Vísir - 16.03.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 16.03.1971, Blaðsíða 6
6 • Elzti bær Noregs 1100 ára gamall í ár Tönsberg er þeikkt úr bókum Snorra Sturlusonar sem kaup- staður fyrir Hafursifjarðarorr- uiS'tu. Einnig er frá því greint að sonur Haralds hárfagra, Björn farmaður, hafi rekiö viö- skipti í Túnsbergi. Litiö er á hann sem stofnanda Túnsbergs, eöa Tönsberg, elzta kaupstaðar Norogs, sem á 1100 ára afmæli á þessu ári. Mikið verður um dýrðir i sumar í Tönsberg tilefni afmælisins ekkj allt í einni listilegri bendu eins og á listahátíð, heldur er talsvert um að vera flesta daga. Töns- berg er höfuðborg Vestfoldar, og er miðpunkturinn fyrir menn ingu og viöskipti 60 þúsund Norðmanna. Sjálfur bærinn hef- ur aðeins 11 þúsund íbúa — Myndin er frá Tönsberg, sem er reyndar vel þekkt fyrir gest • Fermir sjö íslenzka unglinga í Málmey Séra Hreinn Hjartarson heit- ir íslenzki presturinn í Kaup- mannahöfn.' Ekíu þ'jónár hánn" formlega sem Málmeyjarprest- ur, en í Málmey eru um 100 fjöls'kyldur og um 500 manns í al'lt frá íslandi. Hins vegar hefur séra Hreinn heitið því að aðstoða eftir þörfum. Meðal ann ars er nú á döfinni ferming 7 íslenzkra unglinga í vor og mun séra Hreinn annast fermigu þeirra oig taka þá til spuminga. • Svara með annarri spurningu Sagt er að íslendingur nokk- ur ónafngreindur hafi verið að því spurður nýlega í danska sjónvarpinu hvort rétt væri að íslendingar svöruðu aldrei spumingum öðru vísi en með annarri spumingu. „Hver segir það?‘‘ svaraði íslendingurinn af bragði. • Barátta á táninga- blaðamarkaðnum Hvað sem satt kann að vera í því aö íslendimgar svari fyrir sig eins og sagt er í kilausunni hér á undan, þá er það víst að margir em þeir landamir, sem freistað hafa gæfunnar í blaða- útgáfu ýmiss konar. Nú er t.d. mikil keppni orðin í útgáfu tán ingablaða eftir að blaðið Nútíð kom á markaðinn fyrir helgina. Rlaðiö er 24 síður, offsetprent- að og fullt af efni fyrir ungt fóilk, ,,þó ekki þess eðlis að unga fólkið þurfi að fela blaðið, svo fullorðið fólk, foreldrar og aðrir geti ekki lesiö þaö“, segja útgefendur. Klám, eiturlyf og annaö slíkt verður því tótiö liggja á milli hluta. Ritstjóri blaðsins er Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri er Svein- bjöm Ragnarsson og ljósmynd- ari Kristinn Benediktsson. Blað- ið kostar 45 krónur. * Framleiða fiskkassa Félag fatlaðra á Akureyri og mágrenni, Sjálfsbjörg, rekur plastiðju nyrðra, Bjarg. Er félag ið nú aö færa út kvíamar(J og hefur femgið nýjar vélar, sem geta mótað ýmsa hluti úr plasti, — en fyrst um sinn a.m. k. verður lögð áherzla á aö framleiða fiskkassa úr plasti og fiskbakka fyrir frystihúsin. — Eru fskkassamir komnir á markaðinn og hafa vakið at- hygli. Sjálfsbjörg rekur endur- hæfingarstöð á Akureyri Tók hún til starfa í september sl. og hefur komiö í góðar þarfir — Formaður Siálfsbjargar var end urkjörin Heiðrún Steingrims- dóttir. • Endurskoðun tryggingalöggjafarinnar Félag einstæðra foreldra og Kvenréttindafélag íslands halda sameiginlegan almennan fund í Tjamarbúð miövikudagskvöldið . 17. ,marz, kl„ 20.30. I .til.efni af endurskoðurt tryggirtgalöggjafar son, ráöuneytisstjóri, tala. — Einnig verður fjallað um frum varp það sem fyrir Alþingi ligg ur mú, um innfaeimtustofnun sveitarfélaga og hefur Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Saimbands íslenzkra sveitarfé- laga framsögu. Fyrirspumir veröa leyföar og er ekki að efa að félagsmenn beggja félag anna munu hafa margt aö spyrja um, kannski ekki hvað sízt um það, sem aö trygginga málum snýr beinlínis. • Merkiskona látin Frú Hólmfríður Pétursson, ekkja dr. Rögnvalds Pétursson ar, lézt i Winnipeg 10. marz 91 árs aö aldri. Hún fluttist vestur um haf ’ með fóreldrum sínum frá Hraunkoti í Aðaldal 1893 og giftist Rögnvaldi Pétm-ssyni 1898. En hann varð sfðar prest ur Unitara í Winnipeg, rit- stjóri Heimis, Heimskringlu og síðar Tímarits þjóðræknifélags ins og fyrsti forseti þess, í stuttu máli sagt einn allra fremsti leiðtogi íslendinga vest an hafs, og studdi frú Hólm- fríður hann jafnan með ráðum og déð. Dr. Rögnvaldur lézt í Winnipeg 30. janúar 1940. Auk drjúgs framlags til ís- lenzkra menningarmála vestan hafs gaf frú Hólmfríöur og börn hennar Landsbókasafni íslands merka handrita- og bókagjöf ár ið 1945, sem skýrt er frá í Ár- bók safnsins það ár. Síöar — eða um 1960 — stofnaði frú Hólmfríöur minn- ingarsjóð Rögnvalds Pétursson ar við Háskóla íslands, og hafa þegar margir ríflegir styrkir ver ið veittir úr honúm til rann- sökna í íslenzkum fræðum þeim fræðum, er dr. Rögnvald ur unni um önnur fræði fram. • 15 stúdentar fá sumarvinnu hjá UNESCO Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, mun í sumar veita 15 stúdent um frá aðildarrikjum kost á að dveljast um tveggja mánaða skeið í aðalistöðvum stofnunar- innar í París og taka þátt i störfum að tilteknum verkefn um. Starfsvistinni sem miðast við tímabilið 28. júní til 27. ágúst, fylgir styrkur, að fjár- hæð jafnviröi 315 dollara og til greina kemur í undantekningar- tilvikum, að ferðakostnaður verði greiddur að nofckru. Háskólastúdentar, sem kynnu að hafa hug á að sækja um starfsvist hjá UNESCO sam- kvæmt framansögðu, sfculu senda umsókn til menntamála- ráðuneytisins fyrir 22. marz n. k. á tils'kildu umsóknareyðu- blaði, sem fæst i ráðuneytinu. Skrá um starfssvið, sem til greina koma, er fyrir hendi í menntamálaráðuneytinu og í o-fu Háskóla íslands. V1SIR . Þriðjudagur 16. marz 1971. Hættum að reykja! Hvaðanæva berast fregnirum það, að þessi eða hinn vinnu- flokkur hafi hætt reykingum. Hve lengi þessi alda stendur veit enginn, eflaust mætti stuðla að því að hún yröi var nrianleg.iRÍSúIkið hefur sjálft á- huga á að hætta reykingum, nú er komiö að blöðum, fjölmiöl- um og stjórn landsins að hilaupa undir bagga og létta byrðina. Læknar og vísinda- menn hafa lagt sitt lóð á vogar skálina og opnað augu manna fyrir skaösemi reykinga. Blöð og tímarit hafa hagsmuna að gæta varðandi auglýsingar. Þess vegna birtast tóbaksauglýsingar o. fl. með myndum af fóliki sem lofar ágæti þessarar eöa hinnar sígarettutegundar, hún er t. d. i fararbroddi, ekki of sterk, ekki of létt, gefur bragð ið rétt. Á sama tíma reyna foreldrar að vara böm sín við skaðsemi reykinga, Þessi tog- streita milli blaða og foreldra verður að taka enda, hún er alveg óverjandi, og ætti að vera búið að banna slókar aug lýsingar fyrir löngu. Það skipt ir ekki máli fyrir reykinga- mann, þótt hann sjái slíkar auglýsingar. Hann er búinn að sérhæfa- sig i ákveðinni teg- und, auglýsingin breytir litlu fyrir hann, hann reykir sína tegund. Þeim sem eru hættir, finnst lítið ti'l þessara auglýs- iniga koma. Til hverra er tó- baksframleiðandi að auglýsa? Þeir gylla fyrir unglingum á- gæti tóbákstegundar, en það er ábyrgðarhluti aö bregða þann ig fæti fyrir æskumanninn sem er að fara út í lífið, og reyna að tæla hann til að revkja þær tegundir. sem þeir hafa á boð- stólum. Svo segjum við, að við leggjum al'lt okkar traust á æsku landsins en áður en' æsk an er búin að ná fullkominni fótfestu í Iffinu, hafa þeir, sem eldri eru, lagt snörur í veginn, og þeir sömu herrar eru aldeil is steinhissa. hvemig æskumað urínn hevðar sér. farinn að reykja og hað svona ungur. Þess vegna skulum við byrgja bmnn inn og banna slíkar augl. í blööum og öðmm fjölmiðlum. Það er ef til vill ekki auðvelt að banna sl'íkar auglýsingar, en al- menningsálitið á sígarettureyk- ingum í dag er ákaflega hag- stætt slí'ku banni. Það er varið hárri fjámpphæð f það að merkja sígarettupakka, sem kemur engum að gagni. Reyk- ingamaðurinn veit varla hvem ig sií'garettupakkinn Iítur út, getur tæplega lýst helztu ein- kennum hans, jafnvel þótt hann hafi reykt um árabil. Væri ó- l'íkt betur varið þeirri upphæð, sem fer í það að merkja pakk ana, ef hún færi í að aug- lýsa skaðsemi sfgarettureyk- inga. Fengju blöð. tímarit og aðrir fjölmiðlar ákveðna pen- ingaupphæð á ári, en f staðinn yrðu þau aö auglýsa með mynd um og vel völdurn orðum skaö- semi reykinga og hætta jafn- framt að auglýsa ágæti þeirra. Yrðusvo veitt verðlaun árhvert fyrir þær auglýsingar, sem bæru af hverju sinni. Verðlaun in gætu verið í peningum, bik- ar eða styttuformi. Þau yröu að vera eftirsóknarverð til þess að bl'öð og önnur fjölmiölunar- tæki fengjust til þess að Ieggja sig öll fram. Þá kemur einn- ig til greina aö barna- og ung- lingas'kólar byggju tiil auglýsing ar um skaðsemi reykinga. Gæti þetta verið í keppnisformi milli bekkja og skóla. Það yrði stolt kennaranna, að þeirra betekir jmnu, enda mætti kennarinn að stoða nemendur eftir föngum. Þá stæðu saman foreldrar, kennar- ar, nemendur og fjölmiðlar — þá yrði ekki langt að bíða að það þætti ekki fínt að reykja og jafnvel litið svipuðum aug um á sígarettureykingar eins og við lítum nú á munntóbaks- neyzlu. Vonandi er Vísir ekki svo háður tóbaksauglýsingum, aö hann stingi þessu bréfi f ruislakörfuna. Þötek fyrir birting una. Haraldur Magnússon HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 ÞJÓNUSTA Sé hringt fyrir kl. 16, sœkjum viS gegn vœgu gjaldi, smóauglýsingar 6 tímanum 16—18. Staðgreiðsla. VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.