Vísir - 06.11.1970, Page 6

Vísir - 06.11.1970, Page 6
V1SIR . Föstudagur 6. nóvember 1970. $ Hrossaútflutningur með flugvélum Áður fyrr átti útflutningur á hrossum sér einungis stað á sumrum, en sjólag á vetrum' var oft á tíðum oif siiæmt til að flytja skepnurnar. Um helgina voru hross flutt utan með einni af flugvélum Fragtflugs og sést, þegar verið var að setja hest- ana í vélina. © Vænn dilkur Frá þvi segir í nýútkomn- um Degi að þyngsti dilikurinn í siliáturhúsum KEA hafi verið 31.8 kíló. Átti hann Stefán Jó- hannsson á Hömrum. Sá næst þyngsti var 29 kíló. Þess má geta í þessu sambandi að diik ar lögðu sig á 13.76 kíló að með altali í öllum siðturhúsum KEA, en þar var slátiúð al'ls hátt í 43 þús. fjár. © Alls um 10 þúsund dráttarvélar á landinu Slys af vöiduim dráttarvéla hafa verið óhugnanlega tíð. Vegna þessa er Slysavamaféil. Islands að hefja fræðslufundi um meðferð og öryggi í sam- bandi viö vélar þessar. Verður fyrsti fundurinn í Selfossbíói kl. 14 á laugardaginn. Milii 9 og 10 þús. dráttarvélar eru á land- inu, og fer nú fram könnun á ástandi tækja þessara almennt, en enn sem komið er þarf ekki að færa tækin til skoðunar eins og önnur ökutæki. 0 Varðhaldið lengt Stúlkan, sem tekin var á flugvellinum viö Tel Aviv á dögunum, situr enn í fangeisi. Hefur gæziluvarðhaldið verið framlengt um 3 viikur. Fritz Nachitz, ræðismaður íslands í borginni, hefur annazt má'l stúlk unnar, og sagðl hann’aðvænta mætti 'tíðinda af máflí hennar næstu daga.' * ‘ © Sólarfrí í skamm- deginu Langvarandi skammdegi (orð sem varla eða ekki er til í erlendum tungumá'lum) hér á ís landi æsir eðlilega upp löngun eftir sól og varma. Og nú er sólin komin inn í umræöum- ar í þingsölunum, því þar hefur verið rætt um vetrarorlof Is- lendinga, en tii þessa hefur bein línis veriö ólöglegt að taka frí nema á tímanum 15. maí til 1. október. Flugfélag Isilands hefur fyrir aillöngu byrjað að kynna Kanaríeyjaferðir að vetr- arlagi. Verða haldin kynningar- kvöld á næstunni víða um land oig þar sagt frá Kanaríeyjimi. Markús Örn Antonsson sýnir þar m. a. litskuggamyndir. Fyrsta skammdegisferðin í só'l ina verður farin á gamlársdag n. k. og er fuilbókað í ferðina. Önnur ferð verður svo 2 vik- um síðar, en alls eru áætlaðar 8 tveggja vikna ferðir og ein þriggja vikna ferð. Flogiö verð- ur með Gulilfaxa. þotu F.í. báð- ar leiðir. a • - ’4. É| © Vilja ekki að Hafþór hverfi Félag skipstjóra og stýri- manna, Aldan, hefur mótmæilt því að m.s. Haifþór verði tek- inn frá Hafrannsóknastofnun- inni og seldur, þegar rannsókn arskipið Bjarni Sæmundsson kemur tii landsins nú i næsta mánuði. Hefur stofnunin þurft á hverju ári að taka sikip á teigu til viðbótar Áma Friðrikssyni • og Hafþóri, en þó ekki getaö sinnt ölilu því, sem aðkallandi hefur verið. Fjármálaráöherra hefur áður svarað því til á þingi að vell geti komið ti:l greina aö hætta við söluna, komi í ljós við nákvæma athug- un að það sé fjárhagslega hag- kvæmt fyrir ríkissjóð. Frostin stöðva gatna- framkvæmdir í Kópavogi Auðbrekka og Kársnesbraut malargötur 'i vetur 1 Kópavogi er nú lokið við fyrsta áfanga undirbyggingar undir olíúmalarlagningu Kárs- nesbrautarinnar, frá Hábrautog út á Nes. Var helmingur þess vegarkafla boðinn öt til undir- byggingar I sumar og þá hegar orðinn knappur tími til að íjúka verkinu í tæka tíð. Þegar hafizt var handa við verkið, reyndist vinnan viö und irbygginguna vera öllu tfmafrek ari en ráð var fyrir gert og Kársnesbrautin því ekki tilbúin til O'lfumalarlagningar áður en vetrarfrostin. sem em óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni svona samfelld, sögðu til sín. Hefur því verið horfið fráþví að leggja olí'umalarsili't'lagiö að sinni og verður vestari hluti Kársnesbrautarinnar því malar- braut í vetur. Sama er með Auðbrekkuna. Hana var ráðgert að oilíumalar- bera í gegnum verksmiðjuhverf ið fyrir veturinn en framkvæmd ir stöðvuðust þar áður en olíu mölin var komin á sinn stað af sömu ástæðum og á Kársnes- brautinni. —ÞJM IHi nni □ Slæleg vinnubrögð Kona hringdi um hálf-þrjúleytið í gær: „Aldrei hef ég séð önnur eins vinnubrögö og þau, sem við mér blasa hér við Ósland. Sjö dýr tæki standa héma fyrir utan, 2 í gangi. Mannskapurinn hefur setið inni í kaffiskúr frá því fyr ir hádegi, einu sinni sóst þó hreyfing, piltur skokkaði út i sjoppu með þrjú gosdrykkjá- gler og fékk sér frískt loft. Héð an sé ég, að inni í sikúmum sitja sex hausar aðgerðarlausir. Ég vildi bara að ég gæti þegið laun fyrir að sitjta og hlusta á óska- lagaþátt. Vinnubrögðin i hverf- inu eru öll á eina bókina lærð finnst naér. Ekki var síminn fyrr búinn að moka ofan í á dögun um — birtist þá ekki blessuö rafveitan með sfna menn, — og mokar upp úr skurúinum laftur! Er nokkur furða þótt hlutirnir séu dýrir?" □ Gagnrýni á síma- stúlkur mótmælt. Magnea Þórðardóttlr sagði við okkur í símann: „I bréfi, sem birtist í lesenda þætti ykkar á dögunum, var kvartað undan simaþjónustu Póst- og símamálastofnuntarinn ar og bréfritari bar sig illa und an ókurteisi símastúlknanna. Ég hef margoft haft sam- skipti við símástúlkumar i 06 og 03, og ég trúi ekki bréfritara, þegar hann ber sig illa undan fyrirgreiðslu þeirra. Það er svo gjörólíkt þeirri kynningu, sem ég hef haft af þeim, og þetta bréf vakti svo mikla furöu minta að ég gekk á kunningja mína og spuröi þá um þeirra reynslu í þessu efni, og enginn þeirra heí ur nokkurn tíma reynt þær að öðru. — Ég vil að minnsta kosti taka upp fyrir þær htanzk ann, því þær hafa reynzt mér bæði kurteisar og greiðviknar. □ Bflar leigff&r til bæjarvinnu Ónafngreind kona skrifar: „Manni finnst það varlh geta verið heppilegt, að borgin skuli nota „ferðabíla"1 í götumerking arnar. Þetta em bílar af sendi bílastærð, sem breytt hefur verið til fólksflutninga, og eru leigðir af sendibílastöðvum til þess að aka götumerkingarmönnum á milli. — Er ekki hagkvæmara fyrir borginh að nota til þess eigin bflakost?“ □ Ekkert rúm fyrir gamalt fólk Húsmóðir í Kleppsholti skrifar: „Það virðist lítið pláss vera fyrir aldraða í þessu þjóðfélagi. Ég hef nú haft hjá mér aldrað an föðurbróður minn í eitt ár eða svo gott sem. Allhn þennan tíma hefur hann beðið eftir að komast inn á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. En manni skilst hð þar sé allt yfirfullt og langur biðlisti. I nýju húsunum okkar er ekki reiknað með að gamalt fólk búi, og yfirleitt hefur fólk ekki tíma né aðstöðu til þess að sinna því. Ég er svo gæfusöm að geta búið gamfe manninum ’ athvarf — líka vegna þess, hve hann er sjálfbjarga. En á þessu vandamáli þarf lað ráða bót hið fyrsta. — Til dæm is með því að byggja ódýrar leiguíbúðir fyrir gamla fólkið, þar sem það gæti séð um sig sjálft, en fengi aðstoð við ræst ingu og lannað þess háttar. — Við svo búið má ekki standa.“ HRINGIÐI SÍMA1-16-60 KL13-15 FATAHENGIN KOMIN AFTUR ÓBREYTT VERÐ GÓLFTEPPAGERÐIN Suðurlandsbraut 32. Sími 84570 /ap\ syii/i Tilboð óskast í raflagnir í lækna- og sjúkra- stofur fyrir Kleppsspítalann. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 1.000,— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð mánud. 23. nóv. n. k. G

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.