Vísir - 01.04.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1971, Blaðsíða 3
VfSIR . Fimmtudagur 1. aprfl 1971. 3 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND f MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND _ . :;-V; ' ..4 Víetkong drepa 100 Umsfón. Haukur Heleason MótmælaaMa vegaa (alley-dómsins — Nixon / miklum vanda — fékk 5000 skeyti á nokkrum stundum, 99°Jo mótmæltu þorpsbúa • Hermenn Víetkong drápu 100 fbúa f þorpinu Hoang Dieu í S- Víetnam á mánudag í grimmileg- ustu árás á óbreytta borgara síðan svokölluð Tet-sókn kommúnista stóð árið 1968. 96 særðust og þorp- ið mátti heita f rústum eftir árás- ina. M skutu kommúnistar niður tvær þyrlur Bandaríkjamanna í grennd við landamæri Laos. S-Víet- namar gerðu innrás að nýju í gær í Laos og hermdu fréttir, að þeir hefðu ekki mætt mótspyrnu. Sveit innrásarmanna var fremur fáliðuð og var flogið með þá í þyrlum inn í Laos. Vi’ka er síðan fvrri innrás S-Vlíetnama í Laos íauk. 1 árásinni á Hoang Dieu ruddust sveitir Vietkong inn í þorpið eftir að þeir höfðu varpað á það sprengj- um með sprengjukösturum og hrak ið fólk út úr húsum sínum, 59 af árásarmönnum munu hafa fallið í hörðum bardögum við Suður-Viet- nama. Mikil mótmælaalda er risin í Bandaríkjunum, eftir að William Calley liðsforingi hefur hlotið ævilangt fang- elsi eftir f jöldamorðin í My Lai í Suður-Víetnam. Dóm- urinn féll í gær og aðeins nokkrum klukkustundum síðar höfðu Nixon forseta borizt fimm þúsund sím- skeyti og blaðafulltrúi for- setans bjóst við, að þau «------------------------ mundu verða yfir tuttugu þúsund, áður en vikan er úti. í 99 af hverjum 100 skeytum er dómnum mót- mælt. Fyrrverandi hermenn í Víetnam komu saman víös vegar aö í Banda- ríkjunum og fóru til fangahúsa og sögðust vera jafnsekir og Calley. Víða í borgum eru fjöldafundir af- ráðnir til að styöja Ca'Tley. Frank Moss öldungadeildarmað- ur úr flokki demókrata hyggst leggja fram þingsályktunartiliögu, þar sem skorað er á Nixon að mMda refsingu Caíleys. CalTey hlaut í gær ævilangt fang- elsi fyrir morð að yfirlögðu ráði á 22 borgurum i My Lai. Dómnum mun verða áfrýjað aMt til forseta Bandaríkjanna og getur sú meðferð tekið mörg ár. Kviðdómurinn, sem dóminn feildi, var sex liðsforingjar, sem gátu valið á milli dauöarefsingar og æviiangs fangelsis. Calley-málið hefur tekið lengri tíma en nokkurt annað mál fyrir herrétti hefur áður tekið. Einn kviðdómenda sagði í gær- kvöldi, að kviðdómurinn hefði íhug- að sérhvern möguleika á sakleysi Caileys af ákærum. Ekki hefði kom- ið til greina neinn dómur ann- ar en að hann væri sekur, eftir að málið hafði verið grannskoðáð. Mótmælaaldan vegna dómsins getur sett Nixon í vanda, segja fréttamenn í Washington. Forset- inn þarf ekki aðeins aö brynja sig gegn gagnrýni frá hinum svokall- aða „þögla meirihluta" heldur einn- ig frá frjálslyndum og vinstri sinn- um. Vinstri sinnar munu notfæra sér dóminn og segja, að CaTley hafi aðeins verið fórnað i þágu her- stjómarinnar og stjórnmálamann- anna. Stórblöð eins og New York Times og New York Daily News bera fram spurninguna, „hvor^ ekki væri réttara að leita að hinum eig- inlegu sökudóigum, sem ábyrgð beri á því, sem gerðist f My Lai“. New York Times segir, að dómur- inn yfir CaTley geti á engan hátt losað undan ábyrgð herstjómina eða þjóðina í heild. Rahman fíuttur til Vestur-Pakistan — Barizt víðo í Austur-Pakistan — margir flýja til Indlands Brezka blaðið Daily Tele- graph segir í morgun, að staðfest hafi verið, að Muji bur Rahman leiðtogi Aust- ur-Pakistana hafi verið handtekinn. Hafi verið far- ið með hann með flugvél til Vestur-Pakistan. Blaðið hefur þetta eftir heimild- um í Awamihreyfingunni, stjómmálaflokki Rahmans. Er sagt, að Rahman verði ákærður fyrir landráð og fyrir samvinnu við Ind- verja og önnur erlend ríki í því skyni að afla fjár til uppreisnar. Stjómvöld í Vestur-Pakistan hafa að undanförnu haldið þvi fram, að Mujibur Rahman væri fangi þeirra, en þetta hefur ekki fengizt stað- fest og sjálfstæðishreyfingin í A- Pakistan hefur sagt, að það væri ósatt. Indverska stjómin heldur áfram að reyna að vekja almenn mótmæli í heiminum, einkum í Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum, gegn því, sem stjórnin segir, að sé þjóðar- morð á varnarlausu fólki í Austur- Pakistan Báðar deildir indverska þingsins samþykktu í gær ályktanir, þar sem látin er í Tjós samúð með fólki í Austur-Pakistan. Rfkisútvarpið 1 Pakistan heldur því fram, að kyrrð sé komin á í öllum austurhlutanum og brátt muni atvinnulíf komast á réttan kjöl. Viðurkenndi útvarpið, að marg ir hefðu flúið frá Austur-Pakistan síðustu daga. Stjórnmálamenn í Indiandi draga í efa staðhæfingar, sem heyrast í leynilegum útvarpsstöövum í A-Pak istan. 1 þessum útvarpssendingum hefur verið fuilyrt að sjálfstæðis- hreyfingin hafi unnið mikla sigra yfir her Pakistan. Er bent á, aö uppreisnarmenn séu mjög illa bún- ir vopnum. Fréttir frá héruðum naest Ind- landi herma, að flugvélar stjómar- innar hafi gert loftárásir á bæi, þar sem uppreisnarmenn hafa völd. í seinustu fréttum er sagt, að stjómarherinn ráði aðalhluta borg- arinnar Dacca, en sjálfstæðishreyf- ingin hafi búið um sig utan borgar- innar. Stjórn Pakistan segir, að helming ur veralana í Dacca hafi opnað að nýju. Stjórnarherinn er nú sagður hafa bæinn Chittagong á sínu valdi. Miklir eldar eru sagðir brenna í Ohittagong eftir loftárásir stjómar- hersins og fa'libyssuskothríð. Indverjar segja, að sjálfstæöis- hreyfingin ráði stórum svæðum ut- an borga. Hafi uppreisnarmenn náð mörgum flugvö'llum nálægt landa- mærum Indlands. HUSSEIN VILL • Hussein Jórdaníukóngur vill kalla saman fund æðstu manna Ar- abaríkja til að fjalla um vandamál Palestinumanna. Ókyrrt hefur verið í Jórdaníu að undanfömu og komið til bardaga /#T0PPFUND## milli skæruliða og stjórnarhersins. Skæmliðar eru þó enn í sámm eftir bardagana í fyrra, þegar þeir biðu ósigra fyrir her konungs. Auk þess er mikil sundmng I röð um þeirra. A öndverðum meiði í sígarettumálunum Það er erfitt nð lifa þessa daga, að minnsta lcosti ef menn eru starfsmenn við tóbaksframleiðslu. Baráttan gegn sígarettunni verður sífellt öflugri um heim allan. Stjórnvöld í New York ætla að hækka söluskatt á sígarettum og myndin sýnir starfsmenn við fram- leiðslu þeirra mótmæla þvi. Kröfu- göngumenn halda því fram, að hækkun skattsins sé vatn á myllu smyglara og glæpafélaga. Á spjöldunum, sem mer.n- irnir bera, er alls staðar fuilyrt, að eng inn hagnist á hærri sígarettuskatti nema glæpamenn og „undirheimamir“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.