Vísir - 10.05.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 10.05.1971, Blaðsíða 8
8 V f SIR. Mánudagur 10. maí 1971, y CJtgefandS: Keykiaprenr nt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjöri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrói: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Stmi 11660 Ritstjóri- Laugavegi 178 Slmi 11660 f5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakið Prent.smiðja Vtsis — Edda hl. Pólifík á leiksviði . - - '• •' • ‘ l Fjórir vinstriflokkar bjóöa fram í alþingiskosningun- um, sem verða í næsta mánuði. Að ýmsu leyti hafa all- ir þessir flokkar upp á svipaðar stefnur að bjóða. Þeir vilja allir auka umsvif ríkisins og koma upp margvís- legum nýjum stofnunum og ríkisfyrirtækjum. Þeir vilja koma á fót ríkisútgerð og ráðstefnustofn- un og setja atvinnulífið undir heildarstjórn hins opin- bera, svo að dæmi úr tillögum þeirra á alþingi séu tekin. Meira að segja virðist Framsóknarflokkurinn, sem hér áður fyrr var miðflokkur, nú vera engu ódeig- ari í vinstri tillögunum en hinir flokkarnir. Samtals höfðu þessir flokkar fylgi rúmlega helm- ings kjósenda í síðustu kosningum. Vonandi lækkar það hlutfall núna. En sá möguleiki vofir þó yfir lands- mönnum, að þeir reyni að slá saman í nýja vinstri- stjórn til þess að fá tækifæri til að sýna ríkisdýrkun sína í verki. Fjölmennir hópar innan þessara flokka stefna einmitt að slíkri stjórn. Fróðlegt og gaman væri fyrir kiósendur að spá í það, hvernig slík stjórn muridi starfa. Líklega yrði að halda ríkisstjórnarfundina í aðskildum herbergjum, því að varla mundu Magnús Kjartansson og Hanni- bal Valdimarsson geta verið saman í herbergi. Ef til vill mundi það leysa vandamálið, að Fram- sóknarflokkurinn er „opinn í báða enda“, eins og gum- að var af á flokksþingi hans. Þá væri hægt að hafa herbergin þrjú, þar af eitt í miðjunni og opið í báða enda. Þar gætu framsóknarráðherrarnir setið og borið á milli þeirra Magnúsar og Hannibals. Þá væri líka gaman fyrir kjósendur að fá að vera við staddir, þegar Gylfi Þ. Gíslason og framsóknarráð- herramir færu að ráðgast um, hvernig heildarstjórn- inni á !dndl;ú:;r.3inum skvldi hagað. Vafalaust yrði hin bezta skemmt" - A hlu^a á þær viðræður. En kannski væri hægt aö leysa rnálið með því að gera Björn Pálsson að landbúnaðarráðherra. Margt hlýtur þó að vera óljóst í slíkri spá um vinstri stjórn. Hvað segðu t.d. forsvarsmenn launþega, sem nú eru að byrja að átta sig á, að Magnús Kjartansson er búinn að bola ur framboðum fyrir Alþýðubandalag- ið öllum verkalýðsmönnum nema Eðvarð Sigurðssyni og setja í staðinn þægar puntudúkkur af ýmsu tagi? Hvaða Hannibalistar komast svo inn á þing? Verða það hinir raunverulegu Hannibalistar með launþega- fylgið eða verður það menntamannahónurinn með Bjarna Guðnason í broddi fylkingar? Eða falla at- kvæði Hannibalista dauð, vegna þess að þeir komi ekki manni inn á þing? Það væri verðugt verkefni fyrir leikritaskáld að semja gleðileik um nýja vinstristjórn, enda á hún miklu fremur heima á leiksviði heldur en í alvöru- pólitík. -------------immw——■—iw m n iii ■ i r n—t~i—i Samanburður á h'ógum fólks i Vestur- og Austur-Þýzkalandi: Verkamenn fyrir vest- an 30-40% tekjuhærri Flokksformaðurinn Ulbricht hefur hætt „afa“ hlutverki sínu í Austur-Þýzkalandi. Það er forvitnilegt að bera saman þýzku ríkin tvö. í öðru stjórna kommúnistar, í hinu lýð ræðissinnar. Þar er margt ólíkt, en þó furðu margt svipað þrátt fyrir mismunandi hagkerfi. — Félagsfræðingar hafa ný lega samið ítarlega skýrslu um hagi manna í ríkjunum tveimur. Af henni kemur fram, að Vestur-Þjóðverjar fram- leiða meira og bera meiri tekjur úr býtum. Hins vegar virðast Austur- Þjóðverjar fremri á sum- um sviðum skólamála. Sjúkratryggingar betri fyrir vestan, mæðra styrkir fyrir austan Þegar bornar eru saman tekj- ur fólks f vestrænum ríkjum við kommúnistríkin, verður alltaf að hafa í huga þau þæg- indi, sem fólk í kommúnistaríkj- , um kann að hafa ,,ðkeypis“ um- fram fóikið vestan tjalds. í t kwjvnvmistaríkjum -er, ■ ‘.hlutur hins opinbera stærri. Til dæmis kunna verkamenn þar að fá hiuta raunveruiegra launa sinna greiddan með aðgöngumið um í leik- eða kvikmyndahús, ð fþróttavelii og fram eftir þeim götum Samanburður á félagslegum stuðningi, er hinn almenni borg- ari nýtur, 1 Vestur- og í Austur- Þýzkalandi, leiðir í ljós, aö þessi stuðningur er í eðli sínu svipaður í þeim báðum. Vegna mismunandj hagkerfa er fram- kvæmdin öl’ önnur. í Vestur- Þýzkalandi er félagslega þjón- ustan ekki undir einum hatti. Hún er sveigjanleg eftir lífskjör- um í Austur-Þýzkalandi er fast kerfi. sem breytist lítið með árunum. Eftirlaun eru mun lægri í Austur-Þýzkalandí. í Vestur-Þýzkalandi eru sjúkra- tryeí’ir.rar betr:. Hins vegar er mæðrastyrkir hærri i Austur- Þýzkalandi, og þar er barna- dauði minni. Aö öllu samanlögðu fara 18 af hundraði bjóðgrframleiðslu Vestur-Þjóðveria í útgiðld til félagslegra mála, en 12.4 af hundraði af bjAðarframleiðslu Austur-Þýzka’ands Tekjuhækkunin meiri í \7„T»'4t1^1 p A i Að bessu athuguðu er unnt aö bera saman tekiur manna i bessum tveimur jöndum VeUur- Þjóðveriar hafa bar vinninainn, Fyrir 10 árum voru nettóteki- ur um það bi] hinar sömu f báð- um ríkjunum. Síðan hafa brúttö- tekiurnar hækkað um briðfung í Austur-Þýzkaiandi en nærri bví tvöfaldazt í Vestur-Þvzka- iand’ Meðalverkamaður ■ fær í Vestur-Þýzkalandj samkvæmt þéssum skýrslum um 25 búsund krónur nettó, en í Austur-Þýzka- landi um 17 þúsund. Saman- burður á tekjum meðalheimila verkafólks gefur sams konar niðurstöður. Auk þess er skatt- frádráttur meiri £ Vestur-Þýzka- landi. Samtímis er tekjumismunur- inn mun meiri f Vestur-Þýzka- landi. Þannig hafa vestur-þýzkir verkamenn verul. hærri tekjur en austur-þýzkir, en til viðbótar hafa tekjuhærri stéttir miklu meiri tekjur vestan megin að öll- um jafnaði. Orsökin er auðvit- að sú, að Vestur-Þjóöverjar 'framleiða rftiin ’meira á hvern íbúa en Austur-Þjóöverjar og hafa úr miklu meira að spila. En athuga verður, að verðlag nauösynjavara er miklu lægra austan megin. Hins vegar eru „munaðarvörur” allar margfalt dýrari : Austur-Þýzkalandi. Þrátt fyrir stöðugra verðlag nauðsynjavara i austurhlutan- um er kaupmáttur hvers vestur- marks meiri en kaupmáttur hvers austurmarks, þegar allt er athugað. Þess vegna er mismunurinn á peningatekjum verkafólks einnig raunverulegur mismunur á kaupmætti tekna. Ve'rkamenn í Vestur-Þýzkalandi hafa í raun milli 30 og 40 prósentum meiri tekjur Bilið fer vaxandi. Konur vinna miklu fremur í Austur- Þv^kalandi Margt annað er mismunandi í þýzku' ríkjunum tveimur. Til dæmis vinna konur „úti“ i miklu ri'kari mæli í Austur- Þýzkalandi. Árið 1964 unnu 60,5 af hverjum 100 konum i austurhlutanum á aldrinum 25— 60 ára utan heimilis en aðeins 41.8 af hverium 100 í vestur- bi”tanum. Þetta leiðir til þess, sð tiltölulega vinna miklu fleiri aö framleiðslustörfum í iðnaði í austurhlutanum Framleiöslan á hvern vinnandi mann er þó mik’u minni Tðnaðurinn i Aust- ur-Þýzkalandi framleiddi árin ]960—68 að meðaltali aðeins 25 Tósent af iðnaðarframleiðsl- unni í Vesfur-Þvzkalandi, þótt sá austur-býzki hefði 34 pró- sent af vinnandi fólki vestur- hlutans og 30 prósent af af- kastagetu hans. Þannig fengu Austur-Þjóðverjar mun minna út úr iönaði sínum en Vestur- Þjóðverjar og framleiösla á hvern mann var 28% minni. Svo er Vestur-Þýzkaland mun stærra og þéttbýlla. Þar búa þrisvar sinnum fleiri íbúar á iandi, sem er tvisvar sinnum stærra Á hverjum ferkilómetra í Vestur-Þýzkalandi búa aö með- altali 245 manns, en 158 £ Aust- ur-Þýzkalandi. Þetta bil breikk- ar stöðugt. Vestur-Þjóðverjum fjölgar annars vegna innflytj- enda, en fólksfjöldinn breytist tiltölulega lítið i austurhlutan- um. 1 Austur-Þýzkalandi eru til- tölulega fleiri gamlir menn og konur. 22 prósent af íbúunum er kominn yfir sextugt, en 18.9 prósent eru komnir yfir 60 í vesturhlutanum. Austur-Þjóð- verjar ganga yngri í hjónaband og hjónaskilnaðir eru algeng- ari. Á árunum 1950—1968 tvö- faldaöist fjöldi húsa £ Vestur- Þýzka’andi en jókst um aðeins tuttugu prósent i austurhlutan- um. Helmingur allra húsa í V,- Þýzkalandi hefur verið byggöur eftir stríðið, en tuttugu prósent húsa í A.-Þýzkalandi. í Vestur-Þýzkalandi er meiri hreyfing á íbúum, menn skipta um búsetu í ríkari mæli. í vest- urhlutanum er meiri tilhneiging til borga’ífs. í vesturhlutanum býr þriðj: hver íbúi í borgum með yfir 100 þúsund ibúa, en aðeins fimmti hver £ austurhlutanum. Fleiri stúdeníar fyrir austan í skólamálum er munurinn mikill á þýzku ríkjunum tveim- ur. I Austur-Þýzkalandi er meiri sérmenntun en vestan megin, einfaldara skólakerf; og meiri tilhneiging til tæknimenntunar hvers konar. Sérgreindir skólar eru reglan austan megin. Einnig Y háskó’unum leggja Austur- Þjóðverjar meira upp úr tækni- menntuninni. Stúdentar eru til- töluiega fleiri f Austur-Þýzka- landi. Árið 1968 voru 17 af hverjum 1000 Austur-Þjóðverj- um á aldrinum 18—45 ára í há- skólum. en í Vestur-Þýzkalandi var þetta hlutfall 14 af hverjiun igsc. Umsjón: Haukur Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.