Vísir - 05.11.1970, Síða 16

Vísir - 05.11.1970, Síða 16
Fimmtudagur 5. nóvembar 1970. Nýtt kennara- félag stofnað Nýtt kennarafélag, Félag ís- Ienzkra sérkennara, var stofnað ný- lega. Markmið félagsins er að vinna að alhliða framförum í uppeldi og kennslu afbrigðilegra bama og ungl inga, að vinna aö réttinda- og kjara málum sérkennara, að vinna að baettri menntun sérkennara. Hyggst félagið standa fyrir upp- lýsingastarfsemi á opinberum vett- vangi, halda fundi og námskeið fyr- ir félagsmenn og starfa í samvinnu við innlend kennarasamtök og sam- tök opinberra starfsmanna auk samvinnu við erlend sérkennarafé- lög. Stjóm félagsins skipa Þorsteinn Sigurðsson formaður, Magnús Magnússon varaformaður, Þóra Kristinsdóttir gjaldkéri, Ragna Fréyja Karlsdóttir ritari og María Kjeld. — SB DAHIR HAfA AFKYNJAD ISl CNDINCA R CNCA „Enginn kynferðisafbrota- maður hefur verið afkynjað- ur hér á íslandi síðan heim- ild til slíks var leidd hér í Iög 1938,“ sagði dr. Gunnlaugur Þórðarson í spjalli við Vísi, en hann mun á fundi Lög- fræðingafélags Islands í kvöld fjalla um „Afkynjanir sem varnir gegn kynferðisaf- brotum“. „Þetta er nánast hneisa, að þessari aðferð skuli aldrei hafi verið beitt, því að hjá okikur virð is.t ekki vera aðstaða ti'l þess að halda slíkum a'fbrotamönnum Leikarar sjá um messuna Á sunnudaginn verður sér- >tæð messa í Garðakirkju. Þar munu leikarar flytja dagskrá, sem kemur i stað predikunar prestsins, Erlingur Gíslason, leik ari stjómar þessum flutningi. Lesið verður úr biblíunni og ýms um öðrum bókmenntum, meðal annars eftir Vilhjálm frá Ská- holti og Jónas Hallgrímsson. Kristín Ólafsdóttir annast flutning ásamt Erlingi, en hún mun ennfremur syngja lag úr söngleiknum Óla við undirleik Þorsteins Haukssonar. Lagið er eftir Jóhann Jóhannsson og er við ljóðið um kærleikann eftir Pál postula, en efnið sem flutt er fjallar allt um miskunnsemi, kærleika og fyrirbænir. Söfnuður Garðakirkju hefur bessa sérstæðu messu á sunnu dagskvöldið í sambandi við hjálparsjóð sinn. Messan verður hefðbundin að öðru levti. - JH ••••••••••••••••■•••••••« •FÆÐING ÓLA — Þessi mynd er Júr „fæðingunni“ i popleiknum Óla, Jsem nú er aö endurfæðast í Tjam- • arbæ. Fyrsta sýningin verður á Jsunnudag. Hljómsveitin Tatarar •hfefur nú tekiö við hlutverki Óð- • manna i leiknum. Hann hefur verið Jstyttur nokkuð og tekið breyting- • um frá í vor, en bá vom haldnar Já honum þrjár forsýningar. —JH V onum, að skipið verði 55 jólagjöfin til okkar64 — segir Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunar, sem mun fá rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson afhent i byrjun desember Fyrsta hafrannsóknaskip íslend- inga, Bjarni Sæmundson, biður nú fullsmiðað i Bremerhaven og er verið að leggja síðustu hönd á bún- að þess. Reiknað er mað að skipiö verði afhent um næstu mánaðamót, eða í byrjun desember. Jón Jónsson iiskifræðingur og forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar sagði Vísi í morgun að mikið mætti ganga úrskeiðis, ef skipið kæmi ekki fyrir jól. Við gerum okkur góðar vonir um að betta verði jóla gjöfin okkar, sagði Jón. Eftir að skipið veröur tilbúið í Bremerhaven veröur þvi siglt til inni — ekki einu sinni þótt þeir h'afi endurtekið afbrot sín. — Til em hér menn, sem tví- og þrívegis hafa verið dærndir fyrir ónáttúru gagnvart börnum og fyrir að nauðga konum, en þeir eru látnir lausir eftir að hafa afplánað ti’l hálfs dóma sína“. sagði dr. Gunnlaugur, en hann hefur töluvert kynnt sér þetta efni sem verjandi í opin- berum málum. Og dr. Gunnlaug ur bætti við: „Þó er það viðunken-nd stað- reynd, að tilhneiging þessara afbrotamanna til þesis að endur taka brot sín nær tiil 20%.“ „Hafa nágrannaþjóðir okkar beitt slfkum aðgerðum við kyn ferð i s afb ro tamen n sína?“ „I Danmörku, þar sem þetta var í lög leitt 1929, hafa um 900 manns verið afkynjaðir — en það roun samsvara því, að 30 manns hefðu verið afkynjaðir hér, sem að mn'nu mafi væri nokkuð nærri því, sem nauðsyn legt hefði mátt teljast. — Og reynsla Dana í þessum efnum er sú, að yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra, var ánægður með afkynjunina og aðeins 10 þeirra gerðust brotllegir aftur. Það er útbreidd skoðun meðal almennings, að þetta sé hroða- ieg aðgerð, og því er haldið fram, að þessir menn missi vrð hana starfsgleði sína, leggist í þunglyndi og hvað og hvað, en þetta er mesti misskilningur. — Og reynsla Dana er meira að segja sú, að margir hörmuðu að þeir skyldu ekki gangaist und ir aðgerðina fyrr“, sagði dr. Gunnlaugur. —GP Fyrsti áfangi rannsóknanna kostar 30 millj. FYRSTA áfanga rannsóknarinn- ar á jarðhitasvæðinu á Reykja- nesi vegna fyrirhugaðrar sjóefna verksmiðju er aö ljúka. Kostn- aður við þesssr -írinnsóknir mun nema um 30 milljónum króna og er þar innifalinn kostnaður við boranir. Búast má við end- anlegri skýrslu jarðhitadeildar um árangur þessara rannsókna í vetur. Dýrasta holan, sem boruð hefur verið á svæðinu kostaði 10 milljón ir króna, en hún var fóðruð í haust. Nær fóðringin sem er stá'l- rör niður á 1680 metra. Bæta þurfti fóðringu við fyrstu fóðringu tií að koma í veg fyrir hrun þegar hol an væri látin blása. Isleifur Jónsson hjá Jarðborun- um ríkisins sagði í viðtali við blað ið, að þessi hola væri suðvestan undir Sýrfelli í útjaðrinum á hinu virka jarðhitasvæði á Reykjanesi, sem er einn ferkílómetri hð stærð og virðist ná allt niður í eitt þús- und metra dýpi. Hoian, sem er númer átta er næstöflugasta holan, sem fengizt hefur á ísiandi og eina holan á Reykjanesi, sem er mögu- leg sem framleiðsluhola. Sagði Is- leifur ennfremur, að holan væri greinilega á háhitasvæði og gæfi hitastig hennar, þegar komið væri niður fyrir 1000 metra til kynna, að stærra háhitasvæði sé á Reykja nesi, djúpt í jörðu, en þessi eini ferkillómetri. r * Ein af holunum, sem boraðar voru á Reykjanessvæðinu hrundi í fyrra við prófun. Var það heit- asta holan á svæðinu, en hiti I botni mældist 286 stig. Kostaði hún 3—4 milljónir en var án fóðringar. Kvað ísleifur ekki vera um algjört tap að ræða þó að holan hafi hrun ið þar sem ýmsar upplýsingar hefðu fengizt við borun hennar. í aðra borholu komst kált vatn og er hún ekki virk að gagni sam- kvæmt því sem ísleifur sagði. —SB Hannibal vor í Selárdal — en ekki á Mallorka „Til Mallorka hef ég aldrei kom- ið, — og hringi núna héðan úr Reykjavik,“ sagði Hannibal Valdimarsson I tilefni fréttar um að hann væri ásamt fimm þingmönnum suöur þar. „Hins vegar var ég aö koma úr fimm daga orlofi vestan úr Selárdal, og hafði þingfararleyfi til þess.“ Kvaðst Hannibal hafa • fengið boð f ferðina til Mallorka, en kvaðst ekki hafa getað þegið j boð þetta. — JBP Horten í Noregi, þar sem fram fara hávaðamælingar. Þar verður mæid ur hávaðinn frá skrúfum bess og vélum. Það hefur sem kunnugt er verið rökstutt álit margra síldarsér- fræðinga að skrúfuþyturinn fæli torfurnar frá skipunum, og jafnvel sumt vélahljóð og kann slíkt að verka á fleiri fiskitegundir. Eftir Þessar athuganir í Noregi mun skipiö svo koma til íslands. Um- sjón með smíð skipsins ytra og bún aði þess hefur Ingvar Hallgrim;- son. —JH Saknað og íeitað — en hafði gleymt sér á leikæfingu Átta ára telpu var saknaö í gær- kvöldi og um kl. 22 var lög- reglan beðin um að leita hennar. Var byrjað að svipast um eftir henni og menn orðnir æði á- hyggjufullir og komnir á fremsta hlunn með að kalla út björgunarsveitir til leitar, þegar telpan kom fram. Kom hún Iieim til sín um kl. 22.45 og gaf þá skýringu á ferð- um sínum, að hún hefði fyrir til- viljun slæðzt inn í Tjarnarbæ og verið þar viðstödd æfingu Litla leikfélagsins á popleiknum „Óla“ — og alveg steingleymt hvað timanum leið. —GP

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.