Vísir - 14.11.1970, Side 1
ISIR
— Laugardagur 14. nóvember 1970. — 251. tbl.
Einkaritari og þerna
Þá hafa verið valdar tvær stúlk-
ur til viöbótar í hóp þeirra, sem
keppa muni um titilinn ungfrú
Reykjavík þetta árið. Bettý Grétars
dóttir heitir önnur þeirra og er
þerna í Þjóðleikhúskjallaranum.
Hin heitir Elin Sigurborg Gests-
dóttir og er einkaritari gatnamála-
stjóra. Hún var meðal keppenda
um titilinn fulltrúi ungu kynslóð-
arinnar í vor, en hafði áður vakiö á
sér athyglj sem tízkuljósmynda-
fyrirsæta. Báðar eru þær á 19da
ári, Elín og Bettý. — ÞJM
Á dansleik í Veitingahúsinu við Lækjarteig í fyrrakvöld voru þessar tvær Reykjavikurstúlkur
valdar til að taka þátt í keppninni um titilinn ungfrú Reykjavík 1970. — Elín Sigurborg Gests-
dóttir heitir sú til vinstri, en Bettý Grétarsdóttir hin.
Meðaltekjur kvæntra karla
338 þúsund kr. í fyrra
Læknar og tannlæknar hæstir með 733 jbús.
kr. — Hæstu meBaltekjur i Keflavik
■ Læknar og tann-
læknar voru tekiuhæsta
stétt landsins í fyrra
samkvæmt nýútkomn-
um Hagtíðindum, en þar
eru teknar saman ýmsar
tölulegar upplýsingar
um tekjur stétta og með-
altalstekjur - eftir lands-
svæðum með hliðsjón af
skattaframtölum fyrir
árið 1969.
Meðalbrúttótekjur kvæntra
lækna og tannlækna á aldrin-
um 25-66 ára voru 733 þús. kr.
s.!. ár. Meðalbrúttótekjur allra
kvæntra karla á satna áldri
wru þá 338 þús kr., en inni í
þessum tölum eru meðtaldar
tekjur eiginkvenna í flestum tid-
vikum, þar sem þær telja ekki
sérstaklega fram.
Næsthæsta starfsstéttin voru
sérfræðingar (ekki opinberir
starfsmenn) með 503 þús. kr., þá
yfirmenn á fiskiskipum 454 þús.
kr. vinnuveitendur 433 þús. kr.
kennarar og skólastjórar 414
þús. kr., opinberir starfsmenn
413 þús. kr., starfsmenn vamar-
’.iðsins og verktaka þess 412 þús.
kr., verkstjómarmenn og yfir-
menn 409 þús. kr., við Búrfells
virkjun og byggingu álbræðslu
og Straumsvfkurhafnar 403 þús.
kr., starfsmenn banka og trygg
ingafélaga 389 þús. kr., starfs-
menn sveitarfélaga 389 þús kr.
og skrifstofufólk 351 þús. kr. —
Meðal neðstu á listanum eru
bændur og gróöurirtsaeigendur
með 233 þús. kr.. en óvarlegt
mun vera að leggia o>f mikið
upp úr þeirri tölu. (í öllum ti!-
vikurr. er miðað við kvænta
menn á aldrinum 25—66 ára)
Meðáltorúttótefcjur allra kari-
manna á landinu voru 258 þús.
kr. og meðalbrúttótekjur allra
kvenna í Iandinu, sem töldu sér
staklega fram voru^97 þús. kr.
Samkvæmt því voru meða'l-
brúttótekjur aflra landsmanna,
sem töldu fram um 211 þús. kr.
I Reykjavík voru meðaltorúttó
tekjurnar ívið hærri en lands-
meðaltalið eða tæpar 215 þús kr.
sem aftur á móti er töiuver und
ir meðaltali allra kaupstaöanna,
sem var 230 þús. kr. Kef.avík
var þar hæst á blaði með 259
þús. kr. meðaltal, þá Vestmanna
eyjar með 245 þús. kr. og Kópa-
vogur með 240 þús. kr. — Meðai
kaupstaðanna rekur Sigiufjörð-
ur hins vegar lestina með 191
þús. kr.. Á öllu landinu reyndust
meðaltekjurnar lægstar í A-
Barðastrandarsýsiu eða um 136
þús. kr. —VJ
Dósagerðin í
alþjóðlegan
samvinnuhring
Dósagerðin í Reykjavík er nú
að kanna möguleika á inngöngu
f samvinnuhring dósagerða, sem
nær til margra landa. Þessi sam-
vinna tekur til f jármála og mark
aðsmála fyrirtækjanna. Dósa-
gerðir í Skandinavíu og víðar i
Evrópu eru aðilar að þessari
samvinnu svo og bandarískt
stórfyrirtæki í þessari iðn.
Að sögri Björgölfs Guðmundsson
ar, iffámkvæmdastjóra Dósagerðar-
innar verður fyrst og fremst sótzt
eftir tækniaðstoð af háifu ís’.enzka
fyrirtækisins og nýsköpun á véla-
kosti fyrirtækisins. Sagði hann að
lfk’ega yrði samvinna Dósagerð-
arinnar mest megnis við norskt fyr
iríæki, en aigengt er að fyrirtæki
innan sambandsins hafi samvinnu
þannig sín á milli. Höfuðstöðvar
sambandsins eru hins vegar í New
York.
. Dósagefðiri ■ hefur einkum fram-
leitt nrðrirSuðudósir og málningar
dósir fyrir innfcnd fyrirtæki ein-
vörðungu. —JH
VEFENGIR ALYKTUN
FLÚORSKÝRSLUNNAR
Ingólfur Daviðsson grasafræðingur ekki
sammála mengunarnefndinni
■ „Ég vefengi, að það sé rétt
ályktað. að flúormagnið sé
fyrir neðan það magngildi, sem
valdið geti skemmdum í trjá-
gróðri almennt,“ segir Ingólfur
Davíðsson grasafræðingur um
skýrslu nefndarinnar, sem með
efnagreiningum hefur rannsak-
að flúormengun frá álverksmiðj-
unni í Straumsvík.
„Hún staðfestir, að flúormagn í
gróðri á rannsóknarsvæðinu sé nú
meira en áður. — Hins vegar te’.ur
nefndin að magnið sé enn fyrir neð
an það magngildi sem vitað er um,
að valdið geti sýnilegum skemmd-
um í trjágróðri almennt.
Þetta atriði leyfi ég mér að ve-
fengja", sagði Ingólfur Davíðsson
við blaðamann Vísis í gær, og
hélt áfram:
„Gróður þolir rnjö^ mísmikla
mengun. Fer það eftir loftslagi,
jarðvegi og fleiri vaxtarski’yrðum,
eins og grasafræðingar og ræktun-
armenn kannast vel við. Má búast
við, að trjágróður hér sé viðkvæm
ari fyrir mengun heldur en tré í
gróskumeiri löndum, og þurfi
minna magn til alvarlegrhr flúor-
mengunar en þar.
Augljóst dæmi mikillar flúor-
mengunar gefur að Iíta í greni-
trjám við sumarbústað Ragnars
Péturssonar, spöl sunnan við á’.-
verið, og raunar á fleiri stöðum í
grenndinni.
Búast má við, að mengun fari
mjög vaxandi þegar álverið verður
stækkað um helming, eins og áform
að er, og að svæði alvarlegrar
mengunar stækki, ef ekkert er gert
til að draga úr henni. — I því slam-
bandi má minna á reynslu og að-
gerðir Norðmanna. Þeir leyfa ekki
stækkun álvera, nema jafnframt
séu gerðar öflugar ráðstafanir til
að draga úr mengun, þótt það sé
dýrt.
Virðist manni sjálfsagt að setja
hreinsitæki í á’.verið að minnsta
kosti í sambandi við fyrirhugaða
stækkun“ sagði Ingólfur. —GP
Smjör stórlega lækkað
— Smjörfjallið 1200 tonn
Mikil verðlækkun verður á smjöri
frá og með næsta þriðiudegi. —
Lækkar kilóið af gæðasmjöri um
hvorki meira né minna en 69 krón
ur, kostar þá 130 krónur á útsölu
en er nú á 199 l^iur kílóið. Verð
lækkunin er gerð vegna aukinna
niðurgroiðslna úr ríkissjóði.
Framleiðsluráð landtoúnaðarins
auglýsti lækkunina í gærkvöldi. —
Annars flokks smjör mun einnig
lækka, mun kosta 106 krónur í stað
178 króna og heimasm.iör 96 krónur
í stað 169 króna, kílóið.
I viðtali við framkvæmdastjóra
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
Svein Tryggvason kom það fram
að nóg smjör er í landinu eða
eitthvað um 1200 tonn. —SB
Hvað vill
Guðmundur i
hljóðvarpinu
• r r
sja i
sjónvarpinu?
Við höldum uppteknum hætti
að fá bekkta menn til að velja
sér sjónvarpsefni vikunnar. —
Nú er það Guðmundur Jónsson
söngvari, en f þessu tilviki
fyrst og fremst framkvæmda-
stjóri hljóðvarps, sem skyggn-
ist yfir dagskrárval hinnar
deildarinnar.
Sjá bls. 4.
Kvennagullið að verða sjötugt.
Sjá 2. síðu.
Alhingismað-
ur býðst til
að vinna
kauplaust
Bjórn Pálsson vill
spara i rikisrekstrinum
■ Björn Pálsson alþingis-
maður (F) bauðst til þess á
þingi í gær „að vinna kaup-
laust hjá ríkisstjórninni“ í
eina tvo máhuði og finna leið
ir til að spara í ríkisrekstr-
inum. Þingmaður gerði þetta
boð í umræðum um verð-
stöðvun. Björn sagði, að rík-
issjóður ætti sjálfur að taka
að sér að greiða launafólki
þessi tvö vísitölustig, sem
ætlunin er að fresta nú
greiðslu á.
Þingmaðurinn sagði, að auð-
velt væri að finna leiðir til að
spara í rekstri hins opinbera, svo
að ekki þyrfti að hækka sfcatta,
þótt rfkið greiddi þetita kaup. —
„Varla mundi þjóðfélagið riða“,
sagði hann, „þótt prófessorun
um yrði eitthvað fæfckað, sem
menntamálaráðherra hefur verið
að troða í emtoætti.“ Þingmað
urinn taldi að víðar mætti spara
í síkölakerfinu. —HH