Vísir - 14.04.1971, Blaðsíða 13
VlSIR . Miðvikudagur 14. apríl 1971.
ga—*mmiftg— i ■jwriiojM—geaMani—m
Kirkjulegar hjónavigslur
tíðari hér en á hinum
Norðurlöndunum
í hinu nýja frumvarpi um stofn
un og slit hjúskapar er lagt
ti'l að hjúskaparaldur karla verði
færður niður í 18 ár og veröi
þá sama aldurslágmark fyrir
konur og karla. 18 ára aldurs-
lágmark gildir nú í ýmsum
löndum, Rússlandi, Tékkóslóvak
íu, Júgóslavíu, A-Þýzkalandi,
Póllandi, Noregi og Svíþjóð.
1 sérstakri könnun, sem hef-
ur fárið fram á aldursleyfum,
sem veitt voru árið 1970 voru
veitt leyfi til 93 karla og 40
kvenna. Kemur fram að um fjór
ir fimmtu hlutar ieyfanna eru
veittir aðilum, sem vantar
minna en eitt ár á lögmætan ald
ur (78,5% varðandi karla en
80% varðandi konur).
Hjónabönd mjög ungs
fólks endast lakar
I athugasemd við þessa grein
frumvarpsins segir, að því sé
ekki að leyna aö ýmsar félags-
1936-1940 78,8 21,2
1961-1965 94,6 5,4
1966 94,1 5,9
1967 94,5 5,5
Það sést að síðustu árin eykst
fjöldi kirkjulegra hjónavígslna
þannig að þær eru hlutfallslega
nærri þv) jafnmargar og
skömmu eftir aldamót. Hins veg
ar vantar í skrána hlutfailið
miili hinna tveggja hjónavígslu-
forma áratugina 1940—1960.
Þá er fjailað um hjónaskilnaði
í frumvarpinu. í því segir að
ekki felist veigamiklar breyting
ar í skilnaðarskilyröum a.m.k.
ef miðað sé við lagaframkvæmd
ina. Aðalbreytingin sé sú að
þeim maka, sem fengið hefur
leyfi til skilnaðar að borði og
sæng sé réttkræfur iögskilnaður
ef-tir eitt ár án tillits til þess
hvort hitt hjóna sé sammála því
að leita lögskilnaðar. Sam-
kvæmt lagaákvæðum eru frestir
þessir nú ýmist eitt ár eða tvö
ár.
hjón hafa ákveðiö að leita skiln-
aðar. Hins vegar hafi nefndimar
talið að sættir geti gegnt mikil-
vægu hlutverki í því skynj að
búa hjónum aöstöðu til að ræða
vandamál sín við þriðja mann,
sem oft hafi innsýn í þau þjóð
félagsvandamál sem tengjast
skilnaði ,og nokkra sérkimnáttu.
Stofnun sem sjái um
ráðgjöf fyrir hjón nauð-
synleg
1 framtíðinni sé ótvirætt nyt-
samlegt að komiö væri á fót
stofnunum, sem fjölluðu gagn- ■
gert um ýmiss konar ráðgjöf fi
og leiðbeiningar fyrir hjón og
raunar hjónaefni, skipuðum sér
fróðu starfsfólki, þ. á m. sálfræð
ingum, lögfræðingum og prest-
um, félagsráðgjöfum o.fl. Þá er
vakin athygli á tilraunum, sem
hafa verið gerðar víða um lönd
með sérstaka dómstóla, sem
Kirkjulegar hjónavígslur eru tíðari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum — þeim hefur
fjölgað hér, en borgaralegum vígslum fækkað.
fræðilegar rannsóknir víöa um
lönd t.d. í Danmörku, Svíþjóð,
Vestur-Þýzkalandj og Bandaríkj
unum veiti v’isbendingu um, að
’hjónabönd mjög ungs fólks end
ist lakar, þegar á heildina sé
litiö, en hjónabönd annarra þ.
á.m. ef til samanburðar sé tek
ið fólk sem giftist 20—24 ára.
Hliðstæöar rannsóknir hafi ekki
farið fram hér á landi.
í frumvarpinu kemur fram, að
kirkjulegar hjónavigslur eru
stórum tíðari hér á
landi en borgaralegar hjóna-
vígslur. Kirkjulegum hjónavígsl
um hefur fjölgað hlutfallslega
siðustu áratugi, sérstaklega eft
ir 1940. Borgaralegar hjónavígsl
ur voru tiltölulega tíðastar 1936
—40 (21.2%). Síðasta áratug
nema kirkjulegar vígslur 94—
95% allra hjónavígslna og eru
þær miklum mun tíðari hér á
landi en á hinum Noröurlöndun
um. 1 skrá yfir kirkjulegar og
borgaralegar hjónavígslur sést
hlutfallið milli þessara tvenns
konar hjónavígsluforma og jafn
framt þróunin síðustu áratug..
kirkjulegar borgaralegar
hjónavígsl. hjónaVigsl.
1916-1920 95.9 4,1
Meðaltímalengd skiln-
aðarhjónabanda 9 ár
í frumvarpinu er sagt frá
könnun á meðalvaranleika hjóna
banda, sem lauk með lögskiln-
aði 1965—1969. Leiddi könnun
in í ljós að meðaltímalengd
hjónabanda þessara hafðj verið
sem næst 9 ár. Dönsk rannsókn
bendir til að meöalvaranleiki
hjónabanda er ljúki með skiln-
aði sé 11 ár þar i landi. Þá er
skrá yfir aldur hjóna, þegar
lögskilnaður fer fram. Það kem
ur fram, að hundraðstala þeirra
sem fá lögskilnað innan 24 ára
aldurs hefur hækkað tii muna á
sjöunda áratugnum og á það
jafnt við um karla og konur. í
36,9% af skilnuðunum er bónd-
inn 29 ára eða yngri og í
54,8% 34 ára eða yngri. í
47,9% er konan 29 ára eða
yngri en í 62,4% skilnaða 34
ára eða yngri.
Þá segir einnig í frumvarpinu
að norrænu sifjalaganefndimar
hafi rætf rækiiega kosti sátta
og jafnframt ágalla, sem á séu
nú. Vafalaust séu sættir úrræði
sem komi um seinan eftir gild-
andj löggjöf þ.e. ekki fyrr en
fjalla alfarið um fjölskyldumál-
efni, þ. á m. slit hjúskapar og ^
vandamál sem af þeim stafa g
málefni barna, ættleiðingar og S
niðurfeliingu þeirra, um faðern g
ismál o.fl. Ailskiptar skoðanir
séu um árangur af slikum dóm
stólum, en t.d. í Bandaríkjunum
hafi þeir þótt gefa góða ratm
sums staðar, ekki sízt vegna
þess, aö ýmsir sérfræðingar í
öðrum greinum en lögfræði séu
tengdir dómstólunum og þar sé !
í reynd viðhöfð mikilvæg sátta I
starfsemi og félagsráðgjöf. Sé I
mikilvægt að fylgzt sé með 5
reynslunni af siíkum dómstól- g
um og öðruin nýjungum í með
ferð hjúskaparmála. Beri að
benda á þá brýnu þörf, sem
sé á rannsóknarstarfsemi um
fjölskyldumálefni á breiðum fé-
lagslegum grundvelli og sé mikil
vægt að koma á fót rannsóknar
starfsemi um þessi máefni við
háskóiann.
Að íokum má geta þess, að
meðal atriða frumvarpsins er
það að lagt er til aö lögfest
verði ákvæði um umgengni þess
foreldris við barn, sem ekki fær
forræöi þess. Þykir tímabært að
lögfesta slíkar reglur.
n
Kjötafgreiðslumenn
Kjötafgreiðslumaöur óskast strax, verður að
vera vanur. Tilboð sendist blaðinu merkt:
„Kjöt“.
Stúlka óskast
Stúlka óskast á afgreiðslu Vísis frá kl. 1—3.
Uppl. gefur afgreiðslustjóri, Bröttugötu 3B.
Laus staða
Staða skólastjóra við bændaskólann á Hól-
um í Hjaltadal er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi
starfsmanna ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 5. maí 1971.
Landbúnaðarráðuneytið, 5. apríl 1971
íbúð óskast
3—5 herbergja íbúð óskast, helzt í Árbæjarhverfi. —
Fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Uppl. í síma 84293
eftir kl. 19.
Frá barnaskólum
Reykjavíkur
Innritun sex ára barna (f. 1965) fer fram í
barnaskólum borgarinnar (æfingaskóli Kenn-
araskólans meðtalinn) dagana 15. og 16. apríl
n. k., kl. 16—18.
Föstudaginn 16. apríl, kl. 16—18, fer einnig
fram innritun bama og unglinga á fræðslu-
skyldualdri, sem flytjast milli skóla fyrir
næsta vetur. (Sjá nánar í orðsendingu, sem
skólamir senda heim með börnunum).
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir gja’ldtíma
bilið janúar og febrúar 1971, svo og nýálagðar
hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi
gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi
15. þessa mánaðar.
Dráttarvextir eru í \Vi% fyrir hvern byrjaðan
mánuð frá gjalddaga, sem var 15. marz sl. Em
því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá
og með 16. þ.m.
Sama dag hefst án frekari fyrirvara stöðvun
atvinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa þá skil-
að skattinum.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Reykjavík, 13. apríl 1971.