Vísir - 14.04.1971, Blaðsíða 4
4
VÍSIR . Miðvikudagur 14. apríl 1971,
„Gamli mað-
urinn" er alls
enginn
gamlingi...
Karl Jóhannsson í KR er alls
enginn gamlingi, enda þótt hann
sé 37 ára gamail, — þrjátíu og
sjö ára — því það er Karl Jó-
hannsson, enda þótt hann líti
hreint ekki út fyrir það. Kari hef-
ur nokkur hundruð leiki aö baki
með Ármanni fyrst og síðan KR,
auk landsleikja og fjölda úrvals-
leikja.
Nú er Karl og hinir ungu félag-
ar hans aftur í 1. deild, og líklega
hafa KR-ingar í hyggju að setjast
að þar, — enda peningalykt af
deildinni og þar vilja KR-ingar
gjarnan vera, og áreiðanlega held-
ur Karl áfram leik, enda engin
ellimörk að sjá, síður en svo, en
Karl er þó elztur leikmanna í 1.
deild.
Lesendum til leiðbeiningar þá
“r „gamli maðurinn", Kan Jó-
hannsson lengst til vinstri í fremri
röð, en fyrir aftan hann er lands-
liðsþjálfarinn Hilmar Björnsson.
Aðgöngumiðasalan í
Höllinni í ólagi
— segir lesandi, sem vill breytingar á
miðasölukerfinu fyrir næsta vetur
„Það er ýmsu ábótavant i
sambandi við leikina í Laug-
ardalshöll,“ sagði einn les-
enda blaðsins, sem kom á rit-
stjórnina og tjáði okkur vand
kvæði þeirra, sem fylgjast
með handknattleik og fylla
höllina hvað eftir annað. —
Kvaðst hann vilja benda
stjórnendum Hallarinnar á
ýmislegt, sem betur mætti
fara, ekki sízt þegar mikiö
er um að vera og fyrirsjáan-
legt að uppselt verði.
Hann kvaðst hafa beðiö konu
sína að kaupa miða á seinni
leik íslands og Danmerkur, kom
hún klukkan hálf-fimm á mánu
dag niður í Laugardal og beiö
þar í biðröð, en aðeins önnur
aðgöngumiðasalan var virk
fram tii hálfsex. Þá ruddust
menn, sem nýlega voru komnir
að þeirri miðasölu. Allan tím-
ann voru menn að koma að
fremstu mönnum í röðinni til
að biðja þá að kaupa miða. —
„Slíkt finnst mér óhæfa hin
piesta og óréttlæti“, sagði mað-
urinn, „en á meðan urðu aörir
að bíða úti í kuldanum í mikl-
um þrengs’um".
,,Nú miðarnir fengust, meö
naumindum þó skilst mér“,
sagði maðurinn, „og í útvarp-
inu 'heyrðum við félagamir að
menn voru hvattir til að koma
„tímanlega og forðast þrengsli",
og þetta gerðum við, komum kl.
hálfátta, en þá gerist það að
þar eru læstar dyr og þrengsl-
in í forstofunni gífurleg. Innan
dyra voru verðir Hallarinnar og
höfðust ekki að, enda þótt smá
börn væru þarna að verða und
ir í þrengslunum, sem mögnuð-
ust með mínútu hverri. Sjálfur
tók ég það að mér ásamt félaga
mínum að standa vörð um smá
dreng, sem var að klemmast
upp við vegg“.
Þetta var það sem maðurinn
hafði að segja, og reyndar hafa
borizt áður óánægjuraddir með
■aðgöngumiðasöluna í Laugardal.
Sér hver heilvita maður að eitt
hvað verður að takmarka sölu
miða á einstakling, og er e. t. v.
gert. En Höllin gæti líka sýnt
meiri stórhug, og fengið fleiri
til að selja miðana i einu. Einn-
ig mætti hleypa inn um fleiri
en 2 dyr í einu, og fyrr en gert
er, þ.e. klukkan 8 en þá munu
dyrnar fyrst opnaðar. Margt hef
ur breytzt til batnaðar í Laugar
dalshöll eftir að Höskuldur Goði
Karlsson hefur tekið við rekstr-
inum, en margt er enn eftir,
sem bæta má. Vitanlega verða
mörg vandamálin, þegar svo
margt er í húsinu dag eftir dag
og álagið á starfsmenn mikið.
En áreiðanlega má þó leysa
þessi vandamál ti'l hagsbóta fyr
ir alla aðila. — JBP
Bergsveinn Alfonsson, einn reyndasti knattspyrnumaður Vals, var fyrirliði liðs síns í innanhúss-
keppninni um páskana, en Valur varð Islandsmeistari, eins og kunnugt er. Hér er Bergsveinn með
verðlaunagripinn, sem hann var að sýna eiginkonu sinni og dóttur, sem koma oft að sjá pabba leika.
Slæm endalok skemmtilegs keppnistimabils i handknattleik
Endalok glæsilcgs keppnistfma-
bils urðu ekki á þann veg, sem
flestir hefðu kosiö, — íslenzk 1.
deildarlið stóöu víös fjarri dönsku
meisturunum að allri getu, — og
3 beztu liðin, FH, Valur og Hauk-
ar, töpuöu öll meö 5 marka mun
fyrir Dönunum. Valur síðast í
gærkvöld með 16:11.
Leikurinn í gærkvöldi var líkur
hinum tveim fyrri að þvf leyti að
Efterslægten hafði allan tímann
yfir og virtist aldrej ógnaö svo
miklir voru yfirburðir liðsins. Val
gekk ill'la að skora í fyrri háifleik.
Stáðan var 6:1 þar tií 5 mínútur
voru eftir' -af hálfleik; jen ^kot
Vals strönduðu þá yfiríeitt ein-
hvers staöar ef þau á annaö borð
hittu „rammann". í hálfleik var
staðan 9:4 fyrir EB.
í seinni hálfleik virtust Vals-
menn í vígahug, — skoruðu tvö
fyrstu mörkin á 3 mínútum, staöan
9:6. En Danir tóku þá upp þráð-
inn áður en varði var 5 marka for-
skotið-"4{omið, - 42i7,>i"'óg þannig
gékk áfram allt til endaloka.
Hraða íslenzku liðanna í le'k er
mjög ábótavant, sífelldar niður-
stungur og vandræðaskapur, sem
varla sást til Dananna. Við getum
mikið af heimsókn Efterslægtens
lært. — ef nokkur áhugi er fyrir
hendi. •— JB'P
Efterslægten vann firjú
beztu liðin með 5 mörkum
1