Vísir - 15.04.1971, Side 8

Vísir - 15.04.1971, Side 8
8 VÍSIR . Fimmtudagur 15. apríl 1971. VISIR Otgefandí: KeyKjaprem nl. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Cyjólfsson Ritstfóri' Jónas Kristjánsson Fréttastiðrl: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrói • Valdimar H. fóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Stmi 11660 Rltstjóm: Laugaveg) 178. Simi 11660 <5 Itnur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuöi innanlands í lausasöiu kr. KL00 eintakiö Prentsmiöja Visis - Edda hf ~3sammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Áratugurínn gerður upp Rúmur áratugur er nú liðinn, síðan haftastefnan fékk sparkið í efnahagsmálum íslands og við tók ný frjáls- ræðisstefna, sem á sínum tíma var kölluð viðreisnar- stefna. Þennan áratug hafa þjóðartekjur á mann auk- izt um 3,7% á ári. Áratuginn þar á undan jukust þær hins vegar aðeins um 2,5%. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri vakti athygli á þessum tölum í ræðu á ársfundi bankans í dymbil- vikunni. Benti hann á, að þjóðarframleiðslan á ára- tugnum hefði í heild aukizt í svipuðum mæli og hjá hinum iönþróuðu löndum heimsins. En áður hefur það komið fram, að áratuginn þar á undan var hagþró- unin töluvert hægari hér en í iðnþróuðu löndunum. Til skýringar á hinum ánægjulega hagvexti ára- tugsins sagði bankastjórinn: „Bendir þetta til þess, að sú stefna frjálsræðis, bæði í innflutnings- og fjár- festingarmálum, á grundvelli raunhæfrar gengis- skráningar, sem fylgt hefur verið þetta tímabil, hafi leitt til betri nýtingar framleiðsluþátta þjóðarbúsins og því til aukinnar framleiðni." Jóhannes Nordal taldi einnig í ræðu sinni, að á þessum síðasta áratug hefði „tekizt að treysta betur en áður stöðu þjóðarinnar út á við og vinna hepni aukið fjárhagslegt traust meðal annarra þjóða.“ Enn- fremur hefði „tekizt að koma á aukinni fjölbreytni í atvinnuháttum, sérstaklega útflutningsframleiðslu,“ og ætti það væntanlega eftir „að draga úr þeim sveifl- um í gjaldeyristekjum, sem átt hafa svo drjúgan þátt í óstöðugleika íslenzkra efnahagsmála til þessa.“ Síðan sagði bankastjórinn: „Allt eru þetta svo mik- ilsverð atriði, að á grundvelli þeirra á að vera óhætt að fullyrða, að afkoma íslendinga hafi aldrei staðið traustari fótum en nú. Hinum mégin á reikninginn verður þó að telja einn vettvang, þar sem árangur í stjóm efnahagsmála á undanförnum áratug hefur orð- ið mun minni en vonir stóðu til. Ég á þar við þróun verðlags og framleiðslukostnaðar. Hjá því verður ekki horft, að verðbólga hefur verið hér á landi meira en tvöfalt örari en í nokkru nálægu landi og einnig all- miklu meiri en áratuginn á undan.“ Jóhannes Nordal ræddi verðbólguna nánar og taldi, að hana mætti að verulegum hluta skýra með hinum óvenjulegu tekjusveiflum útflutningsatvinnuveganna. Benti hann á, að útflutningstekjur þjóðarinnar tvö- földuðust fyrst á fjórum árum fram til ársins 1966 og lækkuðu síðan aftur niður í upphaflegt magn á næstu tveimur árum. En einnig kvað hann skorta „almennt viðurkennda stefnu í launa- og verðlags- málum, er miði að því, að launahækkanir séu ætíð í samræmi við framleiðsluaukningu þjóðfélagsins, þar sem hækkanir umfram þau mörk hljóta eingöngu að leiða til verðbólgu." Þegar áratugurinn er gerður upp í heild má því segja, að hagstjómin hafi lánazt einstaklega vel, að hagvöxturinn hafi verið einstaklega mikill, og að nú sé stríðið við verðbólguna mikilvægasta verkefnið. NÚ MEGA FLUGVÉLA- RÆNINGJAR VARA SIG — 2000 varðmenn / dulargervi / bandariskum ^ flugvélum — bætt leitartækni — 273 handteknir > *" SaÉk Ef við ferðumst á næst- unni með bandarískum flugvélum á einhverri flugleið, er sennilegt, að einhverjir tveir af far- þegunum séu lögreglu- menn í dulargervi. — Bandaríkin munu í sept- ember í haust hafa 2000 slíka „marskálka“ við störf á flugleiðum bæði innan Bandaríkjanna og til annarra landa. Þess- um mönnum er ætlað að koma í veg fyrir flug- vélarán. manna til starfsins, segir, aö margir sækist eftir starfinu vegna tækifærisins til að ferö- ast út um allar trissur. Einn ,,marskálkurinn‘‘ hafði til dæm- is ferðazt meira en 160 þúsund kilómetra á 32 dögum. Á þess- um tfma hafði hann komizt til Ziirich í Sviss, Tel Aviv í ísra- el, Madrid á Spáni og Aþenu. Þetta veldur því, að svo marg- ir hafa keppt um stöðurnar til þessa. Umsækjendur verða að vera við góða líkamlega og andlega heilsu. Þeir mega ekki vera yngri en 21 s árs, og þeir verða að standast öll hin mörgu próf, sem fyrir þá eru lögð á þjálfun- artfmanum. T.d verða þeir að hafa sömu færnj í meðferð skotvopna og lífverðir Banda- ríkjaforseta. Þeir læra meðal annars júdó, aðferðir viö af- Hinn 11. september í fyrra kallaði Nixon 1200 „mar- skálka“ til starfa til að vemda farþegaflugið. vopntm og handtöku, um gerð flugvéla, lagasetningu, er þé varðar, og margt fleira. Sérhver „marskálkur" er tvo mánuði í flugvél á móti hverjum einum, sem hann starf- ar á jörðu. „Stefna okkar er að gripa ræningjann áður en hann kemst upp í flugvélina," segjy forstjóri eins bandarfsks ftog- félags. „Við viljum komast hjá átökum á fluginu, sem gæti stofnað farþegum okkar og á- höfn í hættu“. „Marskálkarnir“ fá því sér- staka þjálfun í .tækni við vopna- leit, en margvísleg tæki eru notuð víða um heim til að kom- ast að þvf, hvort farþegar hafa vopn. Flest hin stærstu flug- félög nota slik tækj í einhverj- um mæli. 273 handteknir Þetta hefur þegar borið nokk- urn ávöxt. Síðustu sextán mán- uði hefur þessi leit leitt til handtöku 273 manna. Ákærur eru eða hafa verið bomar fram gegn þessu fólki. Um 90 eru sakaðir um að hafa vopn í fór- um sínum, en hinir fyrir eitur- lyfjasmygl, þjófnað og fleira. Ekki er unnt aö ákæra neinn fyrir flugvélarán, nema hann hafi beinlínis reynt að breyta stefnu flugvélarinnar með of- beldi. Farþegar amast sjaldac viö leitartækjum eða öðru eftirliti. Meirihluti manna virðist fagna þv) að „leitað hafi verið í fór- um sessunauts hans,“ segja stjórnvöld. Þessi leitartækni verður stöð- ugt fullkomnari. Vonir standa til, að hún gefi nær 100% ár- angur í baráttunni til aö hindra flugvélarán Komist einhveriir í gegnum þetta eftirlit, þurfa þeir næst að íhuga þann mögu- leika, að einhverjir ferðafélagar þeirra séu lögreglumenn. Þetta samaniagt ætti aö skjðtn br<tn. sem hafa áhusa á lugvélaráni, nokkurn skelk f bringu. Skjóta aðeins i neyð Þeir líta ekki úi eins og lög- regluþjónar. Þeir ferðast eins og hverjir aörir farþegar og sýna flugfélögum exki önnur skilríkj en þau, nem gefa til kynna, að þeir séu viðskipta- erindum“ eða öðrum slíkum. Þeir ferðast tveir saman, þótt stundum kunni þeir að vera fleiri í sömu vél. Þeim er bann- að að fá sér blund á leiðinni, og áfengis mega þeu- ekki neyta. Ef einhver gerir síq líklegan til flugvélaráns, eigs þeir að reyna að yfirbuga hann, án þess að skjóta, sé þess nokkur kostur. Þeir eru hins vegar vopnaðir, og eigi þeir ekki ann- arra kosta völ, beita þeir skammbyssum sínum, sem eru þannig útbúnar, að skotið á ekki aö geta valdiö verulegum spjöllum á flugvélinni. 10 þúsund sóttu um Margir hafa sýnt áhuga á þessu starfi, síðan Nixon kali- aði þessa varðmenn til starfa 11. september 1970. Tíu þúsund menn sóttu um þau tvö þúsund störf, sem í boði voru. Nixon gerði í fyrstu út af örkinni 1200 varðmenn. Síðan hafa sérþjálfaðir menn smám saman leyst hina upprunalegu varðmenn af hólmi Valdir hafa verið úr röðum umsækjenda þeir menn, sem bezt virtust fallnir til þessara stanfa, og þeir hafa hlotið þjálfun í fjórar vikur f Fort Belvoir skammf frá Washingtonborg. Þessir „marskálkar" eru í förum á Evrópuleiðum, flugi yf- ir Karabíska hafið og Suður- Amerfku og til Austurlanda. „Þeir lfkjast ekki lögregluþjón- um. Þeir eru á ýmsum aldri, á þrítugs- fertugs og fimmtugs- aldri. Við stefnum að því að skapa nægilega vörn gegn flug- vélaræningjum, þar sem nú munu þeir. sem ráðgera slík rán, verða að reikna með þvf, að meðal farþeganna sé ein- hver okkar rnanna". Fór 160 þúsund km á mánuði Eugene T. Rossides, aðstoð- arfjármálaráðherra, sem hefur yfirumsjón með valj og þjálfun ar væru naktir, svo að eng- inn geti falið byssu eða sprengju? Þannig spyr einn skopteiknarinn. iiiiiiimn ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: Haukur Helgason IVIargur verður flugvélaræn- ingi til að komast f sviðs- ljósið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.