Vísir - 20.11.1970, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Föstudagur 20. nóvember 1970.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent ht.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfssoo
Ritstjóri- Jónas Kristjánsson
Fréttastjöri: Jón Blrgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi ■ Vaidimar H. Jóbannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660
Afgreiösla Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstjóra: Laugaveg) 178 Sími 11660 <5 llnur)
Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðja Vlsis — Edda hf.
Safnað kröftum
Flest bendir til þess, að þetta ár verði eitt af allra
beztu ár im í efnahagsmálum íslendinga. Það lýsir
sér á ýmrium sviðum. Þjóðartekjurnar verða um 10%
meiri en þær voru í fyrra. Viðskiptin við útlönd hafa
verið svo hagstæð, að skuldir landsins hafa minnk-
að þrátt íyrir mikla fjárfestingu innanlands. í stað
atvinnuleýsis undangenginna ára er nú orðið erfitt
að fá fólk til starfa í mörgum atvinnugreinum.
Gengislækkanimar og ýmsar ráðstafanir, sem
fylgdu þeim, voru lykillinn að þessum ánægjulegu
umskiptum í efnahagslífinu. Þær leiddu af sér rýrð
lífskjör þjóðarinnar árin 1968 og 1969, en um leið
kom atvinnureksturinn undir sig fótunum á nýjan
leik eftir áföllin, sem á honum höfðu dunið. Þessi
nýja velgengni í atvinnulífinu gerði svo aftur á móti
kleifar vemlegar, og í þetta skipti varanlegar, lífs-
kjarabætur við kjarasamningana í vor.
Þannig hefur eitt verkað á annað. Atvinnulífið er
undirstaða góðra lífskjara og fullrar atvinnu. Á mestu
veltur því, að það standi traustum fótum. Þá öðlast
það styrk til að standa undir góðum og bættum lífs-
kjörum. Ef stöðugt er í ótíma þrengt að því með
launahækkunum, sem það getur ekki staðið undir,
er boðið heim samdrætti í efnahagslífinu og síðan
rýmun á lífskjörum. Launahækkanirnar reynast þá
blekking ein, og verðbólgan sér um að eyða þeim.
Efnahagsmálin á síðari hluta þessa árs einkennast
af viðleitni til að tryggja, að lífskjörin, sem náðust
í vor, rými ekki aftur, og að atvinnulífið haldi jafn-
framt áfram að eflast. Verðstöðvunin er þungamiðjan
í þeirri viðleitni. Hún á að tryggja áframhaldandi
kaupmátt launanna og hindra þann hallarekstur í
útflutningsatvinnuvegunum, sem ella var fyrirsjáan-
legur á miðju næsta ári.
Um leið og verðstöðvunin tryggir kaupmátt laun-
anna, gefur hún atvinnulífinu aukinn tíma til að
tryggja hag sinr. A~ visu er fyrirsjáanlegt, að hag-
vöxturinn veróur ekki eins mikill á næsta ári og á
þessu ári og að viðskiptin við útlönd verða ekki eins
hagstæð, því að mun meira fé fer þá í einkaneyzlu
alls almennings. En verðstöðvunin hindrar alténd,
að hin bættu lífskjör leiði til kollsiglingar í atvinnu-
lífinu. Atvinnulífið fær tíma til að laga sig að hin-
um bættu lífskjörum.
Það þýðir ekki að leita að varanleika í verðstöðv-
unum. Sagan sýnir, að þær haldast aðeins skamman
tíma í senn. Kosturinn við þær er hins vegar sá, að
þær gefa aðlögunartíma. Þær jafna út óþægilegar
sveiflur, sem annars yrðu í efnahagslífinu, víxlhækk-
anir launa og verðlags. í haust hafa einmitt verið
réttu skilyrðin til að framkvæmda verðstöðvun, rétt
áður en þessar sveiflur færu ella að magnast að ráði.
Verðstöðvunin skapar jafnvægi um sinn og ætti að
gera atvinnulífinu kleift að safna kröftum á þeim
tíma.
)
)
)
)
),
. ».4.» I
' mté** immwM, *«»* ***!!«***
m**m*i** mm #«t
£*» *Um m**:
+*»**rm *u*
ÍPÍlgP;
Ipl *#>*• mr '
## iii;
Þetta er yfirlýsingin, sem Strauss og félagi hans
gáfu Geldner þingmanni um umbun, ef hann hætti
stuðningi við stjórn Brandts.
Karl Geldner, þingmað-
ur frjálsra demókrata í
V-Þýzkalandi, hefur
skýrt frá því, að forystu
menn kristilegra demó-
krata hafi með mútum
reynt að fá sig til að
yfirgefa flokk sinn og
ganga í flokk kristilegra.
Fyrir vikið átti að
tryggja honum öruggt
sæti á þingi í framtíð-
inni og gott embætti.
Þingmenn frjálsra demókrata
eru „dýrir" um þessar mundir.
Meirihluti ríkisstjórnarinnar i
Bonn er aðeins sex þingmenn,
og þyrftu aöeins þrír þingmenn
frjálsra demókrata að skipta
um flokk til þess að stjóm
Brandts félli. Áður hafa þrír
þingmenn frjálsra demókrata
gengið yfir í flokk kristilegra.
Bakaranum boðin
ráðgjafastaða
Karl Geldner þingmaður seg-
ir, að hinn 6. nóvember ldukkan
níu að morgni hafi hann hitt tvo
fulltrúa flokks þess, sem óá-
nægðir menn úr frjálsa demó-
krataflokknum hafa nýlega
stofnað. Fulltrúarnir buðu hon-
um ráðgjafastöðu í panpírsfyrir-
tækinu.Beyer OHG í Westfalen.
Á fjórum árum átti þingmaður-
inn, sem er bakarameistari að
iðn, að fá um tölf milljónir ís-
lenzkra króna fvrir þetta emb-
ætti.
Hálfri klukkustundu síöar
sátu herramir þrír fund með
Frans Josef Strauss, einum aðal-
leiðtoga kristilegra. Þar voru
fleiri forystumenn kristilegra
viðstaddir. Umræðuefnið var,
meö hvaöa hætti þingmaðurinn
skyldi segja skilið viö flokk
frjálsra demókrata og taka hönd
um saman við kristilega í stjóm
arandstööu í Bonn. Geldner tók
þátt í leiknum. Hann þóttist al-
búinn að skipta um flokk, og
sagði eitthvað á þessa leið: „Ég
er bara einfaldur iðnaðarmaður.
pú .yprðpr,. að. gefa mér þetta
skriflegt."
Lagði gildru
fyrir Strauss
Þannig hafði Karl Geldner
lagt gildru fyrir Strauss. Strauss
Strauss.
undirritaöi síðan ásamt öðrum
foringja kristilegra, Richard
StUcklen, yfirlýsingu um það,
hvað þingmaðurinn fengi fyrir
snúð sinn: Þessi yfirlýsing átti
að vera Ieyndarskjal, sem Geldn
er skyldi geyma og ekki sýna
öörum. Þar stendur meðal ann-
ars: „Ef þingmaðurinn gengur
í flokk kristilegra, sbal séð um
það, að hann eigi þess kost að
veröa kjörinn á þing í næstu
kosningum, annaðhvort með því
að honum verði tryggt kjör-
dæmi eða sæti á landslista eöa
hvort tveggja". Þessi samning-
ur skyldi gilda til ársins 1977.
Þetta plagg varð stjóm WiMv
Brandts kærkomið, þar sem rík-
isstjórnin hefur Iengi reynt að
færa sönnur á þær fullyröingar,
að -'kveðnir aðilar í stjórnarand-
stöðu reyni að múta stuðnings-
mönnum ríkisstjómarinnar til
að hafa pólitísk buxnaskipti og
með því fella stjóm Brandts.
Meö þessu varð hinn áður ó-
kunni Geldner á einni nóttu
frægur um gjörvatlt landið, og
spurningin um áhrif þessarar
uppljóstrunar varð efst á baugi.
Geldner lagði gildru sína í sam-
ráði við forystumenn frjálslynda
flokksins og jafnaðarmanna.
Strauss og félagar hans uggöu
ekki að sér. Þeir höföu hugsað
sér að tilkynna skoðanaskipti
þingmannsins á blaðamanna-
fundi i Núrnberg.
Samtímis sem þeir undir-
bjuggu blaöamannafundinn, til-
kynnti Geldner foringjum frjáls-
lyndra um niöurstöður brellunn-
ar og milljónimar tólf.
„I einelti síðan í júní“
Geldner segir, að strax í júní-
mánuöi síðastliðnum hafi ýmsir
aðilar tekið að leggja sig i ein-
elti. „Ég haföi ekki stundlegan
frið í sumarleyfi mínu,“ segir
hann. Þá strax, segir hann, að
sér hafi verið boðnar um tólf
miMjónir í nýju eoibætti, ef
hann skipti um flokk. Það var
einnig í júni, að Geldner lofað»
foringjum frjálsra demókrata,
að hann skyldi útvega sannanir.
Geldner tók nú að útlista fyrir
mönnum, að hann „gæti ekki
sætt sig við utanríkisstefnu
Brandtstjómarinnar. Hann
mundi hætta stuðningi við sam-
steypustjóm jafnaöarmanna og
frjátera demókrata.
Umsjón: Haukur Helgason.
Nú í nóvemberbyrjun voru
mikilvægar kosningar til fylkis
þings í Hessen. Talið var, að
fylgistap frjálsra demókrata f
þeim kosningum kynni aö valda
því, að ýmsir þingmenn þeirra
hættu stuðningi við rfkisstjóm-
ina. Bæði Strauss annars vegar
og Geldner hins vegar töldu
því, að hagstætt væri, aö niður-
staða fengist tveimur dögum
fyrir þessar kosningar. Strauss
vildi sýna alþjóð enn einn þing-
mann, sem hefði yfirgefið
Brandtstjórnina. Geldner vildi af
hjúpa mútustarfsemi Frans Jos-
efs Strauss.
„Pólitísk glæpa-
mennska“
Viðskiptin fóru fram. Geldner
tilkynnti þingflokki frjátera
demókrata, að hann væri geng-
inn úr flokknum. Hann tilkynti
forseta þingsins, kristilega
demókratanum Kai-Uwe von
Hassel, hið sama. Aðeins helztu
foringjar frjálsra demókrata
vissu, hvers kyns var. Á móti
þessu fékk Geldner skriflegt
plagg frá Strauss og StúcMer,
sem að framan greinir.
Strauss hrósaði sigri. Fufltrú-
ar kristilegra á kosningafundum
tóku að gefa f skyn, að „þeir
vissu, að fleiri þingmenn væru
að yfirgefa frjálsa demókrata".
Það kom þeim í opna skjöldu,
þegar framkvæmdastjóri kristi-
legra í Múnchen skýrði frá þvi,
sem hann kallaði „pólitíska
glæpamennsku" Geldners.
Frans Josef Strauss hefur lít-
ið haft fvrir því að bera til baka
sögu þingmannsins af skiptum
þeirra. Því er almennt álitið í
Vestur-Þýzkalandi, að hér hafi
verið rétt frá skýrt, enda hefur
Geldner í höndunum undirritaö
plagg frá Strauss.