Vísir - 17.02.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 17.02.1971, Blaðsíða 5
TAKMARKIÐ: MUNCHEN „Miinchen 1972“, var stutt og laggott svar Gary Hall, sundstfömunnar banda- rískn, þegar hann var spurður að því við innrit un í Indíana-háskóla hvað væri hans keppikefli í líf- inu. Þetta þótti nokkuð dæmigert svar fyrir þenn- an 19 ára sundmann, sem setti 3 heimsmet á síðasta ári og er talinn ein skær- asta stjama heimsins í sundi um þessar mundir. Metin, sem Gary HaH setti, eru íí 200 og 400 metra fjórsundi og í 200 metra f-lugsundi. HaM befur 15 sinnum orðið Bandarfkjameistari undanfarin 3 ár, — og ekki nóg með það, því í námi sfnu syndir hann af sama hraða gegnum aðai- grein sína, stærðfræði, og hilýtur ágætan námsárangur fyrir. Á síðasta ári var Gary kjörinn „sundmaður heimsins" af blaði sundþjáifarasambandsins í Banda- rikjunum. Samt hefur hann enn ekki náð hátindinum segir þjálfari hans, James Counsilman. Og þjáíf- arinn ætti að vita það, en hann þjáifaði áöur bezta sundmann heims, Ohanles Hicko, sem vann tvö gullverðlaun á Ólympíuleikunúm 1968, og vann þar afar nauman sigur yfir Gary, sem varð annar í 400 metra fjórsundinu. Forráóamenn 'Handknattleiks- ráðsins hringdu í íþróttaritstjórn Visis seint í gærkvöldi. Var þá bú- ið að ákveða að sala aðgöngumiða að leikjunum í kvöld hefjist kl. 18. Er þetta gert þar eð reiknað er fastlega með aö nú verði uppselt, en á sunnudagskvöldið munaði litlu að svo yrði. á sölu á síðustu stundu og eru menn hvattir til að kaupa sína fyrr en síðar. F0RSALA I LAUGARDAL íþróttahöllin verður ekkert aprílgabb! Það þykir vissara aö lofa nýju iþróttahöllinni þeirra Hafnfirð- inga þann 2. apríl, — því eins og alkunna er, þá er ekkert að treysta Ioforðum, sem hljóða upp á 1. apríl, það getur reynzt gabb. Nú er vinna við iþróttahöllina við Strandgötu að komast á lokasprettinn, en mörgum Hafn- firðingum hefur þótt seint ganga og er það að vonum, því um árabil hefur húsið staðið eins og yfirgefið borgvirki þarna í hjarta bæjarins. Nú fá tvö af beztu handknattleiksliðum lands ins, FH og Haukar, loksins að leika leiki sína á heimavelli. Verið er að leggja parket á gólfið í salnum og flísaieggja böðin. Þarna verður áhorfenda- stæði fyrir 1200 til 1500 manns, — sem er reyndar fulllítið, því Hafnfirðingar haifa undanfarin ár ,,trekkt‘‘ meira en nokkrir aðrir, enda liö þeirra staðið sig frábærlega vel. TH þessa ‘hafa handknattleiks- liðin verið á hálfgerðum ver- gangi, ’hrökklazt til og frá. Við- brigðin verða mikil, þegar að- alæfingasalurinn stækkar úr 8x15 metrum upp i 20x40 metra. Tveir trésmiðanna í íþróttahöll þeirra Hafnfiröinganna eru reyndar kunnir handknattleiks- menn úr Haukum, þeir Sturla Halldórsson og Stefán Jónsson. „Maður hefur aldrei unnið við eins ánægjulegt verkefni", sögðu þeir, „maður mundi jafnve-i gera þetta í sjálfboðrvinnu'1, sagöi Sturla, um leið og hann negldi af kappi. Guðmundur Þórðurson íþróttnmuður órsins hjó UMSK Svo furðulegt sem það er, þá er« Kópavogsmenn og Garðhreppingar tilheyrandi Kjailamesþingi í iþrótta málum. Ungmennasambandi Kjalar nesþings, en 8 félög skipa það sam- band. Guðmundur Þórðarson, krvati spyrnumaður úr Kópavogi var ný- lega kjörinn fþróttamaður ársins innan sambandsins á sambands- þingi UMSK. Nýtt félag, Handknatt leiksfélag Kópavogs gekk þá í sam bandiö en aðalmái þingsins var undirbúningur að glæsiilegri þátt- töku í landsmóti UMFÍ á Sauðár króki i sumar. Auk þessa var rætt um ýmis mál önnur, svo sem ýmis íþrótta- mál, fjármál spurningakeppni, sumarbúðir, varnir gegn eiturlyfja neyziu í landinu o.fl. Fráfarandi formaður Pétur Þor- steinsson og varaformaður, Stefán Ágústsson, báðust undan endur- kosningu. 1 stjórn voru kjörnir Sig- urður Skarphéðinss.. Aftureldingu, formaður, Steinar Lúðviksson, Breiðabliki, varaformaður, Guðm. Gíslason, Dreng, gjaldkeri, Þórhall ur Þórhallsson, Gróttu, ritari, Ein ar Gunnlaugsson Stjörnunni, Ólaf ur Friðriksson, Umf. Kjalnesinga, Sveinbiörn Guðmundsson, Umf. Bessastaðahrepps og Þorvarður Á. Eiríksspn, Handknattleiksféiagi Kópavogr. ineðstjórnendur. Framkvæmdastjóri UMSK er Guð mundur Guðmundsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.