Vísir - 16.03.1971, Síða 2
Uppreisnin
í Bhutan
— og skáldsaga eftir
Shirley MacLaine
ÞEGAR Shirley MacLaine byrj-
aöi að skrifa bókina „Don‘t Fall
Off the Mountain“, var hún svo
óörugg með sjálfa sig, að hún á-
kvað að leyfa ekki nokkurri sálu
að lesa þá bók: „Og ég tamdi
mér að skrifa ætíð f skammstöf-
unum, og skriftina mina gerði ég
gjörsamlega óskiljanlega, þannig
að enginn gæti lesiö þetta“.
Nú er bólk hennar að veröa
met'Sölubók. Hún hefur selzt um
öll Bandaríkin, og Shirley er byrj
uð á nýrri skáldsögu: „Ég verð
víst að horfast í augu við það“,
segir hún, „að nú hef ég kjörið
mér tvískiptan æviferil“.
Shirley er núna í París að Ijúka
við að leika í myndinni „Date
Gharacters“ o-g segir hún, að hún
geti ómögulega hugsað
sér að hætta að leika, þótt henni
gangi vel við skriftimar, „og ég
skrifa aMs ekki trl að græða á
því fé“, segir hún, „þessi bók
mín, sem ég skrifaði sjálf, var
bara liður í viðleitni minni til að
finna sjálfa mig. Ég fann fyrir
henni innan í mér og varð að
losna við þetta úr sálinni“.
Shirley býr í heldur óvenju-
legu hjónabandi, og mun óhætt
að segja að rithöfúndarferill
hennar hafi sprottið út úr því
hjónabandi. Hún er gift 'manni
að nafni Steve Parker. Sá náungi
er mjög hrifinn af Austurlöndum,
og hann býr núna I Japan með
dóttur þeirra, Sachi. Hún geng-—
ur þar á skóla, og er mjög jap-
önslk orðin i hátt. Shirlley ílýgur
svo mjög oft og heimsækir þau
meðan hún er við vinnu sína f
Hollywood, eður annars staðar f
heiminum.
— „Og það sem raunverulega
hrinti þessum skrifum hjá mér
af stað, var það, að ég var eitt
sinn stödd f smárJkinu Bhutan í
Himaiaya, þegar þar brauzt út
bylting. Ég varð áhorfandi að
þessari byltingu, og hélt ná-
kvæma dagbók yfir viðburði og
allt sem ég upplifði þessa bylting
ardaga. Síðan, þegar ég komst
burt frá Bhutan, byrjaði ég að
skrifa út frá þessum dagbókar-
brotum, sem reyndar hjállpuðu
mér mikiö, er fram í sótti, því
þar hafði ég aflar staðreyndir
málsins.
Samt var ég afskapiega feim
in, og þetta var mér mjög sér-
stasð reynsla". Leikfconan var í
fjögur ár að skrifa þessa bók, og
hún endurskrifaði hana þrisvar
sinnum. Á endanum náði bókin
yfir 400 blaðslður, „og ég nota í
henni engin þau orð, sem ekki
koma fyrir í daglegu máli".
Shiney sat. við bók sína, þar
til í septemiber 1969, er hún kom
út, og byrjaði skömmu síðar á
annarri, „og í þá bók set ég eitt
bvað af HoMywood-reynslu
minni“.
10 milljónir í þrældómi
1 sumum löndum, sem að Sahara liggja, er verð á fullorðnum
Allar rflcisstjórnir eru
á móti því. Sameinuðu
þjóðirnar hafa fordæmt
það og öll helztu trúar-
brögð í heiminum hafa
lýst vanþóknun á því, en
karlar, konur og böm lifa
samt enn sem þrælar.
í sumum löndum sem liggja
að Saharaeyðimörkinni, er verð
á fullorðnum þræli sem svarar
verði 10 úlfalda. Annars staðar
er verðið kringum 16.000.00 kr.
fsl., en það er um helmingur af
verði fullorðinnar ambáttar. —
Annars er verðið mismunandi,
það fer eftir markaðinum hverju
sinni og verðlagi í hinum ýmsu
löndum.
Þrælahald víðtækt.
„The Anti-Slavery Society"
fFélagasamtök gegn þrælahaldi)
hafa skrifstofur sínar á þriðju
hæð byggingar, nálægt Victoria
jámbrautarstöðinni í London. —
Þessi samtöik hafa elzt við þræla
og þrælaeigendur síðan 1823.
Talsmenn samtakanna segja, að
þrælahald í einhverri mynd, fyr-
irfinnist i 11 löndum, svo sem
Alsír, Chad, Líbyu,, Malí, Mauri-
taníu, Marokkó, Niger, Oman,
Pakistan, Filippseyjum og Sene-
gal, Þrælahald er samt bannað1
með lögum í öllum þessum lönd
um.
Átthagafjötrar (þ.e. þar sem
þrællinn er bundinn landinu, jörð
inni böndum, þannig að hann
fylgir henni, þótt hún skipti um
eiganda), segir talsmaður „Anti-
Slavery“, „er staðreynd hins dag
lega lifs í Afghanistan, Bðlivíu,
Ecuador, Eþfópíu og Perú. Jarðar
gjöld binda smábændur I þræl-
dómsviðjar í Burma og Indlandi.
Erfðabönd eru lögð á börn í 8
löndum i Vestur-Afnlku, 8 I Suð-
austur-Asíu, í Lfbanon, Sýrlandi
og Tyrklandi og í næstum öllum
hinum 22 löndum Suður-Ame-
riku. Börn eru seld I hjónabönd
í öllum löndum múhameðstrúar-
manna".
10—11 milljónir þræla
Þrælaverzlun nú til dags, flokk
ast víðast hvar undir glæp, og
hún fer því einvörðungu fram
„neöanjarðar“ eða á bak við tjöld
in. Gömlu, opinberu þrælamark-
aðirnir í löndum eins og Zanzi-
bar, Kano og höfnum Vestur-
Afríku eru fyrir löngu lagðir af.
Samt eru afrískir þræiar enn
fluttir norður til landanná við
Sahara.
íiAntit-Slaveryi '-sanrtökm' • éætiav
að fjöldi hinna svoköiluðu mark-
aðsþræla, sé nokkur hundruð þús
und í heiminum. Fjöldi annars
konar þræla, þ. e. þræla sem
bundnir eru á einum ákveðnum
stað, mun vera eitthvað yfir 10
milljónir. 1956 fordæmdu Sam-
einuðu þjóðimar slíkt staöbundið
þrælahald, til jafns við annars
konar þrælahald. And-þrælasam-
tökin segjast efcki eiga gott með
að benda ásakandi á ríkisstjórn-
ir þræla-landanna. Þjóðir, sem ný
lega hafa fengið sjálfstæði eru
fremur tilfinninganæmar og vilja
ekfci að rætt sé um lífskjör fólks,
síns, meðan enn er verið að
reyna að koma fótunum undir
efnahagsiífið. „Við verðum að
ræða um málið af lipurð eftir
leynilegum, diplómatískum leið-
um og hóta aðeins meö þvl að
segjast ætJa að benda blöðum og
öðrum fjölmiðlum á hvar þræla
hald sé enn við lýði, ef ríkisstjóm
ir sýna ekki iit á að ætla sér að
koma á réttlátu réttarkerfi og
láta þegnana njóta almennra sjálf
sagðra mannréttinda", segir Col.
Patrick Montgomery, sem er
framkvæmdastjóri And-þrælasam
takanna.
Sérstök þrælastofnun Sþ?
Samtökin vinna mjög með
Efnahags- og framfarastofnun
Sameinuðu þjóðanna, og reyna
að ná fram sínum markmiðum
með því að vinna gegnum hinar
ýmsu stofnanir Sameinuðu þjóð-
anna. Þau hvetja mjög til þjóðfé
lagslegra athugana fræðimanna í
löndum þar sem þrælahald við-
gengst og reyna að vekja fólk
til vitundar og skilnings á því,
að þrælahald er til og tW hvers
það leiðir. Eitt af helztu márk-
miðum And-þrælasamtakanna, er
að fá komið á fót, sérstakri deild
eða stofnun innan Sþ sem ekkert
geri annaö en að afla upplýsinga
um þrælahaid og vinna gegn
því.
þræl jafngildi 10 úlfalda.
250.000 þrælar í Saudi-
Arabíu.
Suðausturhiluti Arabíuskagans
er enn þrælasvæði, þótt Feisal
kóngur hafi bannað þrælahald i
Saudi-Arabíu með lögum árið
1962. Þegar þau lög voru sett,
áætlaði stjóm landisins, að 250
þúsund þrælar væru £ því auðuga
olíulandi. Sagt er, að fjöilmargir
þrælar af afriskum toga, séu í
strandþorpum Arabíuskagans 1
haldi hjá hirðingjaflokkum sem
þar eru. Þessir þrælar draga fram
lífið með því að vinna á ökrum,
eru þjónar í húsum eða lífverðir
eigenda sinna.
1 síðustu ársskýrslu And-þræla
samtakanna sagði, að lifclega
væru kringum 50 þús. þrælar af
afrískum toga í norðurhéraði
Kamerún. Þessir þrælar em að
mestu leyti eign eins ákveðins
ættfl'ofckshöfðingja. Enn bíða sam
tökin eftir skýrslu um kvenna-
búr þessa sama höföingja, en
hann mun eiga milli 300 og 400
konur, sem hann geymir bak við
múra. Samtökin hafa skorað á
norsku trúboðsstööina í Kamerún
svo oig fjölmiðla í því landi, að
binda enda á þetta þrælahald.
Segja þeir brezku ágætismenn
sem berjast gegn þrælahaldi, að
reynsla þeirra af skiptum við
rikisstjórnir þrælalandanna, sé
mjög neifcvæð. Mjög fáar ríkis-
stjórnir séu viljugar aö gefa
sfcýrslu um þrælahald í sínum
löndum, vegna þesis að „engin
ríikisstjóm vill gefa skýrslu um
umsvif þegna sinna, sem þegar
hafa verið bönnuð með Iögum“.
Slapp tvisvar naumlega.
Sendimenn Sameinuöu þjóð-
anna, sem vinna á þrælasvæð-
unum, eru og hraeddir við að
gefa skýrslu tM samtakanna um
þrælahaldið, þar sem sMkur verkn
aður gæti beinlínis stofnað þeirra
eigin lífi í hættu. Ársskýrsla
And-þrælasamtakanna sagði, að
á fundi, höldnum 1969, hafi full
trúar Sameinuðu þjóðanna fcom
ið saman, og gert aðalritara sam
takanna það ljóst í tilskrifi, að
„þœr væru ófúsar að flækjast í
þræiavandamálið“. Benti þessi
fundur á, að það væri mjögkostn
aðarsamt og jafnframt sérlega
lífshættulegt að safna gögnum
um þrælahald. Jafnframt var
nefnt sem dæmi, að einn fúM-
i trúi Sameinuðu þjóðanna, slapp
C 2svar naumlega lffs eftir að
/ reynt hafði verið áö myrða hann.
1 Þessi maöur var rétt að byrja
\ gagnasöfnun í sambandi við
[ þræilahald í ákveðnu landi."
I —GG i
Leikkona — rithöfundur: Shirl-
ey MacLaine segir að hún hafi
skrifað bók sína til þess að
reyna að finna sjálfa sig: Ég
var bara að losna við bókina
úr taugakerfinu.
Laðast að Austurlöndum: Shirl
ey og dóttir hennar, Sachi, eins
og þær birtust f myndinni „My
Geisha“, en sú mynd var tekin
f Japan.