Vísir - 27.02.1971, Síða 9

Vísir - 27.02.1971, Síða 9
strætisvögnum eða viðhalds- og rekstrarkostnaður af ,bíl gleypir braggahverfum eins og gerist. Algengustu átörf V í S IR . Laugardagur 27. febrúar 1971. I astrolsku storborgunum eru íbuðahverfm í utjoðrum borg anna, en það er ekki á hvers manns færi að komast í hús eins og þessi, sem byggð hafa verið á vegum ríkisbankans, og veitir hann þó hagstæðustu lánin, en langur biðlisti manna bíður eftir fyrirgreiðslu. menn 6 vikul HVAÐ KOSTAR ísskápur í ÁSTRALÍU? — Meðalstór ís- skápur kostar um 27.500 krónur. En þvottavél? Venj’uleg þvottavél með rafmagnsvindu um 14.500 krónur. Og húsa- ieiga? Húsaleiga er minnst 2500 krónur á viku. Hvernig eru í raun og sannleika kjör manna í Ástralíu miðað viö héma? Að fenginni reynslu af innflytjendaagentum hafa menn að vonum verið tortryggnir á fagurlegar útlistanir sUkra á glæstum kjörum innflytjenda bæði í Ástralíu og aniy ars staðar. Fullir grunsemda um, að lífs- baráttan í Ástralíu væri svo sem ekki háð í sitjandi sældinni frekar en hér, hafa menn þó ekki treyst sér vel til þess aö hrekja fullyrðingar þeirra, sem telja sig gerþekkja aðstæður í þessari fjarlægu álfu. — Menn umgangast náungann af meiri varfærni en svo að væna hann um áróður og ýkjur, þegar hann þylur upp langar og sannfær- andi talnarunur og upplýsingar, sem hann segist sækja frá á- reiðanlegum heimildum. En menn efast samt. „O, ætl; það sé ekki verið að blekkja fólk þarna suður eftir með gyllingum og fagurgala. — Hvað ætli þaö sé svo sem betra þar?“ ,,Qg þó! Þaö er nú sagt, að mikið sé látið með Norður- landabúa og sótzt eftir slíkum inn í landið. Kannskj mönnum bjóðist betri tækifæri þarna?" Vegna fjarlægðarinnar og strjálla frétta eru menn í óvissu um, hvaö sé hið sanna í þessu. Menn grunar margt, en vita fátt með vissu. En af fréttum, sem Vísir hef- ur aflaö sér sunnan úr Ástralíu, kemur í ljós, aö kjörin þar eru svipuð og hérna. Afkoma manna er mjög f svipuðu horfi. Hvað þarf til dæmis fjögurra eöa fimm manna fjölskylda til matarkaupa yfir vikuna í Ástra- líu? — Svona um 30 Ástralíu- dollara eða um kr. 3000. Nauðsynjar eins og matur er ivið ódýrari þar en hér. Mjólkin er dýrari og kostar kr. 24 lítr- inn miðað við kr. 14.30 hérna. Rjómapelinn kostar kr. 28 mið- að við kr. 30 hérna. Kilóiö af lambakjötinu kostar frá kr. 70 til kr. 90 í smásöiu. en keypt í heilum skrokkum kostar það frá kr. 55 til kr 60 kílóið. En hérna kostar lainb.,kjötiö frá kr. 101 (i skrokkum) og upp í kr. 112 til kr. 170 (lærissneiðar). Ávextir eru mjög ódýrir og nið- ursoðnir ávextir kosta t.d. (i stórum dósum) kr. 30 dósin, en hérna aftur á móti frá kr. 70 til kr. 95 dósin. Fatnaður er heldur ekki dýr í Ástralíu eða Sidney, svo mið- að sé við stórborg. Ekki fatnað- ur til daglegrar notkunar og í vinnu. SMkur fatnaöur er ódýr- ari en hér, en hins vegar er ali- ur vandaðri fatnaður fókdýr. Húsaleiga er rándýr. Það er ‘ varla völ á öðru en einbýlishús- um og húsaleigan er hvefgi lægri en kr. 2500 á viku, Og þykir þá vel sloppið miðað við húsaleigu almennt þar í Sidney. Hins vegar njóta innflytjend- ur stuðnings yfirvalda meðan þeir eru aö koma sér fyrir, eins og að ráða sig til starfa. Fólki er séð fyrir íbúðarhúsnæöi, en ekki eru það neinar lúxusfbúðir af lýsingum á þeim að dæma. Eru þetta yfirleitt braggabygg- ingar álíkar þeim, sem viö þekktum frá héðan, og skortir þar mörg þæg- indi, eins og t.d. salerni. Þeim, sem kæmu úr nýtízkuíbúðum hér (orð sem þekkist varla i notkun lengur), mundi bregða við, að þurfa að fara margar ferðir á sólarhring með nætur- gagn til losunar, svo aö dæmi séu nefnd. Þvottahúsin, sem þessu húmmði:. fyl3ja:.^ru,,fá-ói brotin, og húsmæðurnar þurfa að þvo taÚt í höndunúhi. — -'En þarna fær innflytjandinn frítt uppihald, þar til hann hefur orðið sér úti um vinnu, og at- vinnuleysisstyrk, sem nemur um kr. 5000 fyrir fyrsta hálfs- mánaðaratvinnuleysið. En strax og hann hefur fengið vinnu, og honum er skipaður sérstakur velunnari — einn fyrir hverja innflytjendafjölskyldu — sem greiðir götu hans i þeim efnum sem öðrum, þá verður hann að borga fyrir greiðann. Fimm manna fjölskylda greiðir fyrir húsnæði og uppihald í þessum innflytjendahverfum — kölluð „hostel“ — um kr. 4200 á viku- Og af kostinum er þaö að segja, að hann fellur ekki öllufn í geð, en þeir verða þá að kaupa sér annað fæði sjálfir. Eftir því sem aðbúnaðinum í „hostelinu‘‘ er lýst, reynir hiver, sem betur getur, aö komast það- an hið fyrsta. En þegar hús- næðið kostar minnst 2500 kr. á viku og fæðið kr. 3000 þá er ekki mikið afgangs af 6000 króna vikukaupi húsbóndans, en það eru byrjunarlaun verka- manns. Tekjur manna eru misjafnar veita sem sagt í byrjunarlaun fyrir fyrsta mánuðinn eða á- líka stuttan tíma, kr. 6000. Fljót- lega hæ-kka þau upp í kr. 7000, fyrir 40 stunda vinnuviku. Með eftirvinnu, sem er yfirleitt af skornum skammti hjá fyrirtækj- um í stórborgunum, kemst mað- urinn upp í kannski kr. 9.300 á yiku. En rauntekjur hans eru á fyrsta árinu j (kringpbx,^, 80<^ á v^u,, og má' hann þá ekki missá mikið úr! Laun iðnaðarmanna eru ögn hærrj og eftir því sem frétzt hefur af rafvirkja, sem búið hef- ur þrjú ár í Ástralíu, og verið hefur í fastri vinnu, þá hefur hann um kr. 10.000 á viku i fastakaup Kvenmannskaup við almenn störf, sem ekki krefjast neinnar sérmenntunar, er frá kr. 4000 á viku og upp úr; en húsmóðir á barnmörgu heimili, jafnvel þótt ekki sé nema eitt ungbarn, á ekki heimangengt i ókunnu landi. Menn kannast viö það hér, að einstæðum mæðrum veitist erfitt að koma bömum sínum fyrir, meðan þær stunda vinnu sína, og má þá nærri geta, hvernig gengur að athafna sig f slíkum tilvikum innan um gjörókunnugt fólk. En meö kr. 8000 í vikutekjur safnast ekkj krópa fyrir. Lág- markskostnaður í fæði og hús- næði er kr. 5500 og eftir er þá að greiða rafmagn, sem getur verjð um kr. 600 til kr. 700 á viku. Upphitun hússins, vinnu- fatnaður, ferðir með lestum eða megnið af afganginum. íbúðir manna eru yfirleitt í úthverfum og nánast uppi í sveitum, en vinnustaðir innj í miðjum borg- um. Þykist hver vel settur, sem ekki er nema hálftíma akstur frá vinnustað. Menn halda kannskj að ekki sé þörf upphit- unar húsa, þar sem veðráttan er þannig að kvenfólkið þarf ekki kápur, heldur gengur um á léreftskjólum. En næturkuld- inn er mikill og kvef er algeng- asti kyillj manna, sem ekki hafa vanizt loftslaginu. Bezt eru þeir staddir, sem hafa verið nógu forsjálir til þess að taka með sér nógu stóra búslóð, þrátt fyrir flutnings- kostnað og annað álíka. — Það þarf „startkapital" þar eins og hér til þess að koma sér fyrir. Isskápur af venjulegri gerð kost- ar um kr. 27.500, þvottavél kr. 14.500 og eru auðvitað til bæöi ódýrari og dýrari gerðir, en þetta er bað sem hvert- h°imili mundi telja sig komast minnst af meö. Lánamögu-leikar eru af skorn- um skammtj eins og víða, en bezta möguleika eiga þeir, sem yngrj eru AMt er þaö miðaö við aldur manna og hversu mörg starfsár þeir eigi eftir. — fþúða- markaðurinn er ekki innflytj- endum sérlega hagstæður. Þau hús, sem helzt er á færi meðal- innflytjanda að kaupa, eru gömul og ekkj sérlega fýsileg til íbúðar (t.d. með útikömrum), en afborganir af öðrum eru svo stífar, að fólk treystist varla til, nema eiga svo og svo mikið fé handa á millj til útborgunar. Af- borgun skuldar í húsi, sem feng- izt hefur með minnstu mögulegu útborgun er kannski um kr. 2200 á mánuöi, og er þá ekki tekið tillit til þess, ef kaupand- inn hefur þurft að taka okurlán til fyrstu útborgunar — lán, sem yfirleitt fæst ekki til lengrj tíma en 4 ára. , •. Hins vegarseru byggð á veg- um rfkisbankans hús, sem eru bæöi hagkvæm til kaupa og hin vjstlegustu. Lánin, eru á lægri vöxtum og húsin ódýrari. Með kannskj kr. 300.000 í útborgun, verður afborgunin um kr. 1500 á viku, en allar afborganir eru miðaðar við vikutímabjl í Ástra- líu, og er alveg sama, hvaö hef- ur verið keypt með afborgunum. En margir sækja um hús rík- jsbankans og liöið getur eitt til eitt og hálft ár, frá því menn komast að á listanum og þar til þeir komast inn í húsið. Lóöir á eftirsóttum bygging- arsvæðum eru dýrar og kosta um kr. 200.000. Lóð og hús í byggingu verður varla ódýrara en ein milljón, og í praksís tnundj enginn geta byggt svo ódýrt. En innflytjendur sleppa þægi- lega frá sköttum á fyrsta ári sínu, og maður, sem hefur kannski fyrir fimm manna fjöl- sikyldu að sjá með kr. 8000 vikutekjur, sleppur með kr. 3500 í skatt á fyrri helmingi fyrsta dvalarársins. Af þessu sést þó, að það er engin sérstök sæld að byrja með tvær hendur tómar í Ástralíu frekar en hér. — GP Landvamirnar krefjast manna til herþjónustu, en Ástralir er u meöai þeirra þjóöa, sem sent hafa herlið til Víetnam til stuðnings S-Víetnöraum. » a «

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.