Vísir - 01.04.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 01.04.1971, Blaðsíða 7
****** VÍSIR . Flmmtudagur 1. apríl 1971. cTlíenningarmál Bókaskrá Bóksalafélags íslands: Bókaútgáfan árið sem leið bófcagerð og bókaát- gáfa er sjálfri sér lík fm éri tö árs: þær breytingar sem þó veröa koma smám saman fram og tafca langan tima. Þetta á baeði við um efini og innihald bófea. Þótt bókagerö hafi tek- ið nokkrum breytingum og fjöl breytoi henaar aukizt, hafa ný ir lítgáfubættir að s<vo komnu eMd orðið tíl að au'ka til nemm imma rnagn eða fjöl- breytfii bökaút-gáifurmar. í Ttndanfömum árum og ára- x tegium hefur verið taiað um „byiting" í bókaútgáf.u í heimmum méð tiifeomu nýrrar, stórvkkrar og ó'dýrrar bóka-. gerðar. Lfkast til er tómt tnál að taia um viðiíka þróun í okkar smáu sniðum? Hér á landi hefur ekki verið farið út á braut sára-ódýrrar vasaút- gáfu nema lítillega f tilrauna skyni, einkum í reyifáraútgáfu á síðustu árum. En vert er að vekja athygii á því að vasabæk umar kosta ekki nema þriðj- ung þess verðs sem tekið er fyrir nákvæmlega sams konar bækur i viðhafnarbúningi jól- anna og gera þó allt hið sama gagn. Bökagerðar-byltingin staf ar af nýrri útgáfutækni. Og með hinum nýju útgáfuháttum hef- ur tekizt að vinna bökum nýj- an markað, nýja lesendur: hin nýja ódýra bókaútgáfa bætist fremur viö en hún kotni í staö- inn fyrir venjubundna bókaút- gáfu. Sambærileg þróun er vissulega bæði hugsanleg og æskileg í hérlendrj bókagerö og útgáfu. Ætla mætti að með aukinni fjöl'breytni, ódýrari bókagerð væri unnt að ná til lesenda sem takmörkuð fjár- ráð hafa til bókakaupa, að með nýjum útgáfuháttum væri unnt að gefa út ýmiskonar bók- menntir sem efcki þykja mark- aöshæfar á venjubundnum bóka markaði. íslenzk bókaútgáfa þarf vissulega á hvortveggja að halda, nýjum lesendum, auknum markaðj og aukinni fjölbreytni útgáfunnar. Ot á slíkar brautir hefur ver ið farið á umliðnum árum, t. a. m. meö Ijóöaflokki Almenna bókafélagsins, pappírskiljum Máls og mennÍKgar, lærdóms- Rókpiennt^'élagsms — en vark í svo m klum mæli að ViLnæg-jandi reynsla sé fengin urn ‘í.rKomuvonir þvílíkrar bóka gerðar. Bókaútgáfa og bóksala er fjarska fhaidssöm atvinnu- grein hér á landi, bundin að miklu leyti við fhaidssaman gjafamarkað jólanna. TH að vemlegar breytingar verði á bókagerð og útgáfu þurfa að koma til nýjar og breyttar hug myndir um notkun og nota- gildi bóka. Og það er fyrst og fremst útgefenda að taka frum- ''íyxpr.’V-ýX*?# mwrerw •gærah.TME- j* \ kvæði um aðgerðir til breytinga og bóta. T nýútikominni bókaskrá Bók- salafélags íslands fyrir árið 1970 virðist mér i fljótu bragði að taldar séu um þaö bil 250 bækur á almennum markaöi í fyrra sem vera mun ívið minna en oft áöur, en raunar hefur bókaútgáfan verið mjög svipuð að magni til um mörg undanfar in ár. I fyrra hefur árað í bezta lagi fyrir innlendan skáld skap — að bókatölunni til. Við lauslega talningu virðist mér, að þá hafi komið út 29 frum- samin skáldrit í lausu máli, skáldsögur (18), smásagnasöfn (5) og leikrit (6) fyrir utan allmargar endurútgáfur, og hvorki meira sé minna en 24 nýjar frumortar Ijóðabækur. Þetta mun vera alimiklu meiri útgáfa en t. a. m. 1969. Engu að síður fara þessar tölur nærri meðaUagstölum undanfarinna ára. Þótt miklar sveiflur verði í einstökum útgáfuflokkum frá ári til árs, hefur útgáfa nýrra innlendra skáldmennta haldizt í mjög svipuðum skorðum um mörg undanfarin ár að meðal- tali til. Á hinn bóginn komu ekki út í fyrra, samkvæmt skrá Bóksalafélagsins, nema rúmlega 50 erlend skáldrit í þýðingu, allur þorri þeirra auð- vitað þýddar skáldsögur á jóla markað, sem er allmiklu minna en oft áöur. Meira er þó um það vert að i fyrra kom óvenju margt út af markverðum, jafn- vel mikilsverðum erlendum skáldritum í islenzkri þýðingu, í það minnsta 12 bækur telst mér eftir skránni, sem er miklu hærra hlutfall en oft áð- VTið þessa bókaútgáfu fyrir al- ” mennan markað bætast svo samkvæmt skrá Bóksalafélags- ins rúmlega 100 bækur afýmsu tagi handa börnum og ungling- um, innan við þriðjungur þeirra frumsamdar bækur. Um það bil helmingur þessarar útgáfu virð ist mér aó séu skáldsögur handa stálpuðum börnum og ungling- um, 13 sögur frumsamdar. 39 þýddar, fyrir utan endurútgáfur sem eru nokferar I hvorum flokk. Einatt er kvartaö um það að mnlendum bamabókum og höf undum þeirra sé ónógur sómi sýndur af opinberri hálfu, ekki sinnt sem skylcti af gagnrýn- endum. Víst er um það að á barnábókamarkaðnum hefur blaðagagnrýni leiðbeininga- og upplýsingahlutverki að gegna sem verulega hefur verið van- rækt. Af mínum lausiegu kynn- um á undaníömum árum virð- ist mér hins vegar að mank- verðum bó'kmenntum, innlend um né erlendum, sé furðu sjald an fyrir að fara á þessum mark aði, skoðun sem yfirlit árlegr- ar útgáfu í bókaskrám verður einatt til að staðfesta. En vissu lega væri vert að reyna að koma við bókmenntalegu mati þessarar útgáfustarfsemi — en barna og unglingabækur eru eins og framangreindar tölur sýna, verulegur hluti árlegrar bóikaútgáfu. Og þess utan mun útgáfa barnabóka vera með tryggustu og aróvænlegustu út- gáfugreinum. Jjað kann að Þykja harkalega sagt, -— en furöu margar árlegar skáldsögur virðast mér fyrst og fremst til marks um hrörnun og úkynjun raunsæis- legrar frásagnarhefðar á um- liðnum árum. Áreiðanlega er mikil hæfa í J>eirri ábending Þráins Bertelssonar í grein hér í blaöinu fyrir nokkrum vik- um, að í íslenzkum bókmennt- um skorti um þessar mundir tilfinnanlega skáldsögur sem í senn hafi nokkurn bókmennta- legan, listrænan metnað til að bera og sinni skemmti- og af- þreyingarhlutverki fyrir mik- irm fjölda lesenda. Guðmundur L. Friðfinnsson. Þótt' hér verði dæmi nefnd stafar það ekki af því að þær bækur séu tiltakanlega „verri“ en gengur og gerist á alþýðieg um skáldsagnamarkaöi, síður en svo, einungis hinu að þessar Þækur hef ég erfiðað við að lesa niér til takrnarkaðs gagris eða gleði, en engra þeirra hef ur áður verió getið hér í blað- inu. .Takob Jónasson (Þar sem elfan ómar, ísafold) og Guð- mundur L. Friðfinnss. (Örlaga- glima, Helgafell) fara í sögum sínum, hvor með sinu alls ó- lika móti, með efnivið hefð- bundinnar þjóðlifslýsingar. Að visu virðist mér meira vert um sögu Guðmundar. En ljóðnæn og íborin stílstefna hans er kynlega ósamloöa hetju- og harmsöguefni Örlagaglímu, og vantar mikið á að þessu hvor- tveggja verði komið heim og saman við nokkurn veginn raun sæislega sveitar- og sálarlifs- lýsingu. — Þar sem elfan ómar er aö forminu til minningasaga úr sveitinni fyrrum, lýsir ungum pilti að komast til aldurs og þroska, fram að viðskilnaði hans við sveitina. En hinn ungi piltiur sem söguna segir er alitof skrýtilega saman settur til að veita langdregnu og útúr- dúrasömu efni sögunnar vitiegt samhengi og merkingu. Magnús Jóihannsson frá Hafn arnesi (Svikinn draumur, Heims kringla) og Marteinn frá Voga- tungu (Leiðin til b&ka, Prent- rún) fara að sínu leyti með efni við Reykjavíkurlýsingar, Iýsing rótarslitins lífs, sálanháska. Saga Marteins er fjarska tilfinn ingasöm rey-farasaga, úr þjóð- félagslegu efni gerð þótt hún miðli engrj sjálfstæðri skýring né skilningi þess, en vekur fyrst og fremst eftirtekt vegna frumefna kreppulífslýsingar í frásögunní. — Sama gildir um Magnús frá Hafnarnesi þótt hann sé stilfærari höfundur, að saga hans verður heldur en ekki ólikindaleg þegar til Reykjavíkur dregur, þótt í upp hafj hennar séu gerð drög sál- arhfslýsingar, sálkreppu sem orðið gæti raunverulegt harm- söguefni. Óneitanlega er Guðrún frá Lundi sér á parti i þessum hóp. En verk hennar væru í heilu lagi fróðlegt rannsólmarefni um íslenzka bókmenning fyrr og nú, hvemig saman fara í sög um hennar frumefni raunhæfr- ar samféiagslýsingar, heföbund inn smekkur söguefna og á- sköpuð upprunaleg frásagnar- gáfa. Henni er það að þakka að sögur Guörúnar eru sjaldan eða aidrei beinlínis Ieiðinlegar aflestrar. En hún segir jafnan sömu eöa svipaðar sögur, og a-f því helgast vafalaust varan- legar yinsældir hennar. Hins er varla að vænta að Guðrún frá Lundi sé enn upp á sitt bezta, komin á níræðisaldur: saga hennar frá f haust, Utan frá sjó (Leiftur), augljöslega upp- haf að nýju framhaldsverki, er með þeim veikgerðustu sem ég hef lesið. 'C’ins og um skáldsögur á það auðvitað við um þorra árlegra ljóðabóka að harla fáar þeirra virðast liklegar til lang- lífis né frægðar, einna eða neinna varanlegra á'hrifa á les- endur sína, Það er auðvitaö eng in ný bóla að það sem verulegu máli skiptir f nýjum bókmennt um, eða varðar framvindu bók menntanna nokkru, sé á hver.j urn tíma verk fárra höfunda, fáeinar bækur á ári. Yfirlit ár- iegrar bókaútgáfu í einu lagi. minnir hins veaar á hitt hve auðvelt verk það er og kostar lítið fé á við margt annað að fylgjast rækilega með nýjum islenzkum skáidskap. Ætli með Guðrún frá Lundi. EFTIR ÓLAF JÓNSSON alverð frumsaminna skáldrita hafi ekki farið nærri 500 krón um árið sem leið, ætli það láti ekki nærri að sá sem kaupir 10 — 12 bækur á ári geti meðþvi móti eignazt allt sem kemur út af markverðum nýjum skáld- skap, og þó meira til? En af þeirri fúlgu sem þetta mundi kosta hiröir riikið reyndar sín 11% i söluskatti af bókum. Nærri má geta hverju þaö mundi skipta bókmenntimar og rithöfundana ef þeir gengjuaö markaði vísum sem tryggði þeim lífvænleg laun fyrir vinnu sína, en af þeim stéttum og starfshöpum sem vinna a,ð bóka gerð, bókaútgáfu og bóksöiu er rithöfundum einum synjað um þau gæði. En hvað skyldi þurfa stóran markað til, hvaða breyb ingar yrðu á verði bóka, ef það yrði iagt til grundvallar verð- lagningu að „meðalbók" í „meö alsöiu“ tryggði iiöfundi sínum meðallags-árslaun? Tjar' sem rætt er í heyranda hljóði um kjör rithöfunda á þingum, ráðstefnum og öðfum mannamótum er sjaldan að slík- um reikningi vikið — þótt ekki linnj kröfugerö um alls .konar framlög og styrki af opinberu fé. Slíkra fjárveitinga er vissu lega þörf og þurfa þær minnsta kosti ekki að nema lægri upp-. hæð en toll- og skatttekjum af bókmenntastarfi. En markmið þeirra, umfram heiðursiaun og starfstyrki til nýsköpunar, hlýt- ur að vera að stuðla að því að gera bókmenntastarfseEnina fjár hagslega sjáifbjarga, markaðs- hæfa, en fráleitt aö stuðla að sveitiægum bókmenntum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.