Vísir - 31.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 31.10.1970, Blaðsíða 3
V I S 1 R . Laugardagur 31. október 1970. í á nótunum Utilokað að platan verði stöðvuð — segir Olafur Laufdal um plötuna með Einari Vilberg og Co, sem væntanleg er á hans vegum Yfirlýsingin frá Jörgen Inga Hansen, sem birtist í síðasta þætti, hefur vakið mikla athygli, en þar lýsti Jörgen því yfir, að platan, sem var tekin upp með þeim Einari Vilberg, Gunna Jökli og Pétri í Náttúru í Lon- don fyrir þrem vikum, mundi aldrei koma á markaðinn, þar eð Einar Vilherg væri skuld- bundinn við hans útgáfu (Sarah) samkvæmt undirrituðum samn- ingi. — Það er útilokað, að hann geti stöðvað plötuna, sagði Ól- afur Laufdal. er ég kom að máli við hann, það er margt, sem stuðlar að því, meðal annars er samningurinn þannig orðaður. að hann er bein mannréttinda- skerðing fyrir Einar, yrði samn- ingurinn þar af leiðandi aldrei tekinn gildur fyrir dómstólum. t>á hefur Jörgen þegar brotið eitt ákvæði samningsins, svo hann er ekki lengur gildandi fvr ir Einar, enda er hann búinn að segja þessari samningsómynd við Sarah upp. Jörgen hefur þegar móttekið þá uppsögn, bannig að það er ekkert, sem hann getur gert f málinu til að koma í veg fyrir. að bessi mara umrædda plata komi á mark- aðinn. Þetta sagöi Ólafur Laufdal um Umsjón Benedikt Viggósson: þetta óvenjulega mál, og nú er bara að bíða og láta tímann skera úr um, hvor hefur rétt fyrir sér. Mér gafst kostur á að sjá samninginn, sem Einar hefur undirritað við hina nýstofnuðu útgáfu Ólafs senv hlotiö hefur heitið LA.UF, en samningur þessi gildir til sex mánaða. — Samningurinn við Jörgen Inga var til fimm ára. LP plata með Björgvini í undir- búningi, tvö laganna eftir hann — Tveggja laga platan er væntanleg nú alveg á næstunni, sagði Björgvin Halldórsson, er ég rabbaði við hann nú í vikunni. Ég held, aö þessi plata sýni nokkum veginn þá breytingu, sem orðið hefur á Ævintýri nú í seinni tíð. — Sjáið þið einir um allan flutning? — Já, það má heita svo, en í öðru laganna er orgeileikari okkur til aðstoðar, Arthur að nafni, virkilega klár náungi. — Hvað heita lögin? — Illska og Lífsleiði, textarn ir eru báðir eftir Jonna. — Stóð ekki til að taka upp LP-plötu með Ævintýri á þessu ári? — Jú, það var takmarkiö hjá okkur. en það var bara ekki hægt að gera það, vegna þess að við stefndum að því að hafa al'lt á plötunni frumsamið, en það reyndist útilokað að hafa það tilbúið tímanlega, svo við tökum plötuna ekki upp fyrr en á næsta ári. — Það var búið aö tala um, að til stæði að gefa út L.P.-plötu með þér einum og eriendum hljómsveitarflutningi. — Ég er einmitt að æfa fyr ir þessa plötu núna, þ.e.a.s. þau iög, sem búið er aö semja texta við. Annars er þetta ekki bara platan mín. í tveim laganna, sem eru eftir mig, spila og syngja með mér strákamir úr Ævintýri, auk þess leikur Gunn ar Þórðarson með á gítar og flautu. Hin lögin eru með er- lendu undirspili. Þaö var al'ltaf meiningin, að þessi plata kæmi út á undan L.P.-plöitu Ævintýr is, en því miður stóðst sú áætl un ekki. Það hefur farið mjög langur tími í að velja lög á plöt una, sem ég er að vinna að núna, enda er ég ákaflega á- nægður með lagavalið í heild. Ég var næstum búinn að gleyma þvi, að /eitt laganna verður allsérstætt samsöngslap með einföldum og auðlærðum texta. Það er meiningin að fá nokkuð stóran hóp af fólki inn í upptökusalinn, ekkert undir- búið, bara hvern sem er, pfur frá Silla og Valda. fólk af göt- uni bara eftir því, sem til fell- ur þá stundina. Þetta er hrein og klár tilraun, sem maður veit ekkert um fyrir fram. hvemig muni heppnast. — Stóð ekki til, að Karl Sig- hvatsson færi út með Ævintýri í plötuupptöku? — Jú, það var búið að ákveöa það nokkum veginn, hann var búinn að koma á nokkrar æf- ingar og ég var persónulega mjög hress yfir honum, en svo varð aldrei nein alvara úrþessu, begar á átti að herða. Svona fyrir utan þetta þá langa.' mig að koma því að hér hjá þér, að mig er farið að langa ákaflega mikið til að heyra ' Kalla aftur með „grúppu“, og mér er kunnugt um, aö það em fleiri á sömu skoðun og ég. Þaö getur varla liðiö langur tími, þangað til Kalli fer að taka I orgelið aftur. Svo ég viki nú aftur að Ævin- týri, þá er ég ákaflega ánægður með þá þróun, sem átt hefur sér stað í „grúppunni". Þá hef ur félagsandinn aidrei verið betri, og það hefur ofsalega mik- ið að segja. ALUMINIUM OG EIR PLOTUR, PROFILAR OG ROR UTVEGUM VÉR MEÐ HAGKVÆMASTA VERÐI FRÁ RAZNOIMPORT MOSKVA Vinsamlegast leitið tilboða og takið fram magn Umboðsmenn: Elding Trading Company Inc. Hafnarhvoli. Sím. 15820

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.