Vísir - 08.05.1971, Side 9

Vísir - 08.05.1971, Side 9
V í SIR . Laugardagur 8. maí 1971. ' ;« \ ' < <'rJ. Í'<J .£,.<.> ' • it,*> t, t st,„ , X) ,,,, vx. ^< ss « tffft SM <t*f <f t'ttt < t ■ ft ■ý' •iv-sVx. f'^-tttti-.í <. ; . „y V <{f<. . $>>Jft$ *>.»•,. <y »>•.,{.... yt.yy. ! ..t >?<" tt tt »>.< t* t > v,% -ssvWW' » s* *•• 's A*itt*J t*t «s- -V )(<■>•</ iýtti <tt/t S' >•' , •'s-y' jt-,y< í<*„ J , «*„,«>, í, <■•{, •.■;«•■■;-:■■■■,{,»{ ♦>•<«, •'•„■✓««»■.«,;<«««< >.<j »t.< *<<;• ,•'«•:• •• - ' . , ,4, /> ,;,<> ,. »-.*«$:»<»>■«♦ „t/t.<.;<•, :<:-•,;. :-í»;<««;<<«j’í’.<«>:sx' >:<<:-: <ýí,í:<<»:>y.<<«.:4<^^;> í i < ,'-í • "'<>' ÍVss» í„ ■< y v' <■¥<>,>■" ,-,,s . tt/fty tyft'. :, .. ,«-í>:«<::<»«(^«í>>i' :</>x«:<j<«-<c«»,x.•»;•:<>•:«.' 5»>x,<->;: :-::«ss:.',:,-::-J->: í:<-s,>- .<:.xj, :<«« +.,<«. y>: :;;-.<j.: :-:■> {;« >>;•■ ^"«5j::-S",<:í<«i<'>'íx<«fc«»<^s'^<<,:«x-:í+>x<>:^>>:í.«:Ay>s: < < ,,.„ «,,<»s< ««., •><« í>» <.<« Xv< i,«-> «„s<Þ y, &&&£ «<•>? &> ''3firs«%f»'*J s'" ■•■•^Í'**: . ■■-:..<x<>S^í>:-í>x.í::<-{í»: ;>»<«<(>:?;<• j»<-»M«-*«x><«!t«::<->'s •'•':> >r->* «♦ < -,y. :«í >x •*•>{:•:♦■»'>:' <•{»:<• »sx4« / *•<««,„, v ; ,.s„ <{>«.<(> ->4», s«X, -x- &S&»a&WÍÍiÍ Ómar Arason, bankastarfsmað- ur: „Nei, alltof lftið. Ég hef að vísu aðeins gripið niður í hana, en ekki komiö því f verk aö lesa hana gaumgæfilega.“ METSQLU3ÓK HEiMSINS Edda Kristjánsdóttir, húsmóðir: „Aöeins lítilsháttar og það fyrir Þórarinn Hjartarson, verkamað- ur: „Mjög lítið, og ég er ekk- ert forvitinn að vita um fram- haldið þar sem ég endaði.“ Sigurbjörg Hoffritz, afgreiðslu- stúlka: „Neheií — Og hef eng- an áhuL>a á bví.“ „Mest af henni, já. Mér fannst það athyglisverð lesning og hún vakti töluverðan áhuga hjá mér.“ — en biblian er ekki að sama skapi mest lesna bókin „Biblían er undantekningarlaust umtöluð árlega sem met- sölubók heimsins, og það án efa með réttu“, segir í for- mála að 9 binda verki, sem bókaforiagið Politiken hefur gefið út og nefnist „Biblían — í menningarsögulegu ljósi“. Svona til áþreifanlegri skilnings á útbreiðslu heilagrar ritningar, sem gefin hefur verið út á fjórtán hundruð þrjátiu og einu (1431) tungumáli, má nefna, að á einu ári, 1969, dreifðu hin ýmsu biblíufélög heimsins samtals 145,3 millj. biblfum. — Á aðeins einu ári. Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hins ísl. bibh'u- félags — fyrir framan hann eru ýmsar biblíuútgáfur hvaðan- æva að úr heiminum. „Þetta er svo merkileg bók. Hún speglar mann; mannfólkið með öllum þess kostum og löst- um. — Þegar maður kemst nær efni hennar, þá finnur maður, að það er svo eldfimt og svo spennandi, að maður verður gripinn af því sterkum tökum og heillast af því.“ Og maðurinn fyrir framan mig kvað fast að hverju lýsing- arorði, eins og. hann vildi með því gefa þeim alla þá áherzlu sem mögulegt væri — til full- vissunar um, að þau væru ekki ofsögð; Svo sannarlega fannst honum biblían spennandi. 1 noröurálmu turnsins í Hall- grimskirkju, þar sem Hið ís- lenzka biblíufélag hefur sitt að- setur í Guðbrandsstofu, tók ég tali Hertnann Þorsteinsson, framkvæmdastjóra biblíufélags- ins, og spurð; hann m.a.: „Hvað er það við biblíuna, sem vekur slíkan áhuga hjá mönnum, að þeir láta sér ekki nægja að lesa hana sjálfir, held- ur leggja kapp á að dreifa henni meðal annarra, og stofna jafn- vel með sér samtök í þeim til- gangi? — Er það trúarinnar vegna?“ „Hennar vegna fyrst og fremst sbr. Jóhannes 20. kap. 31. vers: „En þetta er ritað til þess að þér skuluð trúa, að Jesús sé Kristur, Guðs-sonurinn. og til þess að þér, með því að trúa, öðlizt lífið í hans nafni.“ Það er ekki eingöngu henn- ar vegna, eins og sést einkar vel þegar bókaforlag líkt og Politiken í Kaupmannahöfn tek- ur upp hjá sér aö ráðast i stór- virki eins og nútimaútgáfu biblíunnar — 9 binda verk, sem hefur ekki aðeins inn; aö halda orðréttan texta bibliunnar á dönsku, heldur einnig skýringar á hverju riti, fjölda mynda af sígildum • listaverkum, þar sem listamenn höfðu sótt hugmyndir 1' biblíuna, og mikinn fróðleik annan,“ sagði Hermann. „Það er vert að gefa því gaum, hverja ástæðu þeir færa fyrir þessu tiltæki sínu. — í formála að verkinu segja þeir „að biblían sé nefnilega einnig bókmenntalegt verk, sem ekkert annað komist íy sam- > ■ jöfnuð við.“ „Það eru ekkfk'argár bækur, sem eru svo innihaldsríkar af góðum og spennandi frásögn- um, stórkostlegum sýnum, ástríðufullum hugsunum og ljóðlist,“ segja þeir og varpa svo fram þeirrj skoðun, að við séum ö!l óafvitandi mótuö af þessu lesefni meira en nokkru öðru í sögu menningarinnar, jafnvel meira en af okkar nor- rænu fortið eða hiniun gríska menningararfi. Þeir telja að það beri að harma, að biblían skuli ekki vera að sama skapi mest lesna bókin; eins og hún er mest selda bókin — harma það af fleiri ástæðum, sem 1 sjálfu sér hafa ekkert meö kristna eða aðra trú að gera. Þeir vilja kenna það ytri bún- ingi á hinum venjulegum biblíu- útgáfum, torskildum texta og ó- vissu um söguleg svið ritanna o. fl. Og vegna þess hve þeir töldu það þýðingarmikið, að sem flest- ir nytu þessa bókmenntalega verks, þá réðust þeir í að reyna að bæta úr þessu. — Þetta finnst mér lýsa skýrt viðhorfi þeirra, sem komizt hafa í snertingu við biblíuna — aðra en trúarlega snertingu," sagði Hermann. „Það hefur á síðustu árum vaknað áhugi víða um lönd á því að kotna -biblíunrii í aðgengi- legra form, og sums staðar hefur það veriö gert,“ bætti Hermann við. — „Þetta hefur mælzt vel fyrir og sl‘ik nútfmaútgáfa, á- samt sérútgáfu, stórletraðri fyr- ir sjóndapra, seldist í Banda- ríkjunum í 2 milljónum eintaka á þremur árum.“ „Hafa menn hér heima nokkr- ar r'éðagerðir á prjónunum um sh'kar útgáfur?“ „Það er nú meira verk að gefa út biblíu, heldur en rétt að segja það. Hér er ekki verið að tala um aö gefa út bók líka þeim, sem hér koma á bóka- markað — kannski tvö til þrjú hundruö blaðsiöna stórar. Eitt þúsund áttatfu og sjö blaðsíöur telur stóra biblVan okkar, sem hefur verið gefin út óbreytt frá því 1912. — 1087 blaðsíður með smáletruðum og samanþjöppuðum texta. Mér er tjáð, að það væri 4ra mánaða verkefni tveggja vél- setjara, sem ynnu á vöktum, að setja texta þessarar bókar. Bara að setja textann, auk svo vinnunnar við prentun, umbrot og bókband. Auðvitað dreymir okkur um nútímaútgáfu biblíunnar á ís- lenzku, og við höfum reyndar gefið út einstök rit hennar i bæklingum með myndum og á nútíma máli. En sem stendur erum við meö allan hugann bundinn við að reyna að gefa út biblíuna endurskoðaða og að sumu leyti endurþýdda. Nefnd manna hef- ur starfað s’iðan 1964 við að endurskoöa Nýja testamentið. Það er svo komið, að við get- um ekki lengur notazt við gömlu leturplötu-nar, sem gerð- ar voru 1912 og hafa veriö not- aðar við endurútgáfu íslenzku biblíunnar æ síðan. Þær eru orðnar svo slitnar og máðar. Það þarf því nýja prentun, og það er orðin brýn nauðsyn á henni, því að biblían er núna ófáanleg í verzlunum. — Að vísu eigum við til arkir í 1500 bibKur, sem dugar okkur til næsta vors, en þá verða þær líka þrotnar." — GP Myndskreyting úr biblíuútgáfu. Hermann Þorsteinsson og Ólafur Ólafsson, kristniboði, en hann vann sem sjálfboðaliði í Guðbrandsstofu. vfsusm: Hafið þér lesið Bibl- íuna? Steingrímur Guðjónsson: „Nei, ég hef aldrei lagt í hana. Þetta er mikil bók og erfið lestrar, en ég hef áhuga á því að gera þaö við tækifæri.“

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.