Vísir - 17.02.1971, Síða 13

Vísir - 17.02.1971, Síða 13
V í S I R . Miðvikudagur 17. febrúar 1971. I ? „Piiian er eins og hvert annað sterkt verkandi lyf — Ta/oð v/ð Gunnláug Snædal lækni um pilluna og álit lækna á henni „T>IL1AN“ hefur verið í heimsfréttum undanfarið og hugsaniegar verkanir henn- ar. Margar konur munu eflaust hafa áhyggjur af notkun henn- ar, en ýmist birtast fréttir um hugsanlega skaðsemi pillunnar eða fréttir þess efnis að eftir allt saman sé hún meinlaus flestum konum. Fjölskyldusíðan leitaði til Gunnlaugs Snædals læknis og spurði hann fyrst: — Hvert er álit lækna á pill- unni? „Ég held að það verði að líta á pilluna eins og hvert annað sterkt verkandi lyf,“ segir Gunnlaugur. „Ég held að það sé skoðun flestra lækna, sem láta pilluna af hendi. Það á ekki að gefa hana hömlulaust. Einnig er rétt að hafa eftirlit með þeim sem nota hana. Ég held að allir séu sammála um það, að það sé ákaflega hæpin ráðstöfun að láta konur taka hana inn, án þess að rannsókn fari fram á þeim fyrst. Það værj eins og að gefa sjúklingi hjartalyf án þess að hann hafi verið rann- sakaður áður. Það á ekki að láta konur hafa þetta nema rannsókn hafi fyrst farið fram og ekki til langtímanotkunar nema meö því að fylgjast með þeim.“ — Hvað er vitað um pilluna? „Eins og áður er gétið er þetta kröftugt verkandi efni, sem sést bezt þegar við gefum hormón í ýmsum sjúkdóms- tilfellum. Það eru kannski ekki nema 15% kvenna sem hafa veruleg óþægindi af töku pill- unnar, en trúlega væri prósentan hærri ef litið er á þær kvartan- ir, sem hafa komið fram eftir langtímanotkun. Eins og kunn- ugt er skapar notkun pillunnar svipað ástand í líkama konunn- ar og við byrjandi meðgöngu." — Hverjar eru algengustu kvartanir eftir langtímanotkun? „Fyrir utan þessar venjulegu kvartanir um ógleði, höfuðverk, taugapirring er og algeng kvört- un í sambandi við samlíf, kon- in- geta misst áhuga á því. Svo er það æðakerfið. Pillan er talin geta myndað sega i æða- kerfinu. Það er það, sem mest hefur verið í sviðsljósinu und- anfarið. Það er afar einstaklings bundiö hvað konur þola vel að taka pilluna. — Það má vafalaust tala um 2ja—3ja ára stanzlausa notkun fyrir þær, sem þola hana vel, en ráðlegt er fyrir þær konur að fara í nokkurra mánaða hvfld eftir þann tíma. Þó er það einnig ein staklingsbundið. Það þarf heila kynslóð til að sýna fram á verkanir pillunnar. Meðan svo er ekki verðum við að hafa gát á.“ — Hvað skyldu margar ís- lenzkar konur nota pilluna? „Ég gerðí könnun fyrir tveim árum á því. Þá voru það 8 þús- und kmur, sem notuðu hana að staðaldri, af um það bil 18 þúsundum, sem höfðu ástæðu til að nota frjóvgunarvamir, og það eru þá nálega 45% af íslenzkum konum, sem nota hana að staðaldri. Trúlega hefur notkun hennar aukizt eitthvað síðan. Allar bessar tölur eru miðaðar við sölu á pillunni úr Ivfjabúðum." — Hafa læknar orðið varir við það, að konur séu famar að hætta við pilluna? „Óneitanlega hefur verið dá- lítið um það. Það eru sérstaklega konur með æð^hnúta. Við. lækn- arnir höfum Keldur haláið að okkur hendinni með það að láta konur með æðasjúkdóma hafa hana.“ — Hver er skoðun lækna á dóminum i pillumálinu i Noregi? „Ég held að öllum finnist sá dómurinn forkastanlegur. Ennþá er sennilega ekkert það lyf til, sem fundið hefur verið upp í heiminum sem ekki hefur átt þátt í dauða emhvers. Það eru alltaf til einhver þau sérstöku fyrirbæri sem gera það, að allt í einu þolir viss einstaklingur ekki það lyf, sem engum dettur f hug að banna. Sem dæmi um almennt viðurkennd lyf, sem hafa orsakað dauða, má nefna pensilín og aspirín og engum dettur í hug að hætta að nota ✓ / þau. Og það er afar hæpið að staðhæfa nokkuð í þeim efnum. Það er því fjarri mér aö for- dæma notkun pillunnar. Fyrir fjöldann, sem þolir hana er ekkert sjálfsagðara en að nota hana einhvern tíma ævinnar. Það á að hafa östrogenskammt- inn sem minnstan en það má bæta því við, að einnig það er einstaklingsbundið.“ — Er pillan öruggasta getn- aðarvarnarmeðalið? „Ef maður lítur á eitt, ákveðið ráð verður að vega kosti og galla. Af 100 konum, sem taka pilluna að staðaldri fáum við 3—4 ófrískar. Þær hafa gleymt að taka pilluna einn eða tvo daga. Þetta verður að skrifast á kostnað þessarar aðferðar. — Svo vitum við dæmi um það, að konur, sem ekki hafa glevmt að taka pilluna hafa átt böm.“ — En pillan í samanburði við aðrar getnaðarvamir, t.d. lykkiuna, sem læknar Fæðingar- deildarinnar mæla með sumir hverjir? „Beztu tegundir af lykkjunni eru um 97% öruggar.“ — Á Fæðingardeildinni gilda einnig vissar aldurstakmarkanir í sambandi við konur, sem taka inn pilluna. „Pillan hindrar vissa starf- sem; eggjastokkanna. Þess vegna setjum við mörkin við 18 ára aldur eða þar um bil. Meðan konur á unga aldri era ekki búnar að ná fullum þroska erum við á mótí því. að þær fari að taka' pilluna að ^staðaídrilf En- það er eins og með annað, að það er einstaklingsbundið.“ — Framfylgja læknar þvi eftirliti, sem landlæknir hefur beint til þeirra, að þeir eigi að hafa með konum, sem taka inn pilluna? „Ekki er mér kunnugt tun annað. I fyrsta lagi eiga konur að-^ráðfæra sig við lækni áður en þær byrja að taka pilluna inti, Síðan eiga þær að láta fylgj ast með sér árlega Ekki vegna þess að ég haldi þvl fram. aö pillan valdj æxlum en það er gamalþekkt fyrirbæri, aö vissar tegundir æxla eða vöxtur þeirra getur örvazt við töku hormóna. Því er t. d. sjálfsagt að útiloka með skoðun, að konan sé með ... það þarf heila kynslóð til að sýna fram á verkanir pill- unnar... æxlj f eggjastokkum áður en hún byrjar töku hormóna.‘‘ — Eru æxli i eggjastokkum algengt fyrirbæri hér? „Það er áberandi hvað t. d. starf leitarstöðvanna hefur breytt ástandinu til batnaðar. sem kemur m. a. fram í bví. að það er sjaldgæfara en áður var að sjá stór æxli f eggjastokkum eða legi' Aö ástandið hefur breytzt er fyrst og fremst vegria þess, að konur hafa verið miklu duglegri að mæta til skoðunar, og þar kemur inn á- róðurinn frá krabbameinsfélög- unum og eftirlit á vegum leitar- stöðvanna, sem er til fyrirmynd- ar. Þar er fylgzt mjög vel með þeim konum sem þurfa með- ferðar við“. — Nú er mér kunnugt um það, að mikið hefur verið vísað á eina tegund pillunnar, sem inniheldur hátt östrogenmagn. „Læknar hafa það vafalaust ekki alltaf f huganum hve mikið magn af östrogenum ein eða önnur tegund af pillunni hefur. Konur biðja gjarnan um ákveðna tegund. sem þeim hef- ur líkað vel og þá vel trúlegt að viðkomandi læknir láti hana af hendi. En sjálfsagt er af læknum að fylgjast vel með i þessu efni og ekki óskynsamlegt fyrir konur að binda sig ekki of lengj við eina tegund í langan tíma.“ — Nú géfa læknar mismun- andi reglur um notkun pill- unnar? „Satt er það, að við læknar erum oft tvísaga ' þessu efni, en ástæðan er sú, að það er sennilega enginn í heiminum, sem veit enn um áhrif pillunnar. Það verður að vera einstaklings- bundið hvaða skammta læknar láta konur nota. Mér er það fullljóst, að við læknar höfum ekki allir sömu söguna að segja um pilluna. Þess vegna verðum við sjálfir að fylgja því, sem okkur finnst skynsamlegast." — SB Fiöiskyldan og heimilið TRÉSMIÐJAN VÍÐIR H.F. AUGLÝSIR Seljum næstu daga fiölbreytt úr- val af sófasettum með mjög hag- stæðum gréiðsluskilmálum. Nú er tækifæri að gera góð kaup. Trésmiðjan Víðir h.ff.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.