Vísir - 14.11.1970, Side 3
á nótunum
„Ekkert um uð veru
í sænsku popinu"
V1SIR . Laugardagur 14. nóvember 1970.
segir Gunnar Jökull, sem er nýkominn heim frá Stokkhólmi
Rétt i þann mund, sem tíð-
indamaður þáttarins ætlaði að
drífa í gegn ýtarlegt viðtal við
Gunnar Jökul um brottför hans
frá íslandi, hringdi sveinninn í
mig hinn borubrattasti, en ekki
frá Stolckhðlmi, heldur úr Álf-
heimunum í Reykjavík og „úti
var ævintýri".
— Hvernig víkur því viö að
þú kemur svona fljótt heim
Gtxnnar?
— Það var bókstaflega ekkeit
um að vera í sænska popinu,
það varð mér Ijóst sirax fyrstu
vikuna og ég verð að segja það,
að ég var bara nokkuð stoltur af
ís'lenzku „grúppunum“, eftir
kynni mfn af sænsku popi þess-
ar þrjár vikur I Stokkhólmi, það
er greini'legt að þeir standa okk-
ur töluvert að baki. — Satt að
segja hafði ég gert mér betri
vonir áður en ég hélt að heim-
an, en það reyndist útilokaö að
fá ,,djobb“, þegar farið var aö
kanna málið ýtarlega, fleiri
manns voiui á biðlista. Ég heföi
að öMum lfkindum veriö ráðinn
í einhverja hijómsveit á Sven
Ingvars-línunni, ef ég hefði beð-
ið lengur, en eins og málin
horfðu viö, taldi ég ástæðu'laust
að dvelja lengur í Stokkhölmi.
— Hver heldur þú að sé á-
stæðan fyrir því að sænska
popið er svona s'lappt?
— „Grúppumar" virðast vera
nokkuð aðþrengdar, það er mjög
mikið um diskótek og þar er
enginn aðgangseyrir. Hins vegar
hafa diskótekin ekki víiweitinga
leyfi, en bjór stendur öiilum til
boða.
Mér virtust sænsku hijóm-
sveitirnar ákaflega háðar er-
lendum vinsældalistum, þá er
töluvert um þaö að sænskar
pop-híjómsveitir syngi á ensku
inn á hljómplötur. En slíkar
plötur eru ekki teknar gildar á
sænska vinsældalistanum, þvf
síður ef undirleikurinn er keypt-
ur erlendis frá, eins og mikið
tfðkast hér.
— Hvernig gekk upptakan á
lögum Einars Vilbergs?
— Ég var beðinn um þetta
með tveggja daga fyrirvara og
að sjálfsögðu höfðum við lítið
tækifæri til aö samæfa okkur
enda hristu margir höfuðið og
fllokkuöu þetta undir algera
geggjun. En við vorum á'kveðn-
ir f að gera okkar bezta og mið-
að við aflar aðstæður er ég bara
nokkuð ánægður með útkom-
una.
— Hvað tekur nú við hjá þér,
er meiningin að stofna eigin
hljómsveit?
— Að sjálfsögöu hef ég mik-
inn áhuga á þvf, og reyndar hef
ég vissa menn í huga — nei
ég segi þér engin nöfn því enn
sem komið er eflu þetta aðeins
vangaveltur hjá mér, ég hef
ekki ta&ð viö neinn af þeim,
sem ég hef í huga.
— Myndi stofnun þessarar
hljómsveitar kosta einhverjar
fömir hjá þeim hljómsveitum,
sem nú eru starfandi?
— Ég vil nú helzt ekki Svara
þessu. Persónulega er mór mein-
i'lla viö að standa að splundrun
annarra hljómsveita, en ef þessi
hljómsveit mfn verður að veru-
leika, verður ekki hjá því kom-
izt, að hún komi af stað tölu-
verðu umróti í popinu hér
heima. S'lfkt hefur stundum ver-
ið til góða og það er aldrei að
vita nema þetta sé einmitt rétti
tíminn til slfkra umbrota.
„Mánafrelsi44
aðstoðar og gera bara margt vel
í flutningi og útsetningu. Eins
og áður eru bæði lögin eftir einn
Mánanna, Ólaf Þórarinsson, sem
undirstrikar það með framlagi
sínu hér, að hann er á hraðri
uppleið sem lagahöfundur. Þar
með er ekki öll sagan sögð, þvi
Ólafur syngur bæði lögin og ger-
ir það með slíkum ágætum að
„þeir stóru“ mega fara að vara
sig. Sérstakiega er raddbeiting
in viðeigandi og full innlifunar í
„Frelsi“. Hér aðlagar Ólafur sig
betur nútíma popi heldur en
á fyrri plötunni, ýmis tæknileg
atriði auka þar enn á.
Orgelleikarinn, sem týndist i
fyrri plötunni er hér sá sem
mest mæðir á í hljóðfæraleikn-
um, en hann mætti vera mun
sterkari til að gefa þessu góða
lagi viðeigandi „stuð“.
„Þú horfin ert“ allsæmilegt
lag við texta eftir Jónas Frið-
rik, ágætur óskalagatexti, seið-
andi orgelleikur er gegnumgang-
andi allt lagið. Textinn við
„Frelsi“ er eftir Ómar Ragnars-
son og hann gerir með honum
virðingarverða tilraun til ný-
breytni. Hljóðritunin hefur tek-
izt vonum framar. Litmyndin á
titilsfðu plötuumsiagsins virðist
vera aö renna saman í eitt alls-
herjar sulluverk, kannski með
vilja gert?
ÞJÓÐLÖG
ÞRJÚ Á PALLI.
LP. Útg. SG-hljómplötur.
Ekki hefur veriö leitaö nýrra
miða, er lög voru valin fyrir
þessa LP-plötu „Þrjú á palli“.
Enn á ný eru lögin va'lin úr
hópi skozkra, brezkra og frskra
þjóðlaga. „Landreisa Jörundar"
var sér kapítuli og afbragös
efniviður í LP-hljómplötu, en
ég tel framlag Savanna tríósins
og „Jörundar" hafa veriö búið
að metta okkar tiltcJulega
þrönga markað, með ofangreind
um þjóðlögum. En fram hjá þvi
verður ekki gengið aö þetta er
ein sú vandaðasta þjóðlagaplata,
sem hér hefur verið boðið upp á.
Jónas Árnason er höfundur
al'lra textanna, hann hefur unnið
gott verk, og sumir textanna
eru sannkölluö iistasmíö.
Raddir þeirra þremenning-
anna fal'la sérdei'lis vel saman,
eins og ég hef vikiö að áður.
Á þessari plötu eru mörg iag-
anna byggð upp á einstaklings-
framtakinu, en hin fara með
viðlagið eða hluta úr textan-
um.
Hlutur Eddu Þórarinsdóttur
er hvað mestur, og er það vel,
því Edda hefur ljómandi fallega
rödd, hún færist töluvert í fang,
en hefur ával'lt fult va'ld yfir
viðfangsefninu, þannig að unun
er á að hlýða.
Það er auðheyrt að Ieiklistar-
námið er henni mikill styrkur.
Hún getur verið glettin og allt
að því galsafengin. Lögin
„Svona er að vera siðprúð" og
„Óðurinn um árans kjóann,
hann Jóhann“ bera glöggt vitni
um það. Fu'1'1 viökvæm er hún
þegar hún túll'kar hlutverk móð-
urinnar í „Þungt ymur þorrinn".
Eitt áhrifamesta og minnis-
stæðasta' lag plötunnar er tví-
mælalaust „Þvf ertu svona
breyttur?" Helgi R. Einarsson
og Troels Bendtsen gera sínum
hlut prýðisgóö skil, sérstaklega
Troels, en anzi finnst mér vin-
urinn tæpur í „Þvílík er ástin“.
En í hressilegum lögum eins og
t. d. „BrúðkaupsveizJla Villa
kokks og Dómhi'ldar", og „Við
höldum til hafs á ný“ er Troels
vel heima og flytur af öryggi og
smitandi sönggleði. Helga tekst
hvað bezt upp í flutningi sínum
á ,,Blakkur“. Ýmis aukahljóð-
færi koma við sögu, en nýtast
misvel.
Hljóðritunin er' unnin með
hinu nýja tækniborði Péturs
Steingrfmssonar. Ekki er hún
galilalaus, enda vart við þvi að
búast, en það ber vissulega að
hvetja Pétur til frekari stereo-
hljóöritana.
Plötuums'lagiö er hið heims-
mannslegasta í útliti, inn í það
er stungið örk, þar sem allir
textarnir eru birtir og er þaö
vissulega þakkarvert. J
Mánar — tvö lög.
Útg. SG-hljómplötur.
ENN býöur SG upp á utanbæj-
ar-pop. Selfoss á leik f annaö
sinn og auðvitað eru það Mánar,
sem eiga allan veg og vanda af
flutningnum.
Þessi hljómplata er mun betri
en frumraun Mána, nú mæta
þeir til leiks án utanaðkomandi
Hátíðar plata
Heims um ból.
Útg. Tónaútgáfan.
Það ifður senn að jóium, og
þá hafa íslenzkir hljómplötuút-
gefendur jafnan boðið upp á
plötur, sem tengdar eru þessari
mestu hátíð kristinna manna.
Plata sú, er hér er til um-
ræöu, kom á markaðinn sl. mið-
vikudag, og ber hún yfirskrift-
ina „Heims um ból“, en það
er einmitt þessi fallegi jóiasálm
ur, sem hljómar fyrstur, en sið-
an flytur platan söng Kirkju-
kórs Akureyrar, sem er einkar
ánægjuiegur áheyrnar.
Á hinni hiið plötunnar gefur
að heyra flutning hljómsveitar
Ingimars Eydal á ýmsum lög-
um, sem flest eru tengd kom-
andi hátíð.
Hér má heyra ýmis kunn jóla-
lög, með nýjum textum og
skemmtilegum útsetnihgum. —
Helena Eyjólfsdóttir og Þorvald-
ur Halldórsson skipta söngnum
á milli sín, en þetta er að öllum
líkindum siðasta platan, þar
sem Þorvaldur lætur til sín
heyra, því hann hefur ákveðið
að hvíla sig á söng og hljóð-
færaleilt um óákveðinn tíma.
Helena og Þorvaldur gera lög
unum prýöisgóö skil, og Helena
kveður okkur með „Yesterday",
sem hér ber heitir „Horföu á“.
Þessi hljómplata hinna norð-
lenzku listamanna á erindi til
fólks á öllum aldri, fólks, sem
nýtur þess að taka lífinu með
ró eftir allt „stressið“ við und-
irbúning jólanna, og það er ein-
mitt þannig plata, sem stuðlar
að slíkri sálarró í myrku skamm
deginu.