Vísir - 15.04.1971, Side 7

Vísir - 15.04.1971, Side 7
VlSIR . Fimmíudagur 15. apríl 1971. 7 cyMenningarmál Bréf frá Póllandi: nar leiðir ausiur og vestur ■yðARSJÁ, höfuðbcxrg Póllands, er í klukkustu.ndar þotu- fjarlægð frá Búdapest. Það er freistandi að skreppa þessa bæjarleið og dveljast eitthvað í Póllandi til að öðlast saman- burð við Ungverjaland. Okkur, sem búum í vestri, hættir um of tii alhæfinga um löndin í Austur-Evrópu, bundnir i far- vegi fyrirfram ákveðinna skoð- ana. Það fer vel á að ferðast meö opin augu og gleyma þeim J>ólverjar eru þrisvar sinnum fjölmennarj þjóö en Ung- verjar. Urn sögu þessa lands þarf ekki að fjölyrða, þar hefur gengið á ýmsu og þjóðin orðiö að taka örlögum sínum. Erfið- leikar sögunnar hafa þróað sterka þjóðarvitund hjá Pól- verjum og þessa „þjöðartilfinn- ingu“ veröur maður ákafiega mikið var við. Varsjá, með um 1.3 milljón íbúa, Varð ákafiega iiia úti í stríðinu. Yfir 80 af hundraði Ein af perlum Evröpu: Maríukirkja í Krakow. myndum sem maður hefur mál- að fyrirfram i huga sér. Fæstar af þeim fá staðizt, þegar sam- anburður er gerður á tveim iöndum innan hins sósíalistíská kerfis, hvað l'ffsvenjur, menn- ingu og ýmis ytri einkenni snertir borgarinnar lá í rústum þegar eyðingaræöi nasismans var um garð gengiö. En ekki eingöngu höfuðborgin, allt landið var lamað, samgöngur lágu niðri, lifsneistinn virtist úrkula. Polverjar hristu, eins og Ungverjar, af sér ógnir eyði- leggingarinnar skjótar en nokk- ur hafði þorað að vona. Varsjá var endurbyggð, meira að segja gamli borgarhlutinn var endur- reistur stein af steinj f sinni upprunalegu miðaldamynd. Aö öðru leyti er Varsjá nýtízkuleg borg, mörg borgarhverfi minntu mig á Breiðholt, eitt allsherjar byggingaræði í úthverfum. Þetta „nýja“ er reyndar oft heldur lífvana, vantar sjarma hins eðlilega borgarvaxtar og fegurð umlykjandi landslags eins og Búdapest getur státað af. Aberandi mikið af ungu, vel útlitandj og vel klæddu fólki þræðir göturnar. Maður undrast hve vel fólkiö er klætt, þvi kaupið er lágt. En menningin kostar lítið. Það er sameigin- legt öllum Austur-Evrópu- löndum. Eins og ast bækur ur lesturs, hávegum fjölbreytt gegna enn í Póllandi. í Ungverjalandí virð- ekki til skrauts held- hið ritaða orð er í haft, leikhúslifið er og kvikmyndahúsin menningarhlutverki í tónlistarsviðinu er Pólland ^ aðallega merkilegt fyrir þær sakir í dag, að þar er einn af mikilvægustu aflgjöfum sam- tímatónlistar. Nægir að nefna nöfn eins og Lútoslawski, Penderecki og Serocki. Þaö er eins og nýr sköpunarkraftur hafi risið úr rústum styrjaldar, og framlag Póllands er virt og viðurkennt um allan heim. Samt er hér í tónlistinni merkilegf ósamræmi. Annars vegar framúrstefna í bezta skilningi orðsins, hins vegar heldur hefðbundið efnisval á tónleikum. Annars vegar skóla- tónleikar fyrir öll skólastig, frá leikskóla til háskóla, hins vegar hálftómir tónleikasalir á venju- legum tónleikum. Annars vegar ágætt skipu- lagskerfi ríkismúsikskóla fyrir hin ýmsu skólastig, frá barna- skóla upp í tónlistarháskóla, hins vegar innihald kerfisins og kennsluaðferðir íhaldssamar. Vitanlega eru alhæfingar hættulegar, en > heild held ég að óhætt sé að fullyrða, að Ungverjalandi standi Póllandi í flestu framar hvað almennt tónlistaruppeldi í skólum snert- ir. En Pólland á fleira en mikils virt tónskáld. Hljómplötufram- leiöslan er athyglisverð vegna úrvals og gæða, og nótur eru prentaðar i miklu og góðu úr- vali. Þrátt fyrir framúrstefnu í skapandi starfi væri ekki rétt að segja, að samtimatónlistin hljótj almennan hljómgrunn í Bohdan Wodiczko. tónleikasölum landsins. Þar, eins og annars staðar, er hald- ið upp á gamla dýrlinga. Ekki má gleyma þvi að Chopin er enn það tónskáld sem oftast heyrist ásamt Liszt og öðrum meisturum rómantismans. /Ýperuhúsið i Varsjá verð- skuldar sérstaka at- hygli. Byggingin sjálf er nánast sagt ævintýralega glæsileg ytra og innra. Hér er aftur á móti gott samrænij ytri ramma og listræns innihalds. því óperu- flutningur er með afbrigðum góður. Er ekki annað sýnt 'en aö listrænt uppbyggingarstarf Bohdan Wodiczkos hafj haft tilætluð langvarandi áhrif, en músikalskt brautryöjendastarf þess ágæta manns hefur skilið eftir varanleg spor í pólsku tónlistarlífi, við Varsjáróperuna, sem hann byggði upp frá 1961, viö Philharmoniuhljómsveitina í Varsjá, sem hann stjórnaði á árunum 1955—58 og einnig við sinfóníuhljómsveitina í Krakow, sem Wodiczko stjórnaði um tíma. Óhætt er að segja, að nafnið Bohdan Wodiczko sé nokkurs konar menningarinnsigli á þræðinum Pólland—ísland. Yfir- leitt liðu ekki nema nokkrar mínútur í samtali við tónlistar- menn, þangað til hin óumflýjan- lega spuming kom: Þekkið þér Bohdan Wodiczko? l>ólland er meira en Varsjá og rangt værj að halda þvá fram, að hin pólska menning búi aðeins í höfuðborginni. í Póllandi eru 7 stórar borgir, sumar hverjar nýjar með blómstrandi iðnað og fjölhæft atvinnulíf, t.d. Kattowice, aðrar með ævaganúa sögu að baki, t. d. Krakow. Hin síðamefnda er ein af perlum Evrópu: falleg miðaldaborg með stórkostleg- um kirkjum, höllum og öðrum byggingum, og ævafornt menn- ingarsetur. Háskólinn í Krakow er einn hinn elzti f Evrópu, stofnaður árið 1365. Hinn frægi stjömufræðingur Kopernikus kenndi við þennan skóla. Krakow er horg upp á rúma hálfa milljón manna, þar starfa 2 sinfóníuhljómsveitir og þar er einn af hinum 7 tónlistarháskól- um landsins. Stefna Póllands eftir stríðið, að forðast of mikla „menningar- mettun'1 í Varsjá á kostnað alls landsins, en gæta þess, að jafn- vægi héldist í þessum efnum, hefur reynzt landinu heillavæn- leg. Þannrg ríkir viss sam- keppni milli borganna, og þessi EFTIR STEFÁN EDELSTEIN Krzysztof Penderecki. Witold Lutoslawski, samkeppni orkar sem lyftistöng á menningarlífið i öllu landinu. Pólland er hlutfallslega möt- tækilegt land fyrir vestrænum menningaráhrifum, enda menn- ingartengslin við Frakkland t.d. gömul og rótgróin. Maður verð- ur var við þessa gagnkvæmu menningarstrauma í tónlistinni, kvikmyndalistinni, málaralist- inni og einnig >i bókmönntum. Opnar leiðir í ;vesturátt og náin samvinna við nágrannana i austri stangast ekki á í.Pól- Igndi: hvort tveggja frjóvgar þeirra eigin menningu og sterku þjóðarvitiiTvd.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.