Vísir - 26.01.1971, Page 8

Vísir - 26.01.1971, Page 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 26. janúar 1971, Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Sfmar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjaid kr. 195.00 á mánuöi innanlands I lausasöíu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Varnir gegn ferbamönnum ísland er að þessu sinni óvenju mikið auglýst í bækl- ingum og auglýsingapésum erlendra ferðaskrifstofa. Grunntónninn í mörgum auglýsinganna er, að ísland sé land án mengunar, eins konar griðastaður í spillt- um umheimi. Svipaður grunntónn var í laxveiðikvik- mynd þeirri, sem Bing Crosby tók hér og mikla at- hygli hefur vakið vestanhafs. Ýmis fleiri slík dæmi má rekja. Af þessum auglýsingum má ráða, að ekki sé erfitt að vekja athygli ferðamanna á íslandi. Frásagnir af víðáttumiklum eyðimörkum, ægijöklum, eldfjöllum og goshverum gefa auglýsingum um ísland ævintýra- legan og freistandi svip. Jafnframt er vöknuð í iðn- aðarlöndum heims mikil og sár meðvitund um meng- un umhverfisins. Þess vegna er líklegt, að margir muni falla fyrir auglýsingum um ferðaland, sem sam- eini ævintýralega og mengunarlausa náttúru. Ferðamenn streyma hingað í ört vaxandi mæli, jafnhratt og hótelrýmið eykst. Ný hótel eru sífellt að bætast við og önnur að stækka. Samt hafa þau ekki undan á helzta ferðamannatímanum. Og ferðamannar straumurinn mun vafalaust aukast og margfaldast á næstu árum, ef okkur tekst að bæta aðstöðuna nógu hratt. Ferðamennirnir eru mikilvæg tekjulind. Þeir færa okkur þegar um 7% af gjaldeyristekjum okkar. Allt bendir til þess, að þeir eigi eftir að verða enn veiga- meiri þáttur í þjóðarbúskapnum. Þeir stuðla einnig að því að gera okkar einhæfa atvinnulíf fjöibreyttara og traustara en ella væri. En ferðamannatekjurnar hafa ekki einungis bjart- ar hliðar, frekar en annað í þessum heimi. Það fylgir þeim líka ýmiss konar hætta, sem við þurfum að vita um. Við megum t.d. ekki láta ferðamennskuna valda spjöllum á þeirri náttúru, sem auglýst er, að sé „ævintýraleg og mengunarlaus“. Við höfum t.d. þegar blandna reynslu af opnun ís- lenzku öræfanna. Síðan almennar jeppaferðir hófust um þau, hafa landsmenn sjálfir valdið margvíslegum spjöllum á viðkvæmri náttúru hinna óbyggðu svæða. Hvernig fara þessi svæði, þegar þúsundir erlendra ferðamanna eru farnar að aka fram og aftur um hið opna land? Við skulum auka tekjur okkar af erlendum ferða- mönnum. En við skulum ekki láta þessar tekjur ginna okkur svo langt, að gildi íslenzkrar náttúru rými að einhverju leyti. Við skulum því ekki stefna að því að gera ferðamannaþjónustuna ódýra til að fá fleiri ferðamenn. Þvert á móti á ferðamannaþjónusta ein- mitt að vera dýr hér. Ennfremur megum við alls ekki greiða niður landbúnaðarafurðir fyrir erlenda ferða- menn. Þá er betra, að þeir verði nokkru færri. En fyrst og fremst verðum við að láta sérfræðinga fylgjast vel með þeim áhrifum, sem ferðalög um land- ið hafa á náttúru þess, svo að hægt sé umsvifalaust að grípa í taumana, ef á þarf að halda. it )) JERÚSALEM verði ævarandi borg Gyðinga Israelsmenn stefna oð jbv/ með fólksflutningum oð skapa meirihluta Gybinga i borginni — Hverfi Araba „lokuð inni" I Austurhlutanum. Ný hús risu af grunni, og þangað fluttust Gyðingar. Vandalaust var að fá fjölskyldur Gyðinga til að setj- ast að I hinni helgu borg þeirra. Ævarandi borg Gyðinga Eitt allra herteknu svæðanna, sem ísraelsmenn tóku I sex daga stríöinu, var Jerúsalem beinlín- is sameinuö Ísraelsríki. ísraels- menn hafa látið í veðri vaka i viðræðunum um friðarsamninga, síðan vopnahlé var samið í fyrrasumar, að þeir kynnu að skila Aröbum aftur öllum her- Teddy Kollek, borgarstjóri í Jerúsalem, viðurkennir, að fom- um svip borgarinnar sé spillt af háhýsum Gyðinga, en hann kveður Gyðinga hafa beðið fyrir Jesúsalem í tvö þúsund ár. Á myndinni er Kollek að ræða breytingar við „borgar- skipuleggjandann“ Buckminster Fuller. Jerúsalem er heilög borg. Hún er helg jafnt í augum Gyðinga sem Araba, og hún er tengd kristnum mönnum helg- um böndum. Borginni var skipt, er Ísraelsríki var stofnað árið 1948. I nítján ár heyrði austur- hluti borgarinnar Araba ríkinu Jórdaníu til. Vest- urhlutinn tilheyrði ísra- el. ísraelsmenn unnu alla borgina í stríðinu 1967. Þeir hafa síðan gengið hart fram í að borgin öll verði ævar- andi hluti ríkis þeirra, en þessu hafa Arabar mótmælt og margir aðr- ir. Við erum komnir „heim“. Aðeins fáum klukkustundum eftir að ísraelsmenn héldu inn reið sína í austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu 1967, höfðu þeir hafizt handa um aö gera borgarh'Iutann „gyðinglegan“. Samstundis var byrjað að rífa niður múrinn, sem skilið hafðí borgarhlutana I nítján ár. Nokkr um dögum síðar var búið aö flæma hundruð Araba burt af heimilum sínum, en Gyðingar fluttu inn í þeirra stað. „Við erum komnir heim,“ hrópaði gyöingapresturinn (rabbí), „og héðan munum við aldrei aftur hverfa“. Verkfræöingar tóku að gera áætlanir til langs tíma um bygg ingu nýtízkulegra húsa Gvðinga I stað hrörlegra húsa Arabanna teknu svæðunum, nema Jerúsal em. Arabar krefjast þess, að fá Austur-Jerúsalem aftur, ef frið ur yrði saminn. Þeir sætta sig alls ekki við það, að Jerúsalem verði borg Gyöinga um aldur og ævi. Arabíska borgarstjórnin í A- Jerúsalem var leyst upp, þegar hún neitaði að ræða við ísra- elsku borgarstiórnina í vestur- hlutanum. Arabar þrjózkuðust við til aö mótmæla þvf, sem þeir telja yfirgang og órétt af hálfu Gyðinga. Frjálslvndari Gyðingar' viöurkenna, að ást Araba á borginni sé jafnmikill að sínu leyti og ást Gyðinganna á hinni helgu borg. Byggð 100 þúsunda borg Hernaðarfræðingar ísraels- manna vilja nú ganga skrefi lengra Fvrir þeim vakir að umkringia austurhlutann íbúðar- hverfum Gvðinga. Þeir vili? reisa háhýsi allt umhverfis ar- abíska borgarhlutann. Þess vegna færðu þeir út borgarmörk in, svo að þau taka nú til hæð- anna austur af borginni. Á þess um hæðum skvldu rísa íbúðir Gvöinga. Norður af borsinni. í Mebi Samuilhrenpi. er ætlunin að ný borg rísi, þar sem 100 búsund tsraelsmenn muni setj- ast að. Með þessu yrðu Arabarnir. Umsjón: Haukur Helgason: sem enn búa í Austur-Jerúsal- em, lokaðir inni. Þetta er hern aðarlega mikilvægt, en það er ekki síður mikilvægt í stjóm- málalegu tilliti. Með þessu mundi skapazt traustur meiri- hluti Gyðinga I Jerúsalemborg, sem gæti oröið hagkvæmur í framtíðinni. Svo kann að fara, að eftir nokkur ár muni frið- semjendur spyrja, hvað íbúar Jerúsalem vilji sjálfir um fram- tíð sína. Þá mun meirihlutinn, Gyðingamir, án efa ljúka upp einum munni. Gyðingar telja marga staði í austurhluta borgarinnar heilaga sér, og þá helzt hola steininn viö Grátmúrinn. Allt frá stofn- um ísraelsrlkis hörmuöu ísraels menn, að Aralbar skyldu ráða þessu svæði. „Gyðingar hafa beðiö fyrir Jerúsalem f tvö ár,“ segir Teddy Kollek, borgarstjóri Jerúsalem. Hann bendir á, að fáir Arabar hafa flutzt til Jerúsalem á þeim ámm, sem Jórdanir réðu austur- hlutanum. Fornum svip spillt Arabar halda því fram, aö Israelsmenn séu að breyta ölll- um svip hinnar sögufrægu borg- ar. Með byggingu stórhýsa á hinum fögra Nebi Samuilhæð- um sé spillt hinum foma og fagra svip. Margir vestrænir menn era þessu sammála. Arabar bera Israelsmenn stöð ugt sökum um yifirgang á her- teknu svæðunum. Segja þeir, að víða séu ísraelsmenn að búa um sig á þessu svæöi með hætti, sem sýni, að þeir hygg- ist ekki þaðan fara. Benda þeir á, að ísraelsmenn hafa byggt iðnfyrirtæki og lagt í varanlep ar framkvæmdir víða, á sama tíma sem ísraelsmenn þvkias* þó tilbúnir eð skila aftur her- teknu svæðunum, ef friður yrði loks saminn Jafnvel á Gaza- svæöinu segia Arabar. að Gyð- inaar séu að flytja fjölskyldur inn. fsraelsmenn bera þessar sög- ur jafnan til baka, nema í Jerú- salem. Þeir viðurkenna umbúð? laust, að þeir æt.li sér og niði um slnum boraina. Þeir fara ekki dult með þá tilflutninga fólks, sem orðið hafa I borgnni Fórnir vegna he*gidómsin‘? fsraelsmenn eru augljósiega tjlbúnir að fórna miklu fyrir Jerúsalem. Aðgerðir beirraí borj> inni eru einhver mesti þrándur j götu friðarsamninga, Arabar hafa sett bá lágmarkskröfu fvrb friði, að þeir fái aftur öll her- teknu svæðin að Jerúsaiem meú talinni. Hinir fríá'slvndari þeirr? hafa látið í veðri vaka, að veriF bað ski'vrði unnc''llt komi ti greina að þeir muni viðurkenn? fsraelsrfki og láta ísraelsmenr lifa í friði. Þrátt fvrir aukinn styrk Arai- vegna stuðninps Sovétríkjann' við Egvnta. telia ísraelsmenri. að slíkur sé helfridómur Jemsalem. að þar verði allt undan að láta. Hin helga borg skuli verða Gyð- inga.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.