Vísir - 14.04.1971, Blaðsíða 6
6
V I S I R . Miðvikudagur 14. apríl 1971.
^ M
íslenzk verk aftur
í norsku útvarpi?
Norskir rithöfundar eru ný-
komnir úr mánaðarverkfalli
gagnvart norska útvarpinu og
sjónvarpinu. íslenzkir rithöfund
ar tóku þátt f samúðarverkfaHi
gegn þessum stofnunum og bönn
uðu að nokkuð yrði flutt eftir
félaga f Rithöfundasambandi ís-
lands í útvarpi eða sjónvarpi i
Noregi meðan deilan stæði. Geta
Norðmenn nú fengið aö heyra
aftur íslenzk verk, þ.e.a.s. ef
stjórnendur þessara fjölmiðla
hafa þá nokkum áhuga á ís-
lenzku efmi
Þotan tvívegis á Akur-
eyri sama kvöldið
Boeingþota Flugfélagsins vakti
mikla athygli, þegar hún renndi
sér inn til lendingar á Akureyrar
flugvöll að kvöldi annars í pásk-
um. Lenti hún þar tvívegis og
gerðu margir sér ferö út á flug
völ'linn f hinu bezta kvcldveöri
til að sjá gripinn, sem sést ekki
nema sjaldan þar nyrðra. Mikl-
ar annir voru f öllu flugi hjá
F.l. þennan dag páskagestimir
vom að flykkjast heim og þurfti
þvf á öllum flugvélakosti að
halda. Þotan er ekki lengi að
• renna sér norður eftir farþegum,
— það tók aðeins um hálftíma
að fljúga hvora leið.
Nýr siglingaklúbbur
Aðstaða til siglinga og róöra
er orðin ágæt í Fossvogi og hef
ur Siglingaklúþburinn Siglunes
nú eignazt mikinp og góðan báta
Tvísköttunarsamningur
við Vestur-Þjóðverja
Þessi mynd var tekin á dög-
unum, þegar undirritaður var í
Bonn samningur milli íslands
og V-Þýzkalands um að löndin
forðist tvísköttun á tekjum og
eignum. Lengst til vinstri er
Ámi Trvggvason, ambassador
ÍSlands, þá koma fulltrúar Þjóð-
verja, dr. Paul Frank og dr.
Hans-Georg Emde frá innanrfkis
ráöuneytinu.
kost. Hefur í vetur verið unnið
að bátasmíði, en siglingar hefj-
ast fyrstu helgina í maí. Nýlega
stofnuöu elztu félagar siglinga-
klúbbsins nýjan klúbb, er þeir
nefna Siglingaklúbbinn Brokev.
Mun hann einnig hafa aðsetur 5
Fossvogi. — Ákveðiö hefur verið
að efna til hópferöar siglinga-
manna ti'l Skotlands i sumar
með líkum hætti og sl. sumar.
Engin flóðasvæði
framar í Keflavík
Næstu daga veröur Hafnargat
an í Keflavík opnuð, en þar hef
ur veriö unnið aö ræsagerð —
vegna flóðanna — sem orðiö
hafa í Keflavfk undanfarin ár og
valdið miklum spjöllum á þeim
stöðum í bænum, sem liggja
lágt. I framtíðinni á ekki að
verða nein veraleg hætta af
flóöum ofan úr heiðinni, eins
og verið hefur, ræsið mikla á að
taka við vatninu og skila til
sjávar.
Enginn fullírúi ferða-
skrifstofanna í Ferða-
málaráði
Eins konar kalt stríð hefur
geisaö undanfarið ár milli ferða
skrifstofanna, sem hefur m.a.
orðiö til þess að félagsskapur
þeirra hefur klofnað og þeir
hafa ekki getað komiö sér sam
an um tilnefningu fulltrúa í
Ferðamálaráð. Fuiltrúi ferða-
skrifstofanna hefur því ekki set
ið í ráöinu síðan f fyrrasumar
að síðast var skipað í það. .
Ýmis hagsmunasamtök í
ferðamálum og félög eiga full-
trúa í ráðinu, svo sem Eim-
skipafélagið, Félag sérleyfishafa,
Ferðafélag íslands, Flugfélag ís-
lands, Loftleiðir, Ferðaskrifstofa
ríkisins og Samband veitinga-
og gistihúsaeigenda, en ráðherra
skipar formann og varaformann
án tilnefningar. Lúövík Hjálm-
týsson er formaður Ferðamála-
ráðs, en Albert Guðmundsson
varaformaður.
□ Sífellt vægt fyrir
heimskunni
Sverrir skrifar:
„Værð og hóglífi síðustu ára
tuganna hafa gert fólk meyrt og
latt til átaka. Þaö forðast jafn-
vel að snúast til vamar fyrir
það, sem rétt er, gegn því sem
er augljóslega rangt. Fólki er
þorrinn allur baráttuvilji og sam
sinnir heldur vitleysunni en
þurfa að berjast fyrir málstað
skjmseminnar. — Þetta er úr-
kynjunin.
Eitt nærtækt dæmi um þetta
er linkind hinna ráðandi fyrir
kröfum yngra fólksins, þrátt
fyrir að margar þessar kröfur
eru settar fram í skammsýni
hinna þroskaminni og reynslu-
lausari. Lækka kosningaaldur,
lækka giftingaraldur lækka lög
aldur og svo koll af kolli.
Allt er þetta undanlátssemi í
því skyni að halda friðinn. Sá
friður getur orðið dýru verði
keyptur, — og tryggir enda held
ur ekki friðinn. Undanlátssemi
hefur aldrei verið rétta sporið
í þá átt. Það kennir bæði reynsl
an pg sagan okkur.
Daglega rekum við okkiur á
dæmi þess, hve mikið skortir.
á, að við getum reitt okbur á
óþroskaða unglinga eða trúað
þeim fyrir hlutum, sem krefjast
ábyrgðar. Sjáið hegðun þeirra
f umferðinni um leið og þeir
koma höndum yfir ökutæki! Sjá
ið hegöun þeirra í skemmtana-
lifinu um leið og þeir komast
undan gæzlu umráðamanna
sinna! Sjáið uppeldi afkvæma
þeirra, sem hafa fiktað við bam
eignir á unglingsárum!
Ég nenni bara ekki að téfja
upp öll þessi sláandi dæmi, sem
hljóta að blasa við öllum — ef
þeir eru ekki á annað borð blind
ir eða loka þá augunum fyrir
því.
Er þess líka aö vænta,
að óþroskuð ungmenni valdi þvi,
sem margur fullþroska maður-
inn hefur misstigið sig á?
Samt virðast menn keppast
við að lækka öll aldurstakmörk
til a'llra Muta, og það vitandi
vits gegn skvn9eminnar rökum.
Þetta er algert samvizkuleysi
gagnvart ungviðinu. — Sumum
tekst að svæfa samvizku sina
að sannfæra sig og aðra um, að
ungt fólk þroskist fyrr núorðið
en áður var. — Sjá menn ekki,
hve mikil einfeldni þetta er? —
Eða halda menn í raunveruleik
anum, að þetta sé þróunin, og
krakkar verðj orðnir fullþroska
tiu ára gamlir eftir svona hálfr-
ar aldar þróun? — Nei, auðvitað
er þetta ekkert annað en blinda,
eða hallda menn að lögmátam
náttúrunnar verði breytt með
lagasetningum? Kannski dugar
þá bara að samþykkja að viku
gamlir hvolpar, vart famir að
sjá, þurfi ekki lengur umsjónar
tikarinnar, vegna þess að hvolp
ar þroskist fyrr nú orðið?
Þetta meinleysi dugar ekki.
Það er algert glaprædi að vægja
sífellt svona fyrir heimskuimi —
bara til þess að sleppa við rifr-
ML
□ Hvers vegna ekki
komma-Kína?
Tregur skrifar:
Hvers vegna kemst komma-
Kína ekki í Sameinuðu þjóðim-
ar? Ég veit ekki betur en þar
sitjj alls konar „vondir menn“
til dæmis Rússar og
Grikkir. Þar em einræðts-
stjómir. Mér hefur fundizt að
Sameinuðu þjóðimar yrðu að
taka á móti öillum rikisstjómum
hvort sem þær em komnar til
valda vel eða illa, og mikill
htati stjómanna hefur tekið vðld
með byltingum, eins og menn
vifca.
Ég skfi ekki þá rökfærsta, að
kommar frá Kfna komist ekki
í Sameinuðu þjóðimar. Er For-
mósa ekki bara eyja, sem var
Muti Kína, og em fuMtrúar
stjómarinnar á Pormósu ekki f
S.þ. 9em fuMtrúar aíls Klna-
veldis. Jú það era þeir. Þeir hafa
ekki stofnað sérstakt Formósu-
riki og ættu þvl ekki að vera
í S.þ. á meðan. Þetta er smá-
evja, og enginn veit betur en
þeir f NATO, að kœnmar ráða
iMu heiMi Kína
En hitt er út í hött að láta
eins og ekki sé til stjórn millj-
ónaskarans á meginlandinu. ís-
lendingar ættu ekki að stuðla
aö slíkri firru.
□ Úlfaldi úr mýflugunnl
FFH
Pétur Andrésson skrifar:
„Rétt fyrir páska sá ég í les-
endaþætti eins daghlaðanna birt
bréf, þar sem fjargviörazt var yf
ir framhaldsþáttum sjónvarps-
ins „Fljúgandi furðuhlutir".
Að mínum dómi tekur maður-
inn allt of djúpt í árinni og
gerir þarna úlfalda úr mýflugu.
„Að alið sé á stríðshvsteríu" —
og ég veit ekki hvað og hvað.
Þetta er ástæðulaus gagnrýni
að mínu mati. Það er meö þessu
of mikið gert úr áhrifamætti
þessa myndaflokks, sem ég hef
stundum séð og þó ekki fundið
neitt í þeim dúr, sem bréfritar-
inn hefur á'hyggjur af. — Og
um Leið gerir hann of lítiö úr
dómgreind sjónvarpsáhorfenda,
sem meðtaka þetta ekki eins og
einhvem boðskap heldur sem
einhverja lygasögu til afþreying
ar.
Þættimir em með því aMra
vinsælasta I dagskrá sjónvarps
ins og þeirra yrði saknað, ef
þeir yrðu felldir niður.
— Annars finnst mér þakkar-
vert hvað skemmtideMd sjón-
varpsins eða hvað það nú heit-
ir, sem útvegar til sýninga
skemmtiþættj á borð við „FFH“
— tekst að spila úr þvi
lifcla, sem þeir hafa handa á
milli. Ég hef áreiðanlegar upp-
lýsingar um það, að þeim er
skammtað naumt fé til leigu á
kvikmyndum og skemmtiþátt-
um. En allir vifca að góðir þeettir
fást ekki nema fyrir stðrfé.
1 stað þess að nöldra og jagast
út í lélegt efni, finnst mér að
fólk ætti höldur að leggjast á
eitt við að skora á stjómendur
að veita meira fé til þessara
htata, svo unnt væri að sýna
fjölbreyttara efnL“
HRINGIÐ í
SfMA 1-16-60
KL13-15
Rafsuðuvír
BRITISH OXYGEN
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
SUfiURLANDSBR&UT6 SÍMI38640
Smurbrauðstofan