Vísir - 10.05.1971, Blaðsíða 5
VÍSIR. Mánudagur 10. maí 1971.
I
Metaregn í lyftingum
— og tvó sennilega Norðurlandamet
Björn Finnbjörnsson íslandsmeistarinn í einliðaleik.
íslenzkir lyfingamenn eru
sterkir og það kom vel í ljós á
fyrsta meistaramóti Islands í
kraftlyftingum á laugardaginn,
þegar 31 íslandsmet var sett og
tvö þeirra Wklega Noröurlanda-
met. þótt ekki hafi fengizt
staðfesting á því, þegar blaðið
vissi sfðast f morgun — en það
var árangur Gunnars Alfreðs-
9onar 2€S kr i réttstöðulyftingu
í léttþungavigt, og Óskars Sig-
urpálssonar í sömu grein i
þungavigt 2S5 kg.
Kraftlyftingar (power iift)
krefjast ekki sömu tækni og
hinar venjulega lyftingar og
þess vegna njóta kraftar ísl.
lyftingamanna sn'n betur þar,
enda er svo stutt síðan þessi
íþróttagrein ruddi sér til rúms
hér á landi, þótt lyftingar hafí
verið iðkaðar í áratugi erlendis.
Gunnar Alfreðsson bsetti t.d.
fyrra Isiandsmetið i sinum
þyngdarflokki um 55 kg., en
Óskar um 20.
Það var mikið um að vera í
KR-húsinu á laugardag og i
flestum greinum voru íslands-
metin margbætt. Keppendur
voru 20 frá Reykjavík, Vest-
mannaeyjum Hafnarfiröi, Sel-
fossi og Seyðisfirði. Keppt er í
þremur lyftingum í hinum ýmsu
þyngdarfiokkum — bekkpressu,
hnébeygjulyftingum og rétt-
stöðulyftingum og auk þess
samanlagt í hverjum þyngdar-
flokki —- kraftþraut.
I léttvigt sigraöi Jóhann
Sveinbjörnsson, Seyðisfirði i
bekkpressu 110 kg., en Skúli
Óskarsson í hinum lyftingunum
með 145 kg. og 210 kg. en sam-
tais Jóhann 435 kg. Allt met.
I’ millivigt varð Einar Þorgríms-
son, KR, íslandsmeistari með
samtals 485 kg., sem er Vsl.
met. og í léttþungavigt Gunnar
Alfreðsson, Á, með 567y2 kg. í
kraftþrautinni og bætti fyrra
metið um 67>/2 kg. í milliþunga-
vigt lyfti Guðmundur Sigurðs-
son, Á, 565 kg. Óskar Sigur-
pálsson, var með 702(4 kg. í
þungavigtinni og í yfirþunga-
vigt Björn Lárusson. KR, sem
lyfti samtais 722(4 kg., en
tókst ekki að bæta fyrra Is-
landsmetið. Eins og áöur segir
eru met Gunnars og Óskars
Norðurlandamet í þeirra þyngd-
arfjokkum samkvæmt þeim
metaskrám sem síðast lágu fyrir
hér, en hins vegar eru lyftinga-
mennirnir að leita eftir nánari
upplýsingum um öll Norður-
landametin í þessum greinum.
— hsím.
Óskar Sigurpálsson, Á.
— Norðurlandamet?
Fyrstu borðtennis-
meistarar krýndir!
w wa &
r
-t
mörk Vfkings gegn K.R.!
— og Vikingur sigraði með 3-2
Eftir stórstgurinn gegn Þrótti á
Fyrsta íslandsmótið í
borðtennis — þessu nú-
verandi alheimstákni frið-
ar — var haldið í Laugar-
dalshöllinni um helgina og
Landsliðið
valið í dag
íslenzku landsliðsmennirnir i
knattspyrnu, sem leika við
Frakkland i undankeppni Ólym-
p'iuleikana á Laugardalsvelli á
miðvikudagskvöld, voru austur
á Þingvöllum um helgina ásamt
Albert Guömundssyni, formanni
KSÍ, landsliðsþjálfaranum Rík-
harði Jónssyni og landsliðsein-
valdinum Hafsteini Guðmunds-
syni, en Hafsteinn mun í daa
tilkynna hvaða 11 leikmenn
verða í liðinu af 16 manna hópn
um. Engin meiðsli hafa átt sér
stað hjá leikmönnum í leikjum
og á æfingum síöustu daga.
Þess má geta, að tvo varamenn
má nota í liðinu — og þeir
fimm, sem ekki komast í liðið,
verða allir á varamannabekkj-
um á miðvikudag ásamt þjálfara
og einvaldinum. Ef einhver meiö
ist í leiknum er hægt að setja
hvern. sem er af varamönnunum
fimm' inn á og munu þeir Haf-
steinn og Ríkharður ákveöa það.
var þátttaka mikil — yfir
áttatíu keppendur víðs veg
ar að af landinu. Keppt var
í sjö flokkum.
Mótið hófst á föstudag og var
þá undankeppn; í riðlum og einnig
á laugardag, en úrslitaleikirnir
voru háðir á sunnudag.
Einliöaleikur karla vakti mesta
athygli en þar sigraði Björn Finn-
björnsson, Erninum, Reykjavík,
hlaut 10 vinninga og sigraði alla
mótherja sína í úrslitakeppninni.
Áður hafði verið keppt í þremur
riðium og komust 4 beztu úr hverj-
um riðli í úrslit. I öðru sæti varð
Ragnar Ragnarsson, E meö 9 vinn-
inga. I tvíliðaleik karla sigruðu
Ólafur H. Ólafsson og Birkir Gunn-
arsson, Erninum, með 8 vinninga,
en næstir uröu Jón Kristinsson og
Björn Finnbjörnsson með 7 vipn-
inga, í þriðja sætj urðu Svavar Sig-
urðsson og Ólafur G. Ólafsson,
Akranesi, með 6 vinninga.
I einliðaleik kvenna sigraði Mar-
grét Rader, KR, með 6 vinninga,
en í öðru sæti varð Sigrún Péturs-
dóttir KR, með 5 vinninga. Þær
sigruðu saman i tvíliðaleik kvenna,
en í öðru sæti urðu Rita Júlíusson,
Á, og Elisabet Ziemsen, KR. I
tvenndarkeppni sigruðu Sigrún og
Gunnar Gunnarsson, KR, en 'i öðru
sæti urðu Elisabet og Jóhann Örn
Sigurjónsson, E.
I einliðaleik pilta sigraði Sigurö-
ur Gylfason, Akranesi, með 10
vinninga, og bann sigraði einnig í
tvíliðaleik ásamt Elvarj Elíssyni.
Borðtennisnefnd ÍSf sá um mótið,
en ’keppnisst.jórj var formaður
nefndarinnar Sveinn Áki Lúðviks-
son.
miövikudag bjuggust flestir viö, aö
hiö efmlega liö KR mundi sigra
Viking ð laugardag i Reykjavíkur-
mótinu, en það varö nú ekki raun-
in, því Vikingur sigraöi með 3—2
í leik, sem franvan af virtist ætla
að veröa mjög skemmtilegur, en
hins vegar varö þáttur dómarans,
Þorsteins Björnssonar, þannig í
leiknum, að hann setti leikmenn
beggja liða úr jafnvægi.
Víkingur byrjaði vel í leiknum
og eftir aðeins 5 min. hafnaði
Staðan í
mótinu
Staðan í Reykjavíkurmótinu
er nú þannig eftir leik KR og
Vikings á laugardaginn:
Fram 3 3 0 0 8—0 6
Valur 3 2 0 1 7—3 4
Víkingur 4 2 0 2 7—4 4
K.R. 4 2 0 2 12—7 4
Ármann 3 1 0 2 3— 10 2
Þróttur 3 0 0 3 1—14 0
Markahæstu leikmenn eru:
Kristinn Jörundsson, Fram 4
Atli Héðinsson, fCR 3
Baldvin Baldvinsson, KR 3
Guðm. Einarsson, KR 3
Hafliði Pétursson, Vik. 3
Sigurður Leifsson, Árm. 3
knötturinn í marki KR, þegar Haf-
liði Pétursson lék á tvo varnar-
leikmenn og skorað framhjá
Magnúsi Guðmundssynú mark-
verði. Hlutur Hafliða átti eftir að
stór í ieiknum, því hann skoraði
öll þrjú mörk Víkings — hið næsta
á 18. mín. og komst Víkingur þá
í 2—0.
KR tókst að laga stööuna í 2—1
fyrir hlé og það var Sigurþór Jak-
obsson, sem skoraði mark KR seint
i hálfleiknum — og liðiö lét ekki
þar við sitja, heldur tókst að jafna,
þegar um 10 mín. voru af s.h. Sig-
fúsj markverði Víkings Guðmunds-
syni urðu þá á mistök — missti
knöttinn fyrir fætur Baldvins
Baldvinssonar, sem ekki var seinn
að notfæra sér gott tilboð og jafn-
aði.
Þannig stóð þar til 15 mín. voru
eftir, að dæmd var v’itaspyrna á
KR og skoraðj Hafliði örugglega
úr henni og það reyndist sigur-
markið. Möguleikar KR til að jafna
urðu litlir, þegar markverði liðsins
var vísað af leikvelli nokkru siðar
fyrir ljótt brot á einn Víkinginn —
en eins og áður segir settu sumar
tiltektir dómara leikmenn úr jafn-
■vægi,
Sigur Víkings í þessum leik var
að mörgu leyti verðskuldaður, og
það er slæmt, að liðið skuli ekki
vera með í baráttúnni um Islands:
meistaratitilinn í sumar — það
gefur 1. deiidarliðunum lítið eftir
flestum nema síður sé. Gunnar
Gunnarsson lék nú með að nýju og
setti það skemmtilegri svip á leik
liðsins, en hann varð þó að yfir-
gefa völlinn, þegar stundarfjórð-
ungur var eftir vegna meiðsla. En
eins og áður 'i voru var. það þó
Guðgeir Leifsson og Eiríkur Þor-
steinsson, sem voru beztu menn
liðsins. Hins vegar er rétt að benda
Hafsteinj Tómassyni á að lið græö-
ir sjaldan á grófum leik. Þetta er
óþarft hjá honum, því vissulega
getur Hafsteinn verið sterkur varn-
arleikmaður, ef hann lætur skapið
ekki hlaupa með sig í gönur.
Hjá KR átti fyrirliðinn Jón Sig-
urðsson sérlega góðan leik, og
Baldvin Baldvinsson er alltaf
hættu'egur leikmaður. í vörninni
var Þórður Jónsson beztur, en
einna mesta athyglj vöktu útherj-
arnir Atli og Gunnar Gunnarsson
(Jónssonar sölumanns) og þar eru
góð efnj á ferðinni.
Enn ein
stórsala
Newcastle hefur keypt miöherja
Luton Town, Malcolm McDonald
fyrir 170 þúsund sterlingspund og
er þetta önnur stórsalan á Eng-
landi síðustu daga. McDonald var
markhæstur leikmanna í 2. deild
á síðasta keppnisfimabili — skor-
aði 30 .mörk. Tottenham fékk Ralph
Coates frá Burnl^y í síðustu viku
og greiái ’ fyrir hann 190 þusuna
sterlingspund eftir því, sem Jimmy
Adamson. framkvstj. Burnley
skýrði frá — en ekki T7 eins og í
fyrst var tilkvnnt..