Vísir - 16.03.1971, Síða 7

Vísir - 16.03.1971, Síða 7
V"í-S í R . Þríðjudagur 16. marz 1Þ71. cyflenníngarmál ÓlafSir Jónsson skrifar um tímarit: Hverjir lesa Samvinnuna? • 1"iVl SAfVH^- V1NNAN « pj’kki fer það á milli mála að Samvinnan hefur undanfar- in ár verið stærsta og efnis- mesta tímarit á landinu, að les- bókum dagblaðanna einum frá- skildum, og stendur sér á parti í höp þeirra tímarita sem eink- um gefa sig að umræðu um þjóðfélags- og menningarmál. En hverjir skyldu eiginlega !esa Samvinnuna? Samvinnan mun, auk armars, vera eitthvert víð- lesnasta tímarit á íslenzku, prentuð í 7000 eintökum að sögn ritstjórans í síðasta blaði, 6 stór hefti á ári. Ef maður undrast það engu að síður hverjir það séu sem lesa allt þetta rit, stafar það m.a. af þvi hve Htillar umræðu um ritið, viöbragða við efni þess, verður vart út í frá, og þráfaldlega hef- ur ritstjórj kvartað undan þvf að lesendur séu tregir og ófúsir tM að skrifa ritinu hugleiðingar sinar um efni þess — þótt nokkuð virðist hafa rætzt úr þessu í síðustu heftum. Þetta er reyndar ekkert eins- dæmi um Samvinnuna. Þótt ail- mikið sé að staðaldr; skrifað i blöð um bókmenntir og bóka- gerð og menningarmál almennt er það sárasjaldan sem þar er rætt um nýútkomin timarit og efni þeirra, jafnvel enn sjaldnar en ella ef þar er ti! að dreifa eftirtektar- og umræðuverðum greinum og ritgerðum, Engu að síður undrast maður stundum þögnina um Samvinnuna. Þrá- faldlega eru þar tekin til um- ræðu í ýtarlegum greinaflokk- um brýn og mikilsverð málefni oft með ádeilnum og umvönd- undarsömum hættj sem líklegur virðist til að leiða til frekari umræðu. Ritið leitar sér að um- ræðuformi á milli dagblaða og venjubundinna tímarita. En af viðbrögðum lesenda er satt að segja torvelt að meta hvort og hversu tilraun þess hefur tekizt. T angmest nýlunda í Samvinn- unn; í sinni nýju mynd hef- ur alla tíð verið að hinum ýtar- legu greinaflokkum ritsins, þar sem eitthvert eitt málefni eða málaflokkur er tekinn til ræki- legrar umræðu margra höfunda. Eins og iðulega hefur verið bent á i umsögnum um ritið er þetta eitt engan veginn nóg. Greinaflokkar Samvinnunnar hafa frá öndverðu goldið ónógr- ar ritstjórnar, ófullnægjandi skipuiagningar efnisins fyrir- fram, verkaskiptingar höfunda, og hafa þeir fyrir vikið með köflum orðið langdregnir og endurtekningasamir úr hófi og stundum mistekizt með öllu að leiða umræðuefni sín til verð- ugra lykta. Oft er eins og happ og hending ráði því hvort slíkir greinaflokkar takast að nokkru marki — og vissulega geta einn eða tveir eða þrir verulega nýtir höfundar bjargað umræðu- efnum frá því að farast með öllu í tómu masi og málskrafi. Engu að siður er líklegt að til þurfj að koma meiri einbeiting efnisins, nákvæmari ritstjórn, meira vandlæti um efnisva! ef Samvinnan á að verða sá vett- vangur nýrrar þjóðmálaumræðu sem blaðið ótvírætt getur verið og vill vera. Þót.t skömm sé frá að segja virðist Samvinnan stundum óþarflega stór. Öðrum þræði undrast maður hverjir lesi ritið og hvernig efni þess orki á lesendur almennt. En það má líka spyrja hvort lesendur almennt endist til að lesa lang- dregnustu, stsglsömustu og þurrlegustu greinaflokkana orði til orðs — og hvort nokkur maður sé nokkru verulegu nær eftir lesturinn. í liðnu ári virtist mér að all- ve! tækist t.d. greinaflokk- ur Samvinnunnar um náttúru- vernd og landsnytjar (2: 1970). Þótt margar almennar aðfinnslur um efnismeöferð ritsins eigi einnig við þennan flokk, tókst þar áreiðanlega að draga saman nokkur veigamestu atriði, meg- insjónarmið beggja aðilja í hinni langdregnu og tilfinningasjúku deilu eins og hún var þá kom- in. Á hinn bóginn voru mikil vonbrigði að greinaflokknum um byggingarlist og bæjarskipu- lag í 4ða heftj sem einkum bentj til að arkitektar væru upp og ofan einkennilega ílla ritfærir menn, ósýnt um að lýsa raunhæfuni sjónarmiðum um svo brýnt efnj sem skipulags- mál þéttbýlis eru þó og verða hér á landi í hinni nánustu framtið. Það efa ég ekkj aö margvis- legur fróðleikur um vandamál iðnaðar er sámandreginn i fjöl- mörgum greinum ýmissa for- svarsmanna og skipulagsfröm- uða iðnaðarins í greinaflokk um iðnþróun (6: 1970). En veita þessar greinar nokkra heildar- mynd af stöðu og horfum okkar yngstu og framavænlegustu at- vinnugreinar? Spyr sá sem ekki veit — að loknum lestri grein- anna. Sú gagnrýni iðnþróunar og ríkjandi iðnaðarpólitíkur sem lýst er í langri grein Hjalta Kristgeirssonar var hins vegar svo menguð pólitiskum æsing- um að ekki laðar hún til nán- ari umræðu. Þetta á líka að nokkru við um greinaflokk um- verkalýðshreyfingu og kjara- baráttu i 5ta hefti: minnsta kosti tókst ekki þar að hefja umræðu um þessi mikilsverðu efn, yfir stig dægurdeilu. En það er í rauninni ónógur metnað ur að safna í greinaflokka sem þessum meir eða minna mark- verðum dæmum hinna algeng- ustu skoðana á hverju tilteknu efni. Ef vel á að vera þarf um- ræðan að beinast að því að komast fyrir efnið með einhverj- um nýjum hætti, taka það til at- hugunar og umræðu, umvönd- unar ef með þarf, út frá nýjum sjónarmiðum. ,,Camvinnan verður í æ ríkara ^ mælj umræðuvettvangur og málgagn yngri kynslóða á íslandi, enda kemur drjúgur hluti nýrra áskrifenda úr þeirri átt,“ segir Sigurður A. Magnús- son ritstjóri í formáisorðum lsta heftis 1971, þar sem aðal- efnið er flokkur greina og ljóða eftir unga höfunda, „nýja penna“, og boðar breytingar á formi og efni ritsins í komandi heftum, 1 streng með honum er reyndar tekið í mælsku lesenda- bréfi þar sem jafnframt er hreyft ýmsum aðfinnslum að efni og efnismeðferð ritsins: „Það á að gera Samvinnuna að blaði unga fólksins,“ segir bréfritari, Helgi Hannesson, bóndj á Rangárvöllum. „Blaði sem lætur öll þess vandamál vera sér viðkomandi og tekur á þeim öllum með snillitökum. Blaði sem veldur vakningu og hrifnj líkt og Skinfaxi litli gerði fyrir 50 árum. Blaði sem tekur á stórum kýlum — og sleppir þeim ekki aftur fyrr en a!!ur gröftur er kreistur út úr þeim. Blaðj sem £vrst og fremst boðar samvinnu -og heiðárlegt þjóðfé- T7'afalaust er bæði þörf og svigrúm fyrir ýmiskonar breytingar á Samvinnunni. Til að mynda mættj losá verulega um hið samanrekna umbrot ritsins sem aðeins það mundi gera ritið aðgengilegra og læsi- legra. Vera má að hinir stóru greinaflokkar séu orðnir of fast- ir í formi, og værj þörf á til- breytni: ti! að mynda með að helga sum hefti í heilu lagj til- teknum málaflokkum, en hafa önnur „opin hefti“, almenns efnis á milii, Hið almenna greinaefni Samvinnunnar verður stundum útundan löngum greina flokkum, en það er að vísu líka fjarskalega misjafnt að gerð og gæðum. Ekki hefur ritinu tekizt að móta sér dugandi gagnrýnis og umræðuform um atburðj líð- andi stundar í menningarlífi, og flest er fjarska marklítið sem birtist þar t.d. um bókmenntir. Á hinn bóginn beinist vaxandi áhugi að alþjóðamálum. Erlend víðsjá Magnúsar Torfa Ólafs- sonar er jafnan með bezta efni ritsins og f undanförnum heft- um hafa verið að birtast tveir greinaflokkar um erlend efni, kynþáttaátök i Afríku eftir Halldór Sigurðsson og „jap- anska undrið" eftir Sigurð A. Magnússon sem báðir eru læsilegir og fróðlegir, Og lang- ar, fjarska þurrlegar greinar Sigurðar Líndals . árið sem leið um stjórnmálaflokkana eru náma fróðleiks fyrir þá sem vilja kynna sér skipulagsform íslenzka flokkakerfisins. Jjótt fundið sé að efnj og um- ræðu Samvinnunnar er ekkj vert að gleyma hinu að ritið hefur á undanförnum árum ver- ið hin nýtasta viðbót við fá- breyttan kost islenzkra tíma- rita. Aflsmunir og metnaður, út- breiðsla ritsins getur allt stuðlað aö þvi að gera það að enn gagn- legra riti en orðið er — sf ekki er horft í fé, tíma og fyrirhöfn við ritstjórn og frágang ritsins fremur en efnisöflun.En af þessu leiðir Iíka að miklar og vaxandi kröfur verður að gera til Sam- vinnunnar. Sigurður A. Magnússon. Það má vera að i Samvinn- unni megi öðrum þræði greina, e.t.v, ómeðvituð átök tveggja hugsanlegra stefnumiða ritsins. Annars vegar væri þá aö ætla því fyrst og fremst að vera vettvang hlutlægrar umræðu, vandaðra upplýsinga um hvert þaö efni sem fyrir er tekiö. Hins vegar ósk eða þörf fyrir að gera Samvinnuna einkum og sér í lagi að hugsjónalegu málgagni, tækj til róttækrar gagnrýni og boðunar i þjóðfélagslegum og menningarlegum efnum. Og vel má það vera aö vegur og við- gangur ritsins í framtiðinni sé einkum undir þvi kominn hversu tekst að samrýma bæði þessi sjónarmið, eða önnur þvílík, i praktísku starfi, En satt að segja horfir ekki vænlega fyrir Samvinnunni sem dugandi málgagni yngstu kyn- slóöar af greinaflokkj „nýrra penna“ í ritinu að dæma. Það vekur eftirtekt, hve fjarskalega háðir margir höfundarnir eru ýmiskonar hugmyndatízku sem þeim tekst heldur óhönduglega að koma heim við sérstök ís- lenzk viðfangsefni — og í ahn- an stað hve víða er grunnt ofan á venjubundna íslenzka hags- munapólitík og kjarakröfur. f heild sinni hygg ég að þesri greinaflokkur sé einhver sá burðaminnsti setn Samvinnan hefur birt, og er þá mikið sagt. Einna helzt er gaman að grein Sigurðar Guðjónssonar „um hippa og fleira“, beinlínis af því hve ótamin barnsleg og rómantisk hún er. og má vera að þannig séð sé flokkurinn fil marks um algeng viðhorf itngs fólks. þótt bágt sé ef rétt cr. VINNINGUR Ferð til Mallorka fyrir þann keppanda, er verð- ur efstur samanlagt á kúluspilin. KEPPT er utn hæstu saman- lagða spilatölu í öllum kúluspilunum. I DAG ER EFSTUR HAFSTEINN HAUKSSON Skeiðarvogi 117, með Ship Mates .......... 1111 Dansh. Lady ......... 1417 A-go-go ............. 3139 Shangri-la .......... 2877 May Fair ............ 1125 Campus Queen ........ 3248 Samtals ... 12917 7 ÓMST UNDAHÖLLIN á horni Laugavegar og Nóatúns

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.