Vísir - 06.11.1970, Qupperneq 1
- Wm
Yilja ekki láta
rukka fyrir sjón-
varp sem illa sést
Skagfh'ðingar efla nú með sér
samtök til þess að standast
rukkanir Ríkisútvarpsins fyrir
sjónvarpsgjöldum. Hafa þeir við
orð að borga ekki afnotagjöldin
af tækium sínum, þar sem út-
sendingar sjónvarpsins sjást
sjaidan og illa á skermunum.
Reyndar eru skilyrðin breytileg
frá degi til dags eins og veðr-
áttan, en sárasjaldan fá Sauð-
kræklingar og sjónvarpsáhorf-
endur í framsveitum Skagafjarð
ar skýra mynd á skerminn.
Safn'að hefur verið undir-
skriftum með áskorunum til
bæjarstjórnar um að gera eitt-
hvað í málinu. Neytendasam-
tökin hafa verið beðin aðstoðar
og fleiri ráðstaí'anir gerðar.
Á Sauðárkróki er sjónvarps-
loftnet á hverju húsi að heita
má, þótt að litlu gagni komi.
Endurvarpsstöðin á Heinabergi
í Hegranesi virðist ekki þjóna
því hlutverki, sem henni er ætl-
'að, en ekki hefur tekizt að kom-
ast fyrir orsakir þess enn sem
komið er. — Meðan svo er, vilja
menn ógjama borga full gjöld
af tækjum sínum. Það væri að
kaupa köttinn i sekknum. — JH
HVELLIRNIR KOMU
UPP UM STRÁKANA
ÞAÐ voru hvelljrnir, sem komu
upp um 20 stráka á aldriniim
8—14 ára, sem nú eru bendlað-
ir við lögreglumál á Seltjarnar-
nesi. Lögreglan veitti því eftir-
tekt í gær, að smásprengingar
ðmuðu um Seltjarnarnesið, uppi
é Valhúsahæð, niðri í fjöru og
loks voru sprengingarnar farnar
nð færast inn í íbúðahverfin. —
Var einn og einn strákur hirtur
og loks voru um 20 komnir í
safnið.
Við rannsókn kom í ljós, hð
strákarnir höfðu Iitla gasbrúsa,
með eldsneyti á vindlingakveikjara
undir höndum. Stöfuðu sprenging-
arnar af því, þegar þeir kveiktu
í brúsunum. Gasbrúsum og tölu-
verðu m'agni af rakettum höfðu
nokkrir úr þeirra hópi hnuplað úr
gömlu pakkhúsi á Seltjarnarnesi og
síðan gefið vinum sínum.
Ekki eru öll kurl komin til graf-
ar um þetta mál vegna þess að enn
vantar á áð allir gasbrúsarnir og
raketturnar hafi komið f leitimar.
Beinir iögregian þeim tilmælum til
foreldra, að þeir liti eftir því, að
strákar séu ekki með þetta í felum.
Getur staf’aö mikil hætta af gas-
brúsunum þegar þeir eru sprengd-
ir.' Á þeim er mjög eldfimt efni,
hreinsað bensín, sem er úðað úr
þeim, en kviknað getur í þessum
úða og logað loftið út frá hon-
um, þannig er hættla á að úðinn
berist í föt og getur þá kviknað
í þeim. Einnig eru raketturnar viar-
hugaverðar. í þessu getur verið
fólgin slysahætta. Einn strákanna,
sem voru við sprengingamar f gær
varð fyrir því að hann sviðnfeði á
hári og bólur hlupu upp í andliti
hans við eina sprenginguna. — SB
Þær eru orðnar leiðar á framkvæmdaleysi bæj aryfirvalda. — „Lækurinn og umhverfi hans er
aðalleiksvæði bamanna og við viljum að eitthvað verði gert til að koma í veg fyrir slysin
— auk þess sem vatnið er mjög mengað.“ — Frá vinstri: Guðfinna Sigurbjömsdóttir, Ragn-
heiður Jónsdóttir, Sólrún Gunnarsdóttir og Ragnheiður Matthíasdóttir, allar húsmæður við
Lækjarkinn, Hafnarfirði.
Hættuíeg mengun í
miðjum Hufnurfirði
— „börnin manns i sifelldri hættu", segja húsmæðurnar v/ð Lækinn
„Þið erum orðnar lang-
þreyttar á að bíða eftir
framkvæmdum bæjaryf
irvalda. Höfunt marg-
sinnis kvartað undan frá
ganginum hér við Læk-
inn, en það virðist ekk-
ert duga,“ sögðu nokkr-
ar húsmæður við Lækj-
arkinn í Hafnarfirði
blaðamanni Vísis í gær.
„Alilt frá því þetta hverfi byggð
ist hér, hafa börnin manns ver-
ið í Mfshættu beinlínis, þegar
þau fara hér út fyrir að leika
sér. Þau eru alla tíð við lækinn
enda rennur hann svo að segja
við tröppurnar hjá okkur. Hann
er straumþungur og tiltölulega
djúpur. Auk þess er vatnið
jökuikalt og mengað. Það renn-
ur ailt frárennsli frá þrem hús
um beint út í lækinn, en þau hús
tilheyra Garðahreppi."
Hafið. þið ekki kvartað viö
sveitarstjórn Garðahrepps?
„Jú, jú. Þar fengum við nú
þau svör ekki alls fyrir löngu,
að við yrðum bara að passa
bömin okkar sjálfar! Drengur
inn minn drakk lækjarvatnið
um daginn. Hann fékk hita og
niðurgang. Ég veit að heilbrigð
isfuiltrúinn hér í Hafnarfirði hef
ur tekið sýni af lækjarvatninu
og hann befur sagt okkur að
mengunin sé á háu stigi.“
Hverfið sem stendur í slakkan
um niður að Læknum, Kinnarn
ar, er barnmargt hverfi, og
sögðu húsmæðurnar 4 sem
ræddu við okkur að þar væri
smábarn i hverju húsi, a.m.k.
við þessa götu og þær næstu.
„Og hér er enginn gæzluvöil
ur fyrir bömin. Það eru komhir
2 slíkir í nýja Álfaskeiöshverf
inu, en við höfum engan. Hér
hef óg búið í 12 ár og þori ekki
að sleppa börnunum út úr húsi
nema ég geti sjállf verið ein-
hvers staðar skammt undan.
Maður þarf svo að segja d'aglega
að draga eittihvert bamið upp
úr læknum.“
Visir haföi samband við bæj-
arstjórann í Hafnarfirði og sagði
hann að til stæði að fylla upp
og grynna lækinn eitthvað. Varð
andi mengunina sagði bæjhrstjór
in, Kristinn Ó. Guðmundsson, að
þeir hefðu margítrekað beðið
Garðahrepp að bæta úr, Þvi
hefði verið lofað, en aldrei yrði
úr framkvæmdum. Bæjarverk-
fræðingur tjáði oikkur að næsta
vor yröi hafizt handa við að
fegra alilt svæðið við Lækinn,
en ekki kæmi til að girða hann
af „fólk viil hafa hann í sem
náttúrulegastri mynd.“ —GG
HjóliB brást í lendingu
Flugvél flugmálastjórnarinnar
hlekktist á við lendingu á
Reykjavíkurflugvelli í gærdag,
þegar annað aðalhjólið læstist
ekki og hrökk upp. Flugmann-
inum tókst þó að verja flugvél-
ina áföllum í lendingunni og sak
aði hvorki hann né faraþega
hans.
„Við urðum varir við það yfir
Keflavík, að eitithvað var bilað í
hjólaútbúnaðinum" sagði flugmað
urinn, Sigurjón Einarsson. „Það
smal’l í, lfkt og eitthvað hefði brotn
að, þegar ég setti hjó'lin niður, svo
að við frestuðum lendingu. þar til
í Reykjavík. Þar sáu menn, þegar
ég tók hjólin upp, að annað hjólið
lafði niður, svo að við vorum við
því búnir, að vinstra hjólið brygð
ist í lendingunni. — Flugbrautin er
100 metra breið og ég lenti vélinni
eins langf hægra megin á henni og
unnt var, og það stóð á endum að
við vorum komnir á vinstri brún
hennar þegar vélin stöðvaðist. Það
eina, sem skemmdist voru væng-
börðin vinstra megin og skrúfu-
blöðin á vinstra hreyfli."
„Nei, það var ekki sá stórháski á
ferð að þetta reyndi neitt á hug-
dirfsku rnanna," sagði Sigurjón, þeg
ar við spurðum, hvort hann eða
Verðstöðvunarfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar er lagt fram á al-
bingi í dag. Hér er um að ræða
aðnerðir ríkisvaldsins til að
stöðva verðbólguþróurina, og
eru þær framhald þeirror verð-
stöðvunar, sem þegar er kornin
+il framkvæmda.
Málið hefur verið í undirbúningi
um nokkurt skeið. Frumvarpið mun
aera ráð fyrir. að frestað verði
greiðslu verðlagsuppbótar, sem
nemur tveggja stiga hækkun á
kaupvísÞöh, f'-arr á næsta sumar.
farþegi hans hefðu orðið kvíðafull
ir. „Farþegi minn í ferðinni er
flugstjóri. sem starfar hjá Flugmála
stjórn Bandaríkjanna, og hann hef
ur tvisvar sinnum orðið fyrir
þessu sama, enda brá honum ekki
hið minnsta". —GP
Mundu launþegar tapa 2—3% af
kaupmætti launa sinna vegna verð-
bólgunnar næstu mánuði, ef ekki
yrði að gert.
Ríkisstjórnin mun auka niður-
greiðslur landbúnaðar og hækka
fjölskyldubætur mikið. Þá mun nýr
launaskattur verða lagður á at-
vinnureksturinn, en ekki leyfðar
verðhækkanir hans vegna.
Ráðstafanirnar munu valda mikl-
um útgjöldum fyrir ríkissjóð. Er
ætlazt til þess, aö ekki komi til
neinna skattahækkana þess vegna
að frátöldum launaskattinum. - HH
Verðstöðvunarfrumvarpið i dag:
Frestun tveggja vísitölustiga