Vísir - 14.04.1971, Side 7

Vísir - 14.04.1971, Side 7
V fcSl R . KCðvikudagur apríl iS/ k. 7 cTMenningarmál ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Lóugata 2 Leikklúbbur stúdenta: . Ástarsaga úr sveitinni eftir Jens August Sohade Þýðandh S'verrir Hölmars- son. Leikstjóri: Pétur Einarsson Leikmynd: Lárus Ingólfs- son. 2JJ*tli margir viti hvar Lóu- gata er í bænum? Ein- Iwerjir vita það eflaust — vest an Suðurgötu, í krikanum milli hennar og Hjarðarhaga. Þar stendur aðeins eitt hús, númer tvö einhvers konar geymslu- skáli á vegum Háskólans. í þess um skála hefur nú verið. opn- að minnsta og skrýtnasta leik- hús í baenum, þar sem endur- reistur leikklúbbur stúdenta •heldur sig og sýningar sínar. Þar eru upplátin sæti á pappa- köissum, handa um það bil 70 áhorfendum, en leikið er á miðju gólfi i nánasta nábýli við á- horfendurna. Frumsýning var á skírdagskvöld á leikriti eftir danska öðlinginn Jens August Schade, Ástarsögu úr sveitinni. En í fyrra fór leikklúbbur stúd- enta reyndar á fjalimar i Nor- raena húsinu og lék þá einþátt unga eftir Ionesco kátlega og kostulega tilbreytni frá öðrum og hátíðlegri leiksýningum í bænum. p’inhverjum kemur það eflaust spánskt fyrir að stúdentar sterií leika við svo frumbýlis- legar aðstæður sem á Lóugötu — og þaö á sama tíma sem ný opnað er mikið og veglegt fé- lagsheimili þeirra, en það er satt að segja dálítið torvelt að sjá hve mikinn metnað þeir leggja í leiklistariðkun sína um fram það að skemmta sjálfum sér og þeim sem slæðast til fundar við þá og sýninguna. Hið fábrotna þrönga leiksvæði hæf ir sýningunni mætavel og hún lét falslausa skemmtun í té. — Ekki ber heldur að vanþakka þetta tækifæri til að kynnast við Jens August Schade, skáld jarðneskrar og himneskrar Eros ar, hins háleita og hversdags- lega. Ástarsaga úr sveitinni lýs ir reginöflum ástarinnar að starfi í dönsku sveitaþorpi, þar fer saman fjarska kostuleg at- buröarás og upphafin ljóðræn mælska, lýsing líkamlegra ásta og andleg útlegging hennar að hætti Schades. Leikurinn mun vera saminn fyrir útvarp í upp- hafi, en furðu hönduglega hefur tekizt að koma honum niður á gólf í Lóugötu, leikurinn fluttur af þokka og glaðværð viö leið sögn Péturs Einarssonar. Af því að sjá leikinn aðeins einu sinni treysti ég mér ekk; til að leggja neitt mat á textann né þýðingu Sverris Hólmarss. En Schade er fyrst og fremst ljóðskáld, lífsnautnamaöur og bóhem, og ljóðkynjuð mælska hans skiptir leikinn mestu. H/reð öllum þeim leiklistará- huga sem hér er í bænum, ekki sízt á meðal ungs fólks, alls konar skólasýningum. má það undarlegt heita að ekki skuli hafa komizt upp stúdenta leikhús -á undanförnum árum eða þaðan af fyrr. Leikisýning stúdenta á Lðugötu 2 er skemmtileg í sjálfri sér, það sem hún nær, einnig fyrir það að hún ætlar sér af og þykist ekki vera neitt annað en hún er. Enn méira gaman væri þó að henni ef hún reyndist upphaf að reglulegu leikstarfi meöa! stúdenta — hvert sem slíkt starf beindist ef og þegar til kæmi. Bláus — ein af myndum Drífu Viðar í Bogasal. Hringur Jóhannesson skrifar um myndlist: ætt við Nínu TTndanfarna daga hefur bæj- ^ arbúum gefizt kostur á að sjá nær 30 myndir eftir Drífu Viöar í Bogasal Þjóðminjasafns ins. Verk Drífu eru okkur ekki með öllu ókunn, þvi hún hefur oftar en einu sinni tekið þátt í hinnj árlegu haustsýningu á vegum Félags íslenzkra mynd- listarmanna. Ljóst er af sýningunni að höf undur er mótaður af ,,abstrakt“ stefnunni með ljóðrænu ívafi og viða sterkum náttúrutengslum. Þetta er hin fyrsta sjálfstæöa sýning Drífu, og er það mikil hógværð í öllu því sýningafarg- an; sem gengið hefur yfir á undanförnum árum Heildarsvipur sýningarinnar er ekkj sterkur. og keniur það einkum til af því að myndirnar eru unnar á nokkuð löngum t'ima og höfundur hefur ekki til- einkað sér fastmótað tjáningar- form, þótt persónueinkenni séu víðast hvar auðsæ. Elzta verkið á sýningunnj er Konan mín í kofanum. ríkt i lit og traust og sver sig í ætt við málverk Nínu Tryggvadótt ur, svo er einnig um sum nýrri verkin, t.d. Lindin ósýnilega. — Ekk, kemur sá skyldleiki við verk Nínu neitt á óvart, þar sem Drífa var bæði skólasystir hennar og nemandi, og þetta skyldleikadáemi er ekki nefnt hér myndunum til hnjóðs, þvf umræddar myndir eru meðal beztu verka sýningarinnar. — Persónulegust finnst mér hins vegar málverkin Bláus, Brúnn flötur, vatnslitamyndin Blátt regn og nokkrar aörar þeim skyldar, Ijóðræn og fáguð verk sem sýna hvað Drífa hefur bezt til málanna að leggja og sá tján ingarmáti sem þroskavænlegast ur er frá hennar hendi. Betur má Cýning Eyjólfs Einarssonar i Gallerí SÚM er hin þriðja frá hans hendi. að minnsta kosti hér heima, og ber flest sömu einkenn; og hinar tvær. Aukið áræði i litameðferð er þó áber andi 1 nýjustu verkunum, sem jafnframt eru veikasti þáttur sýningarinnar að mínum dómi. Töluvert vantar á að harðar skiptingar hárra tóna skapl sann færandi heild, útkoman verður hrá verk. Þetta á þó sem betur fer ekki við nema um sum af nýrri verk unum. Málverkin nr. 12 og 2 eru mjög athyglisverð. sér í lagi það siðarnefnda ágætt verk og heilt bæði í byggingu og lit með hreinrií blátærri birtu. Tvö málverk, nr. 6 og 9, frá síð- astliðnu sumri, skera sig nokk uö úr vegna vandaðra vinnu- bragða og mynda jafnframt sterkustu tengslin við það sem Eyjólfur hefur bezt gert áður og þeir muna sem sáu sýningu hans i Bogasal fyrir nokkrum árum. Eins og áður er sagt eru það helzt málverkin nr. 12 og 2 sem visa ákveðnast fram á veginn ásamt vissum þáttum i öðrum verkum sem höfundi hefur ekki tekizt að leysa. svo úr verði viðunandj heild. Fróðlegt verður að sjá næstu sýningu Eyjólfs, en hún sker væntanlega úr um það hvort úthaldsleysi það sem áberandi er í nokkrum nýjustv verkunum er ekki bara timabundin iægð. Sýningin er opin 4—10 dag- jega og ættu sem flestir að leggja leið sína þangað.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.