Vísir - 14.11.1970, Síða 9

Vísir - 14.11.1970, Síða 9
yrii SI k . Laugardpgur 14. nóvember 1970. riimsm: — Finnst yður, að stúdentspróf eigi að vera eini lykillinn að Háskólanum? Einar Stefánsson, menntas'kóla- nemi: — Nei, það finnst mér ekki. Próf í sambærilegri mennt un eiga alveg eins að vera tekin gild. Leifur Guðmundsson: — finnst mér baría vera Já, það eðlilegt. Ásta Sigurðardóttir, húsmóðir: — Ég tel mig ekki vera nægi- lega kunnuga þeim málum til að geta lagt þar dóm á. Gerður Óskarsdóttir, kennari: — Nei, alls ekki. Góð próf út úr skólum eins og t.d. Tækni- skólanum og Kennaraskólanum eiga engu að síður að takast gild. — Að minnsta kosti inn í vissar deildir. Óskar Magnússon, framreiðslu- maður: — Þaö held ég. Mennta- skólamenntunin ein veitir að minum dómi nægi’ega góöa und irstöðu til þess að takast á hend ur háskólanám. Jón Magnússon, lögfræðingur: — Þó aö ég sé raunar háskóla- borgari, er ég ekki reiðubúinn til að svara þessari spurningu. Hef ekki velt þessu nógu vel fyrir mér. Hver á að geta aflað sér þeirrar menntunar, sem hann girnist — Spjallað við Guðleif Kristmundsson, fyrsta nemandann, sem innritast i Háskólann án stúdentsprófs „Mergurinn málsins er sá, aö skólakerfið er ekki nógu gott. Það er mjög gallað, og því verður að breyta. Sjáðu hvað þetta er vitleysislegt að taka mig inn í Háskólamt með 9,6 upp úr undirbúningsdeild Tækniskólans^, en ekki mann sem hefur 9,0 upp úr sama skóla — þetta eru engin mörk og bara gripið úr lausu lofti... ... Þetta er tóm vitleysa, — og það má kannski segja, að þessi vitieysa sé upprunnin hjá mér — ég var jú búinn að velja mér tækninám, sem námsleið, en menn eru framsókn- armenn í dag og sjálfstæðismenn á morgun — það er ekki hægt að einskorða menn svona við eitthvað ákveðið... en það yrði ekki gott, ef allir í Tækniskólanum fengju 9,6 eitt árið. Þá yrði einfaldlega enginn Tækniskóli til lengur.“ TTann er úr Hafnarfirði. Fyrsti nemandinn í Háskólanuin sem ekki hefur stúdentspróf — heitir Guðleifur Kristmunds- son, 21 árs gamall og eru verk- fræöideild. Reyndar er hann ekki sá fyrsti sem sezt i Há- skóiann án þess að '•'‘a stúd- entspróf, en hann er .,á fyrsti án stúdentsprófs, sem fær aö njóta þar fyllstu réttinda og taka þaðan löggild próf, ...... eöa ekki veit ég ann- aö“, segir hann og kímir. Stúdentspróf ekki fullnægjandi. „Og nú er stúdentsprófið sjálft ekki lengur fullnægjandi: aðgöngúmiði að Háskólanum. Það eru líka alls konar tak- markanir settíar á inngöngu stúdenta í Háskólann, reyndar er stúdentsprófið líka orðið allt annað en bað var“. — Á þá að leyfa niönnum úr undirbúningsdeild Tækniskólans frjálsan aðsang að Háskólanum, eða á Tækniiskólinn að fara að útskrifa stúdenta? „Að mínu vitj ekki. Ég tók landspróf. Síðan fór ég í nám í símvirkjun hjá Pósti og sxna. Það nám tók 3 ár og er talið hliðstætt sveinsprófi úr iðn- skóla. Það veitti mér réttindi til inngöngu í Tækniskólann, þ. e.a.-s. undirbúningsdeild hans, sem er 2 vetur. Nú byrjaði ég aldrei á neinu eiginlegu tækni- námi, það hefst eikiki fyrr en undirbúningnum er lokið, en hirtsvegar er tækninám allt ann að en verkfræðinám. Það er t.d. ekki eins viðamikið og langt. Þess vegna á að hileypa mönn um í tækniskóla með minni und- irbúning en í verkfræðinám. — Tækninám er lfka allt annars eðlis en verkfræðinám og það er ekkert sjálfsagður hilutur að tækniifræðingur hafi rétt á að fara að læra verkfræði, enda væri tækniskólinn þá orðinn verkfræöiskóli. Hins vegar finnst mér að ekki megi láta menn gjakla þess, að þeir hafi ekki farið í menntaskóla á yngri árum — það á ekki að reka menn niður á landsprófsstigið aftur, vjlji þeir setjast f K-t, sköla — þ.e.a.s. ef þeir hafa orð ið sér úti um sambærilega und irbúningsmenntun fyrir háskóla nám eftir öðrum leiðum. Það var nefnd látin rannsaka nám í Tæknisköianum í saman burði við menntaskólanám. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að kennslan i undirbúningsdeild Tækniskólans í raungreinum væri hliðstæð raungreinakenns’.u stærðfræðideilda menntaskól- anna. Þess vegna fékk ég inn- göngu i verkfræðideildina. Þar er jú um framhaldsnám í raun greinum að reeða.“ „Hvít húfa“ úrelt. — Er þá stúdentsprófið ekki að missa sitt gamla gildi? „Jú. Vegna þess að auðvitað á að meta þá undirstööumennt un sem bver umsækjandi um skólaviSt hefur aflað sér, en ekki að einblína á það hvort hann eigi húfu með hvítum kolli. Sérhver maður á að geta aflað sér þeirrar menntunar sem hann gimist. Eitthvert fyrirkomulag, Guðleifur Kristmundsson, fyrsti nemandinn í Háskólan- um, sem ekki hefur stúdents- próf — ætla má aö mynd þessi öðlist sögulegt gildi. í‘ téikhistofú verkfræðideildar — hún er staðsett á efstu hæð sjúlfrair • Háskólabyggingarinnar, en fyrfrléstra sækja verk- fræðinemar í Árnagarði. skölakerfi, má aldrei verða stein runnið". — Býstu viö að fleiri úr Tækniskólanum sæki um inn- göngu í Háskólann næsta vor? „Ég býst fastlega við því. Og ég vona að það geri sem flestir." „Sálrænn komplex“. — Og hvernig sækist þér svo námið í verkfræðideildinni? „Það er nú lítil reynsla komin á það ennþá. Ég get ekkert um það sagt fyrr en ég hef tekið einhver próf, en ég held nú að mér gangi ekkert verr en öðrum hér.“ — Áttu í nokkrum erfiðleikum með að lesa námsbækur á er* lendum málum?“ „Nei. í Tækniskólanum eru menn látnir lesa erlendar kennslubækur, þannig að ég var orðinn vanur því áður en hingað kom, og svo er þetta fagmál svö miklu einfaldara, orðfærra, en venjulegur texti.“ — Hvernig kanntu við þig í verkfræðideild? „Mönnum er tekinn vari við því, er þeir hefja nám á 1. ári verkfræði að þeir muni ekki una sér vel. Þetta er mjög ólíkt bekkjafyrirkomulagi lægri s'kóla. Hér sitja kannski 40—50 manns úr öllum áttum og hlusta á fyrirlestur. Áður var maður i fámennum bekk vildervina og gat ófeiminn rakið garnimar úr kennaranum, spurt hann um allt sem hann vissi um viðkomandi námsgrein. Einhvern veginn er þetta ekki hægt hérna. Auðvitað heföu allir miklu betra af nám inu, ef menn væru óhræddir viö að spyrja, og eins og einn kenn arinrt sagði, þá á maður ekki að vera feiminn því maður getur verið viss um að maðurinn sem við h!ið manns situr, er a.m.k. eins vitlaus og maöur sjálfur. Þetta er bara sálraenn kotnplex sem þarf að vinna bug á, en samt hefur maöur það alltaf á tilfinningunni að það sé ekki ætlazt til þesis að maður spyrji.** Verkfræðideild breytt. — Nú voru gerðar einhverjar breytingar á deildinni f hauist, hvernig var þeim háttað? „Já. Ég kem hér inn í aliveg nýtt fyrirkomulag. Áður sátu menn 3 ár í deildinni og námu fyrrihluta verkfræöi, fóru síðan erlendis að læra síðari hluta. — Núna eru rnenn 4 ár í deild- inni og ljúka prófi í ákveðinni grein verltfræði. Um er að velja rafmagnsverkfræði (sem er skipt f 2 greinar), skipaverk- fræði, vélaverkfræði og bygg- ingaverkfræði. 1. árið nema menn þó sama nátnsefni, en skiptast svo á sérgreinar strax á 2. ári. Að loknu 4 ára námi hér, Ijúka menn svo b.s. prófi, sem er lægri verkfræðigráða. Enn verða menn að fara utan að krækja sér í æðri gráður, t.d. m.s. Það tekur venjulega um 2 ár til viðbótar.“ • — Hvaða sérgrein valdir þú? „Ég býst fastlega við að farfe í rafmagnsverkfræði'ia. Það ligg ur enda beinast við.“ Er kennslufyrirkomulagið þá iafnframt annað en éður var? „Já. Mér er sagt, að mikil breyting hafi orðið. Það var skipt um allar kennslubæikur, þvi þær sem kenndar voru hér áður voru orðnar algjörlega úr- e'tar. auk bess að vera næstum ófáanlegar." __GG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.