Vísir - 10.05.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 10.05.1971, Blaðsíða 16
Handfæravmdan er komin í 200 íslenzka báta — en reksturinn getur ekki stækkab þrátt fyrir erlendar pantanir vegna rekstrar- fjárskorts Cæsar á flot annad kvöld? © Norsku björgunarmennimir eru nú búnir aö koma virum undir brezka togarann Cæsar, á strandstaðnum við Amarnes í ísa- fiarðardjúpi. Búast björgunarmenn við að reyna að ná skipinu á flot á flóði annað kvöld, en talsverð vinna er við að koma tönkunum tryggiiega fyrk á síðum skipsins. Vinna norsku björgunarmennirnir að þvi í dag í skínandi góðu veðri. Stórt gat er i vélarrúmi togarans og hafðist hann ekki á flot, þó að reynt væri að dæla sjónum úr hon- um með stórvirkum dælum. Var því gefizt upp á því fljótlega og ákveðið að reyna að ná skipinu á f!ot með flottönkunum fjórum, sem nú er verið að festa á síður þess. — JH „Þetta er þegar orðið það vel kynnt, að ég er kominn í vandræði með það. Ég get ekki einu sinni afgreitt í ár það sem búið er að panta“, segir Elliði Nordal Guð- jónsson uppfinningamað ur og framleiðandi raf- magnshandfæravindu, sem á fjórum árum er komin í 200 íslenzka báta. Elliði er einn af þrem „stórum“ aðilum, sem munu taka þátt í fiskitækjasýningu í Frederikshavn í Dan- mörku. Hinir eru Kassageröin, sem mun sýna sýnishorn af fisktfm- búöum þeim hinum sömu, sem fyrirtækið flutti út fyrir 31 millj ón króna á sl. ári, og er þó að- eins 20% af framleiöslu fyrir- tækisins, og Stálvinnslan hf., sem mun sýna síldarflokkunar- vól. Aðrir íslenzkir fiskitækjafram leiðendur eru enn með fram- leiðslu sína á því frumstigi aö því er Úlfur Sigurmundsson hjá Útflutningsskrifstofu íönaðar- ins sagði við Vísi, að iþeir mundu ekki sýna. El'Iiði seldi Elektra-rafmagns- handfæravindu sína fyrir tólf milljónir á síðasta ári. í ár hef- ur hann selt hana fyrir níu millj ónir og annað eins er í pöntun m.a. er búið að panta 28 vindur frá Noregi og 20 ftó Færeyjum. Vindan kostar 32 þúsund krón- ur. Framleiðslan í ár verður þvi miklu meiri, og segist Elliði ekki hafa undan. Vindan er búin aö vera á markaði í f jögur ár en það tök tvö ár að vinna þessa nýjung upp og prófa hana. Og salan? „Hún hefur alltaf verið að aukast, menn taka nýjungum rólega í fyrstu. Jú ég yerð að stækka við mig, fá stærra hús- næði, véiar og meiri mannafla. Sem stendur vinnum við fjórir í samsetningu vélarinnar. En þaö sem aöallega stendur í vegi er fyrirgreiðsiuleysi bankanna.“ 'SB i 500 strákar í sunnu- | dagssiglingu með I flaggskipinu ' Rúmlega 500 drengir úr i KFUM brugöu sér í skemmti- \ siglingu í gær unp i Hvalfjörð i með Guilfossí, flaggskiþi ís- ! lenzka flotans. Strákamir, sem i voru á aldrinum 10 til 13 ára 5} kunnu vel að meta þessa til- breytingu og skemmtu sér vel. Fjörutíu manna lúðrasveit var i með i ferðum og skemmti með i homakvaki. I, „Maður kynni að ætla, að erf itt væri að fást við 500 stráka á þessum aldri, en það var nú öðru nær“ sagði Sigurlaugur Þorkelsson hjá Eimskipafélagi íslands. „Drengimir hegðuðu sér í alla staði vel og vom til fyrirmyndar“. Siglingin upp í Hvalfjörð og til baka tók fjórar klukkustund ir. Lagt var af stað frá Reykja- vik klukkan tvö um daginn og komið aftur eftir vel heppnaða ferð klukkan sex. — >B 5trákarnir hölluðu sér mannalega upp að borðstokknum og virtu fyrir sér örfáa landkrabba á bryggjunni. Litla flugvélin eftir að hún hafði magalent á Re ykjavíkurflugvelli, vélin var furðu lítið skemmd. (Ljósm. Sig. Bjarnason) Gleymdi að setja hjólin niður! Magalenti á Reykjavikurflugvelli — engin meiðsl á fólki venjulegu flugi, og því fóru hjólin ekki niður sjálfkrafa. Vélin er í eigu Flugstöðvarinnar h.f. en flugmaðurinn hafði tekið hana á ieigu tii einkaflugs með fé- laga sína. — GP VEÐUR FYRIR SUMARFÖTIN Lítil einkaflugvél af gerðinni Piper Cherokee Arrow maga- lenti á Reykjavíkurflugvelli á laugardagskvöld með f jóra menn innanborðs — þrjá farþega auk flugmanns. Lendingin tókst án þess að nokk- ur mannanna yrði fyrir meiðslum og urðu tiltölulega litlar skemmd- ir á vélinni, — jafnvel er búizt við því, að hún verði tilbúin til notk- unar eftir aðeins viku Hjólaútbúnaður vélarinnar, sern er ný er sjálfvirkur og í fyrstu datt mönnum í hug, að hann hefði bilað, ,,en við athugun kom í ljós, að flugmaöurinn hafðj hreinlega g’.eymt að setja hjólin niður,“ sagði einn starfsmanna Loftferðaeftir- litsins. Sjálfvirkni hjólabúnaðarins sér til þess venjulega að hjólin farj nið- ur, þegar dregið er úr vinnslu hreyfilsins niður fyrir visst lág- mark. En vegna þyngsla vélarinnar 'i þetta skipti (með 3 fafþegal vann hreyfillinn í aðfluginu líkt og í — en vissara að hafa Fólk klæddist sumarfötunum í morgun enda var bezta sumar- veður sólskin og hlýtt í Reykja- vík. Ef til vill verður betra að hafa regnkðpur til taks, núna seinni partinn en ekki er talið ólíklegt að skúrir geti komið. Gróðrar- og vorveðrið heldur á- fram og búizt er við litlum breyt ingum á veðri. í Reykjavik var níu stiga hiti regnfatnábinn tilbúinn klukkan níu í morgun en 10 stiga hiti á Reykjanesvita. Á Þingvöllum var sex stiga hiti. Búizt er við að hlýni enn meira í dag. Á Norður -og Austurlandi var kaldara í morgun hiti frá 1—1 stig og víða þoka, sem fylgir oft austanáttinni á þessum árs- tíma. —SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.