Vísir - 01.04.1971, Blaðsíða 8
8
V1SIR . Fimmtudagur I. april 1971,
VISIR
Otgefandi; Reykjaprent «#»
Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólísson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgit Pétursson
Ritstlórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simat 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstjóni: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur)
Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands
r lausasöiu kr. 12.00 eintakiö
Prentsmiöia Vtsis — Edda hf. _____________________
i i «1111———■—iimaii ■■MM«iiiiinnMiirrTnMnriiriwmiiiir,i inimnTT—
Hvatt til óhæfuverka
Jslendingar hafa til þessa verið blessunarlega lausir
við þá ofbeldishneigð, sem alls staðar virðist grípa
um sig meðal stórþjóða heimsins. Ofbeldisafbrot eru
hlutfallslega fátíð hér á landi, einkum meiri háttar
afbrot af því tagi. Menn geta enn gengið óhultir um
götur, og rán með vopnavaldi eru óþekkt fyrirbæri
hér á landi.
Erlendis eru hinir venjulegu afbrotamenn ekki leng-
ur einir um að gera ótryggt líf hins almenna borg-
ara. Ofbeldi er víða orðið tæki í hinni pólitísku bar-
áttu. Menn geta nú orðið fengið útrás fyrir ofbeldis-
hneigð sína undir yfirskini hugsjóna og heimsfrels-
unar. Pólitísk öfl prédika í fjölmiðlum um uppþot,
skemmdarverk, fjármunarán og jafnvel mannrán.
Og auðvitað láta ýmsir ístöðulitlir hvetja sig til
óhæfuverkanna.
Hér á landi er líka rekinn áróður fyrir ofbeldi und-
ir stjórnmálalegu yfirskini. í síðasta tölublaði mál-
gagns ungkommúnista er bent á ýmsar leiðir til of-
beldis, sem mælt er með. Annars vegar eru þar lofuð
skemmdarverk,j[ sambandi við verkföll og hins vegar
eru lofuð fjármunarán og mannrán.
í blaðinu er m. a. þetta sagt um svonefnd keðju-
verkföll og skákborðsverkföll: „Keðjuverkföllin eru
háð með þeim hætti, að hinar ýmsu framleiðslugrein-
ar grípa til vinnustöðvunar hver eftir aðra, eftir fyrir-
fram gerðri áætlun, sem verður að vera vandlega út-
reiknuð, þannig að sem fæstir einstaklingar lami sem
stærsta heild framleiðslunnar.“
Ennfremur: „Skákborðsverkföllin eru framkvæmd
með líkum hætti og krefjast þaulhugsaðs undirbún-
ings og skipulagningar. Báðar þessar aðferðir mið-
ast við það að binda sem allra fæsta í verkföllum,
en valda jafnhliða sem mestum glundroða á fram-
leiðslunni.“
í lofgrein um Tupamaros flokkinn í Uruguay segir
blaðið: „Bankarnir urðu einnig fyrir árásum, en með
þeim hafa Tupamaros fjármagnað hreyfingu sína,
árásir á spilavíti urðu einnig árangursríkar. Með þessu
hafa Tupamaros farið beint eftir þeirri reglu, að
skæruliðar skuli fá vopn sín og birgðir frá andstæð-
ingum.“
Þar segir einnig: „Vinsælt bragð er að ræna hátt-
settum mönnum og lofa að sleppa þeim, ef fé e^ lagt til
skóla eða sjúkrahúsa. Illræmdir fulltrúar stjórnar og
lögreglu eru skotnir í skyndiárásum á almannafæri.“
Nú er vandséð, hvaða tilgangi slíkur áróður þjónar
hér á landi hjá þjóð, sem er í hópi framfarasinnuðustu
þjóða heims. Látum vera, að ungkommúnistar þurfi
af vanþroska sínum að gamna sér við hugleiðingar
um, hvernig koma mætti þjóðfélaginu á kaldan klaka.
En verra er, ef þessi áróður hefur áhrif á ævintýra-
sjúka og afvegaleidda unglinga og færir þeim þá
skoðun, að eftirsóknarverður hetjuskapur felist í
óhæfuverkum.
s
ii
l
I
■
I
ería að
gróin sára
mestu
sinna
Stjórn Nígeríu hefur nú
tekið íslendinga í sátt og
væntanlega mun skreið-
arsala þangað hefjast
aftur að marki innan
skamms. Það voru íbúar
í Bíafra, sem fyrir stríð-
ið voru mestir neytend-
ur íslenzku skreiðarinn-
ar. En hvernig er nú á-
standið í Nígeríu, ári
eftir að stríðinu lauk?
Minna talao um
Ojukwu
Eftir fjórtán mánuði í friði
hafa fbóamir í þeim héruðum,
sem áður voru Biafra, snúið sér
að því að bæta atvinnulíf og
efnahag. Borgarastríðið s.tóð í 30
langa og sársaukafulla mánuði.
Því lauk í fyrra með ósigri
ríkis uppreisnarmanna og það
skildi eftir sig mergð óleystra
vandamála í stjórnmálum og
efnahagsmálum. Fréttamenn
segja, að nú sé minna en áður
talað um Ojukwu, sem var for-
ingi Biaframanna, en hann sit-
ur nú í fríði og ró i útiegð i ná-
grannari'kinu Fílabeinsströnd-
inni. Á því svæðim Bem var
Biafra en er nú „Eystra-Mið-
ríkið" i Nígeriu, starfa íbóar,
sem Voru í röðum uppreisnar-
manna við hlið fbóa, sem börð-
ust með sambahdshernum í
Lagos, hlið við hlið. Verkefnið
er að afmá spor uppreisnarinn-
ar og rétta atvinnulífið úr rúst-
um.
Vissulega rættust ekki þær
hrakspár margra, að stjómin í
Lagos mundi fremja „þjóðar-
morð“ á fbóum i Biafra eftir sig
ur sinn. Reyndar voru nokkur
vandkvæöi í fyrstu á að koma
matvælum og lyfjum til fólks
á þessu svæði, en nú eru þeir
menn af fbóastofni, sem misstu
stöður sínar í styrjöldinni, óð-
um að snúa aftur til fyrri starfa.
Hatur á fbóum
í áríkinu
íbóar mæta þó andspyrnu 1'
,,árikinu“ þar sem krytur hefur
löngum verið milli þjóðflokka.
Óbeit margra annarra á íbóum
hefur ekki minnkað við stríðið,
en íbóar hafa verið kallaðir
„Gyðingar Afríku" vegna dugn-
aðar síns og menntunar og kunn-
áttusemi í viðskiptum. Margir
hafa borið öfundarhug til þeirra
fyrir þessar sakir.
Að vísu búa ekki margir
íbóar í þessu ríki, og þeir, sem
eiga erindi í höfuöborg þess,
Port Harcourt, sem haröast var
barizt um í borgarastriðinu, fara
þangað helzt á daginn og hverfa
heim til sín á nóttunni. Þykjast
þeir ekki óhultir á þessu svæði
um nætur.
Nigería er nú sambandslýð-
veldi, byggt upp af fylkjum eöa
„rikjurn" á svipaöan hátt og
Bandaríkin. Hvert fylki hefur
nokkra sjálfsstjórn. óg menn af
íbóastófni fara með stjórn síns
éigin fylkis að mestu.
Gowon ætlar að kaupa skreið.
iiimiimi
fl® ®ffi53
Umsjón: Haukur Helgason
Ojukwu situr í friði í útlegö á
Fílabeinsströndinni.
Ljótustu sár strfðsins hafa
gróið að mestu. Þau eru hur.g-
ursneyðin og almennur matvæla-
skortur, eyðilögð hús og sundr-
aðar fjölskyldur. Fréttamenn
segja að bæði útlendingum og
Nígeríumönnum sjálfum finnist
undravert hversu vel hefur
gengið aö vinna bug á mörgum
þessum vandamálum, þegar alls
ef gætt.
Atvinnuleysi enn
vandamál
Mörg og stór vandamál eru
enn óleyst. Þau eru þó ekki
lengur „spurningar um líf eöa
dauða“ eins og var fyrst eftir
strfðið. Mörg fyrirtæki i Lagos
hafa stofnað útibú í „Eystra-
Miðríkinu“. Atvinnuleysið er
enn vandamál og hið sama á
við um peningaskort. Atvinnu-
lífið hefur samt rétt verulega úr
kútnum. Tugir þúsunda af fyrr-
verandi starfsmönnum hins
opinbera og lögregluþjónum
hafa fengið aftur sínar fyrri
stöður, meðan ýmsir aðrir hafa
gefið sig að handverki.
Miklar deilur hafa staðið um
þá ákvörðun rfkisstjómarinnar
að setja á eftirlaun starfsmenn
hins opinbera, sem kotnnir eru
yfir fimmtugt. Þetta hefur ver-
ið gert til að rýma til fyrir yngri
mönnum. Hafa hinir yngri fagn-
að því, en hinir eldri mótmælt.
Til eru þeir, sem telja, að
ríkisstjórnin í Lagos seilist um
of til valda i fylki fbóanna.
Menn vænta þó mikils af ráða-
gerðum um byggðaþróun, áætlun
fyrir þennan landshluta, sem
sérstök skrifstofa (Proda) hefur
með höndum-um þessar mundir.
Þessi skriftofa hyggst efla smá-
iðnað á svæðinu. Hún hefur að-
setur í bænum Enugu, sem er
annar frægur bær frá tfmum
stríðsins. Er ætlunin, að smá-
fyrirtæki vinni úr hráefnum,
sem fást á þessu svæði.
íbóar vilja vera sjálfs
sín herrar
Áherzlan á smáiðnað er rök-
studd með því, að þannig gætu
atvinnurekendur stofnað fyrir-
tæki með tiltölulega litlu fjár-
magni. Með því að byggja á
þeim hráefnum. sem fyrir eru,
í stað þess að flytja þau til hér-
aðsins, meg; einnig spara gjald-
eyri.
Eitt af þessu er framleiðsla
ilmvatna úr laufum og grasi.
Framleiddir eru ódýrir kola- og
koxofnar til að efla kolanám.
sem hefur legið f láginni vegna
söluörðugleika.
íbóar þeir, sem nú ráða undir
eftirliti sambandsstjómarinnar,
leggja mikla áherZju á smáiðnað
til að efla atvinnu og verða
sjálfum sér nógir.
Smáiðnaður hefur alla tíð ver-
ið sérgrein íbóa. Þeir vilja yfir-
leitt vera sjálfs sfn herrar, og
smáiönaðurinn gefur þeim góð
tækifæri til þess.
Þrátt fyrir ýmsa örðugleika
eftir stríðið og óhjákvæmilega
gremju í kjölfar þess, virðast
fréttamenn á einu máli um, að
betur hafi gengið en flestit
bjuggust við að endurreisa at-
vinnulíf á því svæði, sem var
ríkj Biaframanna. Blaframenn
lögðu mikið kapp I tilraun sína
til að fá sjálfsforræði og búa aö
sínu eigin 1 stað þess að lúta
valdj sambandsstjórnafinnar.
Þessi tilraun mistókst vegna
vfirburða herstyrks sambands-
stjórnarinnar Er því ekki annað
að gera en taka þvi og réyna aö
græða þau sár, sem ógróin eru