Vísir - 10.05.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 10.05.1971, Blaðsíða 2
2 VISIR. Mánudagur 10. maí 1971, Fegurðardrottningin frá í fyrra, Erna Jóhannesdóttir, krýnir Guðrúnu Valgarðsdóttur fegurðardrottningu 1971. „Vilji ég lýsa vexti og slíku" Viðbúnaður var taásveröur fyrir feguröarsamkeppnina í Háskóla bíói á laugardag, en þar komu saman fuiltrúar sex sýslna auk þriggja fegurðardísa úr Reytkja- vfk. Undanrás þessarar keppni hefur staðið yfir síðastliðiö ár. Feguröardrottningar hafa verið valdar í öllum sýslum og síð- ast urðu þessar níu stúlkur eft ir til úrslitakeppni. Þegar fyrsta stúlkan, Guðrún Valgarðsdóttir, sem var fulitrúi Múlasýslu, gekk í salinn, mætti henni hlýlegt klapp áhorfenda,' en þeir voru raunar ekki ýkja margir á þessari viöhafnarmiklu keppni. Guðrún reyndist svo þegar til kom hlutskörpust í keppninni. Hún er átján ára, og er frá Seyðisfirði, en stundar nám í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Stúlkumar komu fyrst fram á síðum samkvæmiskjólum — gengu fyrst fram fyrir áhorfend ur sneru sér síðan að dómnefnd inni, sem skipuð var blaðamönn um, snyrtisérfræðingi, en for- maður nefndarinnar var Pálína Jónmundsdóttur. — Stúlkurnar gengu síðan hring um salinn á meðan Ámi Johnsen, sem var kynnir keppninnar, lýsti vexti og slíku. Fjölmargir skemmti- kraftar komu ennfremur fram í keppninni, áður en stúlkumar komu fram og eins milli þess sem þær afklæddust samkvæm isskrúðanum og íklæddust sund bolum, 1 sem þær svo komu fram í seinna um kvöldið. Stúlkurnar voru flestar kom ungar 17—19 ára. Þær höfðu hlotið lítilsháttar tilsögn hjá tfzkusérfræöingum varðandi hreyfingar og framkomu, enda mátti sjá að þær höfðu tamið sér að nokkru göngustíl og fram komu tízkusýningarfólks með snúningj á hæl og tá og tilheyr andi og varö kepnnin tilgerðar- legri fyrir bragðið. Sú, sem hreppti annað sætið víkurmær, Margrét Linda í keppninni er 19 ára Reykja- Björnsdóttir, en sú þriðja í röð inni var vestan af ísafirði kom- in, aöeins 17 ára, Sigríður Brynja Sigurðardóttir. Númer fjögur varð ungfrú Vestmanna eyjar, Fanney Bjamadóttir og hún var jafnframt kosin bezta ljósmyndafyrirsætan. — Númer fimm varð svo Jenný Grettis- dóttir úr Reykjavík. Helga Ósk arsdóttir úr Reykjavík var hins vegar kosin vinsælust af stöll- um sínum, það er aö segja inn- an hópsins, sem þátt tók í keppninni. Það var mál manna, að keppnin hefði verið mjög jöfn og stúlkurnar mjög áþekk ar að kvenlegum yndisþokka. — Um miönættið krýndi svo fyrr verandi fegurðardrottning ís- lands Erna Jóhannesdóttir Guö rúnu sem fegurðardrottningu ís- lands 1971. — JH Þær urðu hlutskarpastar í keppninni: Guðrún Valgarðsdóttir fremst, frá vinstri Fanney Bjarnadóttir, Vestmannaeyjum, sem varð númer 4, Sigríður Brynja Sigurðardóttir, Isafirði sem varð númer 3, Margrét Linda Björnsdóttir númer tvö í keppninni og Helga Óskarsdóttir, kjörin vinsælasta stúlkan innan hópsins. Stúlkurnar í þeirri röð, sem þær komu fram í keppninni: f.v. Fulltrúi ísafjarðar, fulltrúi Ámessýslu, sfgan koma þrír fulltrú- ar Reykjavíkur í keppninni, númer 4 er fulltrúi Borgarfjarðar þá kemur skaftfellska stúlkan, ungfrú Vestmannaeyjar og loks fulltrúi Múlasýslu númer eitt, en hún varð jafnframt númer eitt í keppninni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.