Vísir - 26.01.1971, Side 6
VÍSIR
Ungmennafélögin lögðu
drýgst starf til
landvemdar
Ungmennafélögin í landimi
hafa að undanfömu látiö land-
vemd mjög til sfa taka. I fyrra-
sumar fóm ungmennafélagar
margar landgraeösluferöir og
áttu félagamir hivað stærstan
þátt í landg ræ ð s lustörtfum sum-
arins, en yfirumsjón haföi
Landvernd, hin nýju samtök.
Samkvæmt bráöabirgöas'kýrslu
Landvemdar var í sumar dreift
samtals 223.9 tonnum af áburði
og 20 lestum fræs á vegum
samtakanna. Verðmæti þess er
liðlega 2.6 milij. króna. Ung-
mennafélagar dreifðu af þessu
magni 123 lestum áburðar og
10 lestum af fræi. Myndin er af
einni landgræðsluferöinni hjá
ungmennafélögunum.
Höfnuðú kokkteilnum
. Suöurland segir frá því á dög
unum að Þingeymgum, sem
komu til Reykjavíkur vegna
Laxárstríðsins mikla. hafi ver-
ið boðið tii kokkteilsboðs á-
samt Akureyringum. Hafi það
verið talin rétt leið til að jafna
eitthvaö sakimar. Segir blaðið
aö Þingeyingar hafi allir sem
einn sýnt fyrirlitningu sína á
þessum samningsháttum, — og
hafi ekki snert við kokkteiln-
um.
Póstmenn brýna „koll-
efja“ í Bretlandi
Reynir Ármannsson, formað-
ur Póstmannafélags íslands
sendi fyrir helgina hvatningar-
skeyti til starfsbræðra f Bret-
landi, en þeir eiga f verkfalli
um þessar mundir. Sendir Póst
mannafélag íslands heillaðskir
og kveðst vona að brezkum
starfsbræðrum gangi allt í hag-
inn f deilunni.
Góðir gestir hjá
Hótel Loftleiðum
Rúmlega 7 ár voru liðin frá því Hamborg, þegar flugvélin sótti
að Loftleiðavél lenti síðast í hópinn nú fyrir helgina.
Það var ekki amalegt fyrir
Loftleiðir að fá hingaö rúmlega
120 félaga Skál-klúbbsins 1 Ham
borg og eiginkonur og eigin-
menn þeirra. Þetta er yfirleitt
lytólfólk í ferðamálum sinna
borga og eftir vel heppnaða
helgi á íslandi má það heita
öruggt að Loftleiðir og íslenzikur
ferðaiðnaður fá pantanir, sem
rekja má til dvalar þessa fólks
hér á landi. Skál-klúbburinn frá
Hamborg hélt hér aðalfund sinn
og er þetta í fyrsta skipti, sem
slfkt fer fram utan Þýzkalands.
Ingibjörg Sigurðardótt-
ir vinsælust í Keflavík
Halldór nóbelsstoáld Laxness
nær aðeins 8. sæti á vinsælda-
listanum hjá bókasafni Keflavík
ur á síðasta ári, að því er segir
í Suöurnesjatiðindum. Ingibjörg
Sigurðardóttir var vinsælasti
höf. þar, 271 sinni var lánuð
út bók eftir hana, Guðrún frá
Lundi varð önnur meö 213 út-
lán, Stefán Júlíusson með 207,
Ármann Kr. Einarsson meö 207
útlán og fimmti Ámi Ólafsson
frá Blönduósi með 152 útlán. —
Næstar koma þær Rúna Gísla-
dóttir og Ingibjörg Jónsdóttir
og loks Laxness í 8. sæti listans
með 126 útlán.
mmm
//
Fáum ekkert
bréf frá
pabba"
Þetta bréf barst okkur utan af
landi frá 13 ára gamalli telpu,
sem nefnir sig „Vísisstelpu“:
„Ég las um pabbana, sem
skrifuðu þér í blaöið, og þá skrif
aði ég þetta bréf strax. Ég hef
alltað verið að hugsa um að
senda það 1 Vísi.
Ég á pabba, sem sendi okkur
krökkunum ekki jólakort og
ekki pakka. Við sendum honum
jóla og nýárskort. Getur nokk-
ur gleymt að láta hann fá kort
in hans? — Við höldum það, því
pabba þykir vænt um okkur, og
okkur leiddist að pabbi vildi
gleyma okkur.
Vxsir viltu skrifa um þetta í
blaðið þitt. Þá sjá þeir allir, að
það eru líka mörg böm, sem
pabbarnir vilja ekki svara. —
Okkur þykir öllum vænt um
hann pabba.“
Við vonum fyrir hönd „Vísis-
stelpu", að faðir hennar reki aug
un í þetta bréf og hripi henni
nokkrar línur, eða athugi hvort
fyrri bréf hans til Vísisstelpu"
og systkina hennar hafi kannski
ekki komizt til skila.
□ Hráir snúðar
Kona ein kom að máli við okk-
ur og sagði:
„í bakaríinu, sem ég verzla
oftast við, keypti ég nokkra
snúða I gærmorgún (mánudag).
Þeir Htu gimilega út, en þegar
við ætluðum að borða þá, kom
upp úr dúmum, að þeir voru
aðeins bakaðir yzt. Þeir voni
hráir, þegar maður beit í þá.
Ég fór með snúðana aftur í
bakaríið. því að þeir voru óæt-
ir. En það kom ekki til mála
að fá snúðunum skipt eða pen-
ingana til baka, og mér var tek
ið með hálfgerðri fyrirlitningu,
og á endanum var ég rekin út.
En finnst ykkur þessir snúð-
ar vera mannamatur?"
Þriðjudagur 26. janúar 1971.
Konan sýndi blaðam. Vísis snuo
ana, og það varð að svara spurn
ingu hennar með fullri hrein-
skilni: „Afdráttarlaust, nei“. —
Henni var ráðlagt að snúa sér til
Neytendasamtakanna og vekja
athygli þeirra á þessum viðskipt
um.
□ Um viðvörunar-
kerfi almanna-
vama.
„Síðan farið var að setja upp
viðvörunarkerfi almannavama í
Reykjavík og einkum eftir að
allsherjarprófanir þess hófust
10. desember sl. hafa komið
fram ýmsar athugasemdir f dag
blöðunum varðandi kerfið.
Margar athugasemdimar virð-
ast sprottnar af ókunnugleika al
mennings á þessu kerfi og við-
vörunarkerfi almennt. Þess er
skemmst að minnast að eitt dag
blaðið gerði fyrirspum til nokk
urra manna af handahófi. hvort
þeir hefðu kynnt sér viðvörunar
merkin, og aðeins einn af sex
hafði kvnnt sér, hvað merkin
þýddu.
Hér skal rifjað upp að upp-
lýsingar um merkin er að finna
í sfmaskránni 1971 bls. 530. —
Varðandi val kerfis skal tekið
fram að valið var kerfi eins og
notað er í Svfhióð og Noregi,
og raunar f mör<nim öðrum lönd
um. Forst.öðumaður danskra al-
mannavama mælti eindr með
vali bessa kerfis og saeði að Dan
ir mundu kaupa sér bet.ta kerfi,
ef beir væra ekki með sírenu-
kerfi. sem væri of dýrt að
fleygja. Loftflautukerfið er að
því levti fulkomnara, að hægt er
að gefa maras konar merki, en
með sfrenu aðeins tvenns konar.
Loftflautumar era virkar þótt
straumrof verði, en sírenur
ekki.
Varðandi „6þarfa“ flaut í
tíma og ótíma skal þess getið,
að samkvæmt reglugerð um við
vörun verður kerfið f heild próf-
að fyrsta laugardag f hverjum
ársfjórðungi kl 12, og verður
trlkynnt i útvarpinu um þær
prófanir. Hins vegar má búast
við, aö fyrst i stað þurfi að
framkvæma stillingar og mæl-
ingar á einstökum flautum, og
verður þá einungis gefið merki
frá einni flautu f einu og þá
merkið hættan liðin hjá.
F. h. almannavarna Rvíkur
Rúnar Bjamason.
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15