Vísir - 01.04.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 01.04.1971, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 1. aprfl 1971, Jón Hjariarson skrifar marzannál: Framtíðin er 'E'insdæmi mun það vera, að útdauðir fuglar auki kyn sitt. Þau ólíkindi hafa þó átt sér stað. Hinn útdauði geir- fuglsstofn virðist dafna vel og tímgast örar en margir þeir fuglar, sem sagðir eru lífs en ekki liðnir. Gleðitíðindin um upprisu geirfuglsins eru hins vegar dapurleg í aðra röndina fyrir alla sanna íslenzka föður- landsvini og ættjarðarelskendur. Nú hefur hvort tveggja verið ó- nýtt fyrir þeim, heiðurinn af út- rýmingu fuglsins og ánægjan af endurheimt hans, þessa glataða sonar. Kemur nú ekki á daginn, að hamur þessa fugls þykir til þess bezt fallinn að skreyta búðar- glugga í úthverfum Lundúna- borgar. íslenzkir heildsalar rek- ast á þessi hree á götuhomum í þeirri borg, þegar þeir eru þar i innkaupasnatti. Svo spyrst sá orðrómur ú^ meðal enskra kaup- manna, sem sagður er fara af þessum eyjaskeggjum norðan úr Dumbshafi, að þeir séu haldnir óslökkvandi löngun í slíka fugla. Kannski stafar sú löngun af áralöngu ofáti þjóðarinnar á geirfugii. Má vera þetta hafi veriö eins konar dópfíkn, sem þjóðin hefur ekki losnað fylli- lega viö enn. 2á Og nú rekur íslenzkur heiid- sali ekki svo nefið inn í skran- búð í Lundúnum, að honum sé ekki boðinn geirfugl til kaups. Framboð á eggjum þessara fugla er engu minna en í eggja- sölustríðinu í Reykjav’ik í fyrra, nema þar vom hænsnaegg á boðstólum. Markaðsverð á slík- um fuglum ku hafa verið ákveð- ið 9 þúsund pund, eða sem næst 1,9 milljónum íslenzkum. Og það samræmist ekki enskri hæ- versku að bjóða íslendingum þessa fugla á minna veröi en þeir hafa sjálfir ákveðið.. Við skulum hafa það hugfast, Hverjum þykir sinn fugl fagur. íslendingar, að framtíðin býr í eggjunum, svo sem segir í kunnu frönsku leikhúsverki og víðar. Við skulum ekki hugsa þá skelfilegu hugsun til enda, hvér framtfð>okkur 'er búin ef eggin em unguð. Við skulum sem sé vona að eggin þrettán hjá Spink & Son séu fúlegg. Og þó væri tryggara að kaupa þessi egg til landsins hið fyrsta til þess að fyrirbyggja frekari fjölgun af þeirra völdum. 4 Seðlabankinn og aðrar menn- ingarlegar líknarstofnanir verða nú að taka höndum saman og kaupa heim þessa 2 undanvill- inga sem skreyta gluggann hjá Spink & Son, gefa þá síðan þjóðinni. Jafnframt Þyrfti að fara með sporhund um verzlun- arhverfi Lundúna og þefa uppi alla þá fugla, sem þar kunna að leynast. Sá þyrfti að kunna góð skil á fuglum, svo að ekki sé hætta á að hann villist á gervifuglum og „ekta“. Ú Veigamesta varúöarráðstöfun- in veröur samt að finna hvaðan allir þessir geirfuglar koma. Við verðum ekki frjálsir undan oki fuglsins, fyrr en búið er að finna geirfuglsbúið. sem ungar út öllum þessum fuglum. Er það kannski hér á landi? Rekur kannski einhver smábóndi á Ströndum slíkt bú á laun. Marg- ur veltir því fyrir sér, hvers vegna fólk þrífst á þeim slóð- um. Tollurinn er nú orðinn sér- hæfður í hassleit. Þessir ágætu menn ættu nú að snúa sér að því að uppvísa geirfuglasmyglið. Ef ekki verður komið f veg fyr- ir þennan ólbglega búskap verð- ur ísland gjaldþrota innan tíð- ar. A Strákar stálu dýnamíti suður f Kópavogí á dögunum. Það mál mun stórpólitískt, enda hugðust strákarnir ræna geirfuglinum. t— Sem lika sést bezt á því að Islendingar hafa aldrei borgað lausnargjald fyrir neina skepnu utan þennan eina geirfugl. Fulltrúar þjóðarinnar hafa átt annríka daga á þingi upp á síð- kastið. Eru þeir þar komnir að kjarna fslenzkra stjómmála og hafa tekizt drengilega á við þann vanda. En sá vandi er að finna vandann, eins og alþjóð mun kunnugt. Þingmenn hafa leitað, hver sem betur getur, að heppilegum vandamálum að berjast fyrir. Meðal þess sem þingskarinn hefur uppgötvað f lei^ sinni að vandanum er landhelgin. Hún er of lítil. Ekki endilega vegna þess að við þurfum stærri fisk- veiðilögsögu, heldur vegna þess að Landhelgisgæzlan hefur oft fulllítið að gera. Rfkiö hefur ekki efni á því að halda úti að- gerðarlausri strandgæzlu. Það sér hver heilvita maður. þótt hann kunni ekki á sextant. Að vísu hefur verið reynt eftir megni að finna gæzlunnj verk- efni. Varðskip eru tíðum not- uð til fólksflutninga. Það er sama hvað þingmenn og aðrir höföingjar ferðast mikið, eigi að síður stendur Landhelgis- gæzlan uppi aðgerðarlaus. 4 Að öllu gríni slepptu getum við nú loks farið að l’ita glaða daga, þegar handrit upp á einn milljarð danskan eru færð okk- ur á silfurfati. Og geirfuglinum getum við sungið dýrð undir klukknahljóminum frá swing- ingbells, sem almáttugx SlS gaf f Hallgrfmskirkju. — JH Og börnin fá sín páskaegg eins og vant er — og því ekki géfa þeim geirfuglspáskaegg. — Hafið þér gabbað einhvern eða láíið gabb- ast 1. apríi? Jakob Guðmundsson, húsasmið- ur: — Vissulega hef ég gabbað 1. apríl. Síðast heppnaðist mér einkar vel að iáta vinnufélaga minn einn hlaupa apríl. Það væri bara svo löng saga að segia frá aðferðinni. að ég yröi senni- lega einn í Vísi spyr dag- inn sem ég rekti hana. Magnús Albertsson, Sjóvinnu- deild Lindargötuskólans: — Nei, ég hef nú ekki orðið svo frægur að hafa gabbað einhvern 1. apríl eða látið gabbast sjálfur. Ég er heldur ekkj með nein plön í þá áttina, að gantast að þessu sinni. Björn Logi, 14^'ára: — Ég man nú ekki til þe^a. Mig hefði hins vegar einna helzt langað til að stríða kennaranum mínum 1. april. Það er bara svo erfitt í framkvæmd, þar sem það er far- ið að gefa frí í skólanum þann dag. Ég held að þetta sé f annað Þorbjörg Aöalsteinsdóttir, skóla- nemi: — Ja ... einna fyrst koma mér f hug þau skipti sem ég tók þátt í þvf með skóla- félögúm mínum að gabba kenn- arana með því að skipta um stofur. Þannig tókst okkur að láta þá hlaupa aprfl hvern um annan þveran. Guðmundur Jónsson, starfsm. í prentsmiðju: — Nei, og einu aprílgöbbin sem ég man eftir eru þau, sem blöðin hafa birt, ég hef alltaf haft gaman af þeim. Sigurður Sigurjónsson, nemi: — Nei, ég held bara ekki ... » )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.