Vísir - 02.03.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 02.03.1971, Blaðsíða 16
VISIR I>riðíuiáagm‘~2.'inarz WW. 1,1 milljón komin upp geirfuglinn — A6alsöfnunar- dagurinn i dag — framl'óg skattfrjáls Talið er að um 1.1 milljón króha séu nú komnar í geir- fuglssöfhunina þó að mjög erfitt sé að fá um það ná- kvæmar upplýsingar, að sögn forráðamanna geirfuglssöfn- unarinnar. Aðeins hér á höf- uðborgarsvæðinu eru hátt í 200 söfnunarlistar í gangi, en víða annars staðar um landið er safnað af miklum eldmóði, sérstaklega á útgerð arstöðum. Heyrzt hefur að mikill kraftur sé í söfnunar- mönnum t. d. á Suðumesjum ag í Vestmannaeyjum. Ríkis&katitstjóri hefur gefið .eyfi til þess að framlög til öfnunarinnar séu frádráttar- hæf til skatts, sem ætti að /erka mjög hvetjandi, sérstak- ega á stór fyrittæki, sem á- mga hafa á að gefa stórar upp hæðir. Dr. Finnur Guðmunds- son segir að vísu, að áberandi ;é, hvað maðurinn á götunni 'iafi sýnt þessu máli mikinn á- huga, en hann sagðist vonast til að stóru fjárthaeði'mar kæmu 3innig inn. Aða'lsöfnunardagurinn er í iag. Allir bama- og gagnfræða skólar Reykjavfkur og Kópa- vogs að Kvennasikólanum með töldum verða opnir kl. 17—22 og verður þar tekið á móti fram iögum. Þá geta menn hringt og látið sækja framlög heim til siín. Á Seltjamamesi verður skölinn opinn kl. 20 — 22. —VJ GEIRFUaHW 2stm imm 17So.cn ■ Í5oo.o» 1150.000 Lögreglan leggur hald á kynstrin öll af tímaritum — Talið að 210. greinin hafi verið brotin — klámi dreift Sakadómur hefur hafið rannsókn á meintum brotum á prentlögunum og 210. gr. hegningarlag anna, sem fjalla um dreifingu á klámi. Að undanförnu hafa rann- söknarlögreglumenn gengið í bókaverzlanir og sjoppur i Reykjavík og lagt 'hald á hvers konar bókmenntir, sem gefa til- efni til grunsemda um brot á klámá'kvæðum laganna. Hafa lögreglumenn lagt hald á allt upplagið í þeim tilvi'kum sem fundizt hafa í verzlunum rit eða bæklingar. er hafa á sér klámsnið. Meðal 'þeirra rita, sem þannig hefur verið lagt hald á, eru ritin „Eplið“, „Tígulgosinn“ og „Nátthrafnfnn‘‘. Enn 'hafa ekki verið rannsak- aðar allar sjoppur eða bóksölwr í Reykjavík en fyrir dyrum stendur leit í þeim öHum. Svipuð rannsókn hefur þegar verið gerð í Hafnarfirði og hafa nannsóknarlögreglumenn þar farið í attar bók- og blaðasöiur bæjarins og atts staðar lagt hald á þau rit, sem þykja Mkleg ttt þess að heyra undir klám. Þar hefur lögreglan látið fleiri rjt til sín taka, heldur en í Reykjavik, og auk hinna þriggja ofaimefndu eirniig lagt hald á „Giaumgosann ‘ ‘, táningablaðið „Samúel & Jónínu“. Rannsóknin í Reykjavík er þehn mun skemmra á veg kom- in, sem þar eru fleiri bóksölur, en í Hafnarfirði er rannsóknin langt á veg komin og þess að vænta bnáðlega að gögn og upp- lýsingar hennar verði send sak- sóknara rikisins til ákvörðunar um, hvort til málshöfðunar kemur á hendur útgefendum þessara rita. — GP „Allra veðra von hvenær sem er — segir Hannibal Valdimarsson, forseti ASI vegna yisitölu- skerðingarinnar □ Við höfum ekki að neinu leyti breytt afstöðu okkar og teljum okkur að engu leyti bundna við samninga, sem þriðji aðili hefur gripið inn í og breytt, sagði Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands Islands, í viðtali við Vísi í morgun. „20 manna kjaranefndin" hélt fund í gær vegna neitunar atvinnu- rekenda, að hækka grunnlaun, sem svarar vísitöluskerðingunni og var ákveðið að vísa málinu tii miðstjórnar ASl. Ég get ekki fjölyrt um það núna, til hvaða ráðstafana kann að verða gripið/ en ailra veðra er von, hvenær sem er, sagði Hanni bal. Eims og Vísir hefur áður skýrt frá, krafðiist kjaranefnd ASl, að atvinnurekendur hækfcuðu grunn- laun um 2,6% til að vega á móti vísitöluskerðinigu eins og ASÍ taldi hana vera. — Atvinnurekendur tóku málið til athugunar, en kom ust að þeirri niðurstöðu, að ekki væri rétt að fara þannig í kring um verðstöðvuna'riögin og vinna þar með gegn markmiðnm efna- hagssitefnunna'r. — VJ // • Svo virðist sem farþegum hafi fjölgað með nýja kerfinu. KERFIÐ" HEFUR AUKIÐ FARÞEGASTRAUMINN Fjöldi farþega með SVR hef ur aukizt talsvert, en 51 þús- und manns munu nú ferðast með strætisvögnunum daglega. Eiríkur Ásgeirsson forstjóri SVR sagði í viðta'H við Vísi, að fjölgun farþega næmi 10—15% miðað við fjö'ldann, sem ferð- aðist með stræbisvögnunum, þegar eldra kerfið var í notíkun. Farþegafjöldi á árunum 1968 og ’69 að degi til hefði verið kringum 45 þúsund manns, en væri nú 51 þúsund. Þar með væru taldir farþegar á skipti miðum, þannig að verulegur hluti aukningarinnar væri þeirra vegna. „Þess vegna hefur aiukningin því miður ekki í för með sér auknar tekjur", sagði Eirfkur, „en sýnir okkur hins vegar að þetta er veruliega bætt þjónusta við farþega. Af því drögum við þá á'lyktun, að nýja kerfið henti mun betur en það gamla“. Þá sagði Eiríkur, að f þessari viku verði teknir í notkun 5 nýir strætisvagnar. Einn þeirra mun aka á nýrr; strætisvagna- leið, sem verður te'kin upp næstu daga. /Heitir sú leið Hlemmur-Fell og er númer 12. Ekur vagninn í Breiðholt IH frá klukkan 7 á morgnana einu sínni á klu'kkusitund til að byrja með. Liggur leiöin um vestur- hluta Breiðholtshverfis. — Var ek’ki taiin ástæöa til að hafa ferðir á nýju leiðinni örari í byrjun, meðan ibúar eru ekki ffieiri. — SB Umræður um eyðij'órðina Holt / Dyrhólabreppi: FJÖGUR ÁR TIL UMRÆÐU - NÚ FYRST FELLT Efri deild felldi í gær með 10 atkvæðum gegn 9 að selja eyði- jörðina Hoit í Dyrhólahreppi í Mýrdai. Þetta frumvarp hafði legið fyrir Alþingi fjögur ár í röð, en jafnan áður dagað uppi Nú var það fellt í fyrsta sinn. Stjórnarsinnar í Iandbúnaðar- nefnd deildarinnar lögðu til, að frumvarpið yrði fellt en stjórnar- andstæðingar vildu samþykkja það. Málið er þannig vaxið, að rík- ið keypt, fyrir 34 árum jörðina Hoit af bónda, er þar bjó, Nú vilja ekkja bóndans og sonur kaupa Holt aftur, en þau hafa búið á öðr- um bæ leigt af ríkinu afnot Holts- lands fyrir rúmar 100 krónur á ári. Jarðeignadeild ríkisins telur ríkið raunu skaðast á sölunni. meðal annars vegna þess, að bóndinn í Álftagróf, næsta bæ, sem einnig er ríkisjörð, hyggst flytja burt, ef Holt yrði selt, og mundi það baka rfkinu tjón. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.