Vísir - 16.03.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 16.03.1971, Blaðsíða 8
VI S I R . Þriðjudagur 16. marz 1971. Otgefandi • Reykiaprent tií 'rramkvæmdastióri Sveinn R Evjðlfsson Ritstjóri lónas KristjánssoD Fréttastióri Jón Birgit Pétursson Ritstiómarfulltrúi Valdimar H lóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson 'VuglVsingar Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Síml 11660 Ritstlóri Laugavegl 17S Slml U66C '5 línur) áskriftargiald kr 195.00 á mánuði innanlands r lausasölu kr 12.00 eintakið Prentsmiöia Visis — Edda hf _______________ .^caemKaiimimii mminmimuammmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmammm Alvald hins obinbera j Niðjamálaráðuneytinu, skáldsögu Njarðar P. Njarð- vík, er lýst ímynduðu framtíðarástandi hér á landi. Sagan segir frá erfiðleikum hjóna, sem eru að reyna að afla sér leyfis hins opinbera til að eignast barn, og frá ýmsu pólitísku braski, sem reynist nauðsyn- legt í þeirri viðleitni. í sögunni felst ádeila á aukin völd hins opinbera í þjóðlífinu og á aukin áhrif stjórnmálanna á önnur svið þjóðlífsins. Vissulega er hryllingsmynd Njarðar fjarri nútímanum. En hún veldur samt óhug, því að það er svo margt í nútímanum, sem stuðlar að hæg- fara þróun í átt til skriffinnsku- og stjórnmálaþjóð- félags þess, sem lýst er í bókinni. íslenzkir stjórnmálamenn hafa sætt gagnrýni al- mennings fyrir að seilast of langt til áhrifa f þjóð- Iífinu. Alþingismenn og aðrir stjórnmálamenn sitja í bankaráðum, útvarpsráði og ýmsum úthlutunar- nefndum, svo sem húsnæðismálastjórn. Og alltaf eru að koma til sögunnar ný ráð og nýjar stjórnir, sem stjórnmálamennimir raða sér í. Þannig hafa stjóm- málin haustak á fjármálum þjóðarinnár, menningar- málum og á mörgum fleiri sviðum. Verra er þó miðsóknaraflið í stjórnmálunum. Á al- þingi er skæðadrífa af frumvörpum og þingsályktun- artillögum, sem miða að því að efla völd ríkisins á kostnað borgaranna. Yfirskin tillagna þessara er heildarstjóm, samræming og sparnaður, og því líta þær stundum vel út að óreyndu. En efnislega fjalla þessar tillögur um nýtt fjárhagsráð, ríkisútgerð, ráð- stefnustofnun og fleira af slíku tagi. Stjórnarandstæðingar á alþingi halda slíkum til- lögum mjög á lofti. Á þessu sviði kemur Framsóknar- flokkurinn fram sem hreinn sósíalistaflokkur. Frum- vörpin um nýtt fjárhagsráð og ríkisútgerð em á hans vegum, og hann ber fram hávæmstu kröfumar um heildarstjórn í atvinnumálunum. Til viðbótar við stjórnarandstöðuna kemur svo Al- þýðuflokkurinn, þriðji flokkurinn, sem heldur á lofti merki ríkisdýrkunar og alræðis stjómmálanna. í framkvæmdinni styður því mikill meiri'hluti þing- manna íslendinga stefnur, sem miða að auknu alveldi hins opinbera og stjórnmálamannanna. Sjálfstæðisflokkurinn er einn á báti með það sjón- armið, að draga beri úr almætti ríkisins og stjóm- málamannanna. Hann hefur lengi verið í vörn með þessa stefnu sína. En nú hafa viðhorfin í þjóðfélaginu skyndilega breytzt þessari stefnu í hag. Almenning- ur er farinn að átta sig á hættunum, sem fylgja of sterku ríkisvaldi. Borgararnir vilja ekki kalla yfir sig niðjamálaráðuneyti Njarðar. Hvarvetna verður nú vart andúðar á hinu ráðandi miðsóknarafli. Þessi breyttu viðhorf hvetja Sjálfstæðisflokkinn nú til að setja á oddinn þá stefnu sína, að dreifa beri valdinu í þjóðfélaginu og vemda beri borgarana gagn- vart yfirþyrmandi alvaldi hins opinbera. ;) )) i i Á borgarstjórinn að skípta um flokk? Stórblaðið Daily News lét fara fram atkvæðagreiðslu meðal lesenda um spurning- arnar, hvort Lindsay borgarstjóri í New York ætti að ger- ast demókrati og bjóða sig fram í forsetakosningum. — mmmm m m b b a i m s m u ■ i Umsión Haukui Hpi.nasor’ stjórnmálamenn hefja beinan undirbúning framboöa í próf- kosningum bæöi fyrir hærri embætti og lægri. McCovern hefur byrjað sína kosningabar- áttu, og segja má, að Muskie hafi einnig gert það. Hins vegar sver Kennedy og sárt við legg- ur, að hann hafi engan áhuga á framboöi í þetta sinn. Samt heldur mikili hluti kjósenda tryggö við Kennedy. Fyrst eftir forsetakosningam- ar 1968 haföi Kennedy mikiö forskot fram yfir bæði Hiump- HART BARIZT UM FRAMB0Ð GEGN NIXON Fylgi Muskies hrakar — Kennedy í 2. sæti — Repúblikaninn Lindsay hugsanlegur frambjóðandi demókrata Hubert Humphrey fyrrum varaforscti vinnur nú á í bar- áttunni um framboð Demókrataflokksins í næstu forsetakosn- ingum. Þrír leiðtogar demókrata eru mjög líkir samkvæmt skoðanakönnunum, sem gerðar voru í þessum mánuði. Ed- ward Kennedy er enn í öðru sæti, þótt fylgi hans hafi minnk- að í vetur. Edmund Muskie heldur forystunni, en fylgi hans hefur þó minnkað um 7 prósent síðan í nóvember. Hins vegar hefur Humphrey, sem var næsta fylgislítill eftir ósigitr sinn gegn Nixon í forsetakosningunum 1968, úndánfama mánuði komizt upp að hliá hinna tveggja, að heita má. Hvað gerir Lindsay? Auk þeirra þremenninga var mönnum í könnuninn; gefinn kostur á að krossa við þrjá aðra, sem mikið eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur Demökrataflokksins í næstu for setakosningum. Má þar fyrstan nefna Lindsay borgarstjóra í New York sem að vísu er repú- blikani. Hins vegar hafa margir búizt við, að Lindsay mundi skipta um flokk og sækjast eft- ir framboði fyrir demókrata. Lindsay er um margt fremur sammála demókrötum en repú blikönum. Stórblaðið New York Daily News lét til dæmis fyrir skömmu fara fram atkvæða- greiðslu meðal lesenda um þær tvær spurningar, hvort Lindsay ætti að skipta um flokk og hvort hann ætti að bjóða sig fram í forsetakosningum í prófkjöri. Niðurstaða lesenda var sú, aö Lindsay ættj að skipta um flokk en ekkj að bjóða sig fram. I skoðanakönnuninni um bezta frambjóðanda Demókrata- flokksins studdu 5% Lindsay nú, sem var aukning um 1%. McCarthy dregur sig út úr pólitík McGovern öldungadeildar- þingmaður hefur þegar lýst því yfir, að hann sækist eftir fram- boði i forsetakosningum og hann rnuni bjóða sig fram í prófkosningum. Fylgi McGov- erns sem er mikill andstæðing- ur Vietnamstríðsins, óx mjög í vetur, þótt það sé enn fremur lítið. Fékk hann nú 5% en hafði 2% f nóvember. McCarthy.' sem mikið reyndi til að verða í kjöri fyrir demó- krata 1968, hefur nú fylgj 4%. Hann kveðst vera alveg áhuga- laus um framboðið og muni hann ekki gefa kost á sér. McCarthy segist hafa „dregið sig út úr pólitfk". Nú í marz skiptu demókratar atkvæðum sínum þannig milli þeirra sex, sem helzt eru taldir koma til greina sem frambjóð- endur flokksins: Muskie 26% (33% í nóv.), Kennedy 25% (31%), Humphrey 21% (16%), McGovern 5% (2%), Lindsay 5% (4%), McCarthy 4% (6%), Óvissir 14% (8%). Muskie hefur yfirburði meðal utanflokkafólks í bandarískum kosningum, einnig prófkosningum, skipta utanflokkamenn miklu máli og ráða oft úrslitum. Framan- greindur listi er úrslit skoðana- könnunar meðal yfirlýstra demó krata. Meðal utanflokkamanna hefur Edmund Muskie mikla yfirburði yfir keppinauta sína. 31 af hundraöi þeirra kveðst munu styðja hann fremur en hina þá, sem nefndir eru af demókrötum. Kennedy er í öðru sæti en hefur aðeins 13%. Lindsay borgarstjórj hefur 11% og McCarthy 9%, af atkvæðum utanflokka. Humphrey hefur aöeins 8% nu McGovern ~i°' 21% vilja engan þessara manna öðrum fremur. Kennedy sver af sér framboð Kosningaibaráttan fyrir for- setakosningarnar næsta ár er hafin að því leyti að æ fleiri hrey, og Miuskie. Þá hafði Kennedy heiil 45% af fylgi demókrata sam'kvæmt skoðana- könnunum, Humphrey 21% oig Muskie 17%. Eftir slysið á Ohappaquiddiok, þar sem Mary Jo Kopedhne fórst, sumarið 1969 hrapaði fylgi Kennedys verulega Humphrey og Muskie fór fram úr honum þá um haustið. Þeir þremenningar voru nærri hnif- jafnir í fyrravor, en eftir kosn- ingar til þings í haust tók Muskie sprett og fór upp fyrir hina. Kennedy jók þá einnig fylgi sitt talsvert, en Humphrey hrapaði. Allir þrir imnu þeir mikla sigra í kjördæmum sfn- um í þingkosningum. Nú er Humphrey aftur að rétta úr kútnum í sikoðanaikönn unum. Muskie tókst betur en Nixon Muskie þótt; takast einkar vel upp í sjónvarpsþætti, þar sem hann og Nixon gerðu grein fyrir stefnu flokka sinna fyrir kosningamar. Var það mál manna, að Muskie hefði staöið sig mun betur en Nixon í þætt inum. Þess vegna fékk Muskie persónulega talsvert af heiðr- inum, er demókratar fengu meira fylgi í þingkosningunum en almennt hafði verið búizt við. Demókratar héldu meirihluta sínum í báðum deildum þings- ins og Nixon forseta varð ekki að þeirri ósk sinni að fá þing. sem værj sér hliðhollt. I sambandi við úrslit skoðana- könnunarinnar nú er rétt að hafa í huga, að þar gætir áhrifa þess, að Edward Kennedy féll f kosningu aðstoðarleiðtoga demókrata i öldungadeildinni skömmu fyrir þessa könnun. Kennedy hafði áður gegnt þessu embætti. en nú kusu þingmenn til þess annan mann. Þetta var talið mikið áfall fyrir Kennedy og hefur það lfkléga dregið úr fylgi hans meðí-1 kjósenda. að minnsta kosti í \oili. Annar atburður hefur áhrif S úrslit þessarar könnunar Skömmu áður en hún var gerð. Ivsti McGovem yfir framboði sínu við prófkjör. Þetta virðist hafa aukið fylgi hans, einkum hafi fyrri stuðningsmenn Mc Carthys nú krossað við McGovem, en stefna þeirra er mjög svipuð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.