Vísir - 08.05.1971, Page 3
VÍSIR. Laugardagur 8. maí 1971.
Ákaflega undrandi yfír
þeim móttökum sem
söngur minn hefur fengið
— rætt v/ð Erlu Stefánsdóttur eina kvöldstund
Það var í júlímánuði fyrir
fimm árum, að sá, er þetta rit
ar, var meðal gesta í Sjálf-
stæðishúsinu á Akureyri.
Hljómsveit Ingimars Eydal
iék fyrir dansi og hélt uppi
feikna„stuði“, en það, sem vakti
sérstaka athygli mína, var söng
ur ungrar söngkonu, sem um
þetta ieyti var nýráðin 1 hljóm
sveitina. Þótt sviðsframkomunni
væri nokkuö áhótavant_ þá fór
ekki milli máia, að hér væri
að mótast efnileg söngkona í
orðsins fyllstu merkingu. Söng
hæfileikar Erlu áttu eftir að
blómstra á hljómplötum, þær
eru orönar fjórar talsins og
hafa allar náð hylli aimennings.
Er tíðindamaður þáttarins
komst að því, aö Erla Stefáns
dóttir værj stödd hér „fyrir sunn
an“, þótti honum það sérdeilis
þú ákvaðst að takast á við dæg
urlagasöng?
— Byrjunin var þannig að
hljómsveitastjórj _ Póló, Pálmi
Stefánsson, hafði heyrt í mér á
skólaballi, og mér til mikiMar
undrunar fór hann ekki leynt
með það að hann væri stórhrif-
in af þessu rauli mínu og vildi
umfram allt fá mig á æfingu
með hljómsveitinni. Er það var
yfirstaðið var ég ráðin söng-
kona hljómsveitarinnar.
— Hvernig var sálarástandið
fyrsta kvöldið, sem þú söngst
með umræddri hljómsveit á
dansleik?
— Auðvitað var ég taugaó-
styrk, enda ekki nema 16 ára
gömul. Siálfstraustið var ekki
ýkja rriikið. en þær móttökur,
sem ég fékk komu mér vægast
sagt mjög á óvart.
Þessi mynd vár tekin fyrir um það bil þremur árum.
kærkomið tækifæri til að ræða
við hana með það í huga að
kynna hana fyrir lesendum þátt-
arins.
Það hefur flogið fyrir hér í
höfuðborginni og víðar. að Þing
eyingar líti allstórt á sig og
séu ófeimnir við að láta það
koma í ljós.
Ef eitthvað er hæft í því, þá
er Erla svo sannarlega ekkert
gangandi minnismerki um dæmi
gerðan Þingeying.
Erla er 23 ára, alúðleg stúlka,
þægileg viðræðu, en vill gera
sem minnst úr hæfileikum sínum
sem söngkonu.
— Hvernig vék því við, að
nægilega að röddin nyti sín sem
allra bezt í viðkomandi lagi,
eða iögum, en persónulega hef-
ur mér þótt lagavalið á þínum
plötum hafa tekizt mjög vel.
— Það er ekki fjarri lagi, en
þegar maður lítur til baka, kem
ur maður auga á ótal galla, sem
maður sá ekki á þeim t'ima. og
þá á ég við fyrstu plötuna, sem
ég söng inn á.
— Nú voru þetta hljómsveit
ir á svipaðri línu eins og mað-
ur segir.
UMSJON
BENEDIKT
VIGGÓSSON
— Síðan kom aö því, að þú
fórst að syngja með hljómsveit
Ingimars Eydal.
— Já, það var einu og hálfu
ári . seinna, og ég söng með
þeirri hljómsveit I rúmt ár, og
sú breyting hafði góð áhrif á
mig.
Pálmi og Ingimar eru ákaf-
lega ólíkir menn og gerðu
mismunandj kröfur til mín, en
einmitt þess vegna tel ég mig
hafa haft gott af að fá
tækifæri til að vera undir stjórn
þeirra beggja.
— Það hefur því miður komið
fyrir. að hljómplötuútgefendur
almennt hafi ekki gætt þess
Það fer ekki á milli mála, að myndin er af móður og dóttur.
Það er aldrei að vita nema hún Erla rauli fyrir dótturina
„Góða nótt“, þegar sú litla er komin í rúmið.
— Já að vissu leyti, en það
var mikill munúf1 á hvernig
tekizt var á við verkefnin, auk
þess sem flestir söngvarar hafa
gott af því að hafa tækifæri til
að syngja ekkf of lengi með
sömu hljómsveitinni.
Ingimar var rólegur í tíðinni,
ég tel mig hafa lært
ákaflega mikið á þessu tímabili,
"sem ég vann með honum.
Pálmi er aftur á móti alger
lega sér kapítulj 1 mínum söng
ferli, því hefði hann ekki orðiö
svona uppnuminn á skólaballinu
forðum. þá er mjög hæpið, að
ég hefði nokkurn tíma sungið
inn á hljómplötu, og, vitaskuld
er ástæðan meðal annars sú að
hann er stofnandi Tónaútgáf-
unnar.
— Nú hefur þú ekki sungiö
með hljómsveit um alílangan
tíma, hefurðu lagt þá hugmynd
alveg til hliðar, eða ætlarðu
kannski að setjast að hér í
höfuðborginni og syngja fyrir
Sunnlendinga f staðinn?
— Vissulega hef ég hug á að
fara að syngja meö hljómsveit
aftur, en það eru ýmis einka-
mál, sem þar sninnast inn i.
Égifer norður eftir páska, en
ég hfef ful'an hug á að koma
til Reykjav’ikur og jafnvel setj-
ast hér að. Eins og málin standa
núna er allt óákveðið um fram
tíðina og bezt að fullyrða sem
minnst. en ég vil frekar búa i
Reykjavík og hefði áhuga á að
syngja með hljómsveit, ef að-
stæöur leyföu.
— Þér hefur nú farið mikið
fram í söngnum frá því að þú
söngst inn á þessa fyrstu plötu
þína fvrir fjórum árum.
Mér segir svo hugur, að þú
hafir sjállfsgagnrýni í ríkum
mæli.
— Sjálfsgagnrýni er nauðsvn-
leg, þótt hún geti farið út í
öfgar og verkað öfugt. En ég
hef reynt að fara meðalveginn,
en það er ekki mitt að dæma
um hvernig til hafi tekizt, en
þessar plötur, sem ég hef sung
ið inn á eru í rauninnj ósköp
lítið sýnishorn af því, sem ég
hef sungið. og þótt þær hafi
náð töluverðum vinsældum hef
ég aldrej verið fullkomlega
ánægð og eins og þú veizt þá
fara gæði og vinsældir í fæst-
um tilfellum saman, þó aö
þetta sé mikið að breytast.
— Hvernig líkar þér að vinna
í upptökustúd’iói?
— Frá upphafi hef ég kunnaö
ákaflega vel við mig í plötu-
upptöku, og það er lftið um það
að ég fái snert af upptöku-
„skrekk". Ég hef líka verið svo
heppin að Pétur Steingrfmsson
hefur tekið upp allar plöturnar
mínar, og það er ómetan'egt að
hafa alltaf sama tæknimanninn
við plötuupptöku.
Ég vil endilega koma því að
hér I lokin að ég hef verið ákaf
lega undrandi yfir þeim móttök
um sem söngur minn hefur
fengið og það er vissulega upp
örvandj og þakklætisvert.
MELiVÖLLUR
í dag kl. 15.00 leika
KR — Víldngur
Mótanefnd
Söiubörn
Komiö og seljið mæðrablómiö á morgun klukkan
9.30.
Blómin verða afgreidd á eftirtöldum stööum: Bama-
skólum bæjarins, ísaksskóla, Menntaskólanum við
Tjörnina (Miðbæjarskólanum) og skrifstofu Mæöra-
styrksnefndar, Njálsgötu 3. — Góð sölulaun.
Mæðrastyrksnefnd