Vísir - 10.05.1971, Side 6

Vísir - 10.05.1971, Side 6
6 VÍSIR. Mánudagur 10. maí 1971. Mesta afrekiB hjá brezkum leikmönnum — Arsenal sigraði Liverpool 2-1 i úr- slitaleik bikarsins Leikmenn Lundúnaliðsins fræga, Arsenal, eru nú kóngar enskrar knattspyrnu og á aðeins sex dögum tókst þeim að tryggja sér tvo eftirsóknarverðustu titl- ana — sigur í 1. deild á mánudag og í bikar á laugardag, afrek, sem aðeins eitt lið annað hefur unnið á þessari öld, Tottenham 1961. Arsenal sigraði Liverpool á laug- ardag í mesta sýningarleik knattspymunnar — að úr- slitaleik HM einum undanskildum — með 2—1 eftir framlengdan leik og það fór ekki milli mála, að það var betra liðið, sem fór með sigur af hólmi. Eftir venju- legan leiktíma stóð 0—0, en til framlengingar hefði aldrei átt að koma — svo mörg tækifæri höfðu leik- menn Arsenal skapað sér í leiknum. En þá hefðu líka hinir 100 þúsund áhorfendur á Wembley-leikvangin- um og 450 millj. við sjónvarpstækin farið mikils á mis, því þessi 30 mín. framlenging er eitt hið bezta, sem sézt hefur í knattspymu, og gerði það að verkum, að hinar 90 mín. leiksins gleymdust, en þá var ekki mikið um fína drættL Áhorfendur byrjuðu nú að streyma til Wembley snemma á laugardagsmorgun og um hádegi var þar orðið margt um manninn. Það kom til átaka milli hópa og lögreglan varð að skerast í leik- inn. Nokkrir voru fluttir í fang- elsi og máttu dúsa þar með sina dýrmætu aðgöngumiða í vasanum, en á sama tíma blómstraði svarta markaðsbrask með miða kringum Wembley. Mörg dæmi voru um það, að menn keyptu miða á 100 pund — 21 þúsund krónur. En tíminn leið. Klukkan varð tvö — leikurinn hófst. Leikmenn Liverpool virtust fyrr ná sér á strik — en Arsenal varöist hart, fjórar aukaspymur voru dæmdar á leikmenn liðsins fyrstu þrjár mínútumar. En þetta var einhver tilviljun — leikurinn varð ekki harður, og meira dæmt I honum á Liverpool. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik. þar til rétt undir lokin að George Armstrong fékk allt í einu gott tækifæri, en Clem- ence í marki Liverpool varði spyrnu hans — knötturinn barst upp völlinn og dæmt var á Arsen- al rétt við vítateig. Bakvörðurinn Alec Lindsay hjá Liverpool fékk knöttinn upp úr henni og Bob Wil- son varði þrumuskot hans í hom. Arsenal hafði átt heldur meira í þessum fyrstu 45 mfn. lei'ksins — en þær voru faeldur leiðinlegar. Síðari hálfleikur hófst og bæði liðin léku skarpar — einkum þó Arsenal og liðið skapaði sér tæki færi vegna frábærs leiks Grafaams — bezta manns á vellinum að sögn BBC — og Radford. En tví- vegis misnotaði Ray Kennedy góð tækifæri — og George átti skot yfir. Þegar 15 mín. voru liðnar fór Peter Storey út af og kom Eddie Kelly í stað hans — og nokkram mín. sfðar skipti Liver- pool einnig um leikmann — Peter Thompson kom í stað Evans. Báð- ar þessar breytingar vora til hins betra fyrir liðin. En yfirleitt vora vamarmennimir sterkari og Liver pool fékk t.d. aðeins tvö tækifæri fyrstu 90 mín. — en Wilson varði — Arsenal fékk sjö — og Kennedy hefði átt að geta gert út um leik- inn þremur mín. fyrir leikslok, þeg ar Radford lék hann skemmtilega frían, en, taugar hins unga leik- manns bragðust á úrslitastund. — Það háðj Liverpool nokkuð loka- mfnútumar, að Emlyn Hughes haltraði um. En leiktfmanum lauk án þess mark væri skorað. FRAMLENGING Þá var framlengt í hálftíma og þá loks sýndu liðin frábæra knatt- spymu. Eftir aðeins 80 sek. bran- aði Steve Heighway framhjá Rice og Armstrong, komst frir inn í vítateig og Wilson réð ekkert við spymu hans á mark. 1—0 fyrir Liverpool — og flestir vora á beirri skoðun, að eltt mark mundi nægja f þessum leik. En ekki leik- menn Arsenal. Þeim tökst að koma í veg fyrir, að Liverpool skoraði fleiri mörk næstu mfn., sem'Liver- pool-leikmetinimir léku mjög vel og síðan fóru þeir sjálfir að sækja. Þegar 10 mín. voru liðnar urðu Smith og Hughes á mistök, sem Graham var ekki lengi að notfæra sér og staðan var jöfn 1—1. Hann hafði einnig fyrr í leiknum verið mjög nærri að skora — skallaði knöttinn í þverslá eftir innkast Radfords. Og nú var það Arsenal, sem náði undirtökunum það sem eftir var leiksins. Þreytan var mikil, en allir lögðu sig fram og þegar átta mfn. vora eftir fékk Oharlie George knöttinn frir rétt utan vítateigs — spyrnti þegar á markið og knött urinn þaut í netið án þess Clem- ence hefði nokkur tök á að verja. Og lokamínútumar tókst Liverpool ekki að ógna marki Arsenal. Sigurinn var í höfn og á sex dögum höfðu léikmenn Arsenal unnið mesta afrek í enskri knatt- spyrnu — unnið deild og bikar — og aukagreiðslur til leikm. liðsins fyrir það náðu 10 þúsund pundum íslenzkir badminton- leikarar til Færeyja Tíu íslenzkir badmintonmenn , '4 fara til Færeyja 18 þ. m. og munu Haraldur Kornelíusson með hinn idvelja, þar 1 v“a við keppni glæsllega bikar, sem Einai -ðns ’ lslands hefur valið þessa menn til son gaf til keppni í elnliðaleik | fararinnar. karla á Islandsmótinu. ' Frá KR Óskar Guðmundsson, Friðleif Stefánsson og Reyni Þor- steinsson. Frá ÍA Jóhannes Guð- jðnsson og Hörð Ragnarsson og frá TBR Jón Árnaon. Viðar Guðjóns- son, Steinar Petersen, Sigurft Har- aldsson og Harald Komelfusson, íslandsmeistarann í einliðaleik. George Graham jafnaði fyrir Arsenal og var bezti leikmaöurinn á vellinum aö sögn þeirra, sem lýstu leiknum í BBC. — 2,1 millj. kr. Þetta afrek Arsen- al er meira en Tottenham fyrir 10 árum, því Totténham hafði svo mikiö forskot f deildinni lokavik- urnar, að þar gátu leikmenn næst- um einbeitt sér að bikamum. Nú varð Arsenal síðustu vikurnar að vinna upp þriggja stiga forskot Leeds. Það tókst og sfðan þessi stórsigur í bikamum Glæsilegu leiktímabili liðsins er lokið og þar Bob Wilson var mjög traustur að venju í marki Arsenal. verður hlutur fyrirliðans, Franks McLintock mikill. Knattspyrnumað- ur ársins og lék nú sinn fimmta úrslitaleik á Wembley — fyrst með Leicester síðan Arsenal — og sigraði nú loks. JAFNTEFLI Á SKOTLANDI Á sama tíma var úrslitaleikur skozku bikarkeppninnar háður Rangers og lauk honum með jafn tefli, og verður aftur leikið á mið- vikudag. Celtic skoraði snemma f leiknum — Lennox var þar að verki, en fimm mín. fyrir leiks- lok tókst Derek Jo'hnston, sem kom inn sem varamaður, að jafna fyrir Rangers. Þessi 17 ára piltur hefur reynzt Celtic erfiöur í vet- ur — f úrslitaleik skozka deilda- bikarsins skoraði hann eina markið í leiknum, sem færði Rangers sig- ur. Á föstudagskvöld léku Everton og Stoke um briðja sætið f ensku bikarkeppninni. Alan Whittle og Alan Ball skoruðu tvívegis fyrir Everton fyrstu 16 mfn. leiksins, en það nægði skammt. Fyrir hlé tókst Stoke að skora eitt mark - Bemhard — og í sfðari hálfleikn um skoraði John Ritchie tvisvar. Ball misnotaði bá víti. Aðeins 5000 áhorfendur sáu leik liðanna á leik- velli C. Palace. — hsfm. Heimsmet i skribsundi Hinn 17 ára ástralska sundkona, Karen Moras. setti á föstudags- kvö'd nýtt heimsmet 'i 800 m. skrið sundi á móti í Helsinki, Hún synti vegalengdina á 8:59.4 mfn. og er fyrsta sundkonan, sem syndir þessa vega’engd innan við níu mínútur. Árangrinum náði hún í 25 m. laug.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.