Vísir - 01.04.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 01.04.1971, Blaðsíða 16
Sérfræðingar British Museum töldu þettu síðustu geirfuglinn Jöldumþað varúðarráðstöf- un að eignast sprengiefni — segir einn fjórmenninganna um sprengi- efnisþjófnaðinn i Kópavogi Lélegasti geirfuglinn i London boðinn fyrir 10 þúsund sterlingspund 9 Við þurfum hreint ekki að vera varusælir með okkar geir fugl, þö að nú hafi komiö 1 ljós, að fleiri geirfuglar hafi verið eftir í einkaeign, en aflir töldu, sagði dr. Finnur Guðmundsson í viðtali við Vísi í morgun. — Þrír af fjór- um geirfuglum úr eigu kapteins Hewitt hafa nú verið seldir fyrir a.m.k. jafnhátt verð og við keypt- um okkar og sennilega mun hærra. Fjórði fuglinn, sem jafnframt virð- ist vera lakasta eintakið er nú boð- inn fyrir 10 þúsund sterlingspund, en hann virðist afar illa settur upp. • Dr. Finnur Guðmundsson, sem hefur rannsakað allt, hvað við- kemur geirfuglum mjög náið síðan 1953, að Náttúrugripasafnið fékk geirfuglsegg, er ekki hinn eini, sem taldi geirfuglinn frá Aalhoim Slot vera síðasta geirfugíinn. Und- irritaður getur borið um það, að sérfraeðingar Britlsh Museum, voru á þeirrj skoðun, — töldu það alveg fullvfst, þegar við raeddum við þá í British Museum, daginn fyrir upp- boðið hjá Sotheby. — „Huldumann inum“, Hewitt kapteini, sem þótti með afbrigðum einrænn og sérvit- ur, hefur hins vegar tekizt að leika rækilega á alla. — „Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekld dauður“. — Hann lézt fyrir tveimur árum. - VJ „Það er mesti misskiln- ingur að tal okkar um mannrán og skemmdar- verk hafi verið meint af nokkurri alvöru“, sagði einn piltanna fjögurra, sem hlut áttu að innbrot inu í birgðastöð Kópa- vogskaupstaðar fyrir nokkrum vikum og mjög hefur verið umtalað eft- ir frétt Vísis á mánudag- inn. „Það kann að hafa verið minnzt á þetta, en það var gjörsamlega meiningarlaust,“ sagði pilturinn, sem er félagi í Fylkingunni. Sá fjórði, sem nú situr inni, sótti um aðild að Fylking- unni, en var hafnað af einhverjum ástæðum. — En tiil hvens var sprengi- efnið ætfað? „Innbrotið var fraimið með það fyrir augum að eignast sprengi- efni. í okkar augum var það varúðarráðstöfun, þar eð við telj um að meöan landið er hemum- ið af bandarískum her, sé fuTl ástæða tfl að vera á varðbergi. Hemámsliðið er að okkar dómi ekki vamarlið, heldur hernáms- lið, sem sé hlekkur í öryggis- keðju Bandaríkjanna. Ég tel, að öryggi þjóðarinnar stafi meiri haetia af veru eriends heriiðs en þessu máíi okkar“. — Hvað um sprengingar í á'l- vericsmiðjunni og annað þvn' um líkt? „Jú, það barst einhvern tíma í tal innan hópsins að magnið af sprengiefni, sem við höfðum undir höndum, nægði til að sprengja upp verksmiðju á stærð við Strau-msvíkurverið — Eitt-hvað var rætt um að hægt mundi að setja forráðamönn-um álversins ski-lyrði. Við töildum að við mundum geta sett -þeirn þá, kosti að þeir settu upp hreins- unartæki í verksmiðjunni, ella mundi álverksmiðjan gerð óstarf hæf. Ekki var þetta rætt á neinu framkvæmdastigi, held-ur aðeins sem framtíðarmöguleikar, ef til- ra-unir annarra aðila til sama ár angu-rs mistækjust". — En hvað um hernaðarmann virki? Sex metra hátt minnismerki eftir Ásmund í Keflavík „Ég held þaö megi kalla þetta nýsmíði í veröldinni, svona minn ismerkjasmíði úr málmi á ég við,“ sagði Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, er Vísir leitaði upplýsinga hjá honum um skúlp- túr hans „Minnismerki sjó- manna“. Það verk hefur nú Keflavíkurbær ráðgert að reisa ’á brekkubrún í bænum og hæð- in á minnismerkinu á að vera nálægt 6 metrum. „Það er gífurleg hæð,“ segir Ás- mundur. „>ó að ég vilji helzt hafa höggmyndir eftir mig á bersvæðl og sem stærstar, hef ég ekki fengið höggmynd eftir mig stækkaða svona mikið. Þegar mirm-ismerkið Myndlistarskálinn verður að danshúsi Nemendur úr Kennaraskólan- um og Menntaskólanum í Hamra hlíð hafa síðustu vikuna unnið af kappi við að þrífa til í mynd listarskálanum, sem verið er að reisa á Miklatúni. Ástæðan er sú, að þau þrjú þúsund ung- menni sem stunda nám við skól- ana -hyggjast að halda árshát'ið skólanna f hinum ca. 1500 fer- metra salarkynnum skálans n.k. mánudags- og þriðjudagskvöld. „Við eigum erfitt um vik með skreytingarnar,“ kvörtuðu þeir nemendur, sem Vísir hafðj tal af á staðnum í morgun. Einna helzt sögðu þeir það vera erfitt að skreyta veggina. „Við meg- um helzt ekki koma við þá með fingurgómunum, hvað þá meira,‘‘ sögðu þeir. Það er hins vegar ekkj eins miklum erfiðleikum -bundið, að kippa gólfflötum þeim í la.g, sem ætlunin er að dansa á. „Við bara málum gólfið undir nýju dansana og leggjum plötur yfir það gólf, sem gömlu dansarnir verða dansaðir á,“ útskýrðu nemamir. „Hvar við fáum plöt- umar er annars vandamá] dags- ins,“ bætti einn við. Það er ýmislegt fleira sem þarf til, svo að allt verði með ,elegans‘. Klósettskálar þarf t.d. að fá lánaðar ofan úr Saltvík, hitablásara til viðbótar við þann sem fyrir er, píanó fyrir tónlist- arunnendur að þjösnast á á af- viknum stað og svo ljósaútbún- að til að ná réttri birtu (eða rökkri) í salarkynnunum. Svo eiga þeir Kennaraskóla- nemar, sem æfa upp skemmti- atriði til sýningar f Austurbæjar- bíói á mánudagskvöldinu sjálf- sagt við fjölda vandamála að stríða lfka, en sköpunargleði þeirra bja-rgar þeim áreiðanlega á leiðarenda, sé hún til jafns við þeirra í myndlistarskálanum. — ÞJ-M er oröið þriggja mannhæða hátt og því verið komið fyrir á -brekkubrún, hlýtur það að taka sig út sem óg- urlegt bákn,“ sagði hann ennfrem- ur. ,,Það er verið að gera fyrir o-kkur kostnaðaráætlun til smVðinnar í vélsmiðjunni Þrym, sem að öllum líkindum mun koma til með að vinna skúlptúrinn,“ sagði svo Jó- hann Einvarðsson, bæjarstjóri Kefilavíkur er við snerum má'1i okk a-r til han-s. Kvað h-ann margt vera enn óráðið varðandi minnis-merkis- smiðina. Staðurinn fyrir merkið hefur t.d. enn e-kki verið endanlega valinn, sagði hann, en gat þess, að mestur áhugi væri fyrir því. aö koma því fvrir á brekkubrúninni fyrir ofan gagnfræðaskóla Kefla- víkur. Það væru bara ekki enn full- ákveönar allar byggingafram- kvæmdir í næsta nágrenni þess staðar, en af þeim fram- kvæmdum yrði að taika mið varðandi staðsetningu minnismerk- isins. Eins væri ekki hægt að á- kveða neitt um stærð þess, fyrr en búið væri að ganga fyliilega úr s-kugga úm aiþ þar að lútandi. í ráði er að setja upp eitthvert bákn á brekkubrúninni í sömu stærð og talað hefur verið um að stækka minnismerkið upp í til að hægt sé, að gera sér einhverja grein fyrir endanlegri útkomu. Hvort minnismerkið verður úr þykku járni eða eir, verður ekki ákveðið fyrr en kostnaðaráætlunin iiggur fyrir, Verðmunurinn kemur skiljanlega tii að ráða þar mikln um allar ákvarðanir. — ÞJM „Það var aldrei gerð nein sér- stök áætlun f þá átt að vinna þar skemmda-rverk, því síður að slíkt væri rætt innan hóps- ins“, sagði ungi Fylkingarmað- urinn í viðtali við Vfsi. Inn-brotið var framkvæmt af þeim f jórum. Nótt ein-a snemma í febrúar fóru þeir s-uður f Kópa- vog á bifreið eins þeirra. Héldu þeir vestur á Kársnes, en þar hef-ur Kópavogskaupstaður birgðageymslu. Við Miðina á skála þess-um er áhaldahús Kópavogs og um þetta leyti voru menn að starfa þama, en urðu ei-nskis varir. Hengilá-s fvr- ir dyrum var ekki mikil hindiun og það tók stuttan tíma að ferma bílinn, sem var venju'leg- ur 5 manna bflil. Utan dyra -va-rð einn kassi a-f dýnamittúpum eftir. Féla-gamir höfðu samband við ónefnt dag- blað da-ginn eftir og vöktu at- hy-gli á kassanum vegna mögu- legrar hættu, sem börnum hverf isins gat staifað af þes-su, en að því er þeir héldu, kom-st ekki upp um innbrotið og hvarf rúm- lega 4 kassa af sprengiefninu fyrr en 3 dögum síðar. H-aldið var með þennan feng upp í Smálönd, skammt fyrir ofan borgina og sprengiefninu komið þar fyrir í lokuðum kart- öfluskúr, sem þeir sögðu álíka rammgerðan og sprengiefna-' geymsluna. „Við teljum, að sekt okkar sé nokkuð svipuð og op- in-berra aðila, sem geyma stór- hættuteg efni eins og þama var gert“. Aðeins var stolíð dýna- mittúpum en síðar bættust þeim hvellhettur, sem einn þeirra komst yfir, en ekki kvaðst sögu- maður bl-aðsins vita hvaöan þær komu. T-veir piltanna, sem hér um ræðir, eru nemar í MR, en hinir tveir eru verkamenn. — Engan Iögf-ræðing kvað hann hafa verið ráðinn, enda fjáriiagur þeirra þröngur. Að lokum kvaðst mað- urinn mótmæla því, að þeir hefðu nokkru sinni komizt í kast við lögin, sá fjórði, sem nú er í geörannsókn, mun hin-s vegar hafa gerzt brotlegur. —JBP „Það, að smíða skúlptúra úr málmi, er nánast nýjung í veröldinni. Ég veit, að Ameríkanar eru eitthvað farnir að eiga við það og svo líka úr plasti, auövitað,“ segir Ásmundur, sem hér stendur við líkan af Minnismerki sjómanna. Danir vilja kaupa af okkur krembrauð „Við bindum góðar vonir við ut- flutni-ng á sælgætinu okkar og þá einkum krembrauðunum okkar, sem heppilegust eru tii útflutn- ings,“ tjáði Gunnar Sverrisson, með eigandi í sælgætisgeröinni Völu, Vísi í morgun. Sagði hann sæl- gætisgeröina vera að flytja í ný húsakynni í dag, en vélakostinn, sem á að bætast við þann, sem fyr- ir er, koma með tímanum og þá í Muiraæmi við nmsvif Völu á mark- aðnum. ,,Við höfum síðasta misserið ver- íó að grennslast fyrir um liugsan- ’lega útflutningsmö-guleika á sæl- gæti okkar," sagði Gunnar enn- fremur. „Víða höfum við mætt miklum áhuga, en aftur öl-lu minni annars staöar eins og gengur. Eink- um eru það Danir — þeir miklu sæl-kerar — sem sýnt hafa okkur áhuga og þá helzt krembrauöunum okkar. Enn h-efur þó ekki verið gengið frá neinum sölusamningum við þá eða aðra, þar sem afka-sta- geta sælgætisgerðarinnar við hin bættu skiilyrði, vélakost og húsnæð ið nýja, liggur ekki enn Ijós fyr- ir,“ sagði Gunnar að lokum. — ÞJM I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.