verki Matvælafræðingar heims voru fyrir fáum árum bölsýnir á framtíð ina. Þeir þóttust sjá fram á allsherjar hungurs- neyð í veröldinni, þegar mannfjölgunin yrði miklu meiri en vöxtur matvælaframleiðslunn- ar. Þetta hefur gjör- breytzt með tilkomu „grænu byltingarinnar“. Græna byltingin er samheiti á framförum, sem oröiö hafa í jarörækt, vegna nýrra aifbrigða korntegunda, hveitis, hrísgrjóna, maíss, og einnig kartaflna og annarra jurtategunda. Fengizt hafa með kynbótum afbrigöi. sem gefa margfalda uppskeru frá því, sem áður var. Metár í Indlandi. Áhrifanna hefur mest gætt f vanþróuðu ríkjunum. Hvert land ið á feetur öðru hefur farið að flytja út matvæli í staö þess aö kaupa þau hif m. Með þessu hafa Lndiar Pakistan aukið hveitiframl, urn hekn- ing. Indverjar vænta þess að verða sjálfum sér nógir í hrís grjónaframleiðslu árið 1972. Matvæilaframleiðsla þeirra var árin 1969—’70 11 miiljón tonn- um meiri en var árin 1964—65, sem haföi verið metár til þassa. Pakistan tók að flytja út hrís- grjón f fyrra. Filippsieyjar höfðu prðið að flytja inn hrisgrjón undanfarin 65 ár, en nú eru þær orðnar sjálfum sér nógar í framleiðslu hrisgrjóna. Á tveimur árurn hef ur hrísgrjónaframllieiðsllan á Ceylon aukizt um þriðjung. Ind ónesía flytur nú komvörur til Japan. 60% vinna við land- búnað Um 60 af hundraði verka- fólks í heiminum starfar að land búnaöi. Landbúnaður er enn að aiatvinnugrein vanþróuðu ríkj- anna. Hin stóraukna uppskera gerir þeim kleift að beita afli sínu i auknum mæli tól annarra hluta, svo sem eflingar iðnaðar ins. Græna byltingin á rætur í fimmta tug aldarinnar. Dr. Borlaug, sem nú hefur fengið friðarverðlaun Nóbels, kom til Mex'fkóborgar með fólögum sín- um á vegum Rockefellerstofnun arinnar og byrjuðu þeir tilraun ir með þrjár tegundir hveitis. Fyrsta uppskeran mistókst, en dr. Borlaug hélt ótrauður áfram „Við reyndum allar hugsanteg ar kynblöndur af hveiti,“ segir dr. Borlaug. Að lokum fókkst það, sem leitað var að. ,,Töfra afbrigðið" af hiveiti hafði verið uppgötvað, sem átti eftir að valda straumhvörfum í hiveiti- rækt heimsins. Plöntumar ekki háðar dagsbirtunni „Jurtir veraldarinnar hafa að geyma fjölmörg dásamteg gen (kon). Það þarf aðeins að finna þau og blanda þeim rétt,“ seg- ir dr. Borlaug. Einhver mikil- vægasta niöurstaðan hafa verið plöntur óiháðar Ijósi, sem hefur gert kleift að sá allt að þrivegis ár hivert, því aö plöntumar hafa elkki orðið háðar lengd dagsbirtunnar. Dr. Boriaug fór meö bveitið sitt tíl Indilands árið 1963. Sú ferð mistókst einnig í fyrstu lotu. Monsúnvindurinn eyði- lagöi mestan hluta uppskerunn ar. Bandaríkin urðu enn einu sinni að gefa Indverjum fimmt- img hiveitiuppskeru sinnar tíl að koma í veg fyrir hunguns- neyð. Illllfllllll JND WJM Umsjón: Haukur Helgason. Nú er minna um gjafir Banda ríkjanna til Indlands. 1 fyikinu Punjab á Indilandi er 80% rækt unariands sáð „töfrahveiti". Bændur þar hafa skipulagt á- veibur og nota f vaxandi mæli álburð, og skordýraeitur tfl að vernda uppsfceruna. Uppsberan er Mfca tvisvar eða þrisvar sinn um meiri en áður var. Gjörbreytt hrísgrjóna- framleiðsla Þessar framfarir í hveitifram leiðslu, sem byggðuist á tilraim um dr. Boriaugs og félaga hans í Mexfkó, hafa síðan náð tiú framteiðslu hrisgrjóna. Hrís- grjónin eru hin „hetfðbundna” maitvælaframteiðsila og fæða As íuþjóða. Á vegum alþjóðastofn unar framleiddu vísindamenn á Filippseyjum aifbrigði hris- grjóna, sem vex hraðar og Skil ar meiri uppskeru. Með því að sá þrivegis á ári hefur tekizt að fá aflt að átta tonn hrfsgrjóna á hekitara í stað tveggja áður. Dr. Boriaug er þó hæfilega bjartsýnn á framtíðina. Strax eftir að honum barst fréttin um Nóbelsverðlaun, hvatti hann þjóðir heims til að vinna bug á aðialmeinvættinni, offjölgun fólks. „Ef við ráðum ekki við offjölgunina,“ sagði hann, „þá mun hún sigra okkur. Það verð- ur að skapa rétt jafnvægi mifli matvælaframleiðslu og fólks- fjölgunar." hnnars getur svo far ið, að græna byltingin valdi að- eins frestun á almennri hung- ursneyð, sem kann að dynja yf- ir eftir um 30 ár þrátt íýrir afrek Borlaugs. „I öllum plöntum eru mörg dásamleg gen. Það þarf bara að blanda þeim rétt,“ segir höfundur grænu byltingarinnar, Nóbelsverðlaunahafinn Norman Ernest Borlaug.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.