Vísir - 14.04.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 14.04.1971, Blaðsíða 3
VISTR . Miðvíkudagur 14. aprfl 1971 3 I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND A-Pakistan: Umsjón: Haukur Helgason CNN FRCGNIR AF FJÖLDAMORDIIM FJÖLMIÐLAR á Indlandi greina stöðugt frá grimmd- arverkum, sem hersveitir Vestur-Pakistana fremji í A-Pakistan. Stjómvöld í Pakistan neita þessu. Ind- verjar segja, að 300 nem- endur í skóla einum í Jess- annars í gær, að monsúnregnið væri haifið, fjórum vikum fyrr en búizt var við. Því muni hersveitum Vestur-Pakistana veitast erfitt að vinna alger yfirráð, áður en vegir spiMast af rigningunni. Hinir mörgu Isekir og fljót muni bólgna og marg- ir vegir verða ófærir. Monsúnregn- ið er byrjað að fulium krafti í bæj- umim Comialia, Sylhet og Chitta- gong. Bæði Comiaiía og Chittagong eru mikilvægar birgðastöðvar fyrir hersveitir Vestur-Pakistana.. Indversk stjómarvöld álíta, að Vestur-Pakistanar muni nú leggja á það áherzlu að „bíta sig fasta“ í mikilvægustu bæjunum. Indland hefur ekki viðurkennt ríki sjáifstæðishreyfingar Austur- Pakistan, Bangla Desh, sem sjálf- stætt ríki, enda hefur ekkert ríki gert þaö til þessa. Margir af leið- togum f indverskum stjórnmálum, bæði í rfkisstjóm og stjórnarand- stöðu, berjast fyrir slíkri viður- kenningu. Samvinnunefnd, skipuö fulltrúum úr öllum stjómmálaflokk um, var stofnuð í gær til að gang- ast fyrir og skipuleggja aðstoð við sjálfstæðishreyfinguna í A-Pakist- an. Samtök hafa sprottið upp um aiit Indland í þessu skyni. Stjórn sjálfstæöishreyfingarinnar í Pakistan skoraði í gær á öli lýð- ræðisríki í heimi að viðurkenna Bangla Desh sem sjáilfstætt ríki. Segist sjálfstæðishreyfingin hafa gert bæinn Chudanga, 16 kílómetr- um frá indversku landamærunum, að höfuðborg rfkisins. Bardagar halda áfram miili her- sveita Vestur-Pakistana og sjálf- stæðishrevfingarinnar. Munu Vest- ur-Pakistanar hafa tekið tvo bæi i norðvesturhluta A-Pakistan, sem sjálfstæöishreyfingin hafði ha'dið, Dinajpur og Lalmanirhat. Blaðamenn frá Vesturlöndum, sem hafa heimsótt svæðin austan indversku landamæranna, segja, að sjálfstæðishreyfingin ráði sveitun- um, en her Vestur-Pakistana hafi fullkomin vopn fallbyssur, skrið- dreka og fiugvélar, og geti því sótt fram að vild, en þaö muni þó veröa dýrt. ore, 39 kílómetmm frá landamærunnm, hafi verið myrtir, er hermenn skutu á þá. Grískur maður, Kon- stantin Xiros, sem er ný- kominn frá Austur-Pakist- an, segir, að hermennirnir hafi skipað sjúklingum að fara út úr sjúkrahúsi í Chittagong og tekið þá af lífi. Xiros er yfirmaður á skipi og segir hann, að skip sitt hafi verið bundið í höfn í Chittagong frá 25. marz til 11. aprfl. Sérfræðingar, sem athugað hafa boðskap Ohou En-Lais, forsætisráð- herra Kína um borgarastyrjöldina í Pakistan, segjast telja, að yfirlýs- ingunni sé frekar beint gegn Ind- verju heldur en að með henni sé látin í Ijós andstaða gegn Austur- Pakistönum í stríðinu. Fréttir frá A-Pakistan hermdu Bretar eignast sitt iandhelgismál ÞUNGUR KROSS. — Það er ekki krossinn, sem hangir um háls þessa bandaríska hermanns, sem sligar hann. Hrnn ber annan kross og þungan. Fjarri ástvinum, í framandi landi, sífellt ógnað af stríði, sem hann skilur ekki, bugast þessi hermaður í Víetnam við byssuna sína stund eina á páskahátíðinni. Brezka blaðið Guardian í stjómin gæti ekki verið sagði í gær, að brezka|viss um, að meirihluti „Aldrei framar hersveitir til Suðaustur-Asíu44 — segir Laird Bandarikin munu hafa flota- og flugher I Suðaustur-Asíu um óá- kveðinn tíma en þangað verður ekki aftur flutt ógrynni hermanna eins og gert var í Víetnamstríðinu. Þetta segir Melvin Laird hermála- ráöherra Bandaríkjanna. Hann seg- ir, að dregið verði í sumar úr her- búnaði Bandaríkjamanna í Víetnam en bandarískir hermenn muni þó taka þátt í ýmsum varnaraðgerðum eftir þann tíma. Ráðherrann sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að „víetnam- iseringin" heföi reynzt vel. Þegar friður kæmi, mundu Bandaríkin leggja fram fé til að aðstoða þjóðir Suðaustur-Asíu við nýtingu mann- afla síns og auðlinda. „Við megum þá ekki fremja þau mistök að senda fjölda hermanna tll þessa heims- hluta,“ sagöi Laird. „Hernaðarað- stoö, jú, en ekki hersveitir." Laird sagði um Mið-Austurlönd, að sannað væri, aö Sovétríkin veittu Egyptum öflug, mjög fuH- komin vopn. Hins vegar vildi hann ekki segja, hvort þarna væri um að ræða beztu þotur Sovétríkjanna, af MIG-23 gerð. Hann sagði, að Sovét- ríkin væru að gera flotastöðvar við Miðjaröarhaf, en nefndi ekki, hvar þær væru. manna mundi samþykkja aðild að Efnahagsbandalag inu, nema Bretum verði leyft að halda sinni tólf mflna landhelgi. — óttast stefnu Efnahagsbandalagsins Blaðið segir, að minnsta kosti tuttugu þingmenn Ihaldsflokksins mundu greiða atkvæði gegn aöild, ef ríkin sex í EBE standi fast viö ákvörðun sína frá október 1970 um samræmingu aMrar landhelgi ríkj- anna. Samkvæmt þeim reglum, sem nú séu í gildi, eigi sérhvert ríki í EBE að geta fiskaö innan brezku landhelginnar, ef Bretar ganga í bandalagið. Blaðiö bendir á, að fisk stofninn sé í hættu og brezkir fiski- menn hafi með sjálfsafneitun varð- veitt hann. Blaðið Times segir ennfremur, aö ekkert valdi þingmönnum jafnmikl- um áhyggjum og stefna EBE í land- helgismálum. EBE hafni tólf mílum og hafi stefnu, sem geti opnaö gátt- irnar fyrir hvern sem er. Rösk stúlka óskast til afgreiöslustarfa á pylsubar annan hvem dag kl. 9—6, aldur 20—30 ár. — Sími 18487. Lagerpláss Lagerpláss óskast, má vera óupphitað. — Uppl. í síma 17570. Sinfóníuhljóimveit íslsanós Sönssveitin Fílhormónía Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 15. apríl kl. 21. Stjórnandi dr. Robert A. Ottósson. — Einsöngvarar Guðrún Tómasdóttir, Ruth Magnússon, Sigurður Björnsson og Kristinn Hallsson. — Flutt verður Te deum eftir Bruckner, Ófullgeröa hljómkviðan eftir Schubert og þættir úr tónlist viö „Draum á Jóns- messunótt" eftir Mendelsohn. — Aðgöngumiðar seld- ir í bókabúö Lárusar Blöndal og bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.