Vísir - 14.04.1971, Blaðsíða 9
VlSIR . Miðvikudagur 14. apríl 1971.
i
Brot á mannréttindum?
— eða ákvæði til að vernda menningararfinn?
Þing það, sem nýlega lauk störfum, veitti í lok þing
tímans 42 mönnum, útlendum, íslenzkan ríkisborg-
ararétt.
Fólk þetta er af mörgum þjóðernum, stundar
margvísleg störf, hefur verið misjafnlega lengi á
íslandi og kom hingað upphaflega í ýmsum tilgangi.
Allt í einu á það eitt sameiginlegt: Það verður að
skipta opinberlega um nafn. Ef það vill gerast ís-
Ienzkir ríkisborgarar, verður það að velja sér eitt-
hvert íslenzkt nafn, og láta skrá sig undir því í
Martin Hunger. — „Hver einstaklingur mikilvægari í fámenn-
inu á íslandi... og ég ætla að heita Marteinn Friðriksson“.
opinberar bækur.
Vísir hafði samiband við fá-
eina væntanlega landa, en borg
araréttindi fá flestir hinna 42
útlendinga einhvern tíma á ár-
inu 1971. Lá vel á öllum þeim
er við ræddum við og hugðu
gott til glóöarinnar að búa á Is
landi í framtíðinni fá hér að
kjósa í kosningum og vera á all
n hátt teknj sem innfæddir. Eitt
var það samt, sem skyggði á:
Nafnskiptin. Fæstir gerðu sér
þó mikla rellu út af því, fannst
siðurinn bara undarlegur og ó-
skiljanlegur: „Æ, ég veit ekki
hvað ég á aö segja um þessi
nafnskiptj mín. Er ekki enn
búinn að gefa sjálfum mér nafn
enda skiptir það litlu máli. —
Kunningjarnir kalla mig eftir
sem áður mínu rétta nafni“,
sagði einn viömælenda okkar.
„Vil vera sem
íslenzkastur“
Mikael Magnússon, iréttamað
ur Ríkisútvarpsins if|kk íslenzk
an ríkisborgararétt fyrir 2 ár-
um, „og það var vegna þess, að
mig langaði til að búa hér áfram
komast f sem nánast samband
við land og þjóö, fá kosninga-
rétt o.þ.h. Og mér fannst ekk-
ert erfitt að skipta um
nafn“, sagöi Mikael, „mér finnst
raunar sjálfsagt að taka upp ís-
lenzkt nafn, viljj maður verða
sem mestur íslendingur. Ég
hét áður Michael Bruce Mitch
ell MacKinnon, og þeir sem
þekktu mig þegar ég gekk undir
því nafni, kalla mig ennþá
Bruce og mér er alveg sama. —
>eir er hafa kynnzj mér eftir að
ég tók upp hitt nafnið, Mikael
Magnússon, kalla mig auö-
vitað Mikael — það er það sem
ég heiti.
Þótt mér hafi fundizt eðlilegt,
og sjálfsagt að skipta um nafn,
eða taka upp íslenzkt nafn, þá
finnst mér rangt að neyða fólk
til þess að skipta um nafn —
það álít ég raunar brot á sjálf
sögðum mannréttindum."
„Okkar beztu dagar“
Færeysk fjölskylda sækir
um ríkisborgararétt um þessar
mundir. Það er sjómaður að
nafni Morteinsen, 64 ára að
aldri, eiginkona hans, sonur og
dóttir, og eru þau bæði upp-
komin.
Fjölskyldufaðirinn heitir Jac
ob Daniel, frúin Justa Alex-
andra Johanna Petrina og systk
inin 2 eru Martin Juel, vél-
skólanemi og Mia. húsmóðir í
Reykjavík.
„Ég flutti til íslands 1958“,
sagði Jacob, „ég var sjómaður
í Færeyjum, er frá Trangisvogi
og mér fannst aö túramir með
bátnum væru allt of langir. —
Maður var lengst af fjarverandi
frá heimilinu, einhvers staðar
langt úti í hafi og svo var þén-
ustan svo skammarlega lítil.
Enga vinnu var að hafa í landi,
og kaupið þar fyrir utan svo
lágt, að það var ekki nokkur
leið fyrir mann að taka frí. Ég
ákvað því að reyna fyrir mér
hér á landi. Ég var fyrst á tog
ara hér, eða alveg þar til í haust
að ég réðst á ol’iuskipið Kyndil.
Mér líkar mjög vel hér á Is-
landi og okkur öllum reyndar.
Ég held mér sé óhætt að full-
yrða að hér höfurn við lifað okk
ar beztu daga. Þegar við kom
um hingað var upphaflega ætlun
in aö vera hér í 2 ár til að byrja
með — en svo fór það svo, aö
ég ákvað að ílendast hér. Ég
seldi húsið mitt í Trangisvogi
og keypti íbúð hér i Safamýr-
inni. — Hvers vegna ríkisborg
ari? — Ég hef áhuga á að fá
að kjósa — hvort sem ég kýs
nú rétt eða ekki! Nei. Ég hef
ekkert ákveðið í sambandi við
nafnbreytinguna, hef eiginlega
ekkert hugsað um hana, ég
býst nú við aö kunningjarnir
haldi áfram að kalla mann sama
gamla góöa nafninu, þótt eitt-
hvað breytist á pappír — annars
held ég það sé ekki svo erfitt
fyrir okkur að hnika nafninu
eitthvað örlítið til.“
„Kannski bara Barbara“
Hedwig Bárbel Hirche, heitir
þýzk kona sem gift er íslenzk-
um tækni'fræðingi, en þau kynnt
ust í Þýzkalandi, er hann var
þar við nám.
„Ég kom hingað til íslands
í maí 1968“ segir Barbel, ,,og
ég kann prýðilega við mig hér,
en mér finnst erfitt að fá vinnu.
Ég er. nefnilega tæknifræðingur
eins og maöurinn minn og vil
gjarnan vinna hálfan daginn úti
og þá auðvitað við mitt fag, en
það virðist næsta ógerlegt að
komast að sem tæknifræöingur
og vinna aöeins hálfan daginn.
Bárbel sagði að sér hefði geng
iö fremur erfiðlega að læra ís-
lenzku fyrst í stað, (en það hef
ur greinilega tekizt nokkuð vel
samt) og reyndi að koma sér
vel niður í málinu með því að
fara á námskeið hjá Málaskólan
um Mími.
„íslenzkan er víst erfitt mál
að læra, er það ekki...“ sagði
Bárbel, „en allt hlýtur , þetta
samt að takast.
Já — mér finnst svolítið skrít
ið að þurfa að skipta um nafn —
og ég er ekki alveg búin að
velja mér nýtt. Kannski kalla ég
mig Barböru.“
„Mikilvægari einstakl-
ingur“
Martin Hunger er frægur mað
ur á íslandi. Hann er þýzkur en
hefur verið á Islandi síðan 1964.
„Já. Ég er kvæntur íslenzkri
konu dóttur Oddgeirs Krist-
jánssonar sáluga í Vestmannaeyj
um. Ég var með tónlistarskól-
ann í Eyjum í fimm og hálft ár,
kenndi og æfði Samkór Vest-
mannæyja. Einnig var. ég með
lúðrasveitina í Eyjum á eftir
Oddgeiri.
Mér ‘ finnst alveg ágætt að
vera hér. I Þýzkalandi hefði ég
kannski starfað öðruvísi sem
tónlistarmaður, en hér veldur
fámennið því, aö ekki er eins
viðamikið tónlistarlíf, en þaö
vegur þá á móti, að hver ein-
staklingur er mikilvægari. Mér
finnst ég hér vera miklu þýðing
armeiri sem einstaklingur. held-
ur en f Þýzkalandi.“
Eins og Mikael Magnússyni,
fanns,t Hunger „allt í lagi og
eiginlega sjálfsagt“ að taka upp
íslenzkt nafn. „Ef maður vill
lifa í þessu landi, þá finnst mér
að maður eigi að aðlagast fólk
inu sem mest. Ég veit að þetta
er ekki almennt skoðun útlend
jnga hér á landi Ég þekki þýzkt
fólk hér á landi, sem gerist ekki
ríkisborgarar vegna þessa laga-
ákvæðis í sambandi við nöfnin
en sjálfum er mér sama. Ég
býst samt við aö nota mitt
gamla nafn, Martin Hunger,
a.m.k. þegar ég kem fram sem
tónlistarmaður, það er erfitt
að halda áfram sínu striki sem
listamaður og koma allt í einu
fram undir gersamlega nýju
nafni.
Ég heiti Martin og ætla þess
vegna að kalla miq Martein og
faðir minn heitir Fritz, og það
er ekki ólíkt Friðrik. Þess vegna
mun ég í framtíðinni heita
Marteinn Friðriksson“.
Martin Hunger talar íslenzk-
una svo að segia hnökralaust.
Þaö er ekki áberandi erlendur
hreimur f rödd hans og beyging
ar allar réttar, „mér finnst ekk-
ert miög erfitt að læra íslenzk-
una enda eru það skyld tungu-
mál, þýzkan og hún. Og svo
hefur bað ýtt á mig að bað var
ekkert undanfæri, þar sem é"
byrjaði að kenna strax og ég
kom hingað. Þá dugir nú ekki
annað en að nemendumir skilii
mann.“ —GG
iii m‘
Finnst yður réttlátt að
útlendingar, sem gerast
íslenzkir rikisborgarar,
þurfi að taka upp ís-
lenzkt nafn?
Dóra Bjamadóttir þema: Mér
finnst að þeir eigi ekki að þurfa
þess. Þeir eiga að fá aö halda
sfnu nafni. Við vildum áreiðan-
lega ekki breyta okkar nafni,
ef við flyttumst til útlanda.
Pétur Eirfksson, stud oecon:
Ég er fylgjandi því að þeir verði
látnir taka upp íslenzkt nafn.
Valdimar J. Halldórsson, nem-
andi í M.R.: Mér finnst það rétt
látt. Ég er svo íslenzkur i mér
Mér finnast fslenzk nöfn miklu
fallegri en erlend.
Eiður Steingrímsson, nemi. Mðr
finnst það alveg sjálfsagt.
Sverrir Hólmarsson, kennari:
Mér finnst það ekki réttlátt
gagnvart þeim útlendingum,
sem vilja setjast að hér, en rétt
látt gagnvart islenzku máli.